Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 14
DAGBÓK ÚR ÍSLANDSFERÐ an tíma, unz við að lokum fórum að sjá hina miklu sléttu Þingvalla yfir nálægar hæðir. Og enn riðum við áfram — það lýsir býsna vel til- finningum mínum „að vera heima hjá sér“, að þegar einn af hestunum hljóp yfir stokka og steina og tvö kofort hrutu af honum með brauki og bramli, þá brá mér ekki hið minnsta. En við urðum allir fíknir að komast að Almanna- gjá eftir að við sáum Þingvallavatn — en þang- að var löng leið ennþá, niður hæðir er lágu samhliða sprungunni og loks sléttan með hið nakta hraun, en síðan stönzuðu hestamir fyrir- varalaust, og Jón sneri sér við og tók að þylja kveðskap yfir mér, en þá komst ég sannarlega í uppnám er við fórum að hlykkjast niður hinn óreglulega tröppustíg niður í gjána, en hún sást ekki fyrr en við fórum fyrir horn á „tröpp- unum“, en þá blasti hinn miklu svarti veggur við okkur í miðnæturrökkrinu, þvi þá var orðið það áliðið. Við hlykkjuðumst gegnum gjána til suðaust- urs og settumst að á sléttum hólma úti í Öxará og reistum þar tjöldin, en ég mundi það ekki fyrr en eftir á að þetta var sjálfur Orrustuhólm- inn. Við tókum til óspilltra málanna, en það tók nokkum tíma að koma okkur fyrir og matbúa kvöldverðinn — en verk er þó auðveldara fyrir fjóra en tvo. Við fórum í rúmið um klukkan tvö, en rétt áður heyrði ég raddir og sá lest koma út úr gjánni og flestir hestarnir báru timb- ur. Það var furðuleg sjón og sviðið allt varð mjög dramatískt í mínum augum — en í hátt- inn fór ég og svaf draumlausum svefni. FERÐAMENN á leið um ísland á síðustu öld. Ekki var um annað að ræða en ferðast ríðandi og með trússahesta. Á eftir fengum vió skyr á bæ Finnboga bónda - í baóstofunni, því þar virtistekki vera nein gesta- stofa. Baóstofan er skrýtin og loftlaus vistarvera meó rúm til beggja hlióa og börn sofandi í þeim. Ég spurói hann hve mörg börn hann ætti og sagó- ist hann hafa eignast sextán, en ellefu væru dáin. EFTIR WILLIAM MORRIS Könnuóurinn Hvilzt á Breiðabólstað i Fljótshlið. ÉG BYRJA á því að punkta nokk- ur atriði um ferð okkar. Við litum ísland snemma morguns þriðju- daginn 15. júlí klukkan eitt eftir miðnætti. Napur morgunn og fremur vont í sjó. Fyrsta sýn af landinu var aðeins nokkrir tindar er stóðu upp úr gráum köldum þokubakka. Eftir að ég hafði horft á þá um stund lagðist ég fyrir á legubekk í káetunni, og vaknaði ekki fyrr en bjalla gaf merki um hálfa ferð. Þá fór ég á fætur um klukkan fimm og fannst morguninn eins kald- ur og áður, en bjartari. Skipstjórinn var á fót- um, og við vorum að nálgast Papey aftur, og mér fannst það einkennilegt að sjá þetta allt saman aftur á nákvæmlega samskonar morgni og seinast. En ég held að það hafi haft engu minni áhrif á mig en áður, og jafnvel skipstjór- ann, sem var maður viðkvæmur af sjómanni að vera, og þó að þetta væri í sjöunda sinn að hann sæi það, þá brást það aldrei að það snart hann djúpt — og það var sannarlega ekki að undra. Við eyddum einum eða tveimur tímum á flóanum, en héldum síðan áfram á sléttum sjó, en það var býsna kalt og langtum meiri snjór í fjöllunum en síðast. Morguninn eftir sáum við Vestmannaeyjar. Skipið gekk enn greiðlega þrátt fyrir snarpan vind og kaldan. Okkur fundust Vestmannaeyj- ar mjög grænar og aðlaðandi þar sem við lág- um undir hinum miklu og bröttu klettum ytri eyjarinnar. Hátt uppi á henni voru kindur á beit í snarbröttum brekkunum. Það var aðdáan- legt að sjá sjófuglana héma, þétt saman eins og býflugur í kringum býkúpu, þar sem þeir lágu í neðri grasbrekkunum eins og fjöldi hvítra blóma. Það hvessti stöðugt eftir að við fórum úr skjóli eyjanna, svo að við töldum að við kæmumst ekki til Reykjavíkur fyrr en seint um kvöldið, en við vorum ekki einu sinni svo heppnir. Okkur gekk þó sæmilega þangað til við komum að Reykjanesröstinni. Ég sat þá í káetunni og bjóst við að eitthvað mundi koma fyrir, og skyndilega lyftist stefnið og feikna slinkur fleygði okkur öllum í eina hrúgu, og í sama bili kom maður inn og sagði að við hefð- um orðið að snúa undan og ættum að liggja í vari unz veðrinu slotaði. Sem betur fór stóð vindur af landi og við gátum verið í vari mjög nálægt ströndinni, og fyrst svo stóð á fór ég í rúmið, því ég hélt að við yrðum að vera hér í sólarhring, nema ef veðrið lægði um sólaruppkomuna. Eg svaf nú samt og dreymdi jafnvel fallega drauma um fallegar kveðjustundir heima o.s.frv., og vakn- aði ekki fyrr en ég heyrði skrúfuna fara í full- an gang, en sofnaði síðan aftur ánægður yfír að ferðinni skyldi haldið áfram. Þegar ég vakn- aði aftur veltumst við ákaflega, enda vorum við að beygja fyrir Skagann. Ég klæddi mig þá og fór upp á þiljur, en var mjög sjóveikur. Morguninn var kaldur og ofsafenginn og veður- hæðin var enn að aukast. Á þennan hátt hrökkluðumst við inn á höfnina í Reykjavík og vörpuðum akkerum um klukkan-ellefu f.h. á föstudag. Skömmu seipna kom Jón söðli um borð og ávarpaði mig. Ég verð að játa að ég aðeins hálfkannaðist við hann í fyrstu. Hann er algeng manngerð á íslandi, breiðleitur, þrek- inn og bláeygður. Hann færði okkur fréttir af hestum okkar, og brátt fórum við í bát og í land, og eftir einn eða tvo tíma var búið að ganga frá öllu, jafnvel um ferðalag okkar. Við ákváðum að leggja af stað morguninn eftir ef hægt væri, því við þurftum aðeins að bíða eftir skeifum og að komið væri með hestana. Jón kynnti mig fyrir hinum fylgdarmanninum — Halldóri frá Eyvindarmúla i Fljótshlíð, litlum náunga með sérlega góðlegt andlit, og alls ekki ólaglegum. Ég býst við að hann hafi ver- ið aldavinur Jóns. Síðan miðdegisverður, látið niður í kofortin og rúmið. FOSS á Síðu, Ijósmynd úrfórum Morris. Í liöldum á OrrustuKólma á Þingvöllum. Við komumst raunverulega af stað á þessum degi um klukkan tvö. Samferðamaður, sem Faulkner þekkti frá Oxford, John Henry Middleton, sem ætlaði til Geysis, varð okkur samferða til Þingvalla. Skap mitt hefur verið heldur bágt tvo dagana af tilhugsun um fjarlægðina í tíma og rúmi og væntanlegar og óvæntar hindranir, en léttist óðar er ég var seztur í hnakkinn og kominn á leið, sem varð mér kunnuglegri í leift- ursýn en aðrir staðir hefðu orðið mér á mörgum árum. Veður var bjart og alls ekki kalt, þó við heyrðum það úr öllum áttum, að fyrri hluti sumarsins hefði verið kaldari en elztu menn myndu. Þegar við að lokum kvöddum hina ís- lenzku vini okkar í dal einum vöxnum blóð- bergi var ég glaður og léttur í skapi og alveg eins og heima hjá mér, þ.e. eins og ekkert bil hefði orðið á milli fyrri ferðar minnar og þessar- ar. Þessi fyrsta dagleið var sú síðasta í fyrri ferðinni. En þá riðum við. hér í úrhellisrigningu, en nú var veður gott að undanskildum nokkrum skúrum. Seljadalur var alveg eins og áður, en þegar nálægu hlíðamar hurfu seint um kvöldið og við sáum hina miklu fjallshryggi og tinda Ármannsfellsfjallgarðsins, Og ljósbrotum stafaði á hinar hrikalegustu og ógurlegustu gjár í hon- um, þá var það sem nýtt fyrir mér, því rigning- in hafði byrgt það áður — og þá mundi ég allt í einu eftir því hvað það var, sem ég var kom- inn til að skoða, og landið yfírbugaði efasemd- ir mínar í eitt skipti fyrir öll að ég vona. Þama settumst við niður (9 e.h.) til að borða okkar litla nesti, en létum lestina halda áfram, og rið- um síðan greitt yfir hásléttuna miklu — Guð, hve eyðilegar og brjóstmgar þessar hraun-eyði- merkur vom, hin miklu fjöll til vinstri með þok- uslæðum og gráa svæðið til hægri (eins og hrím), en upp af því nokkrir tindar. Það varð lítil breyting á leið okkar um lang- í tjöldwm ad Snorrastöóum i Laugardal. Á fætur klukkan átta á fögrum björtum morgni, og Faulkner og ég fóram upp á Lögberg eftir morgunverðinn, sólin hlý og sumarleg. Ég uppgötvaði að á Lögbergi gætu staðið meiri en helmingi fleiri menn en mér taldist áður. Það var óslegið núna og með kafagrasi og fullt af blómum, lokasjóði, sóleyjum, lyfjagrasi, hvítum smára, blágresi og einu eða tveimur háfjallablóm- um, sem ég kann ekki að nefna, og hinum yndis- lega dökkbláa maríuvendi. Morgunninn var hin mesta sælustund. Síðan farið að matbúa miðdeg- isverðinn þar sem við gæddum okkur á ágætum urriða, en hann var appelsínugulur að innan, en síðan komu hestamir og við af stað um tvö-Ieyt- ið. Við riðum meðfram gjánni um stund og síð- an okkar gömlu leið að Hrauntúni þar sem við snemm niður að vatninu og riðum meðfram því. Og síðan upp eftir birkivaxinni hæð þar til við vomm skyndilega komnir upp í Hrafnagjá, sem er hinn hrikalegasti og undarlegsti staður, og fómm yfir hana á einskonar brú eða spöng — þessi gjá er öll hmnin saman, þó hún liggi eins beint og Almannagjá — vegna þess að hún er í halla býst ég við. Þar fyrir ofan komum við á nakið hraun aft- ur, og síðan sneram við í austur yfir Lyngdals- heiði, einhvem eyðilegasta stað sem hugsazt getur, — síðdegis varð skýjað og háif-vætusamt — úfið, rifið og grátt með kolsvörtum teningum af hraungijóti, í suðri og austri stór fjöll flöt að ofan og í vestri hræðileg tóm gljúfur, grá og svört á milli tveggja hseða, eitt þeirra var allt svart og klettar sköguðu út úr því. Engu að síður voru þar kindur á beit. Við nálguðumst þetta fjall, fóram ofan brekku og kringum hlíðar þess, en þær urðu grænni er iengra dró og al- veg þaktar af kindum og lömbum — gaman að sjá þau öll hlaupa í hnapp til að stara okkur skelfdum augum — svo gjörsamlega ólík okkar langdindlaða sauðfé sunnanlands, silkihærð og öll með gárótt hom; sum kolsvört, sum mjalla- hvít eða flekkótt, sum mórauð, en öll hinar feg- urstu og fínlegustu skepnur. Næst varð fyrir okkur stór grasslétta, Beitivellir. Þar voru marg- ir hestar að hvíla sig óg brátt sá ég að það vom timburdröguhestamir. Við fóram jafn snemma af Beitivöllum og riðum samsíða um stund. Það var einkennilega falleg sjón, fjalimar drógust við jörð beggja vegna við hestana og auk þess vom aðrar klyfjar — tunnur, saltfisk- ur, skinn o.s.frv., allt borið á hinum framstæð- ustu reiðvemm. Það munu hafa verið 100 hestar í allt. Lestarmennimir tóku okkur tali, en þeir vora eins fmmstæðir og reiðverin — það var sannarlega fróðlegt að sjá það allt. Enn lá leiðin yfir íjallsrana og þá sáum við út yfir aðra breiða sléttu, Laugardalinn, með tveimur vötnum, Apa- vatni og Laugarvatni. Á bökkum síðamefnda vatnsins eru margar heitar laugar er senda guf- una í loft upp. Nú var orðið mjög áliðið er við komum í dalinn, en við fómm framhjá vatninu til hægri og riðum yfir grasgefnar mýrar og haga við rætur fjallanna, en fengum úðaregn í andlitin. Klukkan var næstum tólf er við stönzuð- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.