Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 4
„Er reynt aö taka tillit til bæj- arstæðis og landslags, þegar þió teikníö hús vegna fyrirhugaörar byggingar í sveit?“ „Viö reynum þaö fullkomlega. í fyrsta lagi reynum viö aö koma á staöinn og gerum okkur þá grein fyrir því, hvernig heppilegast væri aö húsiö liti út. En við ráöum þessu bara ekki og höfum aöeins tillögurétt. Þaö er byggingarfulltrúinn á hverjum staö, sem sker úr um, hvar hús er byggt í sveit. Mjög oft fer álit okkar á því ekki saman. Bóndinn á jöröinni hefur aö sjálfsögöu áhrif, en hann ræöur því ekki heldur, hvar eöa hvernig er byggt.“ „Finnst þér til dæmis, að íbúð- arhús, sem stendur undir brekku, eigi að líta öðruvísi út en það hús, sem byggt er á flat- lendi?“ „Já, þaö er óhjákvæmilegt. Formúla fyrir því er þó ekki til. Þaö er alls ekki víst, að lágreist hús komi betur út undir hlíö en á flatlendi. En þegar fariö er um sveitir, þá finnst mér yfirleitt, að þessi íbúöarhús meö skúrþökum séu mjög sviplaus, og gjarnan vill það veröa svo, aö þessi hús renna saman viö penings- húsin til aö sjá og veröa illa greind frá þeim. Til eru aö vísu undantekningar frá þessari reglu, til dæmis húsiö á Hvassa- felli í Noröurárdal. Þaö sýnist vera meö alveg flötu þaki en er þaö raunar ekki alveg. En þetta hús fer óneitanlega vel á sínum staö. Ég er samt sem áöur fullkomlega á þeirri skoöun, aö skúrþök séu Ijót og eigi engan rétt á sér. Viö teiknum þau alls ekki nema til samræmingar viö annaö, sem fyrir er á bænum. Svo er einnig þess aö gæta, að hlööur og þeningshús eru miklu stærri og meiri byggingar en áöur var og þessvegna er erfiðara aö fá íbúðarhúsið til aö njóta sín.“ „Og svo er það ein grundvall- arspurning: Finnst þér að hús í sveit eigi að falla saman við landið, eöa skera sig úr og sjást langt að?“ „Ég hef velt þessu mikiö fyrir mér og mín niöurstaða er þessi: Sé sveitin strjálbyggö, þá vil ég að húsiö skeri sig úr og sjáist langt aö. Þar sem þéttar er byggt eins og í Borgarfiröinum til dæm- is, vildi ég fremur láta bæjarhúsin falla saman viö landiö. Sem sagt; svariö viö þessari sþurningu byggist hjá mér á mannlegum og sálrænum viöbrögðum. Þaö hefur sitt aö segja, þar sem mjög er strjálbýlt, aö sjá þó til bæja.“ „Finnst þér að íbúðarhús í sveit þurfi frekar að vera „reisu- legt“ eins og sagt er, en í kaup- staö?“ „Þaö er aö minnsta kosti Ijóst, aö byggingarstæöi í sveit gerir aörar kröfur en í bæ. Tökum til dæmis hús með flöt- um þökum. Þau geta fariö vel meðfram heilli götu í bæ, en ég veit ekki hvort maöur á aö nota þetta orö, „reisulegt“. Þaö kann aö misskiljast. Hús í sveit stendur eitt sér og þarf þessvegna aö vera ööruvísi. Þaö mundi kannski líta betur út og vera svipmeira með íbúöar- risi og kvistum. En þegar niðurstaöan verður aö byggja á einni hæö, þá er ekki fyrst og fremst verið aö hugsa um útlit, heldur er þaö gert þægindanna vegna. Viö skulum ekki slepþa því heldur, hvaö frágangur utanhúss getur sett mikinn svip á bæinn. í því sambandi verö ég aö lýsa undrun minni á því, aö menn eru hættir aö gera ráö fyrir trjágaröi viö íbúöarhús í sveit. Ég veit ekki hvort þeir nenna því ekki, eöa yfirhöfuö af hverju þetta áhugaleysi á trjárækt heima viö bæinn stafar. En margir fallegir garöar viö bæi eru til vitnis um, að menn eru að stíga skref afturábak, þegar trjágróðri er sleþpt.“ Villingavatn í Grafningshreppi, Árnessýslu. Teikning frá 1969. Hér er þó iágt ris, sem setur svip á húsið, en um þessar mundir voru íbúðarhús oft með skúrþökum og eru einhverjar óglæsilegustu byggingar í sögu Bygg- ingarstofnunarinnar. Raftholt í Landmannahreppi, Rangárvallasýslu. Dæmi um nýtt íbúðarhús frá Byggingarstofnun landbúnaðarins með mjög klassísku sniði og falleg- um hlutföllum. Hér er ibúðarris með kvistum, en það telst sjaldgæft nú á dögum. Kornsá í Áshreppi, A-Húnavantssýslu. Dæmi um það nýjasta frá Byggingarstofnun landbúnaðarins: Byggt á einni hæð með lágu risi, en einhæfnin er brotin upp með tilbrigðum í þakhæðinni, sem setur skemmtilegan svip á húsið. Nýtt hús frá Byggingar- stofnun Landbúnað- arins íbúðarhús í Múla, Gufu- í dalshreppi, A-Barðastrand- ^ arsýslu. Þetta getur vel tal- izt dæmigert fyrir þau hús, sem byggð eru í sveitum um £ þessar mundir. Byggt er á einni hæð án kjallara, en í með risi, sem nær nokkuð út fyrir. Reynt er að gera o sem minnst frávik frá ' kassalaginu til að halda kostnaði í lágmarki. Skipu- lagið er vel leyst og húsið D verður án efa praktískt og T fremur ódýrt. i/eatur 1500 362,5 145 65 115 .65 115. 632,5 630 390 480 1 hOG 4 Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.