Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 13
Menn hafa lengi haft grun um aö erfitt gæti oróið að keppa við iðjusemi gula kynstofnsins enda er það nú komið á daginn Maöur er nefndur Zenke Suzuki og er forsætisráðherra Japans. En í landi sólar- uppkomunnar kalla allir hann „Zenko-San“ sem merkir Búdda. Þá nafngift hefur Suzuki hlotið vegna þess hve þrekvaxinn hann er og eyrnastór, en það telja menn einkenni frábærra vitsmuna austur þar. Stjórnmálaleiðtogum Evrópu, sem hittu Suzuki forsætisráðherra nýlega í Bonn, Lundúnum, Bryssel og París, myndi heldur en ekki hafa skjátlast ef þeir hefðu glæpst á því að halda að hann væri í eöli sínu hæglátur og blíðlyndur, en þannig á hann þaö til aö orka á ókunnuga. Sannleikurinn er hins vegar sá að bak við hið milda, japanska bros hans býr öflugur viljaþróttur þaulæfðs samningamanns. Kunnugir vita einnig aö Suzuki er fjármálamaöur á heimsmælikvarða og lætur sig ekki muna um að gera þaö sem nálgast kraftaverk þegar hann er að ryðja iðnvarningi þjóðar sinnar braut inn á erlenda markaði. Þar vottar ekki fyrir vanmáttarkennd í kapp- hlaupinu við háþróaðar iðnaðarþjóðir Evr- ópu og Ameríku. í þessu sambandi má nefna aö nokkru eftir að Mitterrand var orðinn forseti Frakklands bauð hc;nn stjórnmálamönnum tjl veislu í embættisbústað sínum í París. Á mynd, sem birt var af þessum tignar- mönnum eftir að sest hafði verið að borðum, mátti glöggt kenna Suzuki ráð- herra beint andspænis Mitterrand og virtist athygli manna beinast mjög að þeim fyrrnefnda. Nú er svo komið aö japanskar iðnaöar- vörur eru á boðstólum um heim allan. Þær blasa við milljónum gráöugra kaupenda í Bandaríkjunum og Kanada, víðs vegar um Evrópu, Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu. Eftir geigvænleg áföll hinna eldri iðnaðar- þjóöa af völdum olíufurstanna hefur jap- anska iðnvarningsframboðið dembst eins og fellibylur yfir þessar þjóöir. Er þar um að ræða höröustu samkepþni sem hugsast getur, byggða á tæknikunnáttu og atorku Japana. Sú iönvæðing þeirra hefur reynst býsna öröug og kostað verulegar fórnir. En hér kemur fleira til. Iðnaðarvörur, þótt frábærar reynist, selja sig ekki sjálfkrafa á troðfullum erlendum mörkuðum. Þar þarf meiri samningalipurð og sölutækni en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. Sú barátta hefur hvílt á Suzuki forsætisráö- herra og samstarfsmönnum hans og gerst að verulegu leyti bak við tjöldin. Menn áttuðu sig því ekki á henni fyrst þegar japanska iðnaðarundrið bar á góma. Nú eru menn hins vegar farnir að eygja hið rólega og dularfulla svipmót Suzukis bak viö þetta risaátak japönsku þjóðarinnar. Japanska iðnþróunin hvílir á efnahags- kerfi sem lengi hefur verið bæöi frumstætt og veikbyggt. Sú barnslega gleði og einlægni, sem ríkt hefur í Japan frá alda öðli, samrýmist í eðli sínu illa þeirri hörku sem iðnþróunin hefur krafist. Að vísu eru Japanir gæddir þeirri starfsgleöi og ætt- jaröarást sem metur þjóðarhag meira en einkahagsmuni. Þjóðarmetnaöur þeirra veldur því einnig að þeir hafa reynst fúsir til að færa ýmiss konar fórnir. En vandamálin hafa sannarlega ekki látið á sér standa. Kemur það glöggt fram í bók japanska höfundarins Kamata Satoski frá 1980. Hún heitir: Hvaö er aó gerast á síglingaleiðunum? Sú var tíð að Japanir stældu blygðunar- laust eftirsótta hluti úr iðnaði Vestur- landa, en spáð hefur verið að þetta myndi snúast við. það er nú komið á daginn: Þessi nýi, brezki Triumph, er ekkert ann- aö en bein stæling á japanskri Hondu. Innsetta myndin var birt í bandarísku bílablaði í sumar og sýnir umbúðir utan af varahlutum frá Volvo og undir númer- inu stendur Gautaborg. En með smærra letri neðst á kassanum: Made in Japan. Ó þá náð að eiga þetta frábæra japanska dót, hvort heldur það eru myndavélar, bílar, hjólbarðar eða hljómflutningstæki. Markaðurinn er um allan heim. Iðnþróunin f Japan er heimsmet Satoski lýsir þarna tilveru láglaunaöra verkamanna í Japan og manna sem búa við enn bágari kjör og nefndir eru „magúkar“. Þessir menn ráöa sig sem daglaunamenn eöa mánaðarkaupsmenn hjá verktökum sem höfundurinn segir að séu „sannkallaðir mansalar“. En erfiöis- menn nema sem svarar 15% af svonefndu vinnandi fólki í Japan. Þetta eru sjómenn, vefarar og annars konar iðnverkamenn, einkum farandverkamenn frá Kóreu, Fil- ippseyjum og Pakistan. Þar við bætast tugir þúsunda láglaunaöra japanskra fá- tæklinga. Margir þeirra drekkja áhyggjum sínum í hinum áfenga þjóðardrykk Japana „saké“ og sóa þannig talsverðum hluta af lága kaupinu sínu. Vitað er að hin risavöxnu fyrirtæki Japana hafa drjúgan stuðning af minni háttar fyrirtækjum lands síns. Þar er vinnutíminn langur, afköst mikil og lág opinber gjöld. Samkvæmt frásögn jap- anska prófessorsins Hazama nýtur starfs- Suzuki forsætisráðherra. í stað þess að setja á bein höft, hefur því vinsamlegast veriö beint til japanskra yfirvalda að kaf- færa ekki vesturlandaiðnaðinn. fólkið þar engra trygginga og hann segir að lífskjör þess séu ákaflega bág. Enginn skyldi samt ætla að velgengni og auöur Japana byggist á kaupkúgun gagn- vart þeim sem stunda erfiöisvinnu. Þar kemur allt annað til: frábær kunnátta tæknimanna, síaukin og bætt iðnvæðing samkvæmt nýjustu aðferðum, ýtrasta sjálf- virkni í véltækni og það til þeirra muna að Japanir eiga stórkostlegt heimsmet í fram- leiöni vélmenna (róbotta) í þágu iðnaðarins og flytja þessi furðutæki út í stórum stíl til iðnaðarkeppinauta sinna! Þaö sem einkum veldur Japönum áhyggjum í dag er hin nýtilkomna harða samkeppni þeirra við aörar Asíuþjóðir. Þessar þjóðir hafa nefnilega tekið stórfé að láni í japönskum bönkum, keypt japanskar iðnaðarvörur og ráöið til sín japanska tæknisnillinga og sölumenn. Þetta hafa þær vitanlega gert til þess að læra sem fyrst iðnaöar-, verslunar- og fjármálatækni Japana og geta síðan skákaö þeim á heimsmörkuðunum. Nú er svo komið að Suður-Kórea hefur hafið harða samkeppni viö Japan í fram- leiðni á sjónvarpstækjum, fatnaöi, stáli og skipum. Þá má nefna að Hong Kong og Singapore eru orönar Tokíó skæöir keppi- nautar sem verslunar- og fjármálamiö- stöðvar. Indónesía, sem er gagnauöug af landbúnaðar- og iönaðarvörum, er einnig orðin verulegur keppinautur Japans á evrópskum og amerískum mörkuðum. Suz- uki forsætisráðherra hefur því í ýmis horn að líta um þessar mundir. En aðstaöa hans er býsna styrk. Það er nefnilega mikill misskilningur að ímynda sér að Japanir séu einvörðungu glerharðir efnishyggjumenn og tæknisnillingar. Verulegur hluti þessarar tápmiklu þjóðar er hins vegar mjög áhuga- samur um íþróttir og andlegar menntir. Við það hafa Japanir öðlast sjálfstraust og þá sjálfsgagnrýni sem sérhverri þjóö er nauð- synleg. Sigurður Skúlason magister snaraöi úr frönsku. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.