Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 15
Glaðir ferðafélagar frá síðastliðnu vori á Mallorca. Haustferðir að hefjast hjá eldri kynslóðinni Aðalferðamannatími sum arsins er að baki — börn, unglingar, foreldrar að mestu horfin af sólarströndum Spánar, Mallorca, Júgóslavíu og víðar. En yngri kynslóðin er vart farin heim þegar sú eldri tekur við og einmitt núna er eldra fólkið að ferðbúa sig eða er farið á sólarstrendur. Heimilislegur og hlýr andi var inn- an dyra í Félagsmiðstöð aldraðra í Hvassaleiti 56-58 — þaðan eru skipulagðar og seldar innanlandsferðir fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar og hjá Önnu Þrúði Þorkelsdóttur, deildar- stjóra í Félagsmáladeild aldraðra, var eins og á ferðaskrifstofu, fólk að koma og borga inn á miða í næstu ferð; tyllti sér gjarn- an niður og rabbaði um ferðina í sumar eða fyrirhugaða ferð og „hvað það var nú gaman í fyrrahaust — skyldi það verða jafn- gaman núna“. Utanlandsferðir á vegum Reykjavíkurborgar frá 1977 — Er sá tími kominn Anna, að fólk geti notið þess að vera gam- alt, ferðast og skemmta sér? „Ég er nú reyndar alveg á móti þessum kynslóðaskilum, búin að fara í innanlandsferðir með eldri borg- urum í 13 ár og 10 ár í utanlands- ferðir, fínnst ég vera ein af hópn- um. í ferðunum ríkir oftast afar léttur og afslappaður blær, hópur- inn kann að skemmta sér, fólkið fróðleiksfúst og mjög þakklátt fyrir allt sem fyrir það er gert. Reykjavíkurborg á vegum félags- starfs aldraðra hefur frá 1977 sent fólk í utanlandsferðir, eina til tvær áður og staðið mjög vel að þeim, alltaf sent sérstaka far- arstjóra og hjúkrunarfræðinga með og ferðimar urðu stöðugt vinsælli. Vant góðri þjónustu í fyrra brá svo við, að yfir 300 manns vildu fara með okkur, ferð- imar vom orðnar of fjölmennar til að Reykjavíkurborg gæti staðið fyrir þeim og ferðaskrifstofur tóku við. Ferðirnar vom boðnar út til ferðaskrifstofa og hagstæð- asta tilboðinu tekið, en nú verð- leggja ferðaskrifstofumar ferð- imar, en samkeppnin um far- þegana er hörð og vonandi kemur það ekki niður á þjónustunni við þennan aldurshóp. Nokkrar ferða- skrifstofur standa sig mjög vel og halda áfram að senda hjúk- mnarfræðinga og sérstaka farar- stjóra með hópnum. En sama fólk- ið fer ár eftir ár og er orðið vant góðri og ömggri þjónustu — erfitt fyrir það, ef á að breyta til allt í einu og draga úr þjónustu. Að hafa öryggi til að njóta Eftir að tekin var sú ákvörðun að senda ekki starfsfólk úr félags- starfínu, hafa ferðaskrifstofur leitað til okkar og beðið okkur um að fara með, þar sem skjólstæð- ingar okkar vildu hafa einhveija sem þeir- þekktu áfram með í hópnum. Við Kristín fömm þvi núna með Atlantik og Kolbrún Ágústsdóttir með Úrvali, en þetta gemm við í okkar sumarleyfi núna. Samband fararstjóra og hjúkmnarfræðinga við samheld- inn hóp er vináttusamband, eins og frænkur eða vinkonur séu með honum og þannig er þetta mjög þakklátt starf. Við emm vanar að vera með í öllu og búum á hótelinu, ef leita þarf til okkar - hvort sem er á nóttu eða degi. Fólk yfir 70 ára þarf sérstakt öryggi - að einhver sé til staðar, sem það þekkir og getur treyst - aðeins með slíku öryggi getur það notið dvalarinnar. Verður að standa vel að ferðum fyrir aldraða Vissulega er mikil breyting á þessum 10 ámm frá því að ég byijaði sem fararstjóri, hvað miklu fleiri geta bjargað sér á erlendri gmnd, en á móti kemur að heilsu getur verið farið að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.