Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 9
Varna er fögur borg yfir að iíta og þegar vel er að gáð sést, að arkitektúrinn þarna — og reyndar í mörgum austantjaldslöndum — á sér ýmsar hliðstæður á íslandi. sig. Hún sagði okkur smásögu þessu til staðfestu: „Farir þú til að mynda í verslun veröur þú aö hegöa þér eftir kúnstarinnar reglum, segjum t.d. að þú sjáir dúk, sem þig langar aö skoða og jafnvel kaupa, er viöbúiö aö þú sért látinn bíöa langtímum saman þar til stúlkunni þóknast aö snúa sér að þér og ef þú í ógáti styggir stúlku- kindina, auövitaö alveg óvart, því aö þú veist ekki til aö þú hafir gert eöa sagt neitt móögandi, er viöbúiö aö hún þrífi dúkinn, hendi honum úti horn og komi sér þar fyrir sjálf, allt fer þetta fram með látþragði því í flestum tilfellum er mjög erfitt að eiga oröaskipti viö þetta fólk.“ Þú reynir samt aö halda andlitinu eftir bestu getu, minnug heilræöa fararstjórans. Viö héldum nú aftur til Vitosha/New Otani og i fyrsta sinn i feröinni boröuöum viö góöan mat á 19. hæö hótelsins, „Panor- ama“, meö glæsilgu útsýni í allar áttir, þjónustan stórfín og prísarnir uppí skýjun- um enda hótelið í luxus-flokki, og eins og áöur segir, byggt af Búlgörum og Japönum í sameiningu en þó aö því er virtist meö fleiri þjóöareinkennum Japana en Búlgara. Vitosha En næsta dag skal haldiö til Vitosha og liggur leiöin til suö-vesturs og skal nú snætt i Vitosha-fjöllum. Er óneitanlega spennandi aö vita hvernig maturinn þeirra bragöast, viö pöntuðum rauövín, auövitaö framleiöslu innfæddra, þaö var hræðilega vont á bragöið en fór prýöilega í maga og hjálpaöi mikiö til viö aö koma niöur skósól- unum, sem virtist aöalrétturinn. Áöur haföi veriö boriö á borð einhver hræöileg súpa, fitumenguö og í fitunni flutu grjón og örlitl- ar kjötbollur, þeir sem féllu í þá hungur- freistni aö éta súpuna fengu flestir í mag- ann. Stratisslava, þetta umrædda hótel, stendur í 1800 m hæö og reyndist því skrapatólinu honum Skjóna okkar erfitt aö hristast nötrandi og másandi upp hlykkj- ótta hliöina í áttina aö hótelinu, sem er reyndar skíöahótel á veturna. í hlíðum Vitosha-fjalla er Hollywood Búlgara, þar taka þeir sínar kvikmyndir enda mikil fegurö þarna. Þarna byggja þeir sumar- og hvíldarhús og minna þessi ný- byggöu hús helst á byggingastílinn í Júgó- slavíu og Austurríki. Viö ökum nú sem leið liggur milli Vitosha- og Lyuli-fjalla meö þau fyrrnefndu á vinstri hönd. I þessum fjöllum er mikiiö um ölkeldu- og minerallindir, sem eru taldar hafa mikinn lækningamátt, sér- staklega fyrir sjúklinga meö vöðva- og taugasjúkdóma. Miklar andstæður birtast í byggingum gamla tímans, sem sumar eru undurfagrar og þess sem byggt hefur verið upp á síðkastið. Hér er á efri myndinni kaupmannshúsið fagra í Sofia, en að neðan er klaustur, sem er einn af þjóðarhelgidómum Búlgara. Miövikudaginn 27. 8. yfirgáfum viö hótel Vitosha/New Otani og lögðum af staö til Rila-klaustursins, sem er þjóöarhelgidómur Búlgara. Við höldum í suöurátt frá Sofia og nú er langur áfangi framundan. Það hefur rofað til og í dag sjáum viö Vitosha-fjöllin mun betur en í gær, mikil gróöursæld er hérna og fjöllin skógivaxin upp á efstu brún. Hér áöur fyrr voru Búlgarir fátæk land- búnaðarþjóð, en 9. sept 1944 var gerö bylting í landinu, samyrkjubú stofnuö, landiö vélvætt og viö þetta breyttust hlut- föllin, þar sem bændur höfðu verið í meiri- hluta áöur, hækkuöu nú hlutföllin í iönaöi, framleiöslu og þjónustú. Konur vinna aö mestum hluta landbúnaðarstörfin, en karl- mennirnir við þungaiönaöinn, vélavinnu, 'h hluti ræktaðs lands er vínviður og um 'h hluti landsins þakinn skógi. Búlgarir rækta mikiö af hveiti og maís en þeir rækta ýmis- legt fleira, t.d. víniö, sem þeir nota til eigin framleiöslu. Sú ræktun er þó seinleg þar sem ekki er hægt að hafa full not af vín- viðnum fyrr en um sjö ára aldur, og þeir rækta tóbak í nokkrum mæli, epli, perur, plómur og ýmsar aörar nytjajurtir. Þótt sólin skíni i heiði er hálfgert mistur yfir öllu, hér og þar eru smábyggöakjarnar og viröast öll húsin eins steypt eöa hlaöin úr rauðum múrsteini og viröast í fljótu bragöi öll af sömu hæö, lágreist og sýnast kúra hlið viö hlið. Rila-fjöll eru nú á hægri hönd og fer því aö styttast í aö viö komum til klausturisins. Viö keyrum nú í gegnum skóg svo þéttan, aö hann sýnist meö öllu ófær gangandi fólki. Þaö sem vakti athygli okkar ferðalang- anna þegar út á landsbyggöina var komiö var, hve áberandi fátt fólk var á ferli, meira aö segja viö samyrkjubúin, sem mörg hver líktust ræfilslegum hænsnakofum. Því meira sem viö nálgumst Rila- klaustriö verður landslagiö tignarlegra og fjölbreyttara, hálfþornaöur og stórgrýttur árfarvegur á hægri hönd, en há og tignar- leg fjöll á hina, en þegar betur er að gáö og hærra litið en á grýttan árfarveginn sjást háspennulínur sem benda til aö einhver virkjun sé nærri. Og þaö reyndist rétt til getið, fljótlega keyrðum viö fram á uppi- stööulón og virkjunarstöð sást langt niöri i dalnum. Ég er hrædd um aö okkur Islend- ingum heföi þótt lítiö til koma samanboriö viö okkar rafstöövar. Trén virðast víöa hafa veriö grisjuö til heyöflunar og náöu stórir grasteigar langar leiðir uppí fjallshlíöarnar. Trén hér á leiöinni eru víöast geysilega há og þar sem viö ökum núna byrgja trén alla útsýn og víöa lokast laufkrónurnar yfir höföum okkar. Viö erum nú komin til Rila-klaustursins en höfum ákveöiö vegna tafar fyrr um morguninn, aö boröa fyrst hádegisverð og skoöa síðan klaustriö í næöi. Á Rila-hótelinu fengum viö þjóöarrétt Búlgara, mússaka, sem reyndist bragögóö- ur og geröu menn matnum góð skil. Þegar aö máltíö lokinni greiddum viö þjónunum fyrir öl og gos, sem viö höföum fengiö meö matnum, en þá hófust hvíslingar og merkjamál. í fyrstu vorum viö ekki alveg meö á nótunum en áttuðum okkur fIjótlega hvers kyns var, dollarakaup — 1 dollar 2 leva þetta voru nokkuö góð kaup, þó var okkur sagt aö hægt væri að fá enn meira fyrir dollarann, 1 leva jafngildir 6 ísl. kr. Þegar út úr hótelinu kom haföi aö minnsta kosti einn þjónanna komi sér vel fyrir á lítið áberandi staö og gómaöi nú hvern ferða- langinn á fætur öörum og upphófust nú hin líflegustu viöskipti þó á laumulegan máta, t.d. horföi dollarakaupandinn aldrei á doll- araeigandann heldur eitthvaö allt annaö sakleysiö uppmálaö, enda munu einhverjar refsingar vera viö þessum viöskiptum, en mannskapurinn lét þaö lönd og leið. Meira að segja fullorönar konur tóku þátt í viö- skiptunum af lífi og sál, ekki endilega í gróðaskyni, þetta var örlitið ævintýri sem hægt var aö segja frá þegar heim kæmi. Og nú voru allir tilbúnir aö fara til klaust- ursins en þá kom babb í bátinn. Skjóni, gamli fararskjótinn okkar, neitaöi aö hreyfa 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.