Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 5
Fyrir nokkru sat ég á læknabið- stofu þegar inn kom stæðilegur unglingur sem bersýnilega var ekki heimavanur á svona stað. Hann bar með sér öryggisleysi þess sem varla veit sjálfur hvort hann er barn, full- orðinn eöa eitthvað þar í milli. Á biðstofunni ríkti andrúmsloft, hlaðið þeirri hátíölegu andagt sem virðist gagntaka menn í návist lækna. Þeir sem töluðu saman gerðu þaö alvar- legir í bragði og í hálfum hljóðum. Unglingurinn leit í kringum sig og kom auga á konuna sem sá um upp- lýsingar og skráningu viðstaddra. Hann stillti sér upp fyrir framan hana en veigraði sér greinilega viö aö rjúfa hina þrúgandi þögn sem þarna ríkti. í sömu andrá leit konan upp. Þegar hún sá að þaö var unglingur sem þarna stóð, þurrkaðist alúðarsvipur- inn af andlitinu og hún varð sviplaus og vör um sig í augunum. „Já, — hvaö var þaö?“ spuröi hún, — ekki beinlínis óvinsamlega, en í röddinni mátti heyra viövörunartón til piltsins um aö á þessum staö liöist enginn ósómi. Ég gat ekki annað en dáðst aö kurteisi og sjálfsstjórn fulltrúa hinna erfiðu unglingsára við þessar að- stæöur. Máliö leystist farsællega, en maöur verður aö ætla, að það sé nægilega erfitt að hefja göngu sína í heimi fullorðinna, á biöstofum og þjónustustofnunum af ýmsu tagi, þótt ekki bætist við viöbót hjá full- orðnum sem ekki er hægt að kalla neitt annað en dónaskap. — O — Atvikið á biöstofunni varð til þess að ég fór að veita því athygli hvað þessi framkoma viö unglinga er al- geng. Einhverra hluta vegna virðast menn finna til öryggisleysis gagnvart þessum aldurshópi, sem brýst ýmist fram í fálæti eða tortryggni í hans garð. Það er oft rétt eins og menn haldi, að kurteisi sé til sparibrúks í samskiptum viö unglinga. Mér er minnisstætt dæmi um slíkt gildismat. Þaö var opnuö veitingastofa í nágrannabyggð Reykjavíkur í tengsl- um við sjoppu sem þar hefur verið rekin um nokkurt skeið. Helstu viðskiptavinir sjoppunnar eru ungl- ingar sem hittast þar gjarnan og megniö af ráðstöfunarfé þeirra end- ar í kassa sjoppueigandans. Ungl- ingarnir höföu fylgst með undirbún- ingi veitingastofunnar af áhuga og þegar hún var opnuð var einn úr hópnum fyrstur inn úr dyrunum. Hann ætlaöi að snæða úti í tilefni dagsins. Honum til mikillar undrunar var honum vísað á dyr. Á sömu lund fór með jafnaldra hans sem kom nokkru síðar. Málið skýröist þegar inn kom par á „viður- kenndum" aldri. Þeim var vísaö til sætis með gleðilátum og færður þlómvöndur sem „fyrstu viðskipta- vinunum“. Þeim unglingum sem voru vitni að þessu og hefur verið kennt þaö heima hjá sér að kurteisi kosti ekki neitt og því eigi ekki að spara hana, þykir sá heimalærdómur eflaust bera með sér að foreldrar þeirra séu ekki sérlegá veraldarvanir. — O — Nú eru unglingar auövitað hvorki betri eða verri en aörir. En það er eiginlega makalaust hvernig við temjum okkur ákveöið hegöunar- mynstur viö annað fólk. Hegðunar- mynstur sem helgast af fæðingar- vottorðinu og er kannski alveg úr takt viö tilefnið. Hverjum og einum er með fasi og viðmóti vísað á sinn staö, eöa öllu heldur í sína kynslóöa- tröppu. Aö börnum snýr ýmist bros- andi umburðarlyndi eöa brúnaþung alvara. Unglingarnir eru eins og dæmi sem gengur ekki upp og fá því vandamáiastimpil án frekari skoöun- ar. Unga fólkið á aö erfa landið og er að hefja baráttuna. Það fær þess- vegna hvatningu og tilfinningu fyrir að dómgreind þess sé eitthvað merkilegri en annarra. Þegar leitast er viö að hefja eitthvað yfir alia gagn- rýni, er sagt „Þetta er það sem unga fólkið vill.“ Þar með er það mál út- rætt. Millikynslóðin er auðvitað sú sem deilir og drottnar. Hún er fólkið sem ekki er enn orðið gamalt en er komið með reynslu og er fjárhags- lega sjálfstætt og ber því nokkur viröing. Gamla fólkinu er klappað annars hugar um axlir og bak, líkt og húsdýrum sem manni þykir vænt um, og talaö við það eins og börn sem hafa staöið sig vel. Svona flokkun er auövitað ekki al- gild en hún er ótrúlega algeng. Ef til vill er heldur ekkert athugavert við hana, en mér finnst hún kyndug. Sérstaklega vegna þess að hún er ómeðvituö. Fólk lætur umhverfiö og auglýsingar þrýsta sér ofan í ein- hvern farveg og hagar sér eins og til er ætlast samkvæmt skráðum lög- málum. — O — Þegar ég var barn umgekkst ég um tíma talsvert af eldra fólki í kaup- stað austur á landi. Þetta fólk talaði aldrei niöurfyrir sig í samræöum við börn. Þaö talaöi við mann eins og vitsmunafyrirbrigði en ekki óvita. Það stóð jafnfætis manni. Slíkir sam- skiptahættir milli manna, á hvaða aldri sem er, sýnast vera það eðli- lega. Það er ekki auðvelt að vera ungl- ingur. Þaö hljóta allir að vita sem ekki brestur minni. Þessvegna er kannski spurning hvort ekki er meiri þörf fyrir vandaðar fyrirmyndir á þeim árum en öðrum. Skynjun þeirra sem sjálfir eru á leiö inn í fulloröins- árin er næm og opin fyrir atferli sem fyrir þeim er haft. Það er vegna þess að þeir eru að læra fullorðinsleikinn. Mér viröist ekki fráleitt, að þaö sem kallað er „unglingavandamál" sé andsvar unglinga við því sem að þeim snýr. Maöur uppsker nefnilega oftast eins og maður sáir. Jónína Michaelsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.