Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 18
Hvaða nýjungar eru í inn- anlandsfluginu í vetur? Spjallað við Svein Sæmundsson framkvæmdastjóra innanlandsdeildar Flugleiða Vetraráætlunin er með nýju yfirbragði, segir Sveinn. 111- boðsferðir um helgar byrja viku fyrr en venjulega eða 6. október; alltaf verið að þróa þær og lagfæra í samvinnu við 20 landsbyggðahótel. Við stefn- um að þvi að gera áfangastaði innanlands áhugaverðari, með sérfargjöldum, með því að skapa nýja afþreyingu úti á landsbyggðinni. Vélarnar verða líka gerðar hlýlegri og rýmri: Ein sætaröð verður tek- in burt, skipt um öll teppi og áklæði og innrétting endurnýj- uð, þannig fljúgum við inn í veturinn. Milli Austfjarða og Vestfjarða á 5-6 tímum Flogið verður til sömu 10 staða og áður: Til Akureyrar allt að 6 ferðir daglega; til ísafjarðar 2 ferðir á dag, 2-3 ferðir til Vest- mannaeyja. Aðrir staðir, til dæm- is Homafjörður, verður með 5 vikulegar ferðir; Patreksflörður 4 ferðir; Norðfjörður 3 ferðir; Þing- eyri 2 ferðir; Húsavík og Sauðár- krókur 6 ferðir í viku. Þegar áætlunarleiðir Flugleiða tengjast við rútuferðir og önnur flugfélög er höfuðborgin komin í samband við 42 staði á landinu. Og ef rétt- ar leiðir eru valdar er hægt að komast á milli AustQarða og Vest- §arða á 5-6 klukkustundum. Sama helgarpakkaverð milli áfangastaða Frá 6. október til 15. desember gildir sama „helgarpakkaverð" frá Akureyri, Húsavík, Egilsstöð- um, Norðfírði og Homafírði, sama verð er frá Reykjavík til þessara staða, en hótelverð er heldur lægra úti á landi en i Reykjavík. Þessi árstími er mikið notaður af átthagafélögum og fólk kemur í jólainnkaup til Reykjavíkur. Af- sláttur á þessu fargjaldi er mestur til Austfirðinga, en til Egilsstaða og Norðijarðar er lengsta flugleið- in. Með þessu er m.a. verið að koma til móts við þá sem lengst eiga að sækja. „Flug og bíll“ frá öllum áfangastöðum Janúartilboðin byrja 7. janúar og gilda einn mánuð. Sá tími er mikið notaður til að heimsækja ættingja og vini. En aðalferða- tímabilið er frá 7. febrúar til 17. maí. Þá byrja leikhúsferðir og skíðaferðir um helgar. í vetur verðum við með sértilboð á flugi og bfl frá öllum stöðum. Margir vilja aka eigin bíl á sumrin, en oft teppast vegir snögglega að vetrariagi og þá er gott að geta fengið bíl á hagstæðu verði á sjálf- um áfangastöðunum. Ennþá er verðskráin ekki tilbúin, en gert er ráð fyrir að verðið verði hag- stæðara en í fyrra. Fjölskyldufrí á Húsavík Fjölskyldufargjöld eru alltaf vinsæl, en fram að jólum verða boðnir sérstakir „fjölskyldupakk- ar“ til Húsavíkur. Þemað í þessum ferðum er „kynnist upp á nýtt“, en margar fjölskyldur vinna mikið og veitir ekki af að hvíla sig frá daglegu amstri — taka sér frí með bömunum. Boðið verður upp á dvöl á Hótel Húsavík, þar sem verður frítt fæði fyrir böm að 12 Sveinn Sæmundsson ára aldri. Til athugunar er að flytja krakkana fyrir 1.000 krónur og stilla verði mjög í hóf fyrir foreldrana. Margir ferðamögu- leikar em frá Húsavík, stutt á staði eins og Mývatn og Ásbyrgi, en Húsavíkurbær er líka verður skoðunar, með góða sundlaug, safn, íþróttamiðstöð og veiði í vatni rétt við bæinn. Ef þetta gengur vel verða slíkar ferðir í boði á fleiri staéi. Frá „apex“ yfir í „pex“ Frá fyrsta október er boðið upp á ný „pex“ fargjöld, við höfum verið með „apex“ fargjöld í nokk- ur ár, en þau hafa ekki náð til landsmanna, líklega vegna þess að þau þarf að panta og kaupa nokkrum dögum fyrir brottför. Islendingar vilja fara sama dag og þeim dettur í hug, a-ið fellur því framan af og „pex-ið“ verður eftir! „Pex“fargjald er hægt að kaupa á brottfarardegi, en miðann þarf að greiða að fullu um leið og bókað er og ákveða heimfarar- dag. Þama er reynt að koma til móts við óskir farþega og þetta á að vera góður kostur fyrir þá er fara í 4-21 dags ferðir. Afsláttur frá fullu fargjaldi er 35%. Sérfargjöld fyrir ákveðna aldurshópa Líka er reynt að koma meira til móts við þá aldurshópa, er ekki stunda stöðuga vinna, náms- fólk og aldraða borgara. Nýtt unglingafargjald tekur gildi frá og með 1. október, gildir fyrir 12-21 árs að báðum ámm með- töldum. Fimmtán mínútum fyrir brottför verða seld laus sæti, á öllum leiðum, alla daga og far- gjaldið verður aðeins lægra en fargjald aðra leiðina. Fargjaldið er af sama toga og „stand by“ fargjöld eða „hliðarfargjöld" sem mörg flugfélög em með. Sérfar- gjöld fyrir 67 ára og eldri verða nú í gildi alla daga, nema föstu- daga og sunnudaga eða 5 viku- daga — vom áður aðeins 2 daga í viku. Samningar við félagasamtök Félagasamtök gera stöðugt oft- ar samninga við okkur og nýlega Á leið í flugferð og komið úr flugi. Innritun til Þingeyrar og Patreksfjarðar. Brottfararspjöld afhent. var gerður stór, gagnkvæmur far- gjalda- og auglýsingasamningur við ÍSÍ. Samkvæmt honum fá íþróttamenn 35% afslátt, en að auki leggst ákveðin prósenta inn í ferðasjóð hjá viðkomandi íþrótta- félagi. Úr þessum sjóði er síðan úthlutað í hlutfalli við ferðir á árinu, sambærilegt við punkta- kerfí. Þetta hefur reynst mjög vel og kemur viðkomandi íþróttafé- lagi oft skemmtilega á óvart að eiga inni kannski 100 þúsund krónur upp í fargjald. Önnur sérfargjöld Af öðmm sérfargjöldum má nefna hopp-fargjöldin milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Gilda þau fýrir alla aldurshópa, í ákveðnar ferðir, ákveðna daga. Klukkutíma fyrir brottför má taka sér númer í réttri röð og síðan er tilkynnt hverjir komast með. Hefðbundinn 25% afsláttur til námsmanna er alltaf í gildi á öllum leiðum. Einn- ig má nefna hringflugsmiðann á milli Reykjavíkur-Akureyrar-Ísa- fjarðar-Egilsstaða og Homafjarð- ar. Hann gildir í mánuð, en hring- inn má byrja frá öllum framan- greindum stöðum. Þróun í innanlandsflugi Um þróun í innanlandsflugi vil ég eindregið vara við, að það yrði gefíð frjálst eins og kom til um- ræðu á Akureyri. Litlir staðir gætu dottið úr áætlun eða flug þangað yrði miklu dýrara. Reynsla Bandaríkjamanna, þar sem ótal smáfélög kepptu, leiddi einmitt þetta í ljós og endaði með skelfíngu! Flugleiðir em líka með miklu strangari reglur um öryggi almennt en önnur flugfélög hér á landi. En við lítum með bjartsýni fram á veginn. Það hillir undir nýjar vélar og í september kemur ný kynningarvél frá Fokker-verk- smiðjunum. Sú vél er arftaki Fokker-vélanna, sem notaðar hafa verið í innanlandsfluginu í 23 ár, en þijár tegundir eru líkleg- astar til endumýjunar. En þangað til nýjar vélar koma, munum við eftir fremsta megni reyna að koma til móts við kröfur farþega eins og að framan greinir, segir Sveinn að lokum. O.SV.B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.