Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 9
Hringur Jóhannesson - Tekur það ró- lega yfir veturinn, en þeim mun meiri verður sumarskorpan norður íAðaldal. ast ekki á dramatískum átökum, hvorki í myndefninu né litnum. Af þeim sökum þykja myndir af þessu tagi þægilegar að hafa í kringum sig; góð stofulist án þess að því felist agnarögn af lítilsvirðingu. Má minna á það, að málverk Kjarvals þykja góð stofu- list einnig. Hringur hefur náð því eftirsótta marki, að hafa fundið sjálfan sig. Hann fann sig þó ekki í abstraktinu, sem var efst á baugi eftir að hann varð fleygur sem málari og um tíma beið hann átekta og hélt að sér höndum. Það er þessvegna athyglisvert, að mjmdbygging hans er oft æði nærri því abstrakta; til dæmis í myndinni sem fyrr er nefnd úr súrheystuminum, en einnig í fleiri myndum, þar sem formin eru að vísu úr náttúrunni, en í rauninni fram sett á' þann hátt, að það er aðeins eftir að taka eitt skref yfir í abstrakt útfærslu. Það er vel þekkt fyrirbæri meðal málara, að þeir taka nýjan pól í hæðina á nokkura ára fresti; einkum eftir sýningar. Á einum áratugi getur þessvegna orðið veruleg þró- un. Margir telja sig koma að sama punkti aftur eftir allmörg ár. Þeir taka þá upp gamlan þráð að nýju, en meðhöndla hann þá öðmvísi. Þeir hafa farið í hring, eða kannski þó öllu frekar í spíral eða hringferil. Þesskonar hringferlar em naumast fyrir hendi í myndlist Hrings Jóhannessonar. Hann virðist hafa verið á nokkuð beinni línu eftir að hann uppgötvaði aðferðina, sem varð honum svo haldgóð og kennd er við nýraunsæi. Hitt er svo annað mál, að allar beinar línur enda í hring, segja spekingam- ir, séu þær gerðar nógu langar. Sumir málarar fara í gang þegar dimmir og haustar, en því er öfugt farið með Hring. Hann tekur það rólega yfír veturinn hér syðra; kennir svolítið, dútlar eitthvað í myndum og segist sofa mikið í skammdeg- inu. En á vorin fer hann norður; sumarið er hans tími, sumarið í Aðaldal. Það er eins- konar vertíð málarans og þá gengur hann að verki sínu af kappi. Við sjáum í myndum hans sumar með bláum himni og skýjum sem boða suðvestanátt eins og í myndinni á forsíðunni. Eða þá að hann gaumgæfír dalaiæðuna, sem fyllir lautir og dali og ger- ir landið ævintýralegt. Allsstaðar er eitthvað merkilegt að gerast í náttúrunni þegar vel er að gáð og allt er breytingum undirorpið. Svartar rákir eftir sinubruna heyra til vor- inu og verða horfnar að fáeinum vikum liðn- um, þegar grasið sprettur að nýju. Myndefn- in eru víða, en flestir ganga um garða án þess að taka eftir því og sjáandi sjá þeir ekki. Hringur byggir á persónulegri upplifun og skoðun. Hann segir, að stundum hafi menn sent sér ljósmyndir með einhveiju, sem þeim fannst alveg rakið, að hann gæti gert sér mat úr. En það getur hann ekki. Að vísu notar hann stundum myndavél sjálf- ur til að einangra myndeftii, en hann vill fá að velja sitt ejónarhom. Það eru einmitt sjónarhornin, sem ráða oft úrslitum um það í þessari myndgerð, hvort árangurinn verður flatneskja eða eitthvað sérstakt, sem heidur áfram að kalla á athygii áhorfandans. GÍSU SIGURÐSSON Skák í íslendingasögum Víglundar sögu er skemmtileg frásögn af tafli og mun þar líklega miðað við skáktafl. Víglundur dvel- ur undir dulnefninu Örn einhvers staðar í Austjörð- um hjá gömlum bónda sem hafði kvænst Ketilríði, æskuunnustu hans. Bóndi býður honum að tefla einn dag: Lítt gáði Öm að taflinu fyrir hug þeim er hann hafði á húsfreyju svo að honum var komið að máti. Og í því kom húsfreyja í stofuna og sá á taflið og kvað þennan vísuhelming: Þoka mundir þú Þundar þinni töflu hinn gjöfli, ráð eru tjalda tróðu, teitr að öðrum reiti. Þú skalt þoka Þundar töflu [taflmanni] þinum á annan reit. Það eru ráð tjalda tróðu [konunnar]. Bóndi leit til hennar og kvað: Enn er mótsnúin manni men-Hlín í dag sínum. Einskis má nema elli ■ auð-Baldr frá þér gjalda. Enn er men-Hlín [konan] mótsnúin manni sínum. Auð-Baldr [maður] geldur einskis frá þér nema elli. Öm tefldi það sem til var lagt og var þá jafntefli. (Víglundar saga, 1983—4.) Þama er enn það atvik að þriðji maður kemur nauðstöddum skákmanni til aðstoðar og líka það að einbeitingu skortir hjá skák- manni enda er heimilishögum á bænum lýst þannig að ekki er að undra að Víglundi fip- aðist í skákinni. Víglundar saga endar vel. Þau Víglundur og Ketilríður ná saman og hafa væntanlega stytt sér stundir á löngum vetrarkvöldum við að tefla. eftir JÓN TORFASON í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar er mað- ur nefndur Hlíðar-Steinn: „Hann réð betur drauma en aðrir menn. Hann tefldi og manna best.“ Segir frá því að Hlíðar-Steinn tefldi við Þórhadd bónda á Stræti á Bera- fjarðarströnd: Þórhaddur var þá kátur mjög og mælti að þeir mundu tefla „því að mér er sagt að þú teflir manna best en eg hendi og gaman að því". Steinn bað hann ráða. Þeir tefldu og hafði Þórhaddur eigi við. Hann mælti þá: „Ekki er of mikið sagt frá þessi íþrótt þinni og munum við nú hætta að tefla því að eg á önnur erindi við þig.“ (Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, 2066.) Ekki er fullvíst hvemig á að skilja þetta. Ef til vill er taflið aðeins til að bæta and- rúmsloftið eins og þegar menn ræða hvers- dagstíðindi áður en alvarlegri mál eru borin Upp. Hér kann þó að vera að Þórhaddur sé að reyna fæmi Steins því þegar þeir hafa lagt taflið frá sér biður hann Stein að ráða drauma sína en þeir vora margir og heldur óhugnanlegir. í annarri austfirskri sögu, Droplaugar- sona sögu, er sagt að eftir fa.ll Helga Drop- laugarsonar var Grímur bróðir hans aldrei kátur og aldrei hló hann. Þar kom þó að hann hefndi bróður síns og leitaði síðan til Þorkels Geitissonar í Króssavík í Vopna- fírði. Síðan segir: Um daginn eftir tefldi Grímur við Aust- mann og rann að borðinu sveinn er þau Þorkell áttu og Jórann og rótaði taflinu. Austmaðurinn spymti til sveinsins en hann frat við. Grímur skellti upp og hló. Þá gekk Jórunn að honum og mælti: „Hvað er þess orðið í ferð þinni er þér fær nú hlátrar eða hvað segir þú tíðinda?" (Droplaugarsona saga, 363.) Grímur svarar með myrkri vísu þar sem þó má skilja að hann hefur komið hefndinni fram. Ekki er annars getið en hann hafí venð kátur það sem eftir var ævinnar. í Heiðarvíga sögu kemur maður í Ás í Hálsasveit í Borgarfírði að safna mönnum til víga: „Þar var mannfátt heima og vora menn farnir á Völlu [í kaupstefnu] en hús- karlar á verki. Eiður sat að tafli og synir hans tveir." í sögunni er sagt frá því hvað nágranna- bændumir aðhöfðust þennan dag. í Hvítár- síðunni vora menn að slætti en aðrir stund- uðu smíðar en flestir vora í kaupstað á Hvítárvöllum. En bóndinn í Ási hefiir tíma til að sitja inni og tefla við uppkomna syni sína. Sennilega á þetta þó ekki að sýna yfirmáta mikinn tafláhuga heldur er verið að bregða upp mynd af mönnum við frið- sama iðju skömmu áður en blóði er úthellt. í Harðar sögu og Hólmveija segir frá því að tveir menn á Vatnshomi í Skorradal sátu um nótt á heystáli og tefldu, hafa ef Knúti og Valdemar Danakonungum veitt banatilræði í Hróarskeldu 1157. Valde- mar sat þá að skáktafli við annan mann. Frá þessu segir í Knýttinga sögu. til vill verið að vaka yfir kú. Það fékk illan endi því þeir vora báðir drepnir þegar Hólm- veijar komu þangað til að ræna nautpen- ingi sér til matar. I Grettis sögu Ásmundarsonar er nöturleg frásögn frá yngri áram Þorbjamar önguls: Það var eitt sinn að Þorbjöm öngull sat að tafli. Þá gekk stjúpmóðir hans hjá og sá að hann tefldi hnettafl. Það var stórt halatafl. Henni þótti hann óþrifinn og kast- aði að honum nokkram orðum en hann svár- ar illa. Hún greip þá upp töflina og setti halann á kinnbein Þorbimi og hljóp af í augað svo að úti lá á kinninni. Hann hljóp upp og þreif til hennar óþyrmilega svo að hún lagðist í rekkju af og af því dó hún síðan og sögðu menn að hún hefði verið ólétt. (Grettis saga, 1063.) Líklega á svo að skilja að með hnettafli sé átt við hneftafl en þó gæti verið að orð- ið sé dregið af lögun mannanna. En hér er nefnt halatafl. Á því var lítil hola í hveijum reit á taflborðinu og smá stautur eða hali niður úr sérhveijum manni. Hafa þá menn- imir haldist stöðugir á borðinu þótt það riðl- aðist til. Minjar um slík töfl hafa fundist í fomum gröfum og raunar tíðkast vasatöfl með slíku lagi enn þann dag í dag. í Króka-Refs sögu er getið um tafl sem smíðað er á Grænlandi og hefur væntanlega verið mjög skrautbúið. Það var „tanntafl og gert með miklum hagleik. ... Það var bæði hneftafl og skáktafl“. Hefur verið gert ráð fyrir að á annarri hlið borðsins hafi verið dregið skákborð en á hina hliðina hneftaflsborð en með tanntafli mun átt.við að mennimir hafi verið skomir úr rostungs- tönn. Við uppgröft á Norðurlöndunum, allt frá Græhlandi til Finnlands, hefur fundist margt taflmanna úr rostungstönn eða beini, margir telgdir af mikilli list. Sumir era með mannslagi, t.d. riddarar á hesti og biskupar með mítur og bagal, en á öðram virðist jafn- vél gæta arabískra áhrifa. Nokkurra annarra dæma um tafl í íslend- inga sögum verður getið síðar. Það er afar hæpið að taka þessar sagnir bókstaflega því flestar þær Islendinga sögur sem hér er vitnað til munu ritaðar um aldamótin 1300 eða síðar. Dæmin sanna ekkert um taflmennsku á íslandi á 9. og 10. öld en sýna að skáktafl er orðið alþekkt á íslandi á 13. og 14. öld þegar sögumar vora ritaðar. Sjá má merki þess að höfundar sagnarita bæta skáksögum inn í heimildir sínar. í Knýtlinga sögu, sem er saga Danakonunga frá 11. öld fram um miðja 13. öld, segir af því þegar Sveinn konungur sviðandi veitti Knúti og Valdimari Dahakonungum banatil- ræði í Hróarskeldu árið 1157. Þannig er sagt frá viðbrögðum þeirra Knúts og Valdi- mars þegar morðingjasveitin kom inn: Valdimar konungur lék að skáktafli við annan mann en Knútur konungur sat á pallinum hjá honum. Og er þeir Þéttleifur gengu í dymar laut Knútur konungur til Valdimars konungs og kyssti hann. Valdimar konungur sá eigi af taflinu og spurði: „Hví ertu nú svo blíður mágur?“ Knútur konungur svaraði: „Vita muntu það brátt." (Knýtlinga saga 114. kafli.) Síðan ryðjast morðingjamir fram, drepa Knút en særa Valdimar á fæti. Hann komst þó undan og felldi Svein konung skömmu síðar. í dönskum heimildum er drepið á skáktafl í öðra samhengi við þetta tækifæri og er líklegt að höfundur Knýtlinga sögu hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að láta fómarlömbin sitja að tafli. Hér sést ögn inn í smiðju sagnaritara á 13. öld. Hann fyllir söguna með því að bæta við frásögninni um friðsamlega iðju Valdimars og Knúts og jafnframt verður tilræði Sveins konungs ill- mannlegra. Þess má geta að sterkar líkur era á að höfundur Knýtlinga sögu sé Ólafur hvíta- skáld Þórðarson, bróðursonur Snorra Sturlusonar og föðurbróðir Þorgils skarða sem rætt var um í síðasta þætti. Þær frásagnir sem hér hafa verið tengd- ar skáktafli era sumar heldur dapurlegar. Það á því líklega vel við að hafa hér að lokum tilvitnun í Konungs skuggsjá, fræðslurit handa ungum mönnum sett sam- an um miðja 13. öld. Þar lendir skákin í heldur ólystuglegum félagsskap: Enn eru þeir hlutir er þú sícalt svo var- ast sem fjanda sjálfan. Það er ofdrykkja og tafl, portkonur og þrætur og kast um viðurlögur þvi að af þessum grandvöllum timbrast hinar mestu ógiftur og fáir einir munu lengi lasta lausir lifa eða glæpa er eigi varast þessa hluti. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ,17. SEPTEMBER 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.