Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 14
I I ■ ð fartinni í París er annað hvert ár og á að bregða ljósi á þróunina hjá yngri kyn- slóðinni: aldurstakmark er 35 ár. Frá þessu framlagi íslend- inga var raunar sagt í Lesbók 27. nóv. sl. Þegar mig bar að garði hjá Gunnari í Avenue Victor Hugo, voru þeir mættir, sem landið eiga að erfa. Allt bráðungir menn og alvarlegir að vonum, enda ekkert spaug að erfa svona land. Einn hafði komið beint frá Hollandi, sem í seinni tíð hefur orðið einskonar Mekka þeirra, sem hafa aðhyllst hugmynda- fræðilega list og annað þvíum- líkt af framúrstefnukyni. Aðrir höfðu komið beint að heiman og voru nú komnir áleiðis með að stilla upp verkum sínum í gamla Moderne-safninu nærri Signu- bökkum. Það talaðist svo til að ég hitti þá þar að máli daginn eftir. Þá var dimmt yfir, fremur rigningarlegt og haustandinn leyndi sér ekki. Fyrst á dag- skránni var að taka leigubíl austur í 12. hverfi og hitta að máli Högnu Sigurðardóttur arkitekt. Mér þótti óvenjulegt, að bílstjórinn var með stóran hund frammí hjá sér, bundinn að vísu, og starði hundurinn yf- irleitt framaní húsbónda sinn. Leigubílstjórar í París taka víst ekki farþega í framsætið og skildist mér að það væri af ör- yggisástæðum. Hinsvegar kvartaði landinn yfir því, að það væri í meira lagi hallærislegt að aldrei kæmust nema þrír far- þegar í bíl. Eftir hálftíma akstur í þessu mikla og hraða umferðarflóði, sem einkennir París, er komið á leiðarenda í Rue Munier og eftir nokkrar smávillur tekst að finna staðinn og Högna kemur til dyra, elskuleg og eðlileg eins og hún er alltaf og ekki minnsti hreimur í máli hennar, þótt úti- vistin sé orðin 33 ár — eða frá því hún hóf nám í arkitektúr í París. En að því kem ég nánar í samtali við Högnu, sem birtist síðar. Högna þurfti að mæta á áríð- andi skipulagsfundi vestur á Montparnasse í hádeginu; við ákváðum að hittast síðar og ljúka samtalinu, fékk ég að fljóta með henni í litla Ren- ault-bílnum hennar unz komið var á Avenue Montparnasse. Ég leit sem snöggvast inn á Select, þar sem íslenzkir listamenn vöndu komur sínar hér fyrr meir, þegar París var nafli heimsins í myndlistinni. Ekki var að sjá að neitt hefði breytzt þar; menn sátu og sötruðu sitt kaffi og sumir koníak með. Hér var það sem Steinn Steinarr lærði að panta sér tvöfaldan koníak — annað þurfti hann ekki að kunna í frönsku heilan vetur, sem hann dvaldi þar. Há- degisverður var snæddur þar skammt frá á ítölskum stað: ágætis pizza og bjór með — Kronenbourg 1660 — framúr- skarandi bjór, franskur. En það er ekki til setunnar boðið. Afram í taxa framhjá Luxemborgargarðinum, niður í gegnum Latínuhverfið, yfir Signu og á ný að Pompidou- safninu. Svo vildi til að í sam- kvæminu í sendiráðinu hafði ég hitt að máli unga konu frá Ak- ureyri, Laufeyju Helgadóttur, sem samtals hefur dvalið í 9 ár í París við nám í listasögu. Hún er nú loks komin á leiðarenda í því námi, en vinnur að ritgerð og þarf að ná saman 2—400 blaðsíðum um SÚM-hreyfing- una á íslandi. Ekki var samt al- veg víst að þessi ritgerð yrði nokkru sinni að veruleika. I Bindingamenn reyra kappann í fjötra, snæri og keöju, en aö hálfum öörum tíma liönum hef- ur hann reitt af sér alla fjötra; „lítt sár en ákaflega móöur". stöðum: hér í París eftir öll þessi námsár — og að sjálfsögðu heima á íslandi. Hún kvaðst alltaf mundu hafa einhvers að sakna, hvorum megin hryggjar sem hún kynni að lenda. En því væri ekki að neita, að það hefði mjög góð áhrif á sálina að geta talað íslenzku. Stundum hringdi hún í vinkonu sína, meðal ann- ars til þess að tala íslenzku og þá gætu þær malað tímunum saman á móðurmálinu. Fréttir af því sem gerist á ís- landi eru sjaldséðar í Parísar- blöðunum, sagði Laufey. Þó varð markverð undantekning í sumar er leið, þegar franska stúlkan var myrt. Úr því máli bjuggu blöðin til hrikalegt drama, sem það og kannski var: svört eyði- mörk í nánd við skriðjökla, hafnlaus strönd með þeljandi brimi og brjálaður maður, sem síðan hleypur á jökulinn. Sann- arlega efniviður í æsifregnir. Sum frönsku blöðin, sérstak- lega vikublöðin, virðast mér standa að verki eins og hýenur í frumskógi. Aðalmatur þeirra er ógæfa fólks og sorgir, hörmung- ar og dauði. Eg fletti einu slíku blaði, sem hófst á nærmyndum af Rainer Monaco-fursta við jarðarför konu sinnar, og for- síðumynd var af Karólínu prins- essu grátandi við útförina. Síð- an voru líkin á hverri blaðsíðu; nærmyndir af sundurskotnu fólki eftir fjöldamorðin í Beirút og endað á nokkrum síðum af sundurtættum líkum, sem lágu eins og hráviði út um allt eftir flugslys við Málaga. Gísli Sigurðsson samkvæminu var einnig sam- býlismaður Laufeyjar, ungur Fransmaður, sem heitir Bern- hard og er á síðasta ári í arki- tektaskóla. Þau búa í hverfinu í nánd við Pompidou-safnið og ég tók því fegins hendi, þegar Laufey bauðst til að sýna mér merka sýningarstaði, sem erfitt er fyrir ókunnuga að finna. Hún er mjög vel kunnug í þeim völ- undarhúsum og við tókum ágæta rispu, sem bæði var fróð- leg fyrir málara og staðfesti þær fregnir, að sterk, ný hreyf- ing á sér nú stað í myndlistinni, þar sem málverkið situr í fyrir- rúmi. Það sem mér þótti eftir- tektarverðast var „þýzk innrás" og mun friðsamlegri en sú sem átti sér stað vorið 1940. Ég hef áður í Lesbók sagt frá Docu- menta-sýningunni í Kassel, en hörðustu þýzku ný-expressjón- istarnir þaðan voru einmitt með stórar sýningar í París; menn sem nú sigla hratt uppá stjörnuhimininn og mála gróft. Sumstaðar voru eftirhreytur af konseptlist: raðir af ljósmynd- um og prentaður texti með. Laufey sagði, að þessi tegund myndlistar væri búin að vera mjög fyrirferðarmikil í París síðustu árin, en hefði reynst ákaflega tilbreytingalaus og svo virtist sem allir væru orðnir yfir sig leiðir á henni. Laufey kvaðst komin í þann vanda að eiga rætur á tveimur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.