Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 16
Anna Þrúður Þorkelsdóttir deildarstjóri og Krístín Jónasdóttir forstöðukona eru báðar fararsijórar með eldri borgurum í vetur. hraka og flestir vilja láta halda aðeins utan um sig. Ég hef heyrt hálfgerðar sorgarsögur um aldrað fólk í vetrardvöl áður fyrr, þar sem þjónusta og öryggi var í lág- marki, en nú held ég að ferðaskrif- stofur geri sér grein fyrir að aldr- að fólk eru dýrmætir viðskiptavin- ir, sem þarf að hlúa að. Ef ferða- skrifstofur eru á annað borð að setja upp ferðir fyrir aldraða - verða þær að standa vel að þeim. Að kaupa hús eða íbúðir á Spáni Annað nýtt hefur komið upp í auknum mæli, þar sem mikið er höfðað til fólks á eftirlaunaaldri, að kaupa hús eða íbúðir á hlýrri slóðum. Ég hef aðeins fylgst með fólki, sem hefur gert slík kaup og vil fyrir mitt leyti vara við þeim, nema fyrir þá sem eru vel fleygir og færir. Fólk er oftast mjög einangrað í raðhúsum og þarf að vera mjög sjálfbjarga, bæði hvað varðar tungumála- kunnáttu og heilsufar. Það er líka dýrt að fljúga, ef aðeins flugfarið er keypt, en gisting á hótelum er jrfirleitt lítill hluti af heildarverði. Viðhaldskostnaður á eigin hús- næði er líka töluverður og oft óþarfa áhyggjur sem skapast. Að vera innan um annað fólk og skemmta sér saman er stór þáttur Götulíf á Spáni í sólarlandaferð hjá eldra fólki, sem oft er mikið eitt heima við. íbúðahótel vinsælust með hálfu fæði íbúðahótel eru vinsælust og ég ráðlegg fólki að kaupa sér hálft fæði, sem er góður morgunverður og mjög ríkulegt hlaðborð að kvöldlagi, hjá þeirri ferðaskrif- stofu sem ég starfa fyrir - flestir þurfa ekki meiri mat. Það getur orðið dýrara að kaupa sér inn og elda sjálfur, líka svo miklu skemmtilegra að klæða sig upp og njóta ríkulegs kvöldverðar, láta snúast í kringum sig. Þegar gjald- eyrisskammturinn var svo lítill að hann entist varla fyrir fæði, tók fólk gjaman með sér saltfisk og fieira, en nú er það að mestu hætt. Yfirleitt allgóð þjónusta í íbúðahótelunum er allgóð þjónusta, ágæt þrif, gott fæði, símar í hverri íbúð, lipurt fólk í gestamóttöku og einhver skemmtiatriði á kvöldin. En fólk- inu fínnst mikið atriði að hafa einhvem á hótelinu, sem það þekkir og getur náð til, ef eitt- hvað bjátar á - til dæmis að túlka Sumarferðir aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar Frá upphafi Félagsstarfs aldr- aðra á vegum Reykjavíkurborgar sem hófst vorið 1969, hafa verið famar á sumrin lengri og skemmri skoðunar- og skemmti- ferðir og einnig orlofs- og hvíldarferðir þar sem dvalið er á sama stað í ákveðinn tíma. Orlofsferðimar em famar að Löngumýri í Skagafírði í sam- vinnu við íslensku þjóðkirkjuna og dvalið þar í 12 daga (með ferðum). 5. og síðasti hópur sumarsins dvaldi frá 5. sept. til 16. sept. og hefur fólk verið einstaklega ánægt með orlofið að Löngumýri og er jafnan fullskipað í hópana. Skoðunar- og skemmtiferðum sem vom á dagskrá fyrir suma- rið 1988 er nú nýlokið, en þær vom alls fímmtán, þar af ein aukaferð til Vestmannaeyja vegna mikillar aðsóknar. Farþegar vom á fjórtánda hundrað. Fyrsta ferð sumarsins var til Hveragerðis þar sem m.a. var skoðaður gróðurskáli Garð- yrkjuskóia ríkisins. Farin var sex daga hringferð um landið og gist á Eddu-hótel- um. Farið var til Keflavíkur og komið við í Leifsstöð; nýju flug- stöðinni, Listasafn Islands var sótt heim og Chagall-sýningin skoðuð. Siglt var til Vestmanna- eyja og dvalið þar í góðu yfír- læti eina nótt, gróðurinn í Heið- mörk var skoðaður í glampandi sól og einnig Árbæjarsafn, farin var Qögurra daga ferð til Vestur- lands í blíðviðri og góðu atlæti, dagsferðir vom famar til Þing- valla og Laugarvatns, í Borgar- §örð og að Gullfossi og Geysi. Farin var tveggja daga ferð á Njáluslóðir þar sem gist var að Skógum, ferð þessi var mjög rómuð eins og reyndar allar hin- ar. Hafnarfjörður var sóttur heim og Víðistaðakirkja, minjasöfn og Hellisgerði skoðuð. Ekið var um Reykjavík, útvarpshúsið og Laugardalsgarðurinn skoðuð og síðasta ferðin var farin út í Við- ey þar sem Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa vom heimsótt. Farþegar vom á aldrinum 67 til 95 ára og vom glaðir, þakklát- ir og fróðleiksfúsir ferðamenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.