Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 16
Tvœr Ijósmynda- sýningar á Lista- hátíbinniy önnur í Mokkakaffiy hin á Sjónarhóliy fjalla um daubann ogab eitt sinn skal hver deyja. Umsjónar- mabur sýning- anna skrifar eft- irfarandi hug- leibingu af þessu tilefni. HINN 3. JÚNÍ voru opnað- ar tvær ljósmyndasýning- ar á Listahátíð í Reykja- vík undir yfirskriftinni „Eitt sinn skal hver deyja“ þar sem ætlunin er að bijóta dauðann til mergjar. Á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, eru það ljósmyndir úr lík- húsi eftir hinn þekkta og umdeilda lista- ^ mann Andres Serrano, sem „prýða vegg- ina“. Á Mokka-kaffi hefur hins vegar verið sett upp sýning á ljósmyndum í eigu Þjóð- minjasafns íslands og er hún samvinnuverk- efni myndadeildar safnsins við Mokka, en sýningarstjóri og frumkvöðull að þessum sýningum er Hannes Sigurðsson listfræðing- ur. Af þessu tilefni hefur Mokka-Press gef- ið út veglega bók með ritgerðum eftir fjöl- marga íslenska fræðimenn og er viðfangs- efni þeirra dauðinn í íslensku samfélagi, fyrr og nú. í tengslum við sýningamar verð- ur einnig efnt til ýmissa uppákoma í bæn- « um, þar á meðal tónleika á Ingólfstorgi sem verða síðar í júnímánuði. Á hveiju ári deyja um 70 milljónir manna: Það gera 5.833.333 á mánuði, 194.444 á dag, 8.101 á klukkustund, 135 á mínútu, 2,2 á sekúndu... Ef dauðinn væri ekki alþjóð- lega sinnaður og hefði fasta búsetu á Is- landi myndi hann þurrka út alla þjóðina á röskum sólarhring. En honum liggur ekkert á. Hann þarf að drepa tímann. Dauðinn er alltaf á næstu grösum, hvert sem við förum; bak við, framan við og þó einkum inni í okkur sjálfum. Hann tekur sér bólfestu í > líkamanum um leið og lífsneisti fæðist — hann líður um svefninn, eftir rænuleysinu milli hjartslátts og vitundar, um það lífvana rými sem umlykur tilveruna eins og botn- laust haf — og víkur ekki úr honum fyrr en hann hefur náð yfirhöndinni. Dauðinn nærist á lífinu, því án þess væri hann ekki til. Hann er hið svarta „efni“ sem lífíð sprett- ur af, og það hverfur á vit hans aftur. Dauðinn er svartur af því hann gerir ekki upp á milli lita frekar en manna. Hann hefur nákvæmlega engar skoðanir á hlutun- um, öfugt við Guð og Satan, sem eru mun óhreinni í litnum. Þess vegna er dauðinn hinn eini sanni jafnaðarmaður. Og kirkju- garðurinn ef til vill hinn eini sanni jafnaðar- mannaflokkur. Hann er eins konar hlutlaust svæði, líkt og Sviss, hið eina sanna þúsund- ára ríki. Hafi menn fengið „vitlaust gefið“ í vöggugjöf, þá eru hvers konar forréttindi afnumin í eitt skipti fyrir öll þegar að kall- inu kemur. í kirkjugarðinum ríkir ávallt frið- ur og spekt, hnífjöfn kjör og stöðugt gengi. Fólk þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að ganga í þennan flokk, við tilheyrum hon- um öll nú þegar. Við erum bara óvirkir meðlimir. Meira að segja þegar við förum á andafund. Dauðinn er alstaðar nálægur líkt og Guð, nema hvað hann virðist leggja meira upp úr virkum almannatengslum. Hann skýtur viðstöðulaust upp kollinum. En maðurinn með ljáinn sýnir ekki á sér andlitið. Engin ávörp, engin loforð. Dauðinn brýtur í bága við kosningalöggjöfina og allar alþjóðasam- þykktir um mannréttindi. Hann viðhefur andlýðræðisleg vinnubrögð. Við þurfum ekki að velta fyrir okkur hvort við eigum að kjósa hann. Hann býður ekki upp á annað en sjálf- an sig. Formlaust treður hann sér að í ýmsum myndum og innlimar okkur í veldi Myndadeild Þjóóminjasafnsins/Sigfús Eymundsson. LIKFYLGD í Bankastræti 1886. Útför Daníels Bernhöfts bakarameistara IMINNINGU DAUÐANS EFTIR HANNES SIGURÐSSON sitt: Ofsafenginn, blóð- ugur, snöggur, óvæntur, handahófskenndur, náð- arsamlegur, kvalafullur, langdreginn, sorglegur. Óhjákvæmilegur. Nú þegar fátt sýnist eftir sem hægt er að treysta á stendur dauðinn enn fyrir sínu. Ef þú ferð ekki til hans, þá kemur hann til þín, svo rætt sé um örugga heimsendingarþjónustu. Honum bregst aldrei bogalistin. Hann hefur aldrei orðið að endurskoða afstöðu sína með hlið- sjón af breyttum áherslum. Hann fylgir hvorki tísku né kennisetningum. Hann hlýð- ir ekki á gagnrýni. Ef dauðinn þykir vægðar- laus og viðurstyggilegur er það vegna þess að við sjáum hann frá mjög óvanalegu sjónarhorni - frá lífínu. En þrátt fyrir að dauðinn umlyki okkur á alla kanta er sem þjóðfélagið neiti að kannast við tilvist hans. Hann er reyndar óhugnanlega tíður gestur í sjónvarpi og á síðum dagblaða, enda þótt oft séu aðrir fengnir til að leika hann, jafnt í prentfræði- legum sem stafrænum skilningi. Rannsókn- ir sýna að eðlilegur unglingur hefur séð margfalt fleiri dauðsföll er hermenn á mestu átakasvæðunum í heimsstyijöldinni síðari, þökk sé fjölmiðlum og kvikmyndum, án þess yfírleitt nokkurn tíma að hafa verið í námunda við andvana manneskju eða jafn- vel látið húsdýr. í hasarmynd fjúka auðveld- lega hundrað hausar. Og í blöðum og tíma- ritum er fregnum af stríðum, morðum, flóð- um, jarðskjálftum, snjóflóðum, árekstrum, flugslysum og hungursneyð linnulaust sleg- ið upp. Hvar sem borið er niður í heimi frétta og afþreyingar kemur dauðinn við sögu. Feigðin með þykku kynferðislegu ofanáleggi er aðalréttur dagsins alla daga vikunnar. Sá matseðill miðast þó ekki eins mikið við það að „sýna“ okkur dauðann eins og að forða okkur frá honum. Dauðinn er með- höndlaður á sama hátt og hver annar neyslu- varningur, gerilsneyddur kenndum og harmi. Þess vegna getur verið svo hressandi að fletta í gegnum dagblað með alls konar dauðateygjum yfir morgunmatnum án þess að finna til nokkurra óþæginda. Með því móti veita fjölmiðlarnir það áskriftarmótefni sem sljóvgar og gerir okkur ónæm fyrír aðstöðu og tilfinningum annarra, sem og endanlegum ör- lögum okkar sjálfra. I verkinu „Ambulance Dis- aster“ (1963), er sýnir kramið lík í klesstum sjúkrabíl, rakti Andy Warhol hvemig þessi deyfiaðgerð fer fram með stöðugum endur- tekningum, þar til að blóðtaumurinn hefur vart meiri þýðingu fyrir okkur en prentlitur- inn sem táknar „hryllinginn". Hins vegar erum við sjaldan minnt á að tíundi hver maður á eftir að lenda í alvarlegu umferð- aróhappi einhvern tíma á lífsleiðinni, né að dauðinn komi okkur yfirhöfuð persónulega við. Markaðsmenningin gengur út á að við- halda eilífri æsku með því að standa í eilíf- um innkaupum, um það að halda dauðanum utan dyra. Dauðinn var ólíkt nærtækari og áþreifanlegri í gamla daga, enda hamraði kirkjan stöðugt á því að menn ættu að rækta garðinn sinn og lifa dyggðugu líferni áður en reikningurinn yrði gerður upp. Um það vitnar meðal annars sú langa en liðna myndlistarhefð sem kennd er við „memento morí“ („mundu að þú átt að deyja“) og nátengd var siðferðisboðskap kirkjunnar. Nú er öldin önnur. Hvar sem dauðinn drep- ur niður fæti eru læknar, útfararstjórar og líktæknar önnum kafnir að moka yfir slóð hans. Fólk má varla styðjast við staf án þess að því sé komið með hraði fyrir á næsta elliheimili. Og ef við þjáumst af ein- hveiju alvarlegra en kvefi er haft samband við lækni. Þeir sem lagðir eru inn og ekki eiga afturkvæmt fara eftir „huldum leiðum" til útfararstjóra og líksnyrta sem sjá til þess að á hinstu stund líti ástvinurinn út eins og hann hafi einungis fengið sér örlít- inn blund. Kem eftir andartak. Dauðinn á sína sögu eins og allt annað. Hann á mannkynssöguna. Franski hugs- uðurinn Michael Foucault heitinn (d. 1984) gerði þessari stofnanagervingu dauðans ít- arleg skil. í kjölfar frönsku byltingarinnar tók heilbrigðisgeirinn fjörkipp. Fólk var ekki lengur haldið illum öndum, það var einfald- lega geðveikt, og ekki þýddi að leita til æðri máttarvalda þótt eitthvað bjátaði á, menn voru einfaldlega óheppnir. Guð steig niður til jarðar í formi líkindareiknings og fyrirbyggjandi aðgerða. Yfirvaldið, sem ein- skorðað hafði verið við kóng og páfa, leyst- ist skyndilega upp í ótal samtvinnaðar valda- einingar; ríkisstjórn, hæstarétt, banka, spít- ala, tryggingarstofnanir, verkalýðssam- bönd, lögreglu og heila hersveit sérfræðinga er kunni skil á öllu mannanna böli. Fouc- ault rakti þessa gagnsæju, dauðhreinsuðu tilvistarskynjun til breska heimspekingins Jeremy Benthams (d. 1832), frumkvöðuls nytj astefnunnar. Það kom síðar í hlut arki- tekta eins og Le Corbusiers (d. 1966) að svæla út alla mýtu og órökræna hugsun með byggingum þar sem birta, geómetrískt veggjasamspil og heilsusamlegt umhverfi var í fyrirrúmi. Með aðstoð hreinlætis og ljósapera spornaði nútíminn við hinu svarta rými dauðans og þeim trúarbrögðum sem upplýsingarstefnan hafði aflýst. Einveldi, Guð og Dauði voru jarðsett í krafti þess sannleika sem Vísindin grófu upp. Hið ómögulega vék af hólmi fyrir því mögulega, og við tóku lækningar og tækni sem nútím- inn notaði til að skapa staðgengil fyrir þá dökku staðreynd sem haldið er niðri. Myndlistin hefur runnið eftir svipuðum farvegi og aðrir þjóðfélagsstraumar. Langt fram eftir öldum var dauðinn efstur á við- fangslista hennar uns hann var kaffærður í byijun aldarinnar, þótt grillt hafi alltaf í hann öðru hvoru. I seinni tíð hefur dauðan- um aftur skotið upp á yfirborðið og kann það um sumt að stafa af þeim mikla usla sem alnæmisveiran hefur valdið innan raða myndlistarmanna. En hvað á listin svo sem að sýna? Lík, orma, tár, bein, fölleika, lokuð augu, kistu, kross, krans, grettu, sár, engla, púka? Hrúgu af bijóstsykri eins og Felix Gonzales-Torres (d. 1996) gerði til minning- ar um félaga sína er létust úr eyðni og áhorfendur gátu gætt sér á? í bók sinni „Camera Lucida" talar táknfræðingurinn Roland Barthes (d. 1980) um mikilvægi þess að láta ekki venjur og siði trufla skynj- un okkar á þessu undirstöðuatriði tilverunn- ar. Þess vegna getur myndlistin aðeins orð- ið okkur að liði þegar henni tekst að vekja okkur til lífsins með því að draga fram dauð- ann þar sem við fundum ekki fyrir honum áður. Sýningamar á Mokka og Sjónarhóli stugga við okkur hvor með sínum hætti. Þær tala til okkar frá þeim stað þar sem orð falla niður. Það er uppörvandi tilhugsun, að hundrað árum eftir að við erum látin munu sennilega allir hafa gleymt okkur — rétt eins og við hefðum aldrei verið til. Lifið heil. Höfundur er listfræðingur, menningarfulltrúi Gerðubergs og sýningarstjóri Mokka og Sjónarhóls. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.