Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 7
dæmis að skrifa verk fyrir kór og ásláttar- hljóðfæri fyrir opnun „Wien Modem“, sem verður frumflutt í Vín.“ „Hve margar óperur mun ríkisóperan láta setja upp?“ „Of fáar, ég vildi hafa þær fleiri... en við verðum að minnsta kosti með þessa tvo — Ligeti og Rihm.“ „ Verða íluttar minna þekktar óperur frá liðnum tímabilum?“ „Já, það er líka mjög mikilvægt, til að mynda ópera Scuberts, „Fierrabras", hún verður flutt í „Theatre an der Wien“ (þar sem ópera Beethovens, „Fidelio," mörg af fremstu ieikverkum á þýskri tungu og marg- ar Vínaróperettur vora framfluttar) og síðan sett á efnisskrá Ríkisóperannar. Og þetta er algjörlega nýtt fyrir Vínarbúa, hún hefur aldrei fyrr verið flutt þar, í hans heimaborg — það er mjög undarlegt. Þetta sýnir hvem- ig fólk getur bitið eitthvað í sig. Tökum til dæmis þá viðteknu skoðun að Schubert sé ekki óperatónskáld. Það er alrangt. Schu- bert er stórkostlegt óperatónskáld. En ef þú hugsar langt til baka, um „Fidelio" til dæmis, þá tók mörg ár að uppræta svipaða fordóma — „Beethoven er stórkostlegt tón- skáld, en ekkert óperatónskáld," Sjáðu ... nú segja allir: „Fidelio er stórkostleg óp- era.“ Það tekur dálítinn tíma að breyta venj- um fólks." „Verðið þið með einhverjar aðrar óperur en „Fierrabras“?“ „Já, við verðum það. Til dæmis „Hóvansj- tjína" eftir Músorgskíj, sem aldrei hefur verið flutt í Ríkisóperanni, og „II Viaggio a Reims“ eftir Rossini; hún hafði heldur ekki verið flutt þar áður. En það var af ólíkri ástæðu sem þeir fluttu hana ekki því hún hvarf fyrir hgundrað áram; hún var talin glötuð, en við fundum hana fyrir fímm áram. Svo að við fluttum hana fyrst í La Scala á Rossini-hátíðinni, og sfðan hér í janúar árið eftir.“ „Efnisskrá ykkar er að mestu klassísk, rómantísk og nútímaverk. Flytjiðþið nokkr- ar barokkóperur?" „Mig mundi langa til þess einhvertímann, ég veit ekki hvenær ... það tekur mikinn tíma. Ef þeir gefa mér einhvemtímann fímm, sex mánuði til að æfa, þá sný ég mér að Monteverdi." „Hvað tekur það þig vanalega langan tíma að seija upp óperu?“ „Tuttugu ár!... ég þarf að rannsaka, sjáðu til, ég hef gaman af rannsóknum. Til dæmis rannsakaði ég „Boris Godunov" áram saman. Vitaskuld er ég að gera að gamni mínu þegar ég segi tuttugu ár. Það tekur tíma — ég vil ekki vinna eins og andinn blæs mér í bijóst hveiju sinni. Ég vildi hafa dýpri þekkingu ef þess er kostur." „Svo að það sem þú ert að gera núna byggist á því sem þú hefur verið að rann- saka undanfarin ár?“ „Já, einmitt." „Hvað áformar þú að gera á meðan þú ert tónlistarstjóri Ríkisóperunnar í Vínar- borg?“ „Það era tiltekin atriði... sjáðu til, helsti kostur Ríkisóperannar er fyrst og fremst Fílharmóníuhljómsveit Vínar, áreiðanlega besta óperahljómsveitin, og dýrlegur kór ... en af og til verða einhver fjárhagsvand- ræði, sem ég vona að leysist úr á síðustu stundu. Vandinn er sá að það er mjög er- fítt að vera með fasta efnisskrá og hafa hana alltaf á sama plani og alltaf góðar sýningar, og ég hugsa að við breytum smátt og smátt til... flytjum hveija ópera oftar og ekki of margar. Auðvitað munum við lfka hafa fjölbreytni, en ekki of mikla." „Ákveður þú efnisskrá óperunnar?" „Ég kem með ýmsar uppástungur. Við ráðfærum okkur við Drese og Deutsche. Það sem við köllum eftiisskrá er meira á þeirra höndum. Ég get engu breytt núna, en ég mundi vilja breyta dálítið til, þvf að í rauninni er það vegna óperannar, áheyr- enda og allra, sém við verðum að halda dálítið hærri staðli." „Hvert er samband þitt við FíIharmónSu- hljómsveit Vínar, sem tengist óperunni?“ „Frá 1965, þegar ég stjómaði þeim í Salzburg, hafa þau boðið mér að sfjóma hljómleikum og við höfum gert Qöldann all- an af plötuupptökum. Við höfum næstum lokið við Beethoven fyrir Deutsche Grammo- phone. Þau hafa nú boðið mér að stjóma Brackner öllum, Dvorák öllum og Vínarskól- anum — Schoenberg, Berg og Webem. Vanalega stjóma ég fyrstu hljómleikum þeirra í byrjun starfsárs, og þegar þau leika á Tónlistarhátíðinni í Vín, og við föram f langar hljómleikaferðir; munum til dæmis leika allar sinfóníur Beethovens í Tókýó og í New York, og í París í febrúar næstkom- andi. Hljómsveitin heldur aðeins mjög fáa hljómleika á ári. í Vín halda þau þetta átta eða níu hljómleika í allt, svo að þau vilja helst bjóða svona sjö stjómendum að stjóma Claudio Abbado stjórnar í Vín. samtals níu hljómleikum. Þetta er því mjög iýðræðisleg stofnun; þau ákveða sjálf hvað þau gera.“ „Ætlar þú að gera eitthvað nýtt eða sér- stakt á „Nýárstónleikunum“? „Já, eitthvað nýtt, eins og til að mynda „Kvadrillu um stef úr Grímudansleik Verd- is“ eftir Johann Strauss. Hann var sífellt að gera þessar kvadrillur með því að taka stef úr óperam og tengja þau saman. Já, það er gaman." „Og hvemig ert þú viðriðinn aðrar stórar hljómsveitir?“ „Eg reyni að einbeita mér að starfinu hjá Ríkisóperanni, Fílharmóníunni í Vín og Kammerhljómsveit Evrópu, og það er nóg. Ég hef ekki meiri tíma. Hvað Sinfóníuhljóm- sveit Chicago varðar þá fer ég þangað í eina til tvær vikur á ári, og við eram hálfnað- ir með sinfóníur Tsjækovskíjs. Með Lund- únasinfónfunni hef ég lokið við öll verk Ravels, nema ein plata er eftir. Ég stjóm- aði stundum Sinfóníuhljómsveitinni í Boston — afar góð hljómsveit, mér fellur vel við þau, og fallegur salur. Ég stjóma vanalega Fílharmóníuhljómsveit Berlínar við setningu „Tónlistarhátíðar Berlfnar" í september á hveiju ári... það er stórkostleg hljómsveit, mér þykir gott að vinna með þeim.“ „Getur þú sagt okkur eitthvað um vænt- anlegar htjómleikaferðir þínar?“ „Eg fer með Vínarfílharmóníunni um Þýskaland, Ítalíu, Spán, og til Parísar, í febrúar. Sfðan fer ég með Kammerhljóm- sveit Evrópu til Bandaríkjanna og Japans í mars; verð því næst í Chicago, og þegar ég kem hingað aftur framflytjum við „Fi- errabras" eftir Schubert og, í samvinnu við La Scala, „Pelleas og Melisande" eftir De- bussy. Þá era upptalin verkefni þessa starfs- árs.“ Muntu gera einhvetjar plötuupptökur á samtimatónlist? „Það mundi ég gjaman vilja... það er hugsanlegt í tengslum við „Wien Modem." „Þar sem þú hefur nú þegar náð að af- kasta svona miklu, hefur þú þá nokkur önnur „óvenjuleg“ verkefni sem þú vildir ljúka við áður en þú verður áttræður?“ „Ég veit ekki einu sinni hvort ég næ átt- ræðisaldri... nei, það era þegar komin of mörg verkefni, bara á þessu ári... ah, sjáðu! Fyrir tveimur áram fór ég í sex mán- uði upp til fjalla, á fallegan stað þar sem ég get lesið og lært í friði, verið með fjöl- skyldu minni, farið á skíðum, og ég viidi gjarnan gera þetta miklu oftar á næstu áram.“ „En segðu mér frá því álagi og andlega undirbúningi, sem svona krefjandi alþjóðleg- ur frami útheimtir.“ „Já, það erfiðasta er hvað mikið er af boðum, það er alveg eðlilegt, og að segja „nei“ og „nei“ og „ég hef ekki tíma,“ „ég hef ekki tíma,“ og að velja bara úr það mikilvægasta, en ég held . .. að einbeita sér að vinnu á einum stað ...“ „Þú þarft að stjóma svo mörgum óperum og hljómleikum, og i hljómleikaferðum, hef- INGA GÍSLADÓTTIR Dagsverkið Sat ég á klöppunum á Mu tungti I vösunum blóðbeig, snæri og skeljar. Aðeins utar skyndileg hreyfing - lágfóta laumast heim í greni með dagsverkið í Ijaftinum blóðugur, brotinn figl- Viðhliðmér dagsverkið blóðugur, brotinn fiskur. Laumast heim ígreni, lágfóta og ég. Inga erfædd í Reykjavlk 22. janúar 1962. Vinnur um þessar mundir á méðferöar- stofnun á Grænlandi. INGVAR AGNARSSON Miðnætur töfrar Um lágnættisstund rennur sól um haffiötinn strýkur hann mjúkum fmgrum eins og unnusti elskaðan líkama. Geislastafi sólar leggur um hauður og haf. A þessari stundu er hún milli tveggja heima, milli himins og jarðar, og í snertingu við báða. Blessaða sól! Égnýtgeisla þinna er þeir falla I augu mln. Ég sé geisla þlna á fjöllum. Ég sé geisla þína & himni. Hvert sem ég lít, þá eru geislar þínir þar. Þeir eru allstaðar. Þeir fyUa tilveruna. Þeir fylla sálu mína. Hverf 'þú mér ei, fagra sðl. Höfundur rekur hjólbaröaverkstæði i Reykjavík. Leiðrétting I Lesbók 3. september sl. birtust lj6ð undir höfundamafninu Ásdis Jenna Jensdóttir. Hér var málum blandað og Ásdts Jenna er Ástráðs- dóttir. Hún er nemandi við Menntaskólann f Hamrahlfð, og eru hún og lesendur beðnir velvirðingar á þessu. ur þú tíma mitt í öllu þessu til að læra?“ „Já, ég ætla sjálfum mér tíma, eins og þegar ég fer upp til fjalla; stundum heima. Og á sumrin tek ég mér alltaf sex eða sjö vikna frí til að grúska í friði." „Ég tók eftir undraverðu tónlistarminni þínu, að stjórna alltaf utanað, stundum breyttri efnisskrá annan hvom dag, óperum — „ Wozzeck“ til dæmis, og stundum jafn- vel einleikurum með. Þjálfaðir þú þetta sér- staklega eða erþað meðfæddur hæfíleiki?" „Nei, ég læri bara raddskrána. Ef ég kann hana ekki utan að finnst mér að ég kunni ekki nógu vel.“ „Og það er ósköp einfalt..." „Já, mjög einfalt." „Hvað álítur þú skipta mestu hjá skap- andi hljómsveitarstjóra?“ „Þú veist að það sem áheyrendur sjá á hljómleikum er látæði... það er hægt að segja að sumir sijómendur sýni falleg lát- brigði og þéss háttar. Ég held að það sem mestu skiptir sé að þekkja raddskrána, þekkja tónlistina. Góður hljómsveitarstjóri getur náð fram stórkostlegri tónlist jafnvel án þess að stjóma, bara með almennum ráðum og síðan með því að Örva bara hljóð- færaleikarana. Stundum getur eitt tillit ver- ið miklu mikilvægara en stórkostlegt lát- bragð." „Og hver er besta þjálfunin tíl að ná þessu marki?“ „Að kynna sér raddskrána... ég held að það sé endalaust hægt að fínna eitthvað nýtt í raddskránni. Ég held að verst sé að hugsa: „Ég þekki þetta allt.“ Og það er ógerlegt, sjáðu til.“ „Er mikill munur á að stjóma óperu og sinfóníutónleikum?“ „Það er nokkur munur, en undirstaðan er alltaf tóhlistin. Auðvitað er einhver reynsla af sviðinu og söngvuranum nauð- synleg. Þegar ég til dæmis set upp ópera þykir mér vanalega best að hafa sýningar- stjóra og söngvara, sviðsmynd, ljós og tæknibúnað með frá upphafí. En þegar öll er á botninn hvolft held ég að allt í ópera tengist tónlistinni." „Endum þetta á heimspeki: Elftir að hafa lifað svona lengi sem atvinnumaður í tónlist og náð svona langt í tónlistarsköpun, hvaða ráð eða Hfsreglur gefur þú ungum tónlistar- manni, / fáum orðum?“ „Fyrst vil ég segja að tónlist er mér mjög mikilvæg, en hún er mér ekki ALLT. Ég á böm, fjölskyldu, vini, ég hef bækumar mínar, og ég hef mörg önnur áhugamál í lífinu. En ég held, það að læra sem mest af að vinna með miklum tónlistarmönnum, eða kynnast öðra fólki, og það að lokum, sem ég sagði í byijun samtalsins: Að hafa mikla ástríðu, mikla ást og trúa á það sem þú ert að gera, hvað sem það er, tónlist eða hvað annað, leyndardómurinn er að gera það af mikilli ást og heitri ástríðu." Höfundur er tónskáld og býr í Vínarborg, Reykjavík og Hong Kong. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.