Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 4
NÁÐARGÁFA UNDRA- BARNSINS / Rússneski píanóleikarinn Evgení Kissin leikur í Há- skólabíói í kvöld á Listahátíó. ÁRNI MATTHÍASSON kynnti sér sögu Kissins sem kallaóur hefur verió mesti píanóleikari seinni tíma af gagnrýnendum. EINS OG orðið undrabam er orðið margþvælt og slitið komast menn ekki hjá því að grípa til þess þegar lýsa á Évgení Kissin, sem var farinn að leika á píanó tveggja ára gamall. Sex ára var hann settur í Gnessin-skólann fyrir böm með óvenjulega tónlist- arhæfileika, það var árið 1977, hjá kennaranum Önnu Pavlovnu Kantor, og fyrir hana lék piltur- 'inn ungi, sem ekki gat lesið nótur, eftir minni tilbrigði sitt við Hnotubijót Tsjækovskís. Ári síðar lék hann píanósónötur Beethovens og píanókonserta Mozarts og tíu ára gamall þreytti hann frumraun sína á sviði í einum konserta Mozarts. í bráðskemmtilegri og fróðlegri grein um Kissin eftir Mikael Kimmelman, sem birtist í New York Times seint á síðasta ári, leiðir Kimmenman rök að því að það hafi verið lán Kissins að hann komst undir handleiðslu Önnu Kantors og hélt áfram sémámi eftir það en lenti ekki í tónlistarakademíu Moskvu, sem mörkuð er af stífri samkeppni og tæknifimleik- um í anda Adolfs von Henselts, sem mótaði píanóleik svo í Rússlandi á sínum tíma með ofurmannlegum kröfum sínum að eimir eftir af því enn í dag. Fyrir vikið fékk Kissin næði til að móta gáfur sínar og þótt enginn frýi honum fimi - hann er líklega einn fingrafim- asti pianóleikari heims, eins og margsannast hefur á tónleikum, til að mynda í Paganini-til- brigðum Brahms, sem hann leikur meðal ann- ars hér á landi - er meira um vert að hann hefur náð að þroska með sér næmt innsæi og tifinningu fyrir því sem hann leikur. Þannig þykja tónleikar hans í aðalsal Moskvukonservat- orísins 1984 og hljóðritaðir voru mikið undur. Það er undur að tólf ára piltur skuli hafa getað leikið píanókonserta Chopins af slíkri snilli að Évgení Kissin HINAR 32 PÍANÓSÓNÖTUR BEEl NÝJA TESTAMENTI PÍANÓLEIKARANS EINN af fróbærustu píanóleikurum okkar tíma, Evgení Kissin, er kominn til tónleikahalds hér ó landi. Meðal verka ó tónleikum hans er hin þekkta . “ 7 „Tunglskinssónata“ eftir Ludwig van Beethoven. I tilefni af þessu létu VIÐAR PÁLSSON og SIGURJÓN ÖRN SIGURJONSSON þann draum rætast, aó hlustg ó allar 32 píanósónöturnar hans í réttri röó í einni atrennu. Meó klukkutíma matarhléi tók þaó ellefu og hólfan tíma. Hér fjallq þeir um píanósónöt- urnar og gildi þeirrg fró tónlistarlegu sjóngrmiói. FYLGIST með þessum unga manni. Einhvem daginn mun hann gera stóra hluti í heiminum." Þessi orð lét Mozart falla er hann heyrði Beethoven leika af fingrum fram á unglingsárum sínum í Vín. Ludwig van Beethoven fæddist í Bonn árið 1770. Hann lærði m.a. hjá Wolfgang Amadeus Mozart árið 1787, en síðar hjá Antonio Salieri og hljómkviðumeist- aranum Franz Joseph Haydn á árunum 1792-94. Hann var talinn einkar sérvitur og skapofsi hans gekk oft úr hófí fram, eins og t.d. eitt sinn þegar hann grýtti eggjum í við- mælanda sinn sem ekki var honum sammála. Um aldamótin 1800 fór heymarleysi að gera vart við sig. Ótrauður hélt hann þó áfram að semja og kom meðal annars fram með slíkum fiðlusnillingum sem George Bridgetower, en hin ágæta „Kreutzersónata" fyrir fiðlu og píanó var upphaflega tileinkuð honum. Talið er að í kringum árið 1819 hafi heymarleysi hans orðið algert. Það hafði margvísleg áhrif á þennan mikla meistara að missa heymina, en sína „innri heym“ missti hann aldrei. Má í því sambandi nefna að ýmis prýðileg verk vom samin eftir að hann hafði misst heymina að nokkru eða öllu leyti. Þar á meðal er níunda sinfónían, sem löngum hefur þótt hafa nokkuð til síns ágætis. Beethoven lést í Vín 26. mars 1827 úr skorpu- lifur. 20.000 manns fylgdu honum til grafar, og meðal kyndilbera var Franz Schubert sem ári seinna var lagður til hinstu hvílu við hlið meistarans. Segja má að Beethoven standi með annan fótinn í klassíska tímabilinu en hinn í því rómantíska; tónlist hans myndar eins konar brú á milli umræddra tímabila. En einn besta þverskurð á lífi Beethovens frá tónlistarlegu sjónarmiði mynda hinar 32 píanósónötur hans. Ekki einungis lýsa þær stórbrotnu lífi þessa tónskálds heldur einnig sýna þær glöggt þróun klassíkur yfir í rómantík. Því má segja að þessa grundvallarbreytingu í þróun tónlistar megi hvað best heyra á tíu klukkustundum sem spil- unartími sónatanna 32 er. Hafa þær löngum verið nefndar „Nýja testamenti píanóleikarans" (það gamla er Das wohltemperierte Klavier eftir Johann Sebastian Bach). II. 1792-1802 Vani er að skipta tónlistarferli Beethovens í þrjú megintímabil. Það fyrsta er talið árabil- ið 1792-1802. Á því tímabili samdi hann meg- inhluta testamentisins, eða 20 sónötur (frá Op.2 til Op.31). Á meðal þeirra eru tvær minni sónötur sem samdar voru á bilinu 1795-97 en gefnar út árið 1805 sem Op.49. Sónötur þessa fyrsta tímabils Beethovens eru í öllu klassísk- ar. Þær bera þess sterk einkenni að vera samd- ar undir áhrifum manna eins og Mozart en þó einkum og sér í lagi Hadyn. Fyrsta sónatan í þessum flokki var samin 1793 og sú síðasta 1802. Merkasta sónatan í þessum flokki er án efa hin rómaða sónata nr.8, Op.13 og hefur fengið viðumefnið „Pathétique". Hún var sam- in árið 1797-98 og hún markar nýtt upphaf meðal sónatanna. Þetta var fyrsta skiptið sem Beethoven leyfði sér að byrja sónötu svo ró- lega. Annars er það hinn hægi miðkafli sónöt- unar sem helst gerir nafn „Pathétique“-sónöt- unnar stórt, en hann inniheldur eitt best þekkta tónlistarstef Beethovens. Við umfjöllun á píanósónötum þessa fyrsta tímabils á ferli Beethovens er þó rétt að geta sónötu nokkurr- ar sem talið er að Beethoven hafi samið á árabilinu 1791-98 en er án opusnúmers og einungis varðveitt að hluta. Aftur á móti nær frægð „Pathétique“-sónötunnar seint frægð „Tunglskinssónötunnar" svokölluðu. Hún er seinni sónatan af þeim tveimur er mynda Op.27-flokkinn og er 14. í heildarröðinni. Það vekur athygli að Beethoven skrifaði við báðar þessar sónötur orðin Sonata quasi una fantas- ia, en slíkt gefur honum færi á að fara frjáls- legar með sónötuformið en ella. „Tunglskins- sónatan er þrískipt. Hún var samin 1801 en gefin út árið eftir. Fyrsti kafli hennar er einkar hægur og sannar vel að oft eru það einföldustu hlutimir sem eru fullkomnastir. En þar á móti kemur að þeim mun erfiðara hefur mönnum reynst að túlka hann af nægilegri tilfinningu. í kjölfarið fylgir stutt scherzo og tríó sem mynda annan kaflann. Þriðji kaflinn byrjar æsilega og hefur ætíð þótt vera líflegur með afbrigðum. Þar fær píanóleikarinn tækifæri til að sýna tækni sína og hraða enda em tónlistarfyrir- mæli kaflans skýr. Presto agitato. Strax í upp- hafi náði sónatan fádæma vinsældum meðal almennings og virðist ekkert lát vera þar á. Beethoven Allir helstu píanóleikarar heims hafa síðan reynt hæfileika sína á þessari sónötu og er vert að geta tónleika frá árinu 1835. Þar var fyrsti hluti sónötunnar leikinn af hljómsveit en þeir síðari af sjálfum Franz Liszt, en hann hefur alla tíð verið viðurkenndur sem besti og fæ- rasti píanóleikari fyrr og síðar. III. 1803-1816 1803-16 er talið annað tímabil tónlistarfer- ils Beethovens. Á því tímabili samdi hann átta píanósónötur (frá Op.53 til Op.lOl). Á þessu tímabili má það almennt segja um Beethoven að hans persónulegi stíll kemur æ betur fram og skerpist. Beethoven eyðir minni tíma í að kynna stef en meiri tími fer í úrvinnslu þeirra. Óvæntar áherslur og synkópuvirkni verða áber- andi. Fyrsta sónatan í þessum flokki er e.t.v ekki eins vinsæl meðal almennings eins og „Tunglskinssónatan" en þeim mun þekktari er hún í heimi þeirra sem lifa og hrærast í klassískri tónlist. Sónatan, sem var samin 1803-4, er tileinkuð Waldstein greifa, og er •m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.