Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 7
rænulaus, en þó var sem honum þætti allt öruggt, á meðan hann mátti njóta þreks og lífsmáttar rekkjunautar síns og vinar. Þess eru mörg og óvefengjanleg dæmi, þótt viö fáum ekki skilið það til hlítar, að svo hefur maöur veitt vini sínum í baráttunni viö dauðann að ekki veröur skilgreint á annan hátt en að um beina lífsorkumiðlun hafi verið að ræða, annað hvort fyrir bæn eða aöra þá einbeitingu, sem jaöraði viö hiö ofurmannlega. Hver veit nema slíkt hafi átt sér þarna staö. Vafalaust vissi Pétur vin sinn feigan, svo næm sem ósjálfráö vitund hans var, eins og draumar hans sanna, á þaö, sem dylst handan við takmörk hversdagslegrar skynjunar. Og víst er um það, að einbeittari og viljasterkari mann getur varla en Pétur hefur verið, og ekki hvað sízt er því var að skiþta, að duga nauðstöddum. Hörð var sú líkamlega raun, sem hann lagði á sig, er hann barðist við hina hljóöu óvætt feigöarinnar um líf félaga síns og vinar, en kannski hefur þó sú and- lega raun verið enn haröari. Til þess benda að minnsta kosti andlátsorö Guðmundar, að hann hafi fundiö hvar lágu tengsl, sem Þykk klakagríma var orð- in fyrir andliti Péturs; að- eins gat við annað munnvikið og gat hann ekki rofið grímuna með gödduðum vettlingunum. Hann lagðist þá á bakiö og bað Kristján frá Arn- arholti að beita broddstaf sínum á klakagrímuna. Teikn. Eiríkur Smith. bundið höföu hann lífinu síðustu stundirn- ar, og því hafi gripið hann ótti, er hann fann að þau dugöu ekki lengur til. „Ætlarðu aö yfirgefa mig, Pétur?" „Nei, aldrei,“ svaraði Pétur. Þá tók Guömundur fyrsta andvarpið, og svo voru harðar dauðateygjur hans, aö hann hratt þeim báðum frá sér, Einari og Pétri. Axarkólfurinn . hafði slegið sitt dumba, dimma slag . . . Og óvættur feigðarinnar hafði heimt herfang sitt aö fullu — nú voru þeir fallnir allir sex. Um ieið slotaði hríöinni jafn skyndilega og hún hafði skolliö á, storminn lægði og birti yfir. Vökuvitundin úr öllum tengslum Enn gengu þeir Pétur og Einar og leið enn alllangur tími unz þeir voru komnir heim til bæja, en svo var þá af þeim dregið, að ekki gátu þeir hjálparlaust komizt upp lág baðstofuþrepin. Og ekki rak Pétur minni til þess síðar, að hann hafi svaraö öllu, er hann var spurður og voru svör hans þó skýr og. skilmerkileg. Kaffi var honum boðið. „Því ætli ég vilji ekki kaffi," svaraði hann, tók viö bollanum, drakk það stand- andi og eins stóð hann á meðan Jóhannes bóndi dró af honum klæðin; mundi þó ekk- ert til þess eða annars, sem geröist fyrst eftir að hann kom inn í baðstofuna. Svo örmagna \[ar vökuvitund hans orðin, aö hún féll gérsamlega úr öllum tengslum í svip, um leiö og henni var það ekki lengur bráð nauðsyn að skynja umhverfi og að- stæöur og móta ákvarðanir og viðbrögö samkvæmt því. Slíkt ástand getur skapazt eingöngu fyrir ofbeitingu viljans, hvort sem hún er ráöin eða fyrir utankomandi þving- un, t.d. frá dávaldi, eða þá fyrir langvarandi ofraun sem öryggisráðstöfun gegn bilun, sem haft gæti hinar alvarlegustu, langvar- andi afleiðingar. Það er vitað, aö menn, sem annaðhvort eru gæddir óvenjulegum viljastyrk eða hafa þjálfaö vilja sinn aö meira eða minna leyti af ráðnum hug, eða þá ósjálfrátt fyrir knýjandi aöstæður, en hvað sem veldur því, leysir það alltaf úr læðingi dulda orku, sem gerir viökomandi kleift að afreka það, sem honum væri með öllu ógerlegt annars og oft og tíðum hlýtur að teljast ofurmannlegt, eða að þola þá raun, sem hann fengi ekki annars afborið og vera þó heill eftir. Oftast er sá hæfileiki, auk þess sem hann byggist á óvenjulegum viljastyrk, samfara einhverjum þeim hæfi- leikum öörum, sem kallast meira eða minna dulrænir, meðal annars þeim að vita fyrir óorðna atburði fyrir hugboö eöa drauma. En eins og sjá má af undanfarinni frásögn var Pétur ekki aöeins viljasterkur maöur meö afbrigðum, heldur og draum- spakur, og er þar með ef til vill ekki einung- is fengin skýring á því ástandi, sem hann komst i þarna inni í baöstofunni að Bring- um, heldur og á allt að því ofurmannlegu þreki hans og harðfylgi. „Bágara eiga þeir sem á eftir eru“ Þeir fimm, sem á undan fóru, náðu miðmorguns að bæ, sem heitir að Bring- um, aðframkomnir og svo rænulitlir, að þeir minntust ekki á félaga sína fyrr en einhver heimamanna hafði orö á því hve hart þeir væru leiknir; þá áttaði einn þeirra sig þaö, að hann mælti: „Bágt eigum viö, en bágara eiga þeir, sem á eftir eru.“ Þegar Jóhannes bóndi heyröi það, þóttist hann vita aö þeir hefðu fleiri verið og bjóst tafar- laust til að leita þeirra. Enda slotaði hríð- inni í þeim svifum. Fann hann þá Pétur, Einar og Gísla skömmu síðar, eins og áður er getið. Heimilið í Bringum var fátækt af veraldargæðum, húsakynni þröng og léleg — svo sagöi mér Jón heitinn bóndi að Laxnesi í Kjós, sonur Jóhannesar bónda að Bringum, aö í baðstofunni hefði veriö þiljaö eitt eöa tvö stafgólf með palli, að hann minnti, en moldargólf og ber veggjahleðsl- an að öðru leyti. Engu aö síður var hinum hröktu og nauðstöddu mönnum tekið þar af frábærri alúð og veitt öll sú hjúkrun, sem kostur var á, enda munu þau hjón bæði hafa veriö mikil að mannkostum; gekk það og í arf til barna þeirra, ekki hvað sizt raungæöi og gestrisni, til dæmis var heim- iliö að Laxnesi annálaö fyrir hvortveggja. Ekki var þó unnt að veita öllum hinum hröktu mönnum nauðsynlega hjúkrun og aðhlynningu til langframa í slíkum húsa- kynnum og voru þeir því fluttir á hestum á næstu bæi. Þess er getið, að þá var Sveinn í Stritlu ekki lúnari en þaö, að hann gekk á skíðum alllanga bæjarleið, og mun þá sum- um félögum hafa fundizt, aö helzt til lengi hefði hann sparaö krafta sína, er hann stóð hjá og veitti þeim ekki lið í feigðarsvipnum mikla uppi á heiöinni. Daginn eftir leituðu byggðamenn lík- anna, kváðu þeir þau hafa legið við lækj- arsprænu nokkra, en líkiö af Jóni á Ketils- völlum í.vatni úr læknum. Voru likin dregin á sleðum ofan heiöina að Mosfelli, og rætt- ist þar enn einn draumur Péturs. Og enn dreymdi hann draum, sem sannarlega kom fram. Líkkisturnar voru smiðaðar í Reykjavík og fluttar upp aö Mosfelli, og vildi Pétur leggja til líkklæðin utan um vin sinn og rekkjunaut, Guðmund, og gerði nauðsyn- legar ráðstafanir til þess. Þá var það nokkru síðar að hann dreymdi að Guð- mundur kæmi til sín, og þóttist hann spyrja hvernig honum liði. Lét hann lítt af því og kvartaði um kulda. Komst þá Pétur að raun um það nokkru síðar, aö fyrir vangá höföu líkklæðin orðið eftir í Reykjavík þegar kist- urnar voru fluttar upp eftir. Allir munu þeir, sem komust lífs af úr þessari þrekraun, hafa boriö hennar nokk- ur merki æ síðan, að Sveini undanskildum, en þó kann hann að hafa komizt að raun um, að seinna grær heilt um sumt en kal- sárin. Betur sluppu þó þeir, sem hvíldu í fönninni um nóttina, en þeir jafnaldrarnir, Einar og Pétur, — en þeim tveim áttu allir þeir, er af komust, tvímælalaust líf sitt að launa, því án þeirra aðstoðar hefði þeim veriö ógerlegt aö losa sig úr skaflinum, enda spurning að þeir heföu vaknað af sjálfsdáöum, og er einsýnt hvernig þá hefði fariö. Sár Péturs gréru seint Aö Sveini undanskildum munu þeir fé- lagar allir hafa legið lengur eða skemur. Einar lá lengi og löngum með óráði, þungt haldinn, enda mikiö kalinn, en náði sér þó að lokum og greri heill sára sinna. Um leið og fréttin af hrakningum þeirra félaga barst til Reykjavíkur, brá Geir kaup- maður Zoéga skjótt við, sótti Pétur upp eftir, tók hann heim til sín og lét veita hon- um alla þá hjúkrun og læknishjálp sem unnt var. Sýnir það enn, hversu mikils Geir mat Pétur. Lá Pétur þá í sama herbergi og sömu rekkju og hann hafði hvilt í haustiö áður, þegar annarleg ásókn varnaði honum svefns lengi nætur, og hann dreymdi undir morguninn fyrsta draum sinn fyrir hrakn- ingunum á heiðinni. Lá Pétur lengi, enda var hann þeirra félaga langmest kalinn, einkum á fótum. Greru sár hans seint og örkuml hafði hann alla ævi. Því var viðbrugðiö, að aldrei heyrðist Pétur kveinka sér, hversu þungt sem hann var haldinn, og aldrei missti hann ráö eða rænu. Komst hann loks á fætur, en ekki greru öll sár hans að fullu það sumar, og var hann til lækninga hjá Skúla lækni Thor- arensen að Móeiðarhvoli lengi hinn næsta vetur. Var Skúla lækni minnisstæö harka hans og taldi með eindæmum. Sagði hann þá sögu til marks um það, að eitt sinn vildi hann reyna hve lengi hann þoldi. Sat Pétur þá í sæti niðri í herbergi hans, en Skúli tálgaði og skóf bein í fæti hans, vitanlega ódeyft með öllu. Pétur hafði orð á því, að öruggara mundi að hann léti menn halda sér, og væri ekki víst hve lengi hann fengi varizt því að hreyfa fótinn. Sinnti Skúli læknir því engu, eða lézt ekki heyra það, en hélt áfram að tálga og skafa beinið. Svo fór að lokum að Pétur kipptist við; Varð Skúla þá það eitt að orði: „Á, svei því,“ en Pétur gekk upp stigann og settist við vinnu sína uppi á loftinu. Þótti Skúla lækni með ólík- indum hve lengi hann mátti tálga og skafa beinið, áður en hann fékk Pétur til að kveinka sér. Sumum kann að þykja sem hlutur Péturs sé miklaður um of umfram Einars, jafnaldra hans, sem sýndi þó að hann var honum jafnoki að þreki, karlmennsku og dreng- skap. Satt er það að vísu, að ekki kemur hann eins við frásögn þessa og Pétur, og er þar fyrst og fremst skorti á heimildum um að kenna. Einar hefur verið hið mesta karlmenni, þrekmenni, skapfastur og æðrulaus. En jafnan fer svo þegar i raun rekur, að einn tekur forystuna og þá yfir- leitt sá, sem til hennar er hæfastur, því að hina bilar. Og hæfileikar til forystu á hættu- stund eða í þrekraunum, eru ekki öllum gefnir, jafnvel þótt þeir hefðu annars til þess þrek og karlmennsku, og séu færir um aö vinna frábær afrek undir forystu annarra. Það er þarna, sem skilur á milli þeirra, Einars og Péturs. Hann hefði getað spurt að lokinni raun eins og garpurinn í brennunni að Bergþórshvoli: „Hvar fórstu, sem ég fór ekki eftir?" Hann fylgdi Pétri eftir að öllu, — en hann fór aldrei fyrir. Engu að siður heföi það verið mikils virði að hafa Ijósari heimildir um Einar — hann hefur eflaust verið einn af þessum hlé- drægu, yfirlætislausu og hljóöa mönnum, sem hvergi vekja á sér athygli, fyrr en veru- lega reynir á, duga þá manna bezt, en aldr- ei verða nein hámæli um. Og þó þeir vinni þau yfirleitt ekki án forystu, er víst um það, að jafnvel mikilhæfustu og dugmestu for- ystumenn njóta sín því aðeins til fulls að þeir hafi þá að bakhjarli. Einmitt þetta gerir hlut Einars mikinn í sambandi við atburöi þá sem nú hefur verið lýst, og þá mynd af honum, sem þar er brugðiö upp, athyglis- verða og minnisstæða, þótt hún sé dregin fáum dráttum — eða kannski helzt fyrir það. Því er við aö bæta, að Pétur ílentist ekki hér lengi eftir þetta; hann var einn þeirra fjölmörgu Sunnlendinga, sem hugðust segja skilið við harðindin og fluttu til Kanada. Þar gerðist Pétur landnámsmaður og hefur ugglaust haft þörf fyrir sitt mikla þrek þótt minni sögum fari af því. Heimildir: Ritgerð séra Magnúsar Helga- sonar i „Huld“, II. hefti o.fl. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.