Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 13
BsSð STÓLL í klassískum anda f rá Morris & Company. Mynstrið í setunni og gólfteppið hefur Morris einnig teiknað. Bókaskreytingar Morrisþykja dýrgrip- ir og sama er ad segja um veggteppi hans og gólfteppi, en frægast- ur er hann fyrir vegg- fóbrió voru bæði á réttum stað og réttum tíma með „Firmað“. Raunar voru þó megintekjur fyrir- tækisins af nýbyggðum eða uppgerðum kirkj- um í gotneskum stíl. Athyglisvert er, að það er beint út úr þess- um heimi auðs og íburðar að Morris ræðst í íslandsferðir sínar. Að koma úr yfirstéttarum- hverfi Bretaveldis inn í moldarkofana á íslandi hlýtur að hafa verið verulegt „kúitúrsjokk" eins og stundum er sagt. En dagbækur Morr- is úr íslandsférðum greina lítið frá slíku. Hann minnist að vísu á þungt loft og daunillt í bað- stofu í kafla sem hér birtist, og hefur ugg- laust verið ærin ástæða til. En Morris er svo upptendraður yfir landinu og sögunum, að hann leiðir að mestu hjá sér að lýsa þeim dapur- legu húsakynnum sem landsmenn bjuggu þá við. Eftir hönnuðinn William Morris liggja 55 tegundir af fágætlega fallegu veggfóðri. Þar var hann vissulega barn síns tíma, en jafn- framt tókst honum að gæða veggfóðrið slíkum þokka, að nútímafólki þykir það aðdáunarvert. I stórum og íburðarmiklum hýbýium var löng hefð fyrir góbelínum eða veggteppum, og einn- ig þar var Morris stórvirkur. Gólfteppin hans þykja dýrgripir og skreytingar hans á postul- ínsflísar þykja fágaðar. Síðast en ekki sízt er FORSÍÐA á þýðingunni á Hænsna-Þóris sögu með upphafsstaf og leturteikningu Morris. að nefna bókaskreytingar hans. Sjálfur gaf hann út bækur með íburðarmiklum kápum óg teiknaði þá sjálfur letrið og skreytingar af mikilli fæmi. Þessar bókaskreytingar hans eru klassískt fyrirbæri, enda notaði hann þær gjarnan á klassískar bókmenntir, til dæmis Oð Hórasar. Tízkan í húsbúnaði efnaðra manna í Evrópu á 19. öld einkenndist af ofhlæði. Þegar Morris og félagar tóku að sér að gera upp hús, þá er eins víst að þeir hafi orðið að mæta þess- ari kröfu tízkunnar. En þegar Morris er einráð- ur og innréttar Rauða húsið sitt, þá gætir þar miklu meira hófs en almennt var reglan. Á efri hæð hússins er hófsemi og hreinleiki mód- ernismans hvert sem litið er, áratugum áður en módernisminn fæðist sem hreyfíng. WILLIAM MORRIS f- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.