Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 6
... Jólaróður Péturs í Tangabúdinni Þaö var Guörún í Tangabúöinni. Hún gekk inn úr dyrun- um, nam staðar eins og hún heföi fengið ofbirtu í augun, greip í stólbrík. Hún var veðurbarin og vot, höfuöfatslaus, hárið úfið og vott, náföl, berhent á hendinni sem hún hélt um stólbríkina, hin hékk máttlaus niöur með hliðinni ... Guðrún í Tangabúðinni, holdvot, úfin og náföl. Hafði brotizt alla leið til okkar utan úr Tangabúð í þessu veðri. Örþreytt, en mjög róleg. Það var eins og hún hefði ekki meira að segja, hélt sér í stólbríkina, fingurnir hvítir af átakinu. Hún endurtók lágt: — Geturðu eitthvað hjálpað mér, séra Kjartan? Spurningin snart mig eins og lamandi ógn. Hvernig átti að hjálpa? Og hvað gat ég? Ég benti piltunum að koma. — Veiztu hvaða veiðarfæri Pétur reri með? — Hann reri með tvær beitt- ar hankalóðir og handfæri. Ætl- aði að reyna með þeim á meðan lóðirnar lægju. Þetta var ofurlítil bending um hvert hann kynni að hafa farið. Og þó — þau voru mörg lúðu- miðin. — Hvað var klukkan þegar hann reri? — Það var laust fyrir átta. Það voru þá 13% klukkustund síðan hann fór. Það var ekki efnilegt. — Nú fylgið þið tveir Guð- rúnu heim til mín og þið fáið ykkur kaffi. Við hinir förum til stöðvarstjórans og fáum hann til að setja sig í samband við útgerðarplássin hér í kring og skip, sem hér kynnu að vera í grennd. Það verður hafin leit svo fljótt, sem nokkur tiltök eru. Og svo farið þið tveir heim til Sigurðar Guðbrandssonar skip- stjóra og vitið hvort nokkur tök eru á að koma flóabátnum út í skjótri svipan. Sigurður er hér allra manna kunnugastur. Mér hugkvæmdist ekki önnur úrræði í svipinn. Guðrún leit til mín þakklátlega. Það var eins og einhver vonarneisti kviknaði í hug hennar við þessar fyrirhug- uðu aðgerðir. — Ég þakka ykkur öllum fyrir. En nú vil ég helzt fara heim til barnanna, sagði hún. — Þú ferð ekkert heim fyrr en þú ert búin að fá hressingu — og ég verð kominn aftur og segi þér, hvað okkur hefur orðið ágengt. Og það verður einhver hjá þér útfrá í nótt. Hvað seg- irðu um Katrínu í pósthúsinu? — Ég yrði fjarska þakklát, ef hún eða einhver önnur vildi gera svo vel. Við lokuðum kirkjunni og héldum á brott, þrír hópar, hver í sína átt. Veðrið var svipað og þegar við fórum upp í kirkjuna. Ég fór að hugsa um allar aðstæður. í raun og sannleika sá ég enga björgun- arvon fyrir Pétur og drengina hans, nema honum hefði lánazt að komast í var undir einhverri eyjunni í flóanum. Að sjálfsögðu hafði hann ljósker með, ef hon- um tækist þá að halda lifandi á því. Það var þessvegna ekki úti- lokað, að hans yrði vart, ef hann var ofan sjávar. Hinsvegar þorði ég ekki að gera mér of miklar vonir. í þessu náttmyrkri og þessu veðri mátti heita, að leit væri útilokuð, þó að ekki væri horft í hættuna. Og auk þess var ekkert líklegra, en að Pétur hefði skilað sér í land fyrir löngu, ekkert hefði orðið að hjá honum. Nei, þetta var ekki álit- legt. Og ósköp mundi fagnaðar- söngur jólanna hljóma dauflega og hjáróma í litlu kirkjunni okkar, ef við ættum nú að missa tvo mannvænlegustu æsku- mennina í þorpinu — og Pétur — frá konu og fimm ungum börnum. Það var skelfileg til- hugsun. Og nú fæ ég í fyrsta sinn að reyna það, hve þetta fólk bregzt skjótt og drengilega við, þegar í nauðirnar rekur fyrir einhverj- um. Það stóð ekki á því, að allir, sem til voru kvaddir, væru búnir til þess liðsinnis, sem þeim var unnt að veita. Og það leið ekki á mjög löngu, þangað til við Katrín á pósthúsinu vorum komin heim til mín. Katrín var traust kona, margreynd og skynsöm, einörð og æðrulaus. Ég gat ekki valið Guðrúnu betri sálufélaga eins og á stóð. Pilt- arnir, sem farið höfðu heim til Sigurðar skipstjóra, komu í sömu andrá og skýrðu mér hljóðlega frá málalokum. Ég vék mér að Guðrúnu. — Jæja, Guðrún, stöðvar- stjórinn er kominn á vörð og hefur þegar náð sambandi við fiskiplássin hér í grennd. Hann er nú að kalla upp skip hér úti fyrir. Það verður farið í leit. Sig- urður Guðbrandsson er að drífa upp áhöfn á flóabátinn og legg- ur af stað jafnskjótt og hann kemst um borð og treystir sér út úr höfninni. — Stöðvarstjórinn verður á vakt, þangað til ein- hver vitneskja berst úr ein- hverri átt, og í stöðugu sam- bandi við skip og nálægar stöðv- ar. Ég reyndi að segja þetta hressilega, eins og þetta væru mjög þýðingarmiklar ráðstafan- ir, eins og á þessu væri óhætt að byggj a talsverða von. Og kannski gæfi guð, að svo reynd- ist. — Og nú fer Katrín heim með þér. Þú verður látin vita jafn- skjótt og okkur berst nokkur vitneskja. En þú skalt engra tíð- inda vænta í bráð, ekki í nótt og ekki fyrr en nokkuð er komið fram á daginn — í fyrsta lagi. Mig langaði til að segja meira, segja einhver hughreystingar- orð, láta í ljós einhverja von. En ég áræddi það ekki. Ég var sjálf- ur sjómaður og vissi ósköp vel, hvað hér var í húfi. Og Guðrún var enginn skynskiptingur, upp- gerðarhreystital mundi aðeins særa hana. Tveir röskir menn fylgdu þeim Guðrúnu og Katrínu út í Tangabúð. Það var ofsarok. IV Og svo var ekki annað að gera, en að bíða, — bíða átekta og biðja og vona. Og þegar ég var orðinn einn á fótum og allt var orðið hljótt í húsinu, heyrðist mér einhvernveginn veðrið fær- ast í aukana. Húsið skalf í stormhviðunum og það gnast í viðnum. Það hangir engin bát- skel ofansjávar í þessum ósköp- um, sagði ég við sjálfan mig — en reyndi að taka mig á, telja mér trú um ólíklegustu tilviljan- ir, sem kynnu að hafa orðið Pétri til bjargar. — Kannski hafði hann náð landi við ein- hverja úteyjuna og fundið þar afdrep. Kannski hafði hann orð- ið á leið einhvers vélbáts úr inn- ri verstöðvunum við flóann. En svo buldu stormsvipirnir á hús- inu og brutu jafnharðan þessar veiku vonir hugans. Vesalings Guðrún í Tanga- búðinni! Það var auðvelt að geta sér til um það hvernig henni myndi líða í nótt. Ég sofnaði ekki dúr um nótt- ina. Veðrið hélzt hið sama. Löngu fyrir dögun sá ég hvar ljósin á flóabátnum sigu út úr höfninni. Hann hjó ofsalega á grunnbárunni. Sennilega braut á sundinu. Þess var að vænta, að Sigurður Guðbrandsson mundi reyna að vera kominn á leitar- slóðir um það bil er birti af degi. Um fótaferð fór ég út á stöð- ina. Tveir stórir vélbátar voru komnir í leitina, auk flóabáts- ins. Nokkrum skipum hafði ver- ið gert viðvart, en óvíst um at- hafnir þeirra. Annars ekkert að frétta. Rok hvar sem til spurðist og skyggni slæmt. Óvíst um árangur af leit. — Vonlaust? spurði ég. — Já, nánast vonlaust, svar- aði stöðvarstjórinn dapurlega. Dagurinn leið eins og mar- tröð. Það gerðist ekkert og við fréttum ekkert, aðeins það, að bátarnir voru enn úti að leita. Sama veður. Rétt fyrir myrkur fékk ég mann til að fylgja mér út í Tangabúð. Það var orðið dimmt þegar við komum þangað. Ég barði að dyrum og Guðrún kom sjálf fram. Mér sýndist hún hrökkva við þegar hún sá mig. Kannski var það missýning. — Ertu kominn til að segja mér lát Péturs? hvíslaði hún. — Nei, Guðrún, ég er ekki kominn til þess. Bátarnir eru enn að leita. Annars vitum við lítið. Það hefur verið leitað með eyjum víða í Norður-flóanum. Við vitum ekkert, hvað kann að hafa gerzt. Þeir gætu verið bún- ir að finna þá núna. Hann er jafnari og heldur lygnari til hafsins. Þetta var vesæl huggun. Ég fann það ósköp vel að Guðrún í Tangabúðinni fann það sjálfsagt líka. Ég dáðist að því hvað hún var róleg, duldi undir hvers- dagslegu látleysi hugarangist- ina sem hún hlaut að berjast við. Þær Katrín vildu endilega, að við drykkjum kaffi, áður en við færum heim. Við gerðum það til málamynda, að minnsta kosti ég. Ég gat ekki haft augun af börnunum, sem stóðu hljóð og alvarleg í hóp úti við dyr. Þau eldri gerðu sér augsýnilega grein fyrir því, hvernig ástatt var. Það var myrkur veggur í skærum augunum, og þessi hljóðláta stilling var átakan- legri en grátur. Mér fannst heldur vera farið að draga úr veðrinu, þegar við fórum heim. Og dagurinn leið eins og martröð. Hún grúfði yfir öllum húsunum í þorpinu. Seint um kvöldið sagði stöðvarstjórinn mér, að leitarbátarnir væru hættir, og á leið til lands, allir nema Sigurður Guðbrandsson á flóabátnum. Þeir teldu frekari leit tilgangslausa og útilokað að Pétur Hallsson væri ofansjávar. Ég hafði ekki kjark til þess að fara með þessar fréttir út í Tangabúð. Þetta var _daginn fyrir Þor- Iáksmessu. Upp úr miðnætti sló í dúna- logn jafn skyndilega og hann hafði hvesst. V Þorláksmessudagur, þessi blessaði dagur, sem allt frá barnæsku geymir í sér svo mikið af óþolinmóðri eftirvæntingu og tilhlökkun! Hann rann upp yfir þorpið okkar að þessu sinni skýjaþungur án tilhlökkunar og eftirvæntingar. Við höfðum öll 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.