Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 13
Hermaður rísuppúr gröf sinni Eftir Jón Bjarman Ragnar Lár myndskreytti Tíminn er einkennilegur fugl og erfítt að átta sig á flugi hans. Kanadískur fótgönguliði í fyrri heims- styijöld varð fyrir undarlegri reynslu í skot- gröfimum í Flandem. Hann þurfti að víkja sér afsíðis eins og flesta hendir. Það var svalt haustveður og rigningarsuddi lá yfír flæmsku engjunum. Engan óvin var að sjá, en hermennimir vissu af honum þama úti í súldinni; skothvellir og gelt hríðskotabyssu hélt þeim við efnið. Herflokkurinn hafði varið stöðu sína í nokkra daga án þess að verða fyrir verulegu mannfalli og mátti hrósa happi yfír því. Nú hafði dofnað mjög yfír mótspymu og hlaut að líða að því að Kanadamennimir yfírgæfu stöðu sína, sæktu fram með brugðna byssu- stingi og berðust í návígi. Þá var það sem fótgönguliðinn þurfti að bregða sér frá. Hann skreið hokinn að baki félaga sinna og leitaði að afdrepi þar sem hann gæti verið einn með þörfum sínum. Skotgrafímar virtust engan enda taka. Hann var lengi að bögglast áfram. Sumir hermannanna lágu fram á riffla sína og biðu færis, aðrir létu skurðbakkann skýla sér og reyktu meðan þeir hvfldu sig; síma- maður sneri sveifínni á tóli sínu og reyndi að ná sambandi við herstjómina. Loks fann fótgönguliðinn afdrep þar sem hann gat verið einn. Það virtist vera yfirgef- in varðstöð og því rýmra um en í skotgröfun- um. Hann fann þama ræfíl af girðingar- staur og stúkaði af með honum eitt homið, breiddi þungan hermannafrakka sinn yfír hann og lagði hjálminn þar ofan á. Því næst skreið hann inn fyrir og reyndi að athafna sig þar. Það var hálfrokkið að baki frakkanum og varla lesljóst. Hann fann blaðsnifsi á gólfínu, það gat komið sér vel. A blaðinu var undarlegt prent með fallegu flúri. Hann fór að stafa sig fram úr því og honum fannst langur tími líða þar til hann hafði ráðið í eitt orð. Það var „Frieden". Ekki vissi hann hvað orðið þýddi. Nú lagði hann við hlustimar þar sem hann húkti á bak við frakkann. Allt var orðið hljótt. Hann gægðist upp fyrir krag- ann og sá að veður hafði skipast í lofti, það var skafheiðríkt, þíð sunnangola og sumar- hiti. Hann rétti alveg úr sér, tók upp frakka sinn, hjálm og riffil og klifraði upp úr gröf- inni. Fleira hafði breyst en veðrið. Hann var aleinn í ókunnu landi. Þar var komin græn grund er víglínan áður teygði sig, allt kunn- uglegt var horfið, meira að segja gröfin sem hann var rétt skriðin úr. Hér var ekkert og engan að sjá á þessum grænu gmndum, nema óteljandi raðir af hvítum trékrossum í grængresinu. Þeir voru allir eins. Hann vafraði upp á milli krossanna og las nöfnin á þeim og dagsetningar. Það var ótölulegur fyöldi nafna en dagsetningin var alltaf sú sama, 29. september 1918. Hann var ringlaður og miður sín, hengdi frakkann, hjálminn og riffílinn sinn á einn krossinn og settist í grasið. Þá mundi hann eftir bréfsnifsinu sem hann hafði stungið í vasann. Hann leitaði að því og reyndi aftur að lesa. Nú sá hann aðeins eitt orð, skráð með sama letri og áður. Það var „Tod“. Banabiti bakteríanna Meðal þeirra sem gjörzt þekkja til er sá ótti mjög útbreiddur, að menn muni ekki geta haft fulla stjórn á vexti og viðgangi örvera og gerlagróðurs, sem hefur í sér breyttan arfbera. Sérfrótt fólk veit sem er, að mögu- leikamir sem nú þegar eru fyrir hendi á sviði líftækni, eru allt að því óendanlegir og hættan á því að eitthvað kunni að fara úrskeiðis í líftækniiðnaði er vissulega til staðar. Meðal þeirra sem gjörzt þekkja til er sá ótti mjög útbreiddur að menn muni ekki geta haft fulla stjórn á vexti og viðgangi örvera og gerlagróðurs, sem hefur í sér breyttan arfbera. Krókur a móti Bragði Samstarfshópi vísindamanna við Tækni- háskóla Danmerkur hefur nýlega ,tekizt að koma fyrir arfbera í tilraunabakteríu, og gerir þessi ígræddi arfberi eða gen það að verkum, að viðkomandi baktería getur tortímt sér sjálf við vissar ytri aðstæður. ígræddi arfberinn (konið) veldur því, að bakterían deyr nær samstundis, ef hún losn- ar úr því líffræðilega umhverfi, sem henni er eiginlegt að lifa og starfa í. Grundvallar- atriðið í þessum nýja þætti líftækni felst í því, að á meðan bakterían heldur sig í þvi líffræðilega umhverfí sem inniheldur nægi- legt magn handa henni af sérstökum kemískum efnasamböndum, þá er banvæni ígræddi arfberinn óvirkur í bakteríunni. Verði á hinn bóginn skortur á nauðsynlegum líffræðilegum efnum í umhverfí bakteríunn- ar, þá tekur aðskota-erfðavísirinn óðar til starfa, smýgur ( gegnum frumuhimnu bakteríunnar og drepur hana á örskammri stundu. Gerlagróður og bakteríur með breyttum arfbera eru til dæmis í notkun í geijunar- geymum, þar sem verið er að framleiða eitt- hvert ákveðið kemískt efni. Eru bakteríum- ar þá látnar fljóta í sérstaklega samsettum næringarvökva, sem örva vöxt þeirra og viðgang. Það var einmitt gerlagiéðrarstía af þessu tagi, sem dönsku vísindamennimir notuðu við tilraunir sínar. Til þess að hafa hemil og fulla stjóm á aðgerðum hins ban- væna arfbera í bakteríunni, var notuð amínósýran tryptophan. Bakteríum með breyttum. erfðavísi var komið fyrir í áður- nefndum geijunartönkum og örlitlu magni af tryptophani og ósköp venjulegum coli- bakteríum bætt út í; var tilraun þessi svo gerð með vísindalegri nákvæmni. Eftir skamma stund kom í ljós, að um það bil 99,9% allra tilraunabakteríanna hafði tortímst. Tilaunin var endurtekin nægilega oft til þess að fullvissa þótti fengin um að hinn breytti erfðavísir vann sitt verk eins og ætlast hafði verið til af honum. Auknir Möguleikar Þetta nýja öryggiskerfi á sviði líftækni gerir það að verkum, að nú á að verða unnt að nota öflugri bakteríur og gerla í framleiðslu lífrænna efna, en fram að þessu hefur líftækniiðnaðurinn orðið að notast við veikbyggðari og afkastaminni bakteríur. Hafa bakteríur í líftækniiðnaði verið gerðar svo veikbyggðar af ásettu ráði, að ömggt var að þær gætu ekki lifað af og dafnað síðar í samkeppni við hinar sterkbyggðari öflugri bakteríur af sömu tegund úti í nátt- úrunni. En þessar kraftminni og daufari bakteríur, sem líftækniiðnaðurinn hefur hingað til notast við, eru samt mun óheppi- legri til slíkra nota heldur en sterkbyggðar og öflugar bakteríur, sökum þess hve af- kastageta hinna fyrmefndu er tiltölulega lítil. Núna, þegar komnar eru fram á sjónar- sviðið þessar nýstárlegu bakteríur með ígrædda banvæna arfbera, horfa málin allt öðru vísi við: Framleiðendur geta núorðið notað fullsterkar, afkastamiklar bakteríur úr ríki náttúrunnar, en þær afkasta marg- falt meiru en hinar daufari, veikbyggðari útgáfur sömu tegundar. Dönsku vísinda- mennimir þykjast fullvissir um, að unnt verði að búa svo um hnútana, að meira en 99,9% baktería með ígræddum sjálfsmorðs- erfðavísi tortími sjálfum sér við gefnar að- stæður. Einnig álíta þeir, að þetta nýting- ar- og eyðingarkerfí í líftækniiðnaði muni einnig verða vel nothæft fyrir bakteríur, sem notaðar em á ýmsan hátt úti undir bem lofti. Reynist þessi fullyrðing Dananna rétt og óyggjandi, þá getur slík kunnátta í líftækni haft geysilega þýðingu í landbúnaði og leitt til mikillar aukningar í framleiðslu land- búnaðarvara. Þá er hið aukna öryggi í líftækniiðnaði ekki lítils virði, því að bakter- íur með breyttum arfbera er unnt að nota svo að segja án nokkurrar áhættu. Það tekur senn að líða að því að unnt verði að nota plöntur með breyttum erfðaeiginleikum á hagnýtan hátt. Danskir vísindamenn hafa fyrir skemmstu náð svo langt á sviði líftækni- rannsókna sinna að þeim hefur tekizt að koma sjálfseyðandi arfbera (geni) fyrir í bakteríu. Þessi arfberi verður virkur og tortimir bakteríunni ef hún tekur að breiðast út fyrir það líffræði- lega umhverfi sem henni er ætlað að starfa í. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.