Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 15
í SÍÐARI íslandsferð sinni fór Morris á sögustaði Njálu og kom þá m.a. að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Fáeinu márum sfðar var landi hans, Collingwood, á ferðinni og málaði þá þessa vatnslitamynd af Hlíðarenda og Fljótshlíðinni fögru. GÓÐAR MINNINGAR ÚR ÍSLANDSFERÐUNUM * Morris fór til Islands á örlagatíma í lífi hans. En þótt hann kæmi úr ríkidæmi heimsveldisins, lýsir hann Islandi meó viróingu og aódáun. EFTIR JOHANN J. OLAFSSON 1873 um hjá litlum bæ (ekki þeim sem við ætluðum til) uppi í brekku og í túni sem verið var að slá. Við fundum eftir mikla leit sæmilega sléttan blett til að tjalda á og gerðum það í miklum flýti. Bærinn stóð á mjög fallegum stað, þó hann væri fátæklegur, en tveir bæir aðrir voru í nám- unda. Meðal annarra orða, Jón er sannarlega þrár náungi og fremur latur líka, Halldór er handlaginn og glaðlyndur og hefur fallega fram- komu, hann kann líka nokkur orð í ensku og hefur sagnafróðleik á takteinum. Og síðan í rúmið eftir léttan kvöldverð, súkkulaði, kalda svínssíðu, en ég var dálítið niðurdreginn vegna óblíðs endis á góðum degi og vegna kvefs, sem ég fer þó dult með. * * * VióTungnaá. Vaknaði klukkan hálf-sex við það að Halldór hristi tjaldstögin, var þó ófús að fara á fætur, en neydd- ist til þess eftir að Halldór stakk sínu vingjamlega andliti inn um tjalddymar og tilkynnti að veðrið væri mjög gott. Þegar ég kom út sá ég að það var ekki ofsagt, því sólin var reiðubúin að skína í gegnum morgunúðann er huldi Heklu. Síðan til morgunverðar í tjaldinu, á meðan skiptust á skúrir og skin. Á eftir fengum við skyr á bæ Finnboga bónda — í baðstofunni því þar virtist ekki vera nein gestastofa. Baðstofan er skrýtið og loftlaus vistarvera með rúm til beggja hliða og böm sofandi í þeim. Ég spurði hann hve mörg böm hann ætti og sagðist hann hafa eign- azt sextán, en ellefu væra dáin. Meðan við vor- um að borða skyrið kom skrýtið lítið höfuð með úfið gult hár og búlduleitt andlit í ljós og vakn- aði, og því til heiðurs lyfti ég höku þess. Bónd- inn vildi ekki taka greiðslu fyrir neitt nema hest- ana og kaðlana sem við keyptum. Við lögðum af stað klukkan hálf-tíu inn á öræfin og bjóst ég við langri dagleið, en svo varð ekki. Við rið- um fyrst yfir birkivaxið og grösugt land, unz við voram komnir á móts við Búrfell og vorum í löngum og þröngum dal á milli þess og hlíð- anna handan við Rangá, en Þjórsá rennur með- fram Búrfelli. Hér var landið ekkert annað en auðn, gijót og sandur og það sama á við um Búrfell, þó á hinum hliðunum vottaði fyrir grænku. Það getur ekki hafa verið meira en mfla á milli ánna, en bilið breikkar þar sem Rangá kemur úr austurátt, og er bakkar hennar lækkuðu sáust háir tindar og hryggir við norðu- renda Heklu. Tveir af þessum tvíbura-pýramítum voru sérstaklega eftirtektarverðir að lögun — snjórinn lá á þeim á mörgum stöðum. Við hljót- um nú að vera komnir talsvert hátt, því Þjórsá rennur hér sýnilega með þungum straumi og úði rauk af stærðar fossi hátt yfír bakkana. Nú eram við komnir þar sem Búrfell rennur út í stóra sléttu og milli okkar og Þjórsár verður breitt bil. Við snúum líka burt frá henni yfir lít- inn bergvatnslæk og inn á hraunfláka með mörg- um hólum og strýtum og hálfþakinn foksandi. Hér fóram við upp á móti, sjáum Valafell, langa lága hæð rakta grænum kindagötum, og þegar upp er komið sjáum við mikla sandsléttu fram- undan okkur með dreifðu hraungrýti. Hún tak- markast til hægri af Valafelli og til vinstri af lágum hæðum, en á þær slær grænni slikju í þessari íjarlægð. Hekla er að baki en tvíbura-pýr- amítana ber á milli. Og brátt er Valafell að baki, og er við nálgumst árbakkann bendir fylgd- armaðurinn, Ásmundur, okkur á fólgrænan blett á bökkum Tungnaár, en hún kemur að austan undan Vatnajökli og fellur í Þjórsá, sem kemur undan Amarfellsjökli. Að lokum komumst við út úr hinu herfilega ljóta hrauni á snöggt gras og heiðjurtir blandast mosa, og eftir stutta reið komum við að Tungnaá hjá tungunni þar sem ámar mætast og síðari áin dregur nafn af. Það hafði komið snörp skúr meðan við vorum í hraun- inu, en nú skein sólin rpjög skært og heitt. En ég verð að segja að það veitti ekki af til að lýsa upp þennan mjög svo eyðilega stað; grænkan er öll gul af mosa og allt er nakið og bert, en samt sem áður virðist sauðfé finna nóg til að bíta. Við komum niður í skoru á milli klettanna beint á móti rústum af leitarmannakofa á hinum bakkanum og rekum hestana inn í rétt úr hlöðnu gijóti, þar sem við tökum ofan af þeim og látum þá synda strax yfir um — eftir aðeins sex tíma reið — en það var seinlegt að selflytja allt dótið í litlum báti (í íjóram ferðum), ganga frá bátn- um, reisa tjöldin á vafasömum sléttum sandi, matreiða kvöldverð (soðið kindakjöt) og borða. Þegar þessu var öllu lokið var kvöldið liðið og farið að rigna og jókst úrkoman bráðlega til mikilla muna. Við voram samt í góðu skapi, lok- uðum tjaldinu og drukkum flösku af Madeira til heiðurs auðninni, og svo í rúmið. Magnús Á. Árnason þýddi. AÞESSU ári eru liðin eitt hundrað ár frá dauða eng- lendingsins Willian Morr- is. Hann var einn af stór- brotnustu sonum heims- veldis Viktoríu drottning- ar, sem ríkti frá 1837 til 1901. Líf Morris varð tveimur árum styttra en völd Viktoríu, fædd- ur 1834 ogdáinn 1896. Morris var mjög fjölhæfur maður, ljóð- skáld, málari, atvinnurekandi, hönnuður, stjórnmálamaður, bókaútgefandi, þýðandi, vefari, prentari o.fl. Líf Morris tengdist ís- landi sterkum böndum þegar hann kynntist í London Eiríki Magnsússyni fræðimanni frá Cambridge. Eríkur kenndi honum íslensku og aðstoðaði hann við að þýða íslendinga- sögurnar á ensku. Þeirra ævilöngu kynni hófust 1868. Samstarf þeirra varð til þess að stórauka áhuga Willjam Morris á íslandi og 1871 fór hann fyrri íslandsför sína en 1873 í þá síðari. Eríkur Magnússon fór með honum fyrri ferðina til íslands. Morris skrifaði ferðalýsingu frá Islandi í formi dagbóka, sem lýsa ferðum hans frá degi til dags. Þessar ferðalýsingar Morris hafa af sumum verið taldar hans besta verk í óbundnu máli. Islandsferðin hafði djúp áhrif á stíl hans, sem varð líflegri, til- gerðarlausari og nútímalegri. „Enginn hefur fram á þennan dag lýst betur kaldranalegri fegurð íslands, sem á sinn hátt er fremur bókmenntaleg en lif- andi. Hin ljóðrænu augnablik bókarinnar lýsa nákvæmlega fyrir aðdáendum íslands, undar- legri blöndu hins óblíða og fijós- ama. Þessi blanda er allt að því nautnaleg og er hún svo hríf- andi við þetta land“ segir í formála. „Þar var ekkert lúalegt eða hversdagslegt til að nísta mann“ sagði Morris. Morris notar frekar engilsaxnesk orð í texta sínum eins og bonder - bóndi, carl- húskarl, lith - hlíð, garth - garður, tarn - tjörn og þýðir íslensk heiti á ensku t.d. Bergthorsknoll — Bergþórshvoll, Lithend — Hlíðarendi, Swinefell — Svínafell, Eastern Rang river — Eystri Rangá, Threecorner — Þríhyrningur, Fleet-Lithe — Fljótshlíð, Markfleet — Markarfljót, Thwarth-river — Þverá, Low-shard — Lágaskarð, Thurso- water — Þjórsá. Nafnið Thurso-water á Þjórsá vekur þó nokkrar spurningar. Þjór á íslensku merkir griðungur eða boli en stofninn thurs í Thurso er sama og ásinn Þór samanber Thursday Þórsdagur. Thurso-water er því eiginlega Þórsá en ekki Þjórsá. Einn nyrsti bær Skot- lands heitir Thurso eftir fallvatni sem hét Þórsá til forna þegar norrænir menn drottn- uðu þar. Nú heitir áin Thurso. Mánudaginn 17. júlí lagði Morris af stað frá Reykjavík. Ætlunin var að leggja upp á hádegi. Eitt af því fyrsta sem undraði útlenda ferðamenn var sá langi tími sem fór í að koma sér af stað, beisla hesta, leggja á, fara yfir reiðtygi, setja upp átrúss- hesta, jafna á þeim og svo fram- vegis. Klukkuna vantaði því korter í fimm er þeir loks lögðu af stað. Eftir sex tíma reið, nær miðnætti, komu þeir á Bolavelli undir Húsmúla rétt neðan við Kolviðarhól. Þessi vegalengd er nú ekin á 18 mínútum, undir- búningslaust. Á Bolavöllum var slegið upp tjöldum við Draugat- jöm en leiðsögumennirnir Ey- vindur og Gísli sváfu í sæluhús- inu, sem Húsmúlinn er kenndur við. Morguninn eftir halda þeir áfram en í stað þess að ríða Hellisskarð beygja þeir til hægri meðfram Stóra-Reykjafelli um Lága- skarð (Low-skard) millli Stóra-Meitils og Lakahnjúka og ríða út Óseyrartanga þar sem þeir láta feija sig yfir. Næstu nótt gista þeir á Eyrarbakka. íslandsferðin var farin á tilfinningalegum örlagatímum í lífi Morris vegna samdráttar konu hans og listmálarans Rosettis. Það er ef til vill ástæða þess að ferðalýsingin var aldrei gefin út á meðan Morris lifði og held- ur ekki af ekkju hans. Ferðasagan birtist fyrst sem hluti af 24 binda heildarútgáfu á verkum Morris sem dóttir þeirra hjóna sá um 1915 að þeim hjónum báðum látnum. Það var ekki fyrr en 1969 sem ferðasagan „Icelandic Journals“ kom út í sérstakri bók í ferðasöguflokki hjá Centaur útgáfunni í Englandi. Samt var gleði minninganna frá íslandsferðunum og íslenska ménningin ávalt ofarlega í huga Morris. Friedrich Eng- els sagði að sósíalistinn Morris ljómaði allur þegar hann sæi Eddu á borðum byltingar- mannna. Morris var hrifinn af íslensku bað- stofunni og hvernig smekkur og notagildi fóru saman. Hann tók eftir því að vefstólar voru aldrei í útihýsum eins og önnur verk- færi eða áhöld heldur innanhúss með hús- gögnum. Seinna lét hann setja upp vefstól í svefnherbergi sínu. Morris tók íslenska hestinn, sem hann reið, með sér utan eins og Konrad Maurer hafði gert á undan honum. ísland og íslensk menning hafði djúp áhirf á Morris og nokkru fyrir dauða sinn lauk hann við að þýða Heimskringlu á ensku ásamt Eiríki Magnússyni. Minningin um William Morris lifir enn góðu lífi með engil- saxneskum þjóðum. Árið 1955 kom út í Englandi 800 bls. rit um Morris eftir E. P. Thompson. 1977 var sú bók gefin út í New York. Álíka stórt verk var gefið út eftir Fiona MacCarthy í Englandi 1994 og kom verkið út í New York 1995. Fjölmargar minni bækur um Morris eru að koma út öðru hveiju. Flest híbýli sem Morris bjó í \ um ævina umhverfis London standa enn og eru aðgengileg almenningi vegna tengsla við hann. Alþjóðlegt málþing verður haldið \ frá 21. til 23. júní 1996 í tilefni aldarafmæl- isins. Höfundur er stórkaupmaður. MORRIS um svipað leyti og hann fór til íslands í síð- ara skiptið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ .1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.