Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 10
Jón Þórarinsson Á þessu ári er þess minnzt um víða veröld, að hálf þriðja öld er liðin síðan austurríska tón- skáldið Joseph Haydn fæddist. Einnig hér hefur verið munað eftir þessu stórafmæli. Islenzka hljómsveitin helgaði tónskáldinu tónleika sína í lok nóvember, og fór vel á því, að sá ungi og efnilegi hópur skyldi heiðra hinn aldna snilling með slíkum hætti. Grein þessi er að stofni til ávarp, sem flutt var á þessum tónleikum. 250 ára minning „Papa Haydn" var hann kall- aður af tónlistarmönnum í mörgum löndum. I ])essu gælu- nafni felst það meðal annars, að yngri mönnum þótti þeir eiga margt til hans að sækja. Ekki aðeins þá uppörvun, sem margir ungir listamenn áttu honum að þakka, og þá góðvild og hjálp- fýsi, sem hann var rómaður fyrir, heldur einnig leiðsögn og fyrirmynd í listrænu starfi. Meðal þeirra, sem hefðu getað borið honum þetta vitni, eru Wolfgang Amadeus Mozart og Ludwig van Beethoven. En raunar stöndum við öll í þakk- arskuld við Joseph Haydn. Hann hefur líka verið kallað- ur „faðir“ sinfóníunnár og strengjakvartettsins, jafnvel „faðir hljóðfæratónlistarinnar". Auðvitað er þetta orðum aukið. Allt var þetta til í einhverri mynd fyrir daga Haydns. En þáttur hans í þróunarsögu sin- fóníunnar og kvartettsins er engu að síður svo mikils verður, að segja má að nafngiftin sé réttlætanleg. Haydn — Mozart — Beethov- en. Þetta eru þeir höfuðsnill- ingar, sem hæst báru merki þeirrar klassísku stefnu í tón- list, sem kennd hefur verið við Vínarborg, enda bjuggu þeir all- ir þar og störfuðu lengst af. Þetta þrístirni hefur nú hátt í tvær aldir borið skærari birtu en flestar aðrar sólir á tónlist- arhimninum, og enn fagnar fjöl- mennur hópur tryggra áheyr- enda og aðdáenda þeirri birtu og þeim yl, sem stafar af verk- um þeirra, hvenær sem þau heyrast. Það mun ekki trútt um, að sá mikli ljómi, sem skín af nöfnum þeirra Mozarts og Beethovens, valdi því að stjarna Haydns sýnist bera daufari birtu en rétt er. Því má ekki gleyma, að Haydn, sem var elztur þeirra, lagði með vissum hætti grunn- inn að verkum hinna, meðal annars með því að búa í hendur þeim þau tónlistarform, sem þeir síðar notfærðu sér og færðu til fullkomnunar. Hann var sá, sem vísaði veginn. Enginn getur fullyrt, að Mozart hefði orðið sá Mozart, sem hann varð, eða Beethoven sá Beethoven, sem við þekkjum og dáum, ef Haydns hefði ekki notið við. Sonur vagnasmiös- ins í Rohrau Franz Joseph Haydn var fæddur 31. marz 1732 í þorpinu Rohrau, ekki langt frá Vín og nálægt þeim stað, þar sem landamæri Austurríkis, Ung- verjalands og Tékkóslóvakíu mætast. Sumir telja, að fjöl- breytileg og litskrúðug þjóðleg tónlist þeirra þjóða, sem þarna eiga lönd saman, hafi haft merkjanleg áhrif í verkum Haydns. Hann átti ekki til tón- listarmanna að telja. Ættmenn hans voru bændur og hand- verksmenn. En faðir hans, sem var vagnasmiður að atvinnu, hafði gaman af að syngja og lék sjálfur undir á hörpu, án þess þó að þekkja nokkra nótu að sögn. Þetta leiddi til þess, að tónlist- argáfa drengsins kom snemma í ljós, og sex ára gamall var hann sendur að heiman til náms. Hann var næstelztur af tólf systkinum, en aðeins sex þeirra komust upp. Yngri bróðir hans var (Johann) Michael Haydn, sem varð kunnur höfundur kirkjutónlistar og frömuður í karlakórssöng. Joseph Haydn var aðeins átta ára, þegar hann var tekinn í kór Stefánskirkjunnar í Vín, og þar hlaut hann menntun sína að mestu. En þegar hann komst á gelgjuskeiðið og röddin breytt- ist, varð hann að hverfa úr kórnum og hafði þá ofan af fyrir sér með ýmislegri íhlaupavinnu og kennslu, unz hann var ráðinn tónlistarstjóri hjá Morzin nokkrum greifa, 17 ára að aldri. Tveimur árum síðar urðu þátta- skil í lífi hans, er hann réðst í þjónustu Ezterhazy fursta og fjölskyldu hans, en því starfi gegndi hann í nærfellt þrjátíu ár, ýmist í Eisenstadt, ekki fjarri Vín, í höll Ezterhazy- ættarinnar þar í grennd, eða í Vínarborg sjálfri. Hann taldist til þjónaliðsins við furstahirð- ina, og á ytra borði var líf hans fremur viðburðasnautt, en hann var starfsamur og sífellt önnum kafinn við tónsmíðar og við flutning á verkum sínum og annarra höfunda. Haydn var ekki jafn hraðvirkur og Mozart, og starfshættir þeirra munu hafa verið ólíkir, en hann var engu að síður mjög afkastamik- ið tónskáld, og smám saman urðu verk hans kunn um Evr- ópu, þó að sjálfur sæti hann sem fastast við furstahirðina. Þegar Nicolaus fursti von Ezterhazy andaðist 1790, losn- aði um Haydn í starfinu, og þá ná segja, að frægðarferill hans hefjist fyrir alvöru. Hann hafði haft allfrjálsar hendur í starfi sínu hjá Ezterhazy-fjölskyld- unni og notfært sér óspart og markvisst þau tækifæri sem þar buðust til tilrauna með form og búning verka sinna. Hann var því vel búinn undir þau átök, sem í vændum voru. Guömundur L. Friöfinnsson Él (úr óbirtu leikriti) Þá roðar fjallatinda rauðleit vetrarsól, rós í hélu sprettur, næðir um hól, þú lagðir, maður, leið þína til fjalla. Þar kúrir fjallarjúpa í köldum jólasnjó, klerkar syngja messu í dal og við sjó, seiðþungt dunar sortaél til fjalla. Kveinar hrostinn strengur, kveður við hátt, kvikar blóÓvængur við kvöldhúmið grátt, þú lagðir, maður, leið þína til fjalla. Afdrifaríkar Englandsferðir Um þetta leyti kynntist Haydn þýzkum fiðluleikara og „impressario", sem búsettur var í London, Johann Peter Salom- on að nafni. Fyrir milligöngu hans réðst Haydn til tónleika- halds í London, og átti tónskáld- ið af því tilefni að semja ekki færri en tólf sinfóníur, sem átti að frumflytja þar. Haydn hafði áður samið um níutíu verk í þessu formi. Þessar sinfóníur voru samdar, eins og til stóð, og þegar talað er um Lundúna- sinfóníur Haydns í fleirtölu, er átt við þær allar. En þegar rætt er um Lundúna-sinfóníuna í eintölu, er það sinfónían í D- dúr, nr. 104, síðasta verk meist- arans í þessu formi og ef til vill hið stórbrotnasta. Haydn fór tvær ferðir til Englands á árunum 1790—95 og dvaldist þar alls um þrjú ár á þessu tímabili. Þessar ferðir urðu afdrifaríkar fyrir hann og list hans. Þær færðu honum margvíslegan heiður og mikla frægð og hvöttu hann til meiri afreka en hann hafði áður færzt í fang. Þótt hann væri nú orðinn allroskinn, kom í ljós, að hann hafði enn fullan þrótt til stór- virkja, jafnvel til að leggja að nýju út á brautir, sem hann hafði ekki kannað um langa hríð, og reisa sér þar óbrot- gjarna minnisvarða. Haydn hafði áður kynnzt einhverjum verkum eftir Hándel og sjálfur samið kórverk á fyrri árum, sem hafði verið jafnað til kórverka Hándels. Þann þráð hafði hann löngu látið niður falla. En nú var hann tekinn upp að nýju, eftir að Haydn hafði kynnzt enskum kórsöng, meðferð Eng- lendinga á verkum Hándels og þeirri áköfu hylli, sem þau nutu þar í landi. Þetta varð kveikjan að hinum miklu kórverkum „Sköpuninni" og „Árstíðunum", sem samin voru á árunum 1795—1800, þegar Haydn var kominn hátt á sjötugsaldur. Það mun mega segja, að í þessum verkum, „Sköpuninni", „Árstíð- unum“, Lundúnasinfóníunum og sumum síðustu kvartettunum, rísi list hans hæst. Síðustu æviárin var Joseph Haydn þrotinn að heilsu og kröftum. Hann andaðist í Vín 31. maí 1809. Haydn þekkti ekki Bach Mörgum hættir til að halda, að þróunarferill tónlistar á 18. og 19. öld hafi legið beina braut frá Bach og Hándel til Haydns, Mozarts og Beethovens. Þetta er mjög fjarri sanni. Tónlistin var á þessum tíma stórum stað- bundnari en síðar hefur orðið, og næði hún yfirleitt útbreiðslu út fyrir átthagana, tók það langan tíma, ósjaldan áratugi. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, er það samt staðreynd, að Haydn þekkti ekki Bach né verk hans, og raunar lágu sum hin merkustu þeirra í algeru þagnargildi um aldarskeið, allt frá dauða Bachs 1750 þar til rómantískir höfundar með Felix Mendelssohn í broddi fylkingar 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.