Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 12
Ulf Gudmundsson 1943 Kvöld nokkurt kom hann ekki heim Daginn eftir var sagt hann væri í einhverjum búðunum Sex vikum síðar skrifuðu þeir að það kostaði þrjú mörk að fá öskuna afhenta I.M.A. þýddi. Teikning: Alfreð Flóki Jón S. Bergmann, látinn. Hér eru þrjár þeirra og réttar svona: Dögum hljóöum dregur aö, dofnar gróður Braga. Jóns við Ijóð er brotiö blað Bergmanns þjóðarhaga. Beina kenndi listaleið, lag til enda kunni. Orðin brenndu og þaö sveið undan hendingunni. Hans var tunga hröð og snjöll hneig að Braga sumbli. Standa farmanns stuðlaföll stolt hjá dáns kumbli. Hér koma svo tvær vísur eftir sama höfund um fallinn félaga, þykir mér sú síðari mjög snjöll. Kristín Bjarnadóttir það er mikið talað um frelsi líka í ár kvenfrelsi og karlfrelsi það skiptir gjarna um ham frelsið verður íturvaxinn víxill sem vex verður minni en ekki neitt göngum við í kringum svo mönnunum munar og kafbátarnir allt í kring sænginni yfir minni og bíum bíum bækur fyrir jólin viö förum í hund og kött eöa kött og mús en því er eytt það segir sig sjálft étur sig sjálft en á sig þó ekki við gerum frelsið upp i eigin biðlund en bannsett vex það úr sér það er meinið og meiniö er einskonar menning: það er árið — sem ekki er Sigurjón Ari Sigurjónsson AUGUN ÞÍN Himinsins fegurð er falin í þeim fölbláu stjörnum sem litka geim og tindra í titrandi húmi, en ekkert er fegurra augunum tveim sem augnablik gera lífið aö heim sem telst hvorki í tíma né rúmi. ARIÐ SEM EKKI ER Tvær fölbláar stjörnur úr stjarnanna her tvö stingandi augu sem auðsýna þér ást sem er himnunum hærri, og alheimsins fegurð sem auga þitt sér á andartaki svo magnlítil er því þau eru stjörnunum stærri. Þá voru flestir hvergi Sum byggðarlög hafa orðið kunnari en önnur vegna skálda sinna, lista- manna og annarra sérstæöra persóna. Átthagafélögin hafa gefið út rit og rit- söfn, t.d. Húnvetningaljóö, Þingeysk Ijóö, Snæfellingaljóö Borgfiröingaljóö, svo að nokkur söfn séu nefnd. Þaö er fengur aö þessum bókum, mættu vera fleiri og koma oftar, því meö þessum hætti varöveitist margt sem annars myndi týnast, — og enn eru aö vaxa upp hagmæltir menn og konur, sem efni gætu lagt í slíkar bækur. Fyrir nokkrum vikum birti ég hér vísu eftir Valdemar K. Benónýsson á Ægis- síðu á Vatnsnesi, f. 1884, veit ekki dán- arár. Ég taldi mig þar hafa góöa heimild, en tveir vísnavinir fullyrða aö hún sé rangt meö farin. Annar þeirra benti á Húnvetningaljóö, hún væri ein af vísum þeim er Valdemar hefði ort um vin sinn Gæfan ör og glettiö fjör gleðikjörin spunnu. Hending snör og hnittin svör hans á vörum brunnu. Andi þinn á annað land, er nú fluttur burt frá mér. Bandað hef ég bleikan gand, ber hann mig á eftir þér. Til hins landskunna hestamanns Ás- geirs frá Gottorps orti Valdemar: Njóttu lengi gota góðs, góðra drengja, víns og fljóðs, þýðra strengja, lags og Ijóðs, lukkugengis, þreks og móðs. Ætli „gota góös" merki ekki „lífsins"? Nokkrar fjallavísur. Rís sem svipur huldu heims hnjúkum skipuð fjallaborgin. Smíöisgripir íss og eirns öldu klipin lækjartorgin. Sést í flokkum sauöa stóð saman brokka, vindi hrifið gárast lokka fannhvítt flóö frelsisþokka gulli drifið. Tjaldasátrin titra við tóna kátra bragmæringa. Bergmálshlátra hrekja klíð hamralátrin um sem kringja. Þetta er ein af sláttuvísum bóndans. Þaö hefur bitiö vel í rekjunni, árla dags. Meira ekki eftir Valdemar aö sinni. Glitrar regn um grund og hól, gróa slegnu sárin. Blóma vegna brosir sól blítt í gegnum tárin. Þannig háttaði til í sjóbúð einni á Suö- urnesjum aö ekki þótti rétt aö hún væri mannlaus um nætur, enda voru þar venjulega einhverjir vermenn aökomnir, sem ekki áttu í önnur fiús aö venda. En þegar slíkir piltar voru ógiftir og höföu eignast vinkonur á bæjunum í kring gat komiö til mála aö heimamenn, sem ekki voru sérstaklega áfjáðir í aö vera heima hjá sér, voru fengnir til aö hlaupa í skörö í verbúöinni. Oft tók þetta aö sér maöur er Hallur hét. Kona hans var mikill svark- ur og talin vera bæöi bóndi og húsfreyja á bæ þeirra hjóna. Ort var: Hallur vagar hægt af stað, hann ætlar aö gista. Brúður honum bíður það Birna frystikista. Hér kemur gömul vísa. Margir kunna seinni hlutann, en fæstir vísuna alla. Höf- undar hafa ýmsir veriö nefndir, enginn veit víst neitt meö vissu eöa hve gömul vísan er. Skyldi hún vera rétt svona: Harmur berst um hyggjusvið, hjartað skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti viö þá voru flestir hvergi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.