Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 9
GAUGUIN, olía á léreft, 1992. \i 1 \ \ m.WÉKaBmX J \ \m 1 yn \ t \ v« ^íé l t ■ í ■ \ 1\ | rjjrSv 1 ^ J . VM4T 1 v*l I M j|Wv * Blef 1 idw' A Í>.'C 1 I . \ r 1 \ 1 \I I \ 'rff' ' i iv i r ' JBf át * 1 ' 1 r ■ T*/ . . . ■■ V 'mm hI* i i \ m ft "i <m 'V I ' 1 gtt Nv Meó því aó safna saman á léreftib myndum sem aó öllujöfnu mcetast af tilviljun í raun- veruleikanum> opinberar Erró okkurkerfi þessa heims. myndmálsins kemur fram að með nokkurri einföldun má greina eftirfarandi frásagnarað- ferðir í verkum listamannsins. Fjölrýmisfrásögn: Mörg rými afmarka og byggja upp myndrýmið. Fjöldi mynda er settur hlið við hlið, og því skapast engin dýpt í mynd- heildinni. En þar sem sérhver mynd hefur sína innri eiginlegu fjarvídd, hvarflar auga áhorf- andans milli myndflatarins alls og rýmis hverr- ar einstakrar myndar. Frásögn í 2-3 myndhlutum: Myndrýminu er skipt niður í 2-3 hluta. Listamaðurinn leiðir frásögnina og sýn okkar frá myndfletinum yfir í fjarvíddarhjúp hverrar einstakrar myndar. Einrýmisfrásögn: Hér mætist fjöldi hluta eða mynda samtímis, og samlagast fullkomlega í sameiginlegu rými. í þessum myndaflokki skapar Erró opinn glugga gegn mótsagnar- kenndum heimi, gegn tvíræðum leik annarrar og þriðju víddarinnar. f rauninni má segja að hér þvingi listamaðurinn sjónblekkinguna í annað veldi, með því að stefna saman mynd- hlutum sem vísa til ólíkra staða og tíma. Þessi viðleitni til að safna saman margs konar tíma undir eina sýn skapar óvenju margræða frá- sögn, sem kallar á raunverulegan lestur áhorf- andans. En það sem er athyglisvert í málverk- um Errós er að sérhver hlutur er hlaðinn eigin sjónblekkingarmætti, enda enn merktur hinni upprunalegu myndbyggingu, myndmáli og formskrift. Snúnings- eða víxlfrásögn: Þessi mynda- flokkur er nokkið sérstæður þar sem hér er um að ræða myndir sem allt eins gætu fallið undir annan hvom fyrri flokkinn. En þessar myndir falla þó í sérflokk því þær em umbreyt- ing á einni eða tveimur myndum sem hann ýmist víxlar eða_ umtumar. Netfrásögn: Á síðastliðnum árum hefur síð- an komið fram í verkum hans ný frásagnarað- ferð, sem hann sjálfur hefur kennt við jámnet- ið eða the Iron net. Það er þannig til komið að Erró rissar á blað ákveðna hreyfingu, sem hann lætur síðan tölvu um að undirgreina og útfæra sem rúmfræðiteikningu. Nauðsyn er að undirstrika að þessi greining eða flokkun byggist á afgerandi einföldun á vinnubrögðum Errós. Hafa ber í huga að vart er hægt að tala um línulega þróun hvað þetta varðar. Erró gerir oft samtímis tilraunir með ólíkar frásagnaraðferðir, eða þá hann endur- notar eldri aðferðir í ljósi nýrra aðstæðna. Þá hikar hann ekki við að steypa saman í einu myndverki fleiri en einni frásagnaraðferð. Ef við viljum merkja einhveija þróun í verkum hans þá er það helst að á síðastliðnum áratug hefur frásögnin í verkum hans orðið meir og meir fiókin og ofhlaðin. í verkum The Secret Revealed: getum við séð margskonar frásagn- ir samtímis á myndfletinum: bæði í myndfletin- um, inn í mynddýptina, (listamaðurinn teiknar með mismunandi afgerandi litum, sem gera það að verkum að persónumar virðast mismun- andi nálægar og fjarlægar í myndinni) auk þess sem mismunandi stærðarhlutföll riðla og aðgerina ólíkar frásagnir. Nýsagan og frósagnarmólverkió Víst er að sögulega hafa frásagnaraðferðir Errós skírskotanir í samklippur þýsku dadaist- ana frá því um 1920. Listamanna á borð við Alin Jouffroy. Hannah Höch (1889-1978) og Raoul Haus- mann (1886-1971). En það sem kemur óneitanlega upp í hug- ann þegar myndir Errós eru skoðaðar í menn- ingarlegu samhengi þ.e.a.s. í tengslum við þá almennu menningarumræðu — myndlist, heim- speki, nýrýni og frv. — í Frakklandi á þessum tíma, eða allt frá 6. áratugnum, og það eru bókmenntaleg einkenni og tengslin við frönsku nýsöguna. I verkum sínum leikur Erró sér með hluta- tákn, teiknimyndir, eftirprentanir, ljósmyndir af hlutum og persónum, sem hafa glatað sjálf- stæði sínu og persónuleika. Hann stefnir ýmist saman tveimur veruleikum sem merkingarlega framlengja eða andmæla hvor öðrum, eða hann leysir frummyndina undan sínu upprunalega rými og lætur ofgnótt myndbrota mætast hindrunarlaust á myndfletinum og skapa óneit- anlega margþætta frásögn. En ekki má þó skilja þetta svo að verk Er- rós séu eins konar bókmenntalegar lýsingar (illutrasionir). Myndir hans lúta sínum eigin lögmálum og samanborið bæði við bókmenntir og kvikmyndir, þá er það umfram allt lestrar- ferlið (í bókmenntum frá bls. 1 og áfram og í kvikmyndum frá fyrsta myndskeiði) sem gerir sérstöðu þess. Við fyrstu sýn er mynd ávallt lesin í einni svipan. í verkum Errós er ekki um að ræða neitt stigveldi (hýrargi). Líkt og við sáum í fyrmefndum frásagnaraðferðum listamannsins, þá er sjaldnast gefin upp ákveð- in lestrarstefna. Myndbrot Það sem er þó sameiginlegt öllum fyrmefnd- um frásagnaraðferðum og það sem kannski einkennir hvað mest myndgerð Errós, fyrir utan þá staðreynd að hann notar í verkum sínum vísanir í aðrar myndir, er notkun hans á myndbrotum (fragments) í verkum sínum. í verkum sínum, allt frá því 1958, notar Erró ávallt fleiri eða færri myndbrot til að miðla þeim vemleika sem listamaðurinn vill útlsita á myndfletinum. Fyrmefndar frásagnaraðferð- ir em því ekki einfaldlega tæknileg aðferð til að koma til skila ákveðnum upplýsingum, held- ur em þær ennfremur leið hans til að ná utan um viðkomandi myndefni. Myndmál sem hefur ákveðna merkingu í sjálfu sér. I þessum verkum styðst Erró við fjölda myndfræðilegra heimilda. Myndir af vinum og vandamönnum viðkomandi, listaverkum eftir áhrifavalda, sagnfræðilegum upplýsingum, myndir af ákveðnum atburðum og auðvitað myndir af viðkomandi einstaklingum jafnvel fleiri ein eina eða tvær. Þá safnar hann og skrásetur í þessum listrænu ævisögum alls kyns hleypidóma og kliskjur sem frægar per- sónur verða oft á tíðum fyrir. Og þegar lista- maðurinn leiðir saman þessar upplýsingar á léreftinu, þá tekst honum oft að endurlífga eða framkalla þessar persónur og hlaða þær krafti og lífsorku. Þessi „ævisögumálverk“ leiða áhorfendur því inn í fullkomlega skáldsagnar- kenndan heim. Höfundurinn er forstöðumaður Kjarvalsstaða. Grcinin erhluti af lengri ritgerð. VERKUM ERROS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.