Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 11
Harðar skeljar myndast í heitum höfum og þær berast til kaldari sæva. Niður árinnar er of mikill stundum. En upp við fossinn er fallhljóð árinnar gott eftir að búið er að ganga upp með ánni allri. Lóan segir dí dí, dí dí, eitt stutt og eitt langt dí en ekki tvö stutt dí dí. Vængjahljóö hrossagauks- ins heyrist ei. Einmana árrennslið er mátulegt núna. Þaö vex eitthvað kringum kæra hluti, þeir verða meiri og blómstrandi. Er hægt að komast hinum megin við hrafntinnuklettana, upp mosaöa mela, upp með hríslum sem hafa fengið aö lifa vegna þess að ekkert kvikt hefur náð til þeirra nema fuglinn, upp fyrir hamrabelti, björg og klungur, upp, upp áfram heiðina fyrir ofan og síðan niður, þar sem stígar eru auöveldir, niður grösug og gróin tún og engi og niður í byggö, aö skipi sem flytur til landa með heita sól, slétta, stóra akra meö sítrónum og suðrænum sóleyjum. Þar vil ég kynn- ast þjóðinni og segja af henni fagra, glaöa, nærfærna, leitandi fregn, þar sem fólk býr í fornum vígjum, þar sem miðaldaveggir verja kastala sína, þar sem fagrar hallir, útskornar áföstum mannlíkneskjum úr marmara, geyma postulín miðalda, þar sem þjóö býr meö mörg hundruð ára menningu sem birtist í brosi hennar, síkátu og tregasömu, þar sem hljómar detta með fótafalli, þar sem handleggir bif- ast í leik og söng, þar sem fegurð og nautn, vín og ást og samúð og natni og samræming er takmark þess að vera til. Valgeröur Þóra ÞRJÁR Fuglinn flýgur einmanalega og þunglamalega móti golunni, móti gráum skýjum á íslandshimni. Skyldi fuglinn fljúga jafn einmanalega og þunglamalega á móti skýjunum í him SMÁMYNDIR ingolunni á Spáni? Fljúgðu, fljúgðu fugl og seg þú mér ef þér finnst ekki léttara að fljúga á móti himinskýjunum yfir Spánarlandi, yfir sjónum og vötn- unum þar ef vængjablak þitt léttist ekki viö að fljúga móti skýjunum þar. Hvort sólin og suðrænan léttir ekki flugtak þitt: Hvort þú kemst alla leið til suðlægra landa, hvort þú getur og færð aö fljúga þar yfir? Hvernig þú lyndir við aðra þjóð? Hvort þú getur skilið að fljúga bæði yfir íslandi og Spáni? Kæri fugl, flýttu þér að fljúga þangaö til aö geta sagt mér hvort þú getur þaö. Einmana hendur okkar og hugur mætist. Viö gerum engar kröfur held- ur mætumst einungis með augum, höndum og huga. Gætum okkar aö segja ekki of mörg orö. Gefum engar vonjr, nefnum engin loforð, tölum ekki um framtíðina, vitum að ekkert er til nema núna, stundin þegar við hugsum hvort um annað, brosum með augun- um og tökumst í hendur. Virðum hug og hjarta hvors annars. Við bíðum átekta, sjáum sólina rísa og setjast, bíðum og gáum hvort fuglarnir taki til að garga eða fljúga hratt, hvort veður- breytingar séu í nánd. Hvort við þreyj- um daginn með hinum verunum, mönnum og dýrum. Hvort stundin líði í hugarró, gleði og samræmi, hvort viö getum lifaö daginn til sólarlags án þess að tala, gráta eða hlæja of mikið. Hvort viö megum lifa þennan dag, hamingjusöm og friðsöm saman? 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.