Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 22
Drífa Viöar og Erla Haraldsdóttir sem prinsessan og prinsinn. Eva Sigurðardóttir, Sif Þórs, síð- ar danskennari, og Kristín Ag- ústsdóttir. Minningarskrif Ástu Norðmann, sem birtust í Lesbók fyrir skömmu, hafa orðið mörgum til ánægju, jafnt gömlum nemendum hennar sem öðrum. Til viðbótar eru hér nokkrar myndir af gömlum nemendum hennar, en því miður brunnu margar myndir fyrir mörgum árum þegar eldur kom upp í húsnæði Ijósmyndarans í miðbænum, voru það bæði myndir frá fyrstu danssýningunni, sem hér var haldin í lönó árið 1922, og svo af nemendum síðar. Myndirnar, sem hér eru birtar, eru allar frá árinu 1929. Japanskur dans. Helga Einarsson og Níní (Jónsdóttir) Stefánsson. Þrjú pör í barnadönsunum. Frá vinstri: Þóra R. Þórðardóttir, Árni K. Valdimarsson, Jóhanna Tryggvadóttir, Viggó Helgason, Rannveig Thorpe Böðvarsson og Árni Kristjánsson. Jóla- róður Péturs í Tangabúðinni Framhald af bls. 7 á endum, að þegar hvert heimili í þorpinu hafði fengið sinn skerf, þá var seinni lúðan um það bil til þurrðar gengin. Það var ekki eftir nema svo sem hæfilegur málsverður handa fjölskyldunni í Tangabúð. Og það var víst enginn heimilisfað- ir í þorpinu, sem var svo stórlát- ur — eða birgur — að hann þægi ekki glaður þennan feng, sem sóttur hafði verið með lífshættu í greipar Ægis. Að loknu þessu starfið bauð Pétur öllum við- stöddum gleðileg jól og bað að heilsa í bæinn. Ég hafði fengið minn skerf eins og hinir. Nú gekk ég til Pét- urs og sagði: 22 — Komdu nú inn og þiggðu kaffi hjá mér, áður en þú ferð heim. — Þakka þér fyrir, prestur. Ég kem eftir stundarkorn. Ætla að líta ögn eftir bátnum. Litlu síðar sat Pétur Hallsson inni í stofu hjá mér. Það varð ekki á honum séð, að hann hefði lent í neinum harðræðum. Hann var ekki vitund þreytulegur, en rólegur og myndugur í fasi, eins og hann átti vanda til. Með sjálfum mér var ég að dást að undursamlegu þreki þessa manns. Ég vissi það eitt, sem Sigurður Guðbrandsson hafði sagt mér, að upp úr birtingu á Þorláksmessu, hefði hann fund- ið Pétur djúpt í hafi út af mið- álnum, þar sem hann sat í háls- rúmi og andæfði á tvær árar í haugasjó. Hann hafði búið um drengina í barkanum undir slitrum af seglunum. Þeir voru Iöngu þrotnir. En Pétur andæfði með jöfnum, knálegum áratog- um, hélt bátnum í horfi og varði hann áföllum. Þegar við höfðum drukkið kaffið, sagði ég: — Hvernig bar þetta eigin- lega að, Pétur? — Ja, þú veizt nú, prestur minn, að ég reri klukkan laust fyrir átta. Ég reri beint út á Ytri-Klakka. Það er nokkuð langt hér úti í flóanum, en ég átti tvær beittar hankalóðir og grunaði að ég mundi fá þar lúðu. Vélin var í fínu lagi og ég bjóst ekki við, að hann myndi hvessa svona fljótt. Gerði mér að sjálf- sögðu vonir um að ná heim, en ætlaði að hleypa upp á Hagavík- ina ef í nauðirnar ræki. Mér átti að vera í lófa lagið að ná það — og þá hefði ég getað látið vita af okkur. Og ég fór nú reyndar ekki alveg eins og auli. Ég hafði bárufleyg með lýsispoka innan- borðs og dálítinn matarbita. — Jæja, við lögðum lóðirnar og komumst brátt í dálítið af fiski. Kannski freistaði það mín til þess að láta þær liggja dálítið lengur en ella. En svo fór skyndilega að hvessa, ekki með neinum ofsa til að byrja með — og ég rauk í að draga lóðirnar. Það gekk ágætlega, þó að þær væru dálítið erfiðar við að fást, sprökurnar. Þegar því var lokið, mátti heita orðið rokhvasst. Ég ætlaði þó að halda í áttina á meðan ég teldi mér óhætt, til þess meðal annars að ná mér betur undir vind, ef ég yrði neyddur til að hleypa upp á Hagavík eða í versta falli að Gjögri. Þetta leit allt sæmilega út. Við drógum sæmilega á móti rokinu, og strákarnir gátu báðir verið í austri. Innar var þó alltaf von um var af eyjum. En í þess- um svifum bilar vélin — stein- hættir að ganga. Það var ekki um annað að gera en drífa upp fokkuna og hyrnu af seglinu, og beita sem næst vindi. Það lá ekki við, að báturinn verði sig flatur og stjórnlaus. En þetta tókst, og enn leit þetta sæmilega út. — Reyndirðu ekkert við vél- ina? — Jú, ég eyddi allt of miklum tíma í að stríða við vélina. Gafst ekki upp við það, fyrr en það var vonlaust. Og þá var komið myrkur að kalla. Og þá var orðið mjög hvasst, þungarok með snörpum svipum. I einum þeirra sleit frá okkur fokkuna og seglið rifnaði í tætlur. Þá var sigling- unni lokið. Bátinn háiffyllti og nú var ekki um annað að gera en gefa út bárufleyginn. Báturinn rétti sig í horf móti veðrinu og okkur tókst að ausa hann. Þannig leið það, sem eftir var dags og kvöldið og nóttin. Okkur rak hratt. Við höfðum úti árar bæði til að halda á okkur hita og til þess að stýra ofurlítið með. Við fengum aldrei á okkur brot. Um miðjan næsta dag sleit frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.