Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 12
Hotel de France er aöeins steinsnar frá Óperunni; það á að vera sæmilegur staður. Kannski er hann það. Annars má benda á geysilegt flæmi í hinum mjög svo dreifða miðhluta Parísar og segja, að þar séu alls staðar góð- ir staðir. En næst ætla ég að biðja Flugleiðir um að benda mér á annað hótel í von um eitthvað skárra. Nafnið er svo sem nógu virðulegt. En að öðru leyti er hótelið á borð við Tryggvaskála eins og hann var á árunum upp úr stríði. Þó hafði Tryggvaskáli einn umtalsverðan vinning, sem voru stóru skiliríin eftir Matthías. Ekkert slíkt er á Hotel de France. Ekki er heldur lesbjart í herbergiskytrunni og ekki brúklegt ljós heldur. Gólffjal- irnar veina, þegar gengið er um — það á líklega að koma í stað- inn fyrir sjónvarp. Og svo þetta ekkisens croissant með morg- unkaffinu; það var ljóta upp- finningin. En þetta er París og maður á að vera ánægður; eig- ss l^. 8 fartinni í París Alltaf er fjölmennt á Cafe de la Paix, kaffihúsinu fræga hjá óper- unni, þar sem ýmsir andans menn sötruöu fyrr meir sitt kaffi og komust aö spaklegum niöur- stöðum. Ennþá ber staðurinn svipmót fyrstu áratuga aldarinn- ar. inlega alveg uppi í skýjunum, því Fransarinn á næstum því einkaleyfi á kúltúr. Og ég ætla að skoða kúltúrinn agnarögn — þar á meðal framlag íslendinga _tiLsýningar, sem heitir París- ar-tvíæringur og segir frá því í næsta blaði. Á þessum haustmorgni hellti sólin geislum sínum yfir heims- borgina og hlýindin voru við- brigði frá kaldasta september- mánuði á íslandi í marga ára- tugi með snjó í Esju niður í miðjar hlíðar. Parísarbúar virð- ast árla á fótum og það var kominn svo mikill gnýr í Rue d’Anvin fyrir allar aldir; ein- hverskonar vélknúið tól, sem fer um og spúlar gangstéttarnar — og veitir ekki af til að hreinsa hundaskítinn. Meira café au lait, litið á heimsfréttirnar í Le Figaro og síðan er fyrsta verkið að komast í blaðsölu og fá eintak af Pari- scope. Þar hefur maður allt það helsta, sem um er að vera þá vikuna: Une semaine de Paris — og ljóst að þyrfti þúsund manns til að komast yfir þó ekki væri nema það helzta. Bíóin ein taka 80 síður í kverinu atarna, svo koma langir listar yfir leikhús, söfn, sýningar og að sjálfsögðu auglýsa þar hinir ódauðlegu glaumbæir, Rauða myllan, Lido og Crazy Horse, en hinir og þessir klúbbar auglýsa sig aft- ast í ritinu ásamt einstöku r.afngreindum gleðikonum, sem hljóta að vera í sérflokki. Eftir að hafa gengið spölkorn í áttina austur til Centre Pompidou, rennur upp fyrir manni, að nú verður að spara fótaþolið; ekki dugar að splæsa því á beinharðar göturnar. Eftir svo sem tíu mínútur í taxa, blas- ir þetta furðulega hús við: Pompidou-safnið, eitt sérstæð- asta dæmið úr nútíma bygg- ingarlist og áreiðanlega það merkasta, sem byggt hefur verið í París frá stríðslokum. En það er þá ekki opnað fyrr en kl. 12 og upplagt að rölta á meðan í áttina að Signu, yfir brýrnar báðum megin við eyjuna Ile de la Cité, þar sem fyrst myndaðist bær. Undarlegt; það eru ævin- lega hópar af fólki að taka myndir af Notre Dame, sem þó er á óteljandi póstkortum og í öllum hugsanlegum bókum og bæklingum um París. Til að sjá ber ekki á því, hvað demónarnir — þessir skemmtilegu, hyrndu drísildjöflar utan á guðshúsinu — eru orðnir eyddir af koldox- íði, öðru eitri og mengun, sem flæðir í sífellu út um útblást- ursrör bifreiðaskarans. Gaman að líta upp á glæsigöt- una St. Germain og ganga síðan niður Boulevard St. Michel. í stóru bókabúðinni hjá Gilbert unga niðurundir Signu, sést, að Erró er kominn inn á plakata- markaðinn og bók um hann var einnig fáanleg þar. En sjálfur var Erró ekki kominn til París- ar úr íslandsförinni; var líklega í réttum austur á Síðu þessa dagana. Hans í stað ætlaði ég að hitta Braque, ekki þó í eigin persónu, heldur verk hans, sem voru á yfirlitssýningu í Pompidou- safninu. Ævinlega hef ég haft miklar mætur á Braque, en af einhverjum ástæðum olli sýn- ingin á 5. hæð í safninu von- brigðum. Að vísu var fróðlegt að sjá, hvernig Ieið Braques hafði á fyrstu árum aldarinnar legið yf- ir í þá stílfærslu, sem kölluð er kúbismi og leiddi síðan til þess að menn stigu skrefið til fulls og fóru að mála eintóma fleti: abstraktið. En höfundar kúb- ismans, Picasso og Braque, gengu sjálfir allt aðra leið. Það reyndist óvænt skemmti- legra að sjá aðra yfirlitssýn- ingu, nefnilega á verkum Yves Tanguy, sem var Fransari, fæddur um aldamótin og lézt 1955 úr ofdrykkju eins og fleiri. Um hann hefur verið sagt, að hann væri súrrealískastur af öllum súrrealistum og stór- meistari í þeirri grein. Salvador Dali hefur sýnilega farið í 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.