Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 3
l.ggBiTg 'Mj[0]rR|^lul[N-::Br'L]A D.SES.Sj Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Napóleon og franska stjómarbyltingin er heiti á greinaflokki í þremur hlutum eftir Sigiaug Brynleifeson og birtist sá fyrsti hér. Þar segir frá yngri árum þessa áhrifa- mikla manns, sem varði miklum tíma í lestur og virð- ist hafa verið einlægur hugsjónamaður framanaf, en síðan hafa völdin orðið markmið í sjálfti sér. Þetta eru kaflar úr nýrri bók, sem enn er ekki ákveðið hvenær kemur út Forsíðan er af nýju málverki eftir Hring Jóhannesson list- málara og er eitt þeirra, sem hann sýnir nú í Gallerí Borg. Myndin heitir „Suðvestanátt" og' vísast þar til skýjanna, sem em að sögn málarans suðvestanáttarleg. Og þá er hann að tala um skýja- far norður í Aðaldal, þar sem myndin er máluð. Jafnframt em í blaðinu fleiri myndir Hrings á sýningunni í Gallerí Borg, sem hófst fyrir tveimur dögum. Ferðablaðið fjallar nú um grein í ferðaþjónustunni, sem sífellt verður fyrirferðarmeÍK Ferðir aldraðra. Núna em ein- mitt að hefjast haustferðir aldraðra og Ferðablaðið er að mestu leyti helgað þessu efni. Claudio Abbado er nú talinn vera einn af flórum hljómsveitar- sijórum, sem standa allir hæst á tindinum. Okkar maður í Vínarborg, Jósef Fung, hefur hitt „maestro" að máli og þar segir hann ma. að eitt tillit geti verið mikilvægara en stórkostlegt látbragð. ELÍAS MAR Mamma JJtiII kútur feitur með dúnmjúka ló á kolli og ekki farinn að ganga fálmar smáum puttum útí rökkrið einu sinni enn og segir þetta eina orð sem hann kann. En hann fær ekki það svar sem hann væntir því að hún mamma hans er farin, endanlega farin, og hann fínnur ekki þetta mjúka og gjafmilda sem hann þráir að geta þrýst að tannlausum munm' og sogið... sogið... Þess vegna kallar hann ekki oftar, heldur hvíslar í hinzta sinn þessu eina veika orði: Mamma... Utill kútur feitur bersköllóttur með hálfa öld að baki og hættur að geta gengið fálmar kubbslegum puttum um sængina eirðarlaust og hefur ekki sagt orð í mörg dægur. En þegar sjúkrahúspresturinn leggur sefandi hönd á feita puttana þá róast lítill kútur og stynur alsæll: Mamma! (Nóv. 1987) Höfundurinn er þjóðkunnur rithöfundur og skáld og býr í Reykjavik. Islendingar virðast hafa haft furðu sterk bein til að þola illa daga og lífskjör, sem nútímafólk getur naumast ímyndað sér. En nú þegar allir hafa til hnífs og skeiðar og óteljandi annarra þarfa og gerfíþarfa, er viðkvæðið jafnan, að við lifum á erfiðum tímum. Skáldið sagði þetta á kreppuámnum sem kunnugt er og þá var full ástæða til að fullyrða um erfiðleika. Núna í velmegun- inni er þó ekki minna um þá rætt og marg- ir bera sig illa. Menn spyija: Hversvegna getum við ekki búið við stöðugt gengi eins og aðrar þjóðir og þá festu sem einkennir þeirra þjóðarbú- skap? Von er að spurt sé. Svarið felst að hluta til í óútreiknanlegum náttúraskilyrð- um, en einnig og ekki síður í því, að þjóðin hefur verið óheppin með stjómmálamenn sína og svo er það eins hver önnur árátta, bæði landsfeðra og einstaklinga, að eyða meira en aflað er. Síðan nútíma þjóðfélagsgerð hófet á ís- iandi frá og með stríðslokum, hefur öðm hvetju verið ymprað á þvi, að útflutningur landsmanna væri of fábreyttur; ekki gengi til lengdar að vera að fullu og öllu háður fískinum í sjónum, sem er háður náttúraskil- yrðum í hafínu. Það hefur verið talað um, að við þyrftum fleiri stoðir undir bygging- una: Stóriðju, fullvinnslu sjávarafurða, iðn- vaming, refa- og fískirækt. Allir vita, að þessar stoðir hafa einatt reynst brauðfætur, sem ekkert er á að treysta og má þakka fyrir hveija nýja at- vinnugrein, sem ekki þarf óðar að hlaupa undir pilsfald ríkisvaldsins og biðja um að- stoð á kostnað skattgreiðenda. Það er ekki einleikið hvemig þetta gengur og þó blasa Æ þessi góðæri sumar skýringarnar við; iðnaður sem verður að borga tvöfalt orkuverð á við samkeppni- siðnað í nágrannalaöndunum er vitaskuld dauðadæmdur. Við verðum áfram háð fiskinum í sjónum og markaðnum fyrir hann; á því er enginn fyrirsjáanlegur endir. Þar skiptast á feit ár og mögur og eftir því mun efnahagslífið sveiflast. Okkur gengur illa að komast út úr takti veiðimannaþjóðfélagsins, þar sem fengurinn er veizla og þegar borðin era hroðin eftir sleitulausa drykkju og át, verða menn að ná vopnum sínum og fara á ný út að veiða. Og þó; ef þetta væri einfáldlega svona, stæðum við á núlli eftir hvert góð- æri, en þvf er ekki að heilsa. Veizlumar eru svo dýrlegar, að við þurfum erlend lán til að fjármagna þær. Jafnvel í bullandi góð- æri verður að taka viðbótarlán. Að vísu standa þó nokkur verðmæti eft- ir. í úthverfum höfuðborgarinnar hefur á fáeinum áram risið svo sem eins og einn Akureyrarbær; þar að auki'er risin flugstöð og Kringla og önnur offramleiðsla á verzlun- ar- og skrifstofuhúsnæði með tilheyrandi tölvukerfum, svo nú era 40 þúsund fermetr- ar af gólfum til þessara þarfa til sölu. Samt titrar Moggahúsið á skrifandi stundu undan álagi loftpressanna á Fjalakattarlóðinni, því þar á að koma upp mörgum hæðum undir skriffinnsku og höndlun að viðbættri nýrri Kringlu við hlið þeirrar stóra. Og við slóum á okkur nýjum bílum í þeim mæli, að bíla- eign landsmanna er jöfn heimsmeti Banda- ríkjamanna: Tveir komma núll um hvern fólksbíl. Góðærin og erlendu lánin virðast í litlum mæli gefa af sér arðsöm framleiðslu- fyrirtæki, en þeim mun meira af forgengi- legu dóti eins og bílum og lúsusverzlunum svo fínum, að ráða verður hönnuði frá ít- alíu til þess að útlitið yerði sæmandi. Frá og með árinu 1988 var þjóðinni gert kunnugt, að góðærinu væri lokið í bili. Doll- arinn féll, gengið á íslenzku krónunni féll- og féll, fískurinn féll á mörkuðum okkar í útlöndum. Timburmennimir upphófust, svo og gjaldþrotin. Ur öllum áttum heyrist í grátkóranum: Fjármagnskostnaðurinn er alveg að drepa okkur, - enginn rekstur stendur undir svona okurvöxtum, o.s.frv. Þessi þula er vel kunn- ug uppá síðkastið og bak við hana leynist draumur um þá gömlu góðu tíma, þegar vextir vora neikvæðir og hægt var að fjár- festa og splæsa á kostnað sparifláreigenda. Nú þykir frelsið jafnvel vont, af því það hafði ekki vit fyrir okkur og þá er horft með glíu í augum á framsóknarhöft og skömmtunarstjóra, sem umbuna hinum verðugu. Það virðist ekki tekið með í reikninginn þegar rætt er um fjárhagsvanda og gjald- þrot, að óstjóm með braðli og heimskulegum fjárfestingum sé hreinlega um að kenna i mörgum þessara bágstöddu fyrirtækja. Að þeim sé einfaldlega illa stýrt eins og þjóðar- búinu, einkum í góðæri. Það er ekíri bara fískverkunarkonan á Vestfjörðum, sem vitn- að var til í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðins nýlega, sem sjá að afætumar era út um allt og að of mikið er tekið út úr rekstrinum í persónulega eyðslu og óþarfa lúxus. Skrifstofur f olíufurstastíl, tveggja til þriggja milijóna Benzar, Reinsróverar og aðrir lúxusjeppar með farsímakost sem kemst í heimsmetabók Guinness, punta nátt- úrlega uppá andlit fyrirtækis út á við, að ekki sé nú talað um ímynd forstjórans. Nýjasta æðið var að geta fengið þetta allt á kaupleigu; skitt með það þótt endanlega verði búið að borga ibúðarverð fyrir þessi leikföng, sem era svo bráðnauðsynleg fyrir laxveiðitúrana. Stundum hafa menn gizkað á, að flottræf- ilshátturinn sé til kominn vegna þess hve skammt sé um liðið síðan þjóðin komst út úr torfkofunum. Sú kenning hrekkur skammt. Þeim fækkar nú óðum sem muna svo langt aftur í tímann. Aftur á móti er íhugunarefni, að yngsta kynslóð athafafólks á Islandi þekkir ekki annað en velmegun og er alin upp við öll þessi þægindi og græj- ur, sem nú þykja sjálfeögð. Ef einhver munur er á, tekur sú kynslóð hinni eldri fram um kröfuhörku og þarf þó töluvert til. Þessari ungu kynslóð finnst sjálfsagt að geta átt allt þetta dót í byijun búskap- ar, sem tók foreldrana áratugi að eignast og þegar þessi kynslóð kemur fyrir alvöra til valda og áhrifa, er varla líklegt að dreg- ið verði úr veizlufagnaðinum. En þar að auki fær sú kynslóð á sig byrðamar af Kröfluævintýram okkar sem eldri eram. En sem sagt; þessari veizlu er lokið og við hlýðum með andakt á hundrað ráð Jóns Baldvins til að draga saman í ríkisrekstri. Vonandi tekst að koma skútunni á sléttan sjó eftir ólukkans góðærið. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.