Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 10
Alþingi, 132x203sm, 1966. Nínamálaði fleiríeneina útgáfuaf þessu myndefniog ein þeirra mun verðaá sýningunni. Sjálfsmynd Nínu frá 1960. ,Hér er loftið ferskt og hiininninn tær“ Eftir að NÍNA TRY GGVADÓTTIR féll frá 1968 hefur verið hljótt um hana. Nú er list og líf þessarar frábæru listakonu á dagskrá vegna þess að í dag verður opnuð í Listasalnum Nýhöfn í Hafnarstræti sýning á þekktum og óþekktum verkum eftir Nínu. EftirÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR Einu sinni var Nína Tryggvadóttir spurð að því, hvaða litir væru henni mest að skapi. Hún svaraði: Kannski falla mér að sumu leyti jarðlit- ir best í geð — til dæmis brúnt og gult. Svo var hún í þessu sama viðtali, sem birtist í bók- inni • Steinar og sterkir litir, spurð um við- horf sitt til mannamynda, hvort það hefði ekki talsverð áhrif hvort hún þekkti viðkom- andi manneskju. „Ég hef gaman af að mála fólk,“ sagði Nína. „Og auðvitað setur maður hana inn í ákveðna birtu, inn í ákveð- ið form. Það sem ég þekki til hennar, hefur að sjálfsögðu sín áhrif, annars er það form- ið, sem ég einbeiti mér að. Formin lýsa manneskjunni. Sérstaklega á þetta við eldra fólk, hugsun og skap móta línumar í andlit- inu. Svipur sumra er hreinn allt lífið — halda sér hreinum innvortis, aðrir öfugt. Ætli það sé ekki besta fegurðarlyfið að halda hugsun sinni hreinni." í SLENDIN GURINN OG HEIMSBORGARINN Þeir, sem þekktu Ninu best, segja að hún hafi haldið hugsun sinni hreinni. Hún var ekki sérlega uppnæm, þó að hún gæti verið glettin; henni hefur verið lýst sem svo, að yfír henni væri þroskalegt jafnvægi. Þó hafði hún eins og aðrir kynnst lífínu frá ýmsum hliðum. Braut listamannsins er sjaldnast tómum rósum stráð, þó að takist að verða ofaná og sanna gildi sitt, eins og Nínu tókst óumdeilanlega. Þó er enn spum- ing, hvort hún hefur hlotið þann sess í myndlistarsögunni sem henni ber; á sínu sviði er hún frumheiji og einn af þeim fyrstu að koma í mark. Sumir ferðafélagamir em í dag frægari og njóta þess og kannski að vera af stærri þjóðum. Nína var þá enginn útkjálkamaður í list sinni, þó að hún biytist úr fámenninu hér við lítil efni og gerðist hlutgeng í heimsborgum myndlistarinnar, París og New York, þar sem hún dvaldist langdvölum og átti sitt heimili. En hvergi fannst henni betra að mála en á íslandi og viðtalið, sem áður var vitnað til, var einmitt tekið eftir að hún var búin að koma sér upp íverustað hér heima og þangað kom hún hvert sumar til að mála. Því að, eins og hún orðaði það: „Hér er loftið ferskt og himinn- inn tær. . . Landslag á þessari breiddar- gráðu á við mig, mig hrífa miklu meira fjöll- in hér — sterk og andstæð form í náttúr- unni — en loðin form gróðurs víða erlendis." NýNínu-sýningÍ Reykjavík Astæðumar fyrir því, að rifjuð em upp orð þessa dáða málara okkar, sem lýsa all- vel viðhorfi hennar til ýmissa gmndvallar- spuminga, era þær, að í dag 17. september verður opnuð í Listasalnum Nýhöfn sýning á nokkmm verkum eftir Nínu. Þessi verk, sem aðallega em olíumálverk, em öll í eigu fjölskyldu Nínu, eiginmanns hennar, A1 Copleys, og dótturinnar Unu. Þau A1 og Una em einnig starfandi myndlistarmenn og svo skemmtilega vill til, að einmitt þenn- an sama dag, 17. september, verður opnuð í Norræna húsinu sýning á verkum A1 Cop- leys og í Gallerí Gangskör sýning á verkum Unu! Auk olíumálverkanna verða á sýningunni í Gallerí Nýhöfn teikningar, pappírssam- fellur, vatnslitamyndir og pastelmyndir. Árið 1982 kom út á vegum Almenna bókafé- lagsins og í samvinnu við Iceland Review bók um Nínu. Halldór Laxness skrifaði þar inngang í minningu Nínu, Hrafnhildur Schram um list Nínu, en Aðalsteinn Ingólfs- son var ritstjóri. Þá var um leið haldin sýn- ing í Listasafni alþýðu til kynningar á bók- inni. Síðan hafa myndir Nínu ekki sést hér á opinbemm sýningum. Meðal þeirra verka, sem getur að líta í Nýhöfn, er t.d. sú mynd, sem prýddi forsíðu bókarinnar, svo og mynd frá 1967 og ber heitið Abstrakt eins og svo margar myndir Nínu og er í umræddri bók á bls. 92, en mynd þessi var í sérlegu af- haldi hjá Nínu sjálfri. Annars er þetta fjöl- breytileg sýning, því að þama em myndir úr svokallaðri Alþingis-röð, m.a. stór og svipmikil og harla sérstæð mynd, sem ein- faldlega ber heitið Alþingi, og lýsir mönn- um, sem em upphafnir að vinna að hugsjón einhverra þingstarfa, en andlitseinkenni þeirra hafa þurrkast út; myndin er einstæð að þessu leyti, því að Nína lagði sig annars mjög eftir sérkennum manna, eins og hér að ofan hefur komið fram. En þama er eins og hún skynji mennina og landslagið sem órofa heild, og saga þeirra verður þannig samofin sögu landsins. Þá verður þar vænt- anlega og önnur mynd, sem einnig tekur mið af sögu lands og þjóðar, enn einn vitnis- burðurinn um hve sterk ítök íslendingar áttu í heimsborgaranum í boðunarsveit hins óhlutbundna málverks. Þessi mynd er af Snorra Sturlusyni, allmiklu eldri en þær sem áður hefur verið minnst á, samklipp og hugmynd að glerglugga, sem vissulega gæti tekið sig vel út þar sem Snorra er minnst, t.d. ef hér hefði verið komið upp Snorra Sturlusonar-stofnun í Reykjavík, eða ef mynd verður á uppbyggingu Reykholts- staðar og ffægasti sonur þess staðar verður í forgmnni en ekki saga kristni í landinu, sem tengdari er öðmm stöðum. Nokkrar myndir á sýningunni í Nýhöfn verða til sölu, annars hefur verið mjög erfítt að eignast verk Nínu að undanfömu. Ferillmálarans Nína Tryggvadóttir fæddist á Seyðisfirði 1913 og hét fullu nafni Jónína Tryggvadótt- ir. 1920 fluttist hún með foreldram sínum, Tryggva Guðmundssyni og Gunndóm Benj- amínsdóttur, til Reylqavíkur og þar eist hún svo upp. Á námsámm í Kvennaskólanum komst hún í kynni við myndlist Ásgríms Jónssonar og naut meira að segja tilsagnar hans um tíma. Síðan fer hún í myndlist- amám hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem á kreppuámnum, þegar hún er um tvítugt Abstrakt, 1967. Ein af myndunum sem verða á sýningunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.