Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 17
Dvalarstaður á MaUorca. óskir eða beiðni um aðstoð, kalla á lækni, kaupa lyf, fara í banka fyrir það og fleira. Þess vegna búum við, sem erum svona auka- fararstjórar, á hótelunum með fólkinu. Hitastig og veðrátta — Hvemig er hitastig inni og úti á þessum árstímum? Við höfum haft upp í 30 stiga hita, en aldrei niður fyrir 16 stig - mjög þægilegur hiti. Yfirleitt er stöðugra veðurlag á haustin, þá er sjórinn ennþá volgur, en vatn í sundlaugum fer auðvitað eftir lofthita. Fólkið syndir oftast ekki mikið, gengur meira, en nokkrir eru hraustir og skella sér bæði í sundlaug og busla- í sjónum. Snemma á vorin hefur yfirleitt verið kaldara og ekki eins treyst- andi á veðurfar, en þá er gróður- inn fallegri - allt í blóma, sem visnar svo í sumarþurrkunum. Hitastig inni í íbúðum er kaldara en hér heima og við áminnum farþega að taka með sér eitthvað hlýtt til að sofa í. Það fer eftir gæðum hótelanna hvemig þau Göngulúinn hópur að hvíla sig í sólinni. standa að upphitun - nokkur hita upp, ef hitastig fer niður fyrir lágmark, en önnur halda sig við ákveðnar dagsetningar. Þær ferðaskrifstofur, sem við höfum átt viðskipti við, eru með góð hótel. Öryggishólf - vasaþjófnaðir Við áminnum farþega mjög um að gæta vel peninganna sinna, en vasaþjófnaðir em tíðir á Spáni sem annars staðar og margir sem hafa ótrúlega þjálfun - atvinnu- menn í greininni! Sú hefð hefur skapast að við höfum geymt pen- inga fyrir fólkið eða hvatt það til að hafa öryggishólf. Við segjum við karlmennina að ganga ekki með veskið í rassvasanum - auð- veld bráð! Konurnar mega aftur á móti gæta sín á að opna ekki töskur sínar fyrir framan til dæm- is götusala, sem væm vísir til að hirða allt peningaverðmæti upp úr þeim - miklu betra að vera með lausa smápeninga í vasanum, ef á að versla við götusala og aðeins létta hliðartösku með axl- aról og láta töskuna hvfla að fram- an. En ef fólk fer skynsamlega með fjármuni sína og bíður ekki hættunni heim er öllu óhætt. O.SV.B. .... ...................... ....................................... ■ ■.....I *■■■*■ -- cMsl í ferðunum em leiðsögumenn og starfsmenn frá Félagsstarfinu sem sjá um að fræða og aðstoða ferðalangana. í allar ferðirnar er lagt af stað frá Lögreglustöð- inni við Hlemm og er sá staður sérlega hentugur fyrir eldra fólk sem margt kemur og fer með strætisvögnum til og frá brott- fararstað. Ferðimar em skipulagðar og afgreiddar frá skrifstofu Félags- starfs aldraðra í Hvassaleiti 56 til 58. Anna Þrúður Þorkelsdóttir ........................................................................; LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.