Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 12
í RAUÐA húsinu, sem Morris teiknaði og innréttaði 1859. Það þykir bera vott um hönnunarsnilld Williams Morris og þýzki gagnrýnandinn Hermann Muthesius sagði löngu síðar, árið 1904, að Rauða húsið væri fyrsta móderne húsið í sögunni. Vió minnumst Williams Morris fyrir íslandsferóirnar og óhugg hans ó fornsögunum. En í heimalandi hans er hann þekktur sem skáld og umfram allt sem frábær hönnuóur, bæói veggfóóurs og innréttinga. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON A100. ÁRTÍÐ Williams Morris hafa komið út veglegar bækur um manninn og verk hans. Stærst er bók Fionu Mc Carthy; ævisaga uppá tæpar 800 blaðsíður. Síðan má nefna William Morris - Líf hans og verk eftir Step- hen Coote og ennfremur William Morris - Decor and design eftir Elizabeth Wilhide. Fleiri . bækur kunna að hafa komið út um Morris þótt ekki hafði þær rekið á okkar fjörur, en þar að auk hefur hans verið minnst í brezkum blöðum. í sunnudagsútgáfu blaðsins Independ- ent er umfangsmikil umfjöllun eftir Tim Hilton og bæði þar og annarstaðar er eftirtektarvert, að menn eru að fjalla um sjónlistamann sem var þó ekki málari eða teiknari að neinu marki, heldur kannski umfram allt hönnuður. En áhugasvið hans og hæfileikar voru svo víðf- eðm, að hann var líka skáld og sérlegur áhuga- maður um forníslenzkar bókmenntir og ísland þar með. Sá kapítuli í sögu Morris er rakinn anfiarsstaðar i blaðinu og verður einungis litið á hönnunarhliðina hér. Um hefðbundið listnám var ekki að ræða hjá Morris. En hann lenti ungur í slagtogi við málarann Edward Bume-Jones og annan sjálf- menntaðan málara og bóhem, Dante Gabriel Rosetti, sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á líf hans, bæði til góðs og ills. Þegar þess er gætt að Morris hafði ekki hefðbundna skólun í teikningu, er furðulegt að hann gat teiknað rómantískar gyðjur og jarðneskar kon- ur svo vel að þar sést ekki þessi vöntun á skólun. Aðeins málaði hann eina mynd sem varðveizt hefur, „ísold hina fögru“, frá árinu 1858. Sú ísold er dæmigerð, ensk yfirstéttar- stúlka í síðum kjól; rómantískur dapurleiki yfír andlitinu. En myndin er svo vel upp byggð og prýðilega máluð, að það er fullkomlega með ólíkindum að ekki Iiggja fleiri málverk eftir höfundinn. Fyrirsætan var eiginkona Morris, fædd Jane Burden og af alþýðustétt komin. Morris og hún höfðu kynnst þegar hann ásamt Rosetti og Bume-Jones áttu hlut að innréttingum og skreytingum á viðhafnarbyggingu í Oxford, The Oxford Union Society building. Morris hreifst ákaflega af stúlkunni með dramatíska , andlitið, sem bæði hann og einkum þó vinur i hans Rosetti hefur gert fræga með ótal teikn- Iingum og málverkum. Og ekki að ástæðu- lausu. Vinurinn Rosetti varð líka yfír sig ást- fanginn af frúnni og með tímanum varð hann þriðja hjól undir vagninum sem ástmaður henn- ar. Morris var úr efnaðri, borgaralegri fjöl- skyldu, en svo fjölgáfaður sem hann var, reynd- ist honum erfitt að snúa sér að einhverju sér- stöku. Ekki lýsti hann því heldur yfir að hann vildi verða skáld eða rithöfundur. Ekki heldur að hann ætlaði sér að verða myndlistarmaður eða hönnuður. Með slagtogi við menn eins og Rosetti og með borgaralegri giftingu var hann í rauninni að segja skilið við stétt og stöðu. Þar að auki var hann hirðulítill um klæðaburð með úfíð hár og skegg. En svo vel efnum búinn sem hann var, veitt- ist honum auðvelt viðfangsefni að byggja draumahúsið yfír sig og eiginkonuna fögru. Þetta var „Rauða húsið“ sem svo var nefnt og Morris var staðráðinn í að innrétta það með þeim hætti að það yrði „listahöll". Rauða húsið var byggt 1859 í héraðinu Kent suður af London. Áð utanverðu er húsið svipað öðrum viktoríönskum húsum frá síðustu öld. Annað mál var og er, þegar inn er komið. Þar er margt sem gleður augað og hefur til að bera sígilda fegurð. Upphafalega gerði hann ráð fyrir freskum á nokkra veggi, en úr því varð ekki og af því spratt, að Morris teiknaði sjálf- ur mynstur fyrir veggfóður. Upp frá því varð skreytilist Morris, sem notuð var á hin vönd- uðu veggfóður í híbýlum yfirstéttarinnar, að umfangsmiklu viðfangsefni. Hann notaði ævin- lega eitthvað úr ríki náttúrunnar, blóm eða annan gróður og teinunga sem fléttast fagur- lega saman og í þetta lagði hann liti af stakri smekkvísi. Með módernismanum í húsagerðarl- ist datt notkun á veggfóðri niður, til dæmis hér á landi, en í Englandi hefur hún alltaf haldið velli og þar er litið á Morris sem snilling á þessu sviði. í Rauða húsinu fann Morris það sem síðan átti eftir að verða honum viðfangsefni ævina út. Hann talaði gjaman um „minni háttar list- ir“ sem hann vildi ýta undir og átti þar m.a. við innanhússhönnun. Minnkandi tekjur þegar leið á ævina urðu til þess að hann stofnaði með fleirum fyrirtæki, sem var alltaf nafn- laust og hefur einfaldlega gengið undir nafninu „Firmað". Að því stóðu arkitektar og málarar, Rosetti þar á meðal, og hugmyndin var sú að feta í fótsport ítalskra miðaldalistamanna svo sem Giottos, sem höfðu gert eitthvað svipað. Þama var hugmyndabanki og listiðnaðarmið- stöð og menn teiknuðu húsgögn í anda tímans og hvaðeina sem orðið gat til prýði innanhúss, þar á meðal veggfóður. Bretland var hið eina og sanna heimsveldi um þessar mundir og mikill auður safnaðist til heimalandsins. Sífellt var verið að gera upp hallir og herragarða, svo Morris og félagar ÍlfSllm W Wwmmmmfm HÁTÍÐASALUR í Queen’s college í Cambridge. Innréttaður og skreyttur af Morris og félögum. -12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1996 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.