Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 5
///// /////jfiS/'X/n' //yjSk /// // jjð r/ uL/%, rfö 'w wrfcXHi/ ' N Tt 1® \ d! Pétri í Tangabúðinni. Ég varð oftar en einu sinni vottur þess, að menn röðuðu sér umyrða- laust upp í bát hjá Pétri og lögðu út í kolvitlaust veður og sjó, þó að þeir hefðu ekki tekið í mál að hreyfa sig undir stjórn annars manns. Já, hann gekk oft fram af fólkinu hann Pétur í Tangabúð- inni. En aldrei hafði hann gert það jafn rækilega, eins og þegar hann hélt einn vormorgun á báti sínum út í Eyjar og færði heim með sér að aflíðandi nóni hana Guðrúnu, dóttur eyjajarlsins, Sveinbjarnar á Ytri-Látrum, glæsilegustu heimasætuna í byggðarlaginu. Það var sagt, að það hefði gerzt í fullri óþökk gamla Sveinbjarnar. Hann hefði ætlað henni allt annað og ríkara gjaforð. Það átti að hafa orðið mikil rimma í stofunni í Ytri- Látrum. Sumir sögðu, að það hefði slegið í handalögmál milli biðilsins og eyjajarlsins. Flestir höfðu það fyrir satt, að Guðrún hefði sjálf tekið af skarið, skip- að tveim vinnumönnum föður síns að bera kistu sína til sjávar, kysst móður sína og sagzt vera farin. Um kvöldið voru þau gefin saman í hjónaband heima hjá prestinum. En nú bjó Pétur í Tangabúð- inni með Guðrúnu og þau áttu átta mannvænleg börn. Elztir voru tveir drengir, fimmtán og sautján ára. Hin voru öll fyrir innan fermingu. Yngsta barnið hafði ég skírt, rétt eftir að ég kom í vor. Og Guðrún í Tanga- búðinni var tvímælalaust glæsi- legasta konan í þorpinu. Og börnin hennar voru alltaf snyrtileg og vel til fara. En þess vissu jafnvel nöskustu kjafta- kindur þorpsins engin dæmi, að nokkurntíma hefði borið skugga á sambúð þeirra Guðrúnar og Péturs í Tangabúðinni. Það þurfti raunar ekki annað en sjá þau til þess að ganga úr skugga um það, að þau voru mjög ham- ingjusöm. Og hamingja — blómstrandi mannleg hamingja — var ekki beinlínis neitt hversdagsfyrirbrigði í þorpinu, að minnsta kosti ekki svo á bæri. Það var svona rétt á tak- mörkunum, hvort það taldist sæmilegt fyrir fólk að vera eins hamingjusamt, eins og þau voru, Guðrún og Pétur í Tangabúð- inni. Og það eftir átján ára hjónaband. Fyrr mátti nú vera! III Jólaföstudagarnir silast áfram. Veðrið er oftast stirt. Það gefur ekki á sjó, nema endr- um og eins. En það er reytings- afli og hvert færi er notað. Einkum sækir Pétur í Tanga- búðinni sjóinn kappsamlega. Hann rær nú með drengjunum sínum, Sveinbirni og Halli, sautján og fimmtán ára. Og öðru hverju gerist smávegis til upplyftingar í skammdegis- drunganum. Viku fyrir jól kem- ur póstskipið t.d. að sunnan. Það er mikill viðburður. Ég fæ út- lend og innlend blöð og bækur, ferðafólk kemur í land, við fáum gesti og við fáum fréttir. Margir fá sendingar og böggla frá vin- um og ættingjum, sem eru farn- ir suður — jólaglaðning, jóla- kveðjur. Og margir eiga erindi um borð í póstskipið, koma ofurlítið íbyggnir í land, lauma lítilræði niður í koffortshorn, skella í lás. Jæja, jæja, kannski yrði einhver ofurlítill dagamun- ur á jólunum, þrátt fyrir það. Þó „Ég sá hvar þeir þokuðust út með ströndinni í flökt- andi skini fjögurra lukta“ Mynd: Eiríkur Smith að fjandinn væri búinn að hirða útgerðina. Eiginlega fór fjand- inn nú alltaf halloka, ræfillinn, þegar í harðbakkann sló, allar götur síðan á dögum Sæmundar fróða. Það bar ekki á öðru! Við æfum söng í kirkjunni á kvöldin — undirbúum hátíða- guðsþjónustu. Það er einnig ánægjulegt. Fólkið sækir æf- ingarnar dyggilega, leggur sig fram. Það er yfir þessum sam- verustundum ylur áhuga og mannlegrar góðvildar, viðleitni til að skapa fegurð og skynja fegurð, þrátt fyrir takmarkaða getu og kunnáttuleysi. Mér líður vel með þessu fólki og er að verða því samrýndur, er að byrja að skynja lífsaðstöðu þess og þrár, dular hálfmeðvitaðar, vanmegna. Mér fer að þykja vænt um það. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði forsjónin kannski ekki verið svo ýkja harðhent við mig, þegar hún út- hlutaði mér þessu þorpi. Tveim dögum fyrir Þorláks- messu er veður stillt að morgni, blæjalogn og sjólítið, en dimmur skýjabakki til fjalla. Þeir róa úr þorpinu nokkru fyrir dögun. Um fótaferð er enn gott veður, frostlítið, aðeins strekkingur af landi og mistrað skýjakóf til fjalla. Það er engin ástæða til að óttast um bátana. Vonandi fara þeir stutt. En upp úr hádegi fer að hvessa. Ekki með neinum ofsa, en auðséð hverjum kunnugum manni, að nú fer hann að með rok, harðskeytt og svipótt af- landsrok af fjöllum. Bátarnir fara að tínast að. Þeir hafa lítið aflað, enda farið skammt, lítið haft fyrir sinn snúð, nema vos og erfiði eins og einatt áður. Fyrir myrkur er síðasti bátur- inn úr þorpinu kominn klakk- laust að landi. Það er eins og létt sé af okkur öllum fargi. Sjó- mennirnir hjálpa hverjir öðrum til að setja og ganga frá fátæk- legum aflanum, njörva niður allt lauslegt, sem fokið getur. Og viðhafa gamanyrði í hálfkær- ingi. „Oh, ætli maður tóri ekki fram yfir hátíðarnar, þó hann færi svona þessi róðurinn!" „Það er gott að eiga fiskinn sinn inni hjá skaparanum. Það er ekki enn farið að auglýsa gjaldþrot hjá honum!" — Svo karlmann- lega gátu þessir menn brugðizt við erfiðleikum sínum. Það er ekki svo auðvelt að koma svona körlum á kné. Það var eins og enginn okkar myndi eftir Pétri í Tangabúð- inni, og sízt af öllu, að nokkur maður hefði áhyggjur af honum. Það minntist enginn á hann. Það þýddi það, að enginn af bát- unum hafði orðið hans var á sjónum. Sennilega hafði hann ekki róið. Eða var þá kominn að á undan þeim. Hann var svo sem vís til þess að sjá þennan fjand- ans garra út fyrirfram, hann Pétur, og hreyfa sig hvergi. Það væri svo sem alveg eftir honum. Það var komið ofsarok um kvöldið klukkan átta, þegar söngæfingin í kirkjunni átti að byrja, hafði verið að smáhvessa eftir því, sem á daginn leið. Snjókoma var engin að ráði, hreytti aðeins smáéljum, en veðrið gekk á með þungum ofsa og snörpum svipum á milli. Ég var að efa mig á, hvort ég ætti að fara upp í kirkju, bjóst helzt við að þangað kæmi enginn maður, en réð þó af að fara. Það sat ekki á mér að draga mig í hlé, ef fólkið legði það á sig að koma. Þetta var ekki langur spölur, en ég átti fullt í fangi með að valda mér og komast það. Það fór eins og mig hafði grunað. Aðeins fáir höfðu árætt að brjótast þennan spöl, aðal- lega karlmennirnir. Við sátum stundarkorn og röbbuðum, vor- um eiginlega í þann veginn að leggja af stað heimleiðis og láta húsin geyma okkur, þegar kirkjuhurðinni var hrundið upp. Við litum öll til dyra. Það var Guðrún í Tangabúð- inni. Hún gekk inn úr dyrunum, nam staðar eins og hún hefði fengið ofbirtu í augun, greip í stólbrík. Hún var veðurbarin og vot, höfuðfatslaus, hárið úfið og vott, náföl, berhent á höndinni, sem hélt um stólbríkina, hin hékk máttlaus niður með hlið- inni og lak úr votum vettlingi. Hurðir stóðu opnar að baki henni. — Ég þaut til dyra. Skellti hurðunum í lás, lagði höndina á öxl henni. — Hvað er að, frú Guðrún? — Hann Pétur er á sjó og drengirnir. Hann er ekki kom- inn að. — Ég gaf börnunum að borða — ég þoldi þetta ekki lengur, — ég bað þau að vera róleg — geturðu eitthvað hjálp- að mér, séra Kjartan? Það steyptist yfir mig eins og ískaldur foss. Við höfðum verið að raula vissa tónaröð í undir- röddunum af unaðslegu lagi á milli þess að við spjölluðum og biðum hvort fleiri kæmu. Un- aðslegu lagi: í dag er glatt í döprum hjörtum. Og hér stóð 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.