Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 2
H E I LSUFRÆÐ I Eigum við að finna hollustuna? - Matvælaframleiðendur hafa í æ ríkari mæU viljað nota hoUustufuUyrðingar til söluaukn- ingar. Hafa þeir sætt gagnrýni fyrir og er rætt um, bvort matvæU bafi þar með lyfjaverkan. Neytandinn og fullyrðingar framleiðenda um hollustu matvæla Inær öllum könnunum þar um telja um 98% að- spurðra að „heilsa þeirra sé það sem skiptir mestu máli“. Jafnvel stjórnmál, efnahagsmál eða trúmál komast vart í námunda við þessa hlutfallstölu. Virð- ist mestu skipta að vera ánægður með lífið og að Hin síðustu ár hafa framleiðendur færst í aukana hvað varðar fullyrðingar um hollustu matvæla. Hafa þeir fengið virtar rannsóknastofnanir til að framkvæma umfangsmiklar og dýrar rannsóknir á ákveðnum fæðutengdum hollustuþáttum. Sú spuming getur vaknað, hvort verið sé að framleiða matvæli eða lyf. Eftir ÓLAF SIGURÐSSON borða réttan mat. Þetta hafa matvælafram- leiðendur getað nýtt sér, en það hefur einn- ig komið þeim í koil. Fullyrðingar um holl- ustu matvæla hafa haft jákvæð áhrif á sölu þeirra en umræða um aukefni, aðskotaefni (mengunarefni) og matareitrun vegna t.d. salmonellu hefUr haft verulegt tjón í för með sér fyrir framleiðendur. Þess vegna hefur verið aukin áhersla á gæðaeftirlit og gæðastjómun til að tryggja stöðug gæði matvælanna. Standa sum fyrir- tæki það vel að þessum málum að nær ómögulegt er að lenda á gallaðri vöru frá þeim. Dæmi um þess háttar fyrirtæki í Bandaríkjunum eru Krafts, Beatrice, Gener- al Mills, Kelloggs o.fl. Sé horft til þess að í Bandaríkjunum er matvælaiðnaðurinn sá næststærsti þarlendis sé tekið tillit til iðnaðarframleiðslu er ljóst hversu miklir fjármunir eru í háfi. Aðeins raftækjaiðnaðurinn veltir meiru fé, en ef vinnsluferlið frá „bónda til búðar" er tekið inn í myndina eru heildarumsvif matvæla- framleiðslu langmest þarlendis bæði hvað varðar fjölda starfsmanna og fjármagns- veltu. Samt er það svo að matvælaiðnaður f Bandaríkjunum á undir högg að sækja frá innfluttri matvöru. Hafa stjómmálamenn og hagfræðingar miklar áhyggjur af þess- ari þróun mála. Talið er að þíjú meginatriði vegi þyngst í þessari þróun, en það era skortur á nýjungum. minni framleiðni og aukin samkeppni fra eriendum framleiðend- um. Ein leið fyrirtækjanna til að ná betri sam- keppnisstöðu er að höfða til hollustunnar. Hafa margar einkennilegar fullyrðingar birst á umbúðum matvæla eins og „kaffein- laust te, kólesterólsnauð jurtafíta, 100% plöntuolía“ þegar um herta fitu er að ræða o.fl. í þeim dúr. Er þá tilgangurinn einn að blekkja neytandann þar sem hann hefur líklega ekki nægilega þekkingu á þessum málum til að geta séð í gegnum fullyrðing- ar af þessu tagi. Einnig era merkingar á borð við „engin rotvamarefni, engin litarefni" þegar ýmis önnur E-númer er að finna í sömu vöra eða þau sömu era til staðar í öðram matvöram sama fyrirtækis mjög varhugaverðar og augljóslega vanhugsaðar. HOLLUSTUFULLYRÐINGAR OG Umbúðamerkingar Kellogg-fyrirtækið hóf fyrir um fjóram áram að auglýsa að treflaefni gæti minnkað tíðni ristilkrabbameins. Stuðst var við rann- sóknir „National Acadamy of Science“ (NAS) sem hefur einnig verið Hoilustuvemd Bandaríkjanna (Food and Drag Administr- ation, FDA) til ráðgjafar um þessi mál sem og önnur. Fullyrðingar af þessu tagi hafa sætt geysilegri gagnrýni. Hefur umræðan um það hvort nægilega mikið sé vitað úm líkamann til að hægt sé að gefa út manneldismark- mið næstum fallið í skuggann fyrir umræð- unni um það hvort rétt sé að leyfa matvæla- framleiðendum að fullyrða hvort varan þeirra geti læknað krabbamein og aðra sjúk- dóma. Gagnrýni hefur að sjálfsögðu komið frá FDA, en sú einkennilega staða hefur komið upp að það er sama stofnunin (NAS) sem ráðjeggur báðum aðilum! Ýmsar fæðutengdar fullyrðingar um holl- ustu matvæla era okkur vel kunnar. Of- neysla salts er talin valda háþrýstingi, kól- esteról í fæði er talið geta valdið hækkun á kólesteróli í sermi (blóðvökva). Einnig era fita og trefjaefni talin hafa andstæðar verk- anir á ristilkrabbamein. Þetta vilja matvælaframleiðendur nýta sér til að selja sína vöra. Er stundum geng- ið svo langt að þróa mjög dýrar framleiðslu- aðferðir til að geta selt matvæli sem era kólesterólminni, sykurminni, saltskert, fitu- skert o.s.frv. þó svo að vísindalegar forsend- ur séu ekki nægar til að rétlæta slíkar fUll- yrðingar. Ef varan selst og getur borgað upp þróun- arkostnaðinn og skilað hagnaði, þá verður hún framleidd! Hin síðustu ár hafa fyrirtækin færst í aukana hvað varðar fullyrðingar um holl- ustu matvæla. Hafa þau fengið virtar rann- sóknastofnanir til að framkvæma umfangs- miklar og dýrar rannsóknir á ákveðnum fteðutengdum hollustuþáttum. Niðurstöð- umar hafa svo verið notaðar í auglýsingum fyrirtækjanna, þó að mestu leyti innan þeirra marka sem löggjafinn (FDA) hefur sett. Spumingin sem hefur vaknað í þessu er: „Fær neytandinn þá ímynd þegar hann borðar tiltekna fæðutegund að hún geti læknað hann af tilteknum sjúkdómi?" Er þá verið að ræða um matvæli eða lyf? RÖKIN MEÐ OG Á MÓTI Deilur um fullyrðingar matvælaframleið- enda um hollustugildi matvöra era meira en aldargamlar í Bandaríkjunum. Á nýlegri ráðstefnu um þessi mál sagði Darrell Med- calf, varaforseti grandvallarrannsókna hjá Kraft fyrirtækinu (árssala 1985 nam tæpum 500 milljörðum kr.) að rökin með og á móti því að leyfa fullyrðingar af þessu tagi vegi hvor önnur upp. Rökin með era að mati Darrells: 1) Framleiðandi getur komið á framfæri mikilvægum upplýsingum. 2) Neytandinn fær upplýsingar um hvemig megi hafa bætandi áhrif á heilsuna. 3) Neytandinn verður meðvitaðri. 4) Framleiðandinn getur selt vöra sfna á grandvelli hollustu. Rökin á móti era: 1) Neytendur geta misskilið auglýsinguna eða þeim hættir til að treysta henni um of. 2) Þörf er á meiri rannsóknum á hollustu mataræðis til að geta fullyrt um að til- teknir fæðuþættir hafí jákvæð áhrif. Sá kostnaður mun hækka verð vörannar. 3) Ef fyrirtækjunum er heimilað að notast við hollustufullyrðingar í auglýsingum, er jafnframt verið að opna leiðir fyrir yafasamar fullyrðingar. Áreiðanleiki og réttmæti þeirra upplýs- inga sem fullyrðingar um hollustu matvæla byggist á er lfklega erfíðasti þátturinn í þessari deilu. „Vísindaleg sannindi era að- eins jafngóð og hæfni okkar til að rannsaka og túlka þær niðurstöður rétt á þeim tíma,“ sagði Darrell. Annmarkar VÍSINDANNA Vfsindalegar rannsóknir geta takmarkast af ýmsum þáttum. Mannlegi þátturinn er oft stór og hafa sumir vísindamenn fallið í þá gryflu að hafa „gæluverkefni“, þ.e. þeir framkvæma rannsóknir til að sýna fram á tilteknar fullyrðingar en missa sjónar á því hvað gæti verið að gerast í raun. Mætti helst líkja þessu við rannsóknablindu. Einnig er erfítt að fá fé til rannsókna og er algengt að rannsóknaaðilum sé borgað til að kanna ákveðna þætti en eiga það á hættu að missa af áframhaldandi styrk ef niðurstaðan er neikvæð að öllu leyti. Hafa framleiðendur ýmissa hollefna lengi legið undir grun fyrir að hafa nýtt sér lærða vísindamenn til að fá fram hagstæðar niður- stöður. Má gjarna sjá tilvitnanir í hina og þessa doktora, sem fengu svo frábærar nið- urstöður úr rannsóknum sínum á t.d. blóma- fijókomum, hvítlauk eða ginseng. Það getur því verið erfítt fyrir neytand- ann að átta sig á því hvað er rétt og rangt. En í raun þarf enginn að segja okkur að matur sé hollur og að fjölbreytt fæði er það sem er hollast, né að eitthvert undraeftii sé til sem læknar sjúkdóma*, grennir, læknar skalla, eykur lífskraftinn eða eyðir hrukkum o.s.frv. Málið er að á meðan áratugarannsóknir fjölda vísindastofnana, sem hafa grundvall- að meginkenningar um fæðutengda sjúk- dóma, era sífellt til umræðu og í endurskoð- un, er hlægiiegt að hugsa til þess hve mik- ið „nútíma skottulæknum" eða sölumönnum „hollefna" leyfist að fullyrða um sínar vörar t.d. hérlendis. Næst, meira um hollustufullyrðingar fyr- irtækjanna . HEIMILDIR: Bandartskar tímaritsgreinar og sér- fræðirit. Höfundur er matvælafræöingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.