Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 2
Guðmundur Daníelsson Skáldið með gull- róminn Skammdegisþankar um séra Sigurð Einarsson í Holti Ritstjórinn bað mig að rifja upp og láta sig hafa í Lesbók endurminningaþátt um kynni mín af Sigurði Einarssyni. Hvurs vegna skyldi ég skorast undan því? Við Sigurður þekktumst og vorum vinir í 35 ár. Varla er allt steingleymt og grafið, sem okkur fór í millum. Samt verður þessi samantekt sundurlaus, ég hirði ekki um rétta tímaröð, kannski rugla ég stundum saman því sem ég hugsaði og því sem gerðist í raun og veru. Fátt er jafn stórfenglegt og ljóngáfaðir menn. Oft dyljast þeir langtímum saman meðal fjöldans eða á afskekktum stöðum. Svo virðist sem þeir fari huldu höfði úti í eyði- mörkinni, eða dveljist með guði sínum uppi á fjallstindin- um. En þegar þeir koma aftur ofan af Sínaí og tala til fólks- ins, þá minnir það stundum á fárviðri og fellibyl. Silkihattar 2 okkar fjúka út í veður og vind, skurðgoð okkar steypast af stöllum, virðulegur hátíðleiki okkar gengur allur úr skorð- um, og eftir á skilst okkur kannski, að sú persóna sem við hugðum okkur vera, var aðeins grímubúningur frá dansleik sem nú er á enda fyrir löngu. Þegar best lætur verðum við fyrir sömu reynslu og Adam og Eva í aldingarðinum: að augu okkar ljúkast upp. við sjáum að við erum nakin, og við höfum öðlast skynbragð á mismun góðs og ills. Allt þetta og ótalmargt fleira kom mér þrásinnis til hugar í sambandi við kynni mín af Sigurði skáldi Einars- syni, sem ég tel að hafi verið einn hvassgáfaðasti maður á íslandi um sína daga, þó að ekki sé ég beinlínis að líkja honum við Móses eða högg- orminn. Sigurður var Rangæingur eins og ég, fæddur 29. október 1898 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, og þegar hann and- aðist, á Landspítalanum 23. febrúar 1967, fannst mér erfitt að venjast þeirri staðreynd: hæsti tindur fjallahringsins var hruninn, Eyjafjallasveit lögst í eyði, að mér fannst, til- veran tómleg. Æ, fallinn var Sigurður skáld í Holti. Þá er að líta sem snöggvast yfir æviferilinn, í afmælis- eða eftirmælastíl, til þess að fólkið sjái, að hugsmíðin svífi ekki í lausu lofti algerlega, heldur hafi jarðsamband í og með: Foreldrar Sigurðar voru Einar Sigurðsson bóndi á Arngeirsstöðum, ættaður úr Landeyjum, og María kona hans, ættuð úr Fljótshlíð. Sig- urður ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann vann hörðum höndum til sjós og lands í æsku, en braust síðan til mennta af eigin rammleik, tók stúdentspróf utan skóla í Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1922. Fór í guðfræðideild Háskóla Islands, útskrifaðist þaðan 1926. Sama ár gerðist hann prestur í Flatey á Breiðafirði, og gegndi því embætti í tvö ár. Þá þekkti ég ekki Sigurð, en ýmsar þjóðsög- ur gengu af honum þaðan, sjálfsagt upplognar. Ein var sú, að hann hefði átt að segja, að hagkvæmt hefði verið, ef höfuð allra Flateyinga hefðu verið komin á einn háls, þá hefði mátt afgreiða þá í einu höggi. Jóhannes úr Kötlum orti um hann langt kvæði um þær mundir eða litlu síðar. Úr því man ég enn þessar ljóðlín- ur tvær: „Dauðaþögn við þínar ræður þráfalt sló á Breiðaflóa. “ Af þessu má sjá, að nokkuð hefur kveðið að séra Sigurði í ræðustóli meðan hann var klerkur Flateyinga — að Jó- hannes skáld úr Kötlum skyldi knýta honum þvílíkan krans. Árið 1928 sigldi séra Sig- urður til framhaldsnáms við Hafnarháskóla og dvaldist þá erlendis um tveggja ára skeið. Ég veit ekki nákvæmlega hvar hann ól manninn, en til Finn- lands mun leið hans hafa leg- ið, allt austur til Ladogavatns, svo sem eitt kvæðið í fyrstu Ijóðabók hans vitnar um: „Sordavala“ í „Hamri og sigð“. Eftir heimkomuna 1930 réð- ist séra Sigurður sem fastur kennari við Kennaraskóla ís- lands og hélt því starfi þar til hann varð, eftir hávaðasamar deilur, dósent í guðfræði við Háskóla íslands 1937. Hann lét af því embætti 1944 og gerðist næstu tvö árin skrifstofustjóri á Fræðslu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.