Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 15
Myllan gamla í öllu sínu veldi. Baldur vid Gest gamla. Þann bát lét séra Sigurður afi hans smíða 1907 og var báturinn í notkun fyrir tveimur árum. Viktoríuhús í baksýn. Baldur við Sjóarahúsið í Vigur. þar enn þann dag í dag í eskimóabyggöun- um í Kanada og á Grænlandi. Þetta er nú alveg sérstakur fugl og sérstæöur atvinnu- vegur þessi æöarrækt, þetta byggist ekki á drápi og því aö eyða lífi, heldur hinu aö hiröa þaö sem fuglinum er oröið gagns- laust." Rafvæðingin ekki náð til Vigurs bað kemur í Ijós í viötali viö Baldur í Vigur, að rafmagn, undirstaöa nútímaþaeg- inda, hefur ekki veriö lagt út í Eyjuna. „Viö framleiðum okkar rafmagn sjálfir, frá dísil- rafstöövum, þaö kom hér rafstöð 1951, nú erum viö meö tvær vélar og báöar orðnar úr sér gengnar og eru alveg á síöasta snún- ingi. Við erum að hinkra meö aö endurnýja þessar vélar, meðan við bíöum eftir því hvaö gerist í okkar rafmagnsmálum, satt aö segja erum viö oröin langeyg eftir því, aö okkur veröi sinnt. Þaö eru tveir bæir hérna í Ögurhreppi sem vantar rafmagn, þaö eru Vigur og Hvítanes, og svo er einn í Seyðisfiröinum. Þaö stendur alveg eins á hjá bóndanum á Hvítanesi, hann er meö úr sér gengna rafstöö, sem er á síðasta snún- ingi. Okkur er nú sagt, að þaö sé eitthvað í deiglunni meö að ákvaröa um rafmagn á þessa bæi, og þetta er lengi búiö aö standa til að taka þessa bæi inn á áætlun. Ég hef nú heyrt, aö búiö sé aö skipa nefnd um þessi mál og hún hafi skilaö áliti og skv. henni sóu þessir bæir aö komast á fram- kvæmdaáætlun. Orkusjóður hefur nefni- lega veriö í svelti undanfarin ár og hann á að framkvæma sveitarafvæðinguna. Ég hef ekki trú á, aö samfélagið ætlist til þess, aö þessir bæir verði endalaust afskiptir með rafmagn.“ Gengið um hlöðin í Vigur í lognværunni 18. ágúst röltum við Bald- ur í Vigur um hlööin, athyglin beinist aö miklum kálgörðum girtum steinhleðslum. „Þessir garöar eru frá tíö Séra Sigurðar, en þaö var einhvern tímann, aö hér kom ráðunautur og við sögöum honum, aö við hefðum kartöflurækt, hann taldi okkur hafa tiltölulega lítið landrými og ekki geta skipt oft um. Nei, ég sagði honum, aö viö værum ekki alltaf aö skipta um, það heföi verið sett ofan í þennan garð síðan 1883 eöa 1884 og aldrei brugöist uppskera, þetta væri nú ekki alveg eftir þeirra kenningu, þegar helst þyrfti aö skipta um garölönd á hverju ári. Enda væri þaö ekki gott hjá okkur sem heföum svona lítiö land.“ Viö göngum niður aö Sjóarhúsinu í Vigur og skyggnumst þar inn, þetta er gamalt hús, frá tíö séra Sigurðar Stefánssonar og þakið torfi. Það er svalt í húsinu og Baldur hefur orðið: „Þetta er allsherjar geymsluhús, hér geymum viö lunda dálítið, þaö helst svalt í þessu húsi, þaö gerir torfið, þaö einangrar bæði frá kuldanum og hitanum. Hér eru hengdir skarfar, ef menn drepa skarfa, okkur þykir gott aö geyma hér fugl, hér kemst flugan síst af öllu inn og þarna sérðu hlera í gólfinu, þetta eru kartöflukjallarar.“ Við göngum út og Baldur sýnir mér inn í saltkróna, sem þeir bræður hafa veriö að gera upp, síðan göngum viö að hjalli all gömlum, en Baldur segir hann ekki mjög gamlan: „Þessi hjallur er byggöur 1910 eöa þar um bil, afi gamli byggöi þetta, í þessum hjalli er loft og þaö þóttu afskaplega góöar geymslur svona hjallloft, rakalausar geymslur og loftgóöar." Við reikum niöur í fjöruna og Baldur bendir mér á sjáldgæft fyrirbæri nú til dags, það er flotbryggja. „Hún var sett á flot þegar bátar komu aö, hún var mikið notuð, þegar maöur sótti mó og hey og svoleiðis, bátnum þá lagt upp aö þessu.“ Þá erum viö komnir að merkum grip í fjörunni í Vigur, áttæringn- um gamla og Baldur segir okkur frá sögu hans svo langt sem hann veit. Eini áttæringurinn í notkun „Þetta er eini áttæringurinn á landinu, sem enn þá er í notkun, og æfa gamall. Þetta er Breiður, eöa Vigur-Breiður einsog hann er stundum kailaöur, hét upphaflega bara Breiöur. Þetta skip er líklega ættaö noröan af Ströndum og sannleikurinn er sá, aö hann er búinn að vera hér í Vigur alveg óratíma. Þaö eru frásagnir af honum, aö hann hafi farið í viöarflutninga noröur á Strandir um 1840. Þá fór hann héöan á vegum Vigurbóndans og lenti í miklum hrakriesum, þaö var mikill floti bundinn aft- an í hann og þeir uröu aö hleypa vestur yfir Djúp og náttúrlega fullt skipiö. Geröi norö- austan hvassviðri á það. Síöast uröu þeir aö hleypa upp í Skálavík ytri og þá búnir aö ryöja skipið og leysa aftan úr því. Þá rengdist hann mikið og var smíöaöur upp og gert viö hann. Síöan hefur hann veriö hér og guö má vita hvenær hann hefur komið, um 1800 eöa svo. En þaö kostar mikið orðið að halda þessu viö. Þaö er búiö aö gera mikið viö hann á síðustu áratugum. Okkar notkun á honum núna er sú, að við flytjum á honum fé, annars var hann miklu meira notaöur áöur en viö fengum bryggj- una, en þaö var 1976, þá var hann notaður í alla þungavöruflutninga bæöi viö af- greiðslu á Djúpbátnum og svo fór maður oft til Isafjaröar á honum meö timbur, sem- ent og áburð og svoleiðis. Viö höföum hann þá aftan í trillubátnum, Gesti gamla. Enn þá lengra er síöan hann var notaður til móflutninga noröur yfir Djúpiö, háfermi af mó á honum." Annar gamall bátur dormar í sólskininu við hliö Vigur-Breiðs, þaö er Gestur gamli, skip þeirra Vigurfeöga í þrjá ættliði, eigin- lega í fjóra, því ekki er langt síöan þaö var í notkun. „Þessum báti var róið hér í Djúpið á vertíöum og út fyrir Bolungarvík var honum róiö, þessum bát. Pabbi minn var svo mikill sjómaöur, aö hann fór iðulega í skamm- deginu út í Eldingar á þessu. Hann var hneigður fyrir sjómennsku, heföi átt aö vera skipstjóri sagöi hann, ef atvikin heföu ekki hagaö því þannig, aö hann varö bóndi í Vigur. Þessi bátur er smíöaöur 1907 og smíðaður í Súöavík, hann hét Guðmundur smellir sem smíöaöi hann. Þetta er mikill happabátur og marga feröina búinn aö fara hérna á milli. Á þessum báti fór afi gamli á kirkjurnar. Upp aö Eyri, upp í Ögur og norður í Unaðsdal. Og þá var pabbi oftast nær með honum, formaöurinn á bátnum og organisti oftast nær með svo þaö stóö vel af sér. Þaö kom mótor í hann mjög fljótt, þaö var þriggja hesta Alfa-vél sem var sett í hann, síöan hafa verið settar í hann tvær Sleipnisvélar og önnur er í hon- um enn þá. Það er bara hætt aö framleiða þær og varahlutir fást ekki, það er vanda- mál.“ í þessum svifum kemur einn sonurinn og spyr, hvort ekki eigi aö fara aö hirða og þá er lokiö göngu okkar Baldurs um Vigurhlöð í dýrlegasta veöri sumarsins. Tíminn viröist ekki líöa jafnhratt í Vigur og á öörum stöö- um, alténd viröist hann fara mýkri höndum um muni og menn, því ber þetta viðtal vitni. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.