Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 11
grófu þau úr gleymsku um miðja 19. öld. Af verkum Hand- els hafði Haydn einhver kynni, eins og áður var vikið að, en það var ekki fyrr en í London á efri árum hans sem þau kynni urðu svo náin, að þau hefðu umtals- verð áhrif á ævistarf Haydns sjálfs. Rætur sínar átti Haydn í austurrískri barokk-tónlist, en forvígismenn hennar teljast nú ekki meðal stærri spámanna tónlistarsögunnar, og ýmislegt mun hann hafa lært af eldri samtíðarmönnum sínum, sem snúið höfðu baki við barokk- listinni og voru að þreifa fyrir sér um nýjan og einfaldari stíl. En einnig þeir mega heita gleymdir, ef undan er skilinn Carl Philip Emanuel Bach, einn af sonum Johann Sebastian Bachs. Sá sess, sem Haydn skipar óumdeilanlega í tónlistarsög- unni, verður sízt óveglegri fyrir þessar sakir. Þróunarsaga þeirra tónlistarforma, sem klassísk tónlist — og raunar einnig rómantísk að miklu leyti — byggist á, er hvergi skráð skýrari stöfum en í verkum hans. Þegar blaðað er í þeim, má fylgjast með því, hvernig hann markvisst og stig af stigi, áratug eftir áratug, víkkar og dýpkar þau einföldu form, sem hann hafði tekið í arf eftir fyrir- rennara sína, unz þau höfðu tek- ið á sig það mót, sem eftirkom- endurnir sættu sig við í höfuð- dráttum næstu hundrað árin eða þar um bil. Og hann fyllti þessi nýþróuðu form heillandi fegurð og andríki. Samkenni verka hans eru óbrigðull skýr- leiki í hugsun og framsetningu, mikil fágun og hófsemd, traust samhengi og auðugt hugarflug í úrvinnslu efnis, hóglát gaman- semi og djúp alvara. Formþróunin í verkum Haydns var vel á veg komin, þegar Mozart, sem var 24 árum yngri, kom til sögunnar. Hann lærði margt af Haydn, og Haydn líka ýmislegt af honum. Þessir öfundlausu keppinautar örvuðu hvor annan. Báðir voru þar jafnt gefendur og þiggjend- ur. Mozart dó ungur, 1791, en einmitt þá og næsta áratuginn á eftir var sköpunarmáttur Haydns í hámarki. Ári eftir andlát Mozarts fluttist Beethov- en, 22 ára gamall, til Vínarborg- ar og gerðist skömmu síðar nemandi Haydns. En fyrsta sin- fónía Beethovens var ekki samin fyrr en fjórum árum eftir að síð- asta verk Haydns í því formi, Lundúna-sinfónían, kom fram, og á þeim tíma verður naumast sagt að nemandinn hafi verið kennaranum fremri. Það er fyrst með þriðju sinfóníu sinni, „Eroica", sem Beethoven tekur við hlutverki brautryðjandans á þessu sviði. Allt þetta verður að hafa í huga, þegar metin eru og borin saman afrek þessara miklu snillinga. Þá er eins og stjarna Haydns skíni talsvert skærar en áður, án þess þó að nokkuð dragi úr ljóma Mozarts eða Beethov- ens. í þessu ljósi verður að skoða verk meistara Haydns, og því nánari sem kynnin af þeim verða, því meira þykir mönnum til þeirra koma. Hljómleikasalurinn í Esterhazy-höll- inni í Eisenstadt var vinnustaður Haydns þau ár sem hann þjónaði furstanum. Myndin er tekin í maí 1981 á hljómleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Ester- hazy-höllinni. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.