Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 6
Hólmganga viö Feigð og Hel Það reyndist þeim mest mein hve á þá sótti svefn, enda lúnir af erfiðri göngu og illa fyrirkallaðir eftir hvíldarlitla nótt. Urðu þeir þó að hafa sig alla viö, að veðriö hrekti þá ekki hvorn frá öðrum eða skellti þeim flötum, og máttu því aldrei slaka á vökuvit- und sinni, hvernig sem óvættur feigðarinn- ar gól þeim svefngaldur sinn í náttmyrkrinu við sefandi gnauð hríðarinnar og einhljóma síbyljustef norðanroksins. Það gerði og enn máttkari þann grimma galdur, að þeir gátu ekki vitað nema félagar þeirra lægju flestir dauðir eða í andarslitrunum undir því kalda brekáni, sem hríðin og stormurinn höfðu að þeim ofið, og væru það návein þeirra, annarleg og ámátleg, sem ööru hverju heyröust úr skaflinum. Enn voru þeir Pétur og Einar sjálfir ókalnir, en klæði þeirra öll ein klakabrynja og klakahúö lagðist á andlit þeim, og urðu þeir að brjóta hana frá vitum sér og augum meö gödduö- um vettlingunum. Hörö varð þeim jafnöldrum hólmgangan við Feigð og Hel þessa nótt, en hörðust þó við sjálfa sig. Skyndinávígi við þær systur, þar sem skjótt sker úr um annað hvort, getur að vísu reynt á þrek og karlmennsku. En þá fyrst er manninum fyrir alvöru stefnt gegn sjálfum sér þegar hann á við þær linnulaust þrávígi, þar sem stöðugt reynir á andlegt og líkamlegt þrek hans, þol og harðfylgi fram yfir hið ýtrasta, og hann veit að sú ofraun stendur eins lengi og hann sjálfur endist. Og þá fyrst stendur maður- inn berskjaldaður gagnvart hverri veilu sinni og veikleika, þegar hættulegasti freistari hans í hverri úrslitabaráttu, hin svokallaða „heilbrigöa skynsemi“ hvíslar því að honum, að fyrr eöa síöar hljóti hann að bila fyrir þjáningum sínum og þrenging- um, sem hann geti tafarlaust bundiö endi á með uppgjöf, eða flótta og því sé hver stund, sem hann verst, einungis tilgangs- laus lenging þeirra. Það er þarna, sem markalínan milli þess mannlega og ofur- mannlega er dregin; slíka ofraun stenzt því enginn nema hann eigi þá karlmennsku og heilsteyptu skaphöfn, sem gerir honum kleift að ganga fram af sjálfum sér, og verður þó aldrei samur eftir. Vafalítið hefur hvorttveggja freistað þeirra jafnaldra þessa nótt, upþgjöfin og flóttinn, en þeir stóðust þá freistingu. Ef- laust hefur „heilbrigð skynsemi" hvíslað í eyra þeim; spurt þá hvort þeir sæu ekki hversu heimskulegt það væri að þrauka þarna yfir félögum sínum dauðum eöa sama og dauðum, og væri því öll þeirra barátta til einskis háð; Sþurt þá hvers vegna þeir gæfust því ekki upp, eða freist- uðu að bjarga sjálfum sér á flótta, þar sem ekki væri örvænt um að þeir næöu til byggða, svo fremi, sem þeir drægju þaö ekki stundinni iengur; að þetta heit þeirra væri fásinna ein ... Þá var skammt til morguns, þegar þeim Pétri og Einari barst fyrsta raunverulega lífsmarkið frá félögum sínum í skaflinum. Einhver kallaði og bað fyrir guðs skuld að rofinn yrði snjórinn ofan af sér, því sér lægi við köfnun . . . Stóðu 12 uppi þegar gránaði af degi Við þetta kall var sem álagafjötur brysti af þeim, tvímenningum. Þeir fengu ekki einungis tækifæri til athafna, heldur voru þeir nú ekki einir lengur. Og þó var ef til vill mest um það vert, að þessi vökurödd færði þeim sanninn um það, að ekki hefðu þeir til einskis þraukað af þessa ógnþrungnu nótt. Pétur þreifaði (skaflinn; þar lá Þorsteinn ungi örendur og hafði hnigið ofan á höfuð þeim Bjarna og ísaki, sem báðir voru á lífi. Hafði Pétur nú snör handtök og kippti ofan af þeim líkinu, en Einar kom honum til að- stoðar og reyndi að losa þá Bjarna og ísak úr hjarngrófinni; hafði líkamshitinn þýtt frá þeim snjóinn fyrst í stað, en föt þeirra síðan frosið föst niöur og máttu þeir sig nú hvergi hræra og eins var um þá aðra, sem nú vöknuðu til ráðs og rænu og beiddust hjálpar er þeir heyröu aö enn stóðu ein- hverjir uppi. Tókst þeim Einari og Pétri aö losa þá hvern af öðrum, sem var þó erfiði mikið, þar eð eingöngu varð að beita til þess höndunum, en þeir hinir veittu þeim þó lið jafnótt og þeir höföu sjálfir verið losaðir og studdir á fætur; þó kól þá nú báöa, Einar og Pétur, mjög á höndum og fótum við þetta björgunarstarf. Þorsteinn frá Kervatnsstöðum var látinn, eins og fyrr segir, og annan félaga sinna, Jón frá Ket- ilvöllum, fundu þeir látinn í hjarngróf sinni. Þegar gránaöi af degi gegnum hríöar- sortann, stóðu upp þeir tólf, sem enn voru á lífi; þótt hvorki heföi veðrinu slotaö né dregið úr hríðinni eöa frosthörkunni, var hin langa hörmunganótt þeirra þó liðin og dagurinn framundan jók lífsvon og þrótt, jafnvel þeim, sem hún hafði harðast leikið. En það var eins og sú óvættur feigöarinnar, sem fyrst hafði gengið í slóö þeirra eins og hljóður skuggi allt frá því er för þeirra aö heiman hófst, og síöan til návígis við þá hvern og einn eftir að hríöin skall á, tæki það sem ögrandi storkun við sig, er þessar veiku og vanmáttku verur stóðu enn af sér ásókn hennar. Voru meira að segja svo blindaðir af oftrú sinni á sigurmátt lífsins að ekki þurfti annars við en þær sæju bjarma af nýjum degi, til þess að þær tækju aftur uppgjöf sína fyrir ofurefli henn- ar í myrkrum næturinnar. Og nú var sem hún afréði það í bræði sinni að láta til skarar skríöa og brjóta þennan heimsku- lega mótþróa þeirra á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Á einu vetfangi var sem stormurinn trylltist, frostiö tæki á allri sinni grimmd og hríðin færðist í aukana að sama skapi. Hin volduga vættur feigöarinnar kraföi lífiö og daginn um herfang þaö, er hún hafði hel- merkt sér, svipti þeim, sem mlnnimáttar voru og kröftum þrotnir, hvað eftir annað niöur á hjarnið, jafnótt og hinum, sem meira máttu sín enn í átökunum við hana, tókst að reisa þá upp aftur; þreif þá jafnvel úr höndum þeirra og linnti ekki þessari æð- isgengnu sókn sinni fyrr en þrír lágu enn dauðir í val, þeir isak, Diörik og Egill — fimm alls. í þessari hólmgöngulotu gengu allir hart fram er máttu og sáust ekki fyrir — aö einum þó undanskildum — og mundi fáa hafa grunaö, sízt sjálfa þá, aö þeir ættu enn þá hörku og þrek í sér, eftir þaö sem á undan var gengið. Þaö var eins og þeir fyndu það á sér, aö þetta væru úrslitaátök- in og þeim, sem stæöust þau, væri undan- komu von. Enginn gekk þó harðara fram en Pétur, enda mun hann gerst hafa skiliö um hvað var barizt, hvort sem hann gerði sér grein fyrir því eða ekki hvaðan honum kom sá skilningur á meöan átökin stóðu yfir. En þegar hann sá þá þrjá falla til við- bótar hinum tveim, og þeirra á meðai Egil bónda á Hjálmstöðum, mun hann varla hafa verið í vafa um það, og ekki heldur um hitt, að enn mundu þeir félagar og óvættur feigðarinnar ekki skilin að skiptum að fullu. Bað um að klakagríman fyrir andlitinu yrði rofin með broddstaf Það var ekki fyrr en hinni æðisgengnu hólmgöngulotu lauk, að Pétur mundi til sjálfs sín. Var þá klakagríman fyrir andliti hans svo þykk orðin og samfelld, að allt var ein ísskán, höfuðfat, hár skegg og trefill, hvergi oþ fyrir augun né vitum, nema gat lítiö við annað munnvikiö, og fékk hann hvorki brotið þá skán eða rofið, þótt hann beitti gegn henni gödduðum vettlingunum. Lagðist hann þá aftur á bak á hjarnið og bað Kristján frá Arnarholti aö beita nú broddstaf sínum, en hann mun að líkum hafa verið tregur til, því að bæði voru hon- um kaldar hendur og stiröar og engu mátti skeika. Það geröi Pétur sér að sjálfsögöu líka Ijóst; engu að síöur lá hann grafkyrr á meö- an Kristján beitti broddinum þar að skán- inni, sem hann hugði minnst meiðsli að verða þótt örlítiö geigaði, en fór sér þó hægt. Þegar honum haföi loks tekizt að rjúfa grímuna yfir enninu, þótti Pétri meir en nóg um varúð hans og seinlæti; greip báðum höndum að brotskörunum, fletti skáninni af andliti sér með einu hörðu taki og skeytti þá engu þótt skegg fylgdi og hár og spratt á fætur. Þótt Kristján hafi eflaust veriö því fegnastur að þurfa ekki að beita hvössum stafbroddinum frekar aö andliti hans, eins og allar aöstæður voru, er ekki ólíklégt að honum hafi allt aö því blöskrað harka Péturs í þetta skiptið. Vera má að honum hafi þá oröið litið til Sveins í Stritlu, þess eina í hópnum, sem sparað hafði sjálfan sig; staðið hjá og ekki hafzt aö, er félagar hans voru sem haröast sóttir og vissi hann Svein þó hraustmenni. Slík framkoma á neyðarstund er vöskum mönnum og ósérhlífnum jafnan öllu fremur óskiljanleg en fyrirlitleg, vekur með þeim óhugnanlega undrun fyrst og fremst, því þeir geta ekki trúað ódrengskap á neinn og sízt þá, er þeim eru áður kunnir að öllu sæmilegu, og því veröur þeim slíkt enn lengur í minni. Heigulsskap og manndóms- leysi geta þeir reiözt þegar svipaö stendur á, og fyrirgefið um leið og raunin er yfir- staðin, en hinu geta þeir hvorki gleymt né fyrirgefið. Sá sjötti fellur í valinn Þeim kom nú saman um aö leita til byggða, skildu eftir byrðar sínar og brodd- stafi og héldu af stað. Ofsa þann, sem hljóp í veðrið í morgun- sárið, haföi nú nokkuð lægt aftur; hríöin var söm og um nóttina og veöurhæöin svipuð, en frost öllu harðara. Þótt undan veðri væri að sækja, var það mikil þrek- raun að spyrna stöðugt viö, svo sterkviðrið hrifi þá ekki með sér, hrekti þá eftir hjarn- inu og skellti þeim flötum, en þá hefði verið óvíst um það, hvort þeim entist vilji og kraftur til að standa upp aftur, einkum þeim, sem þrekaðastir voru. Auk þess reiö þeim lífiö á að halda hópinn og veita hver öörum eftir megni. Ekki höfðu þeir langan spöl gengiö, er Guömundur frá Múla, seytján ára ungling- urinn, sem þegar hafði sýnt að hann væri ósvikiö mannsefni, þótt hann væri enn óharönaöur, kallaði til Péturs og bað hann leiða sig, því nú þryti sig mátt. Var Pétur fús til þess, enda ekki ósennilegt að hann hefði haft grun um, að nú yrði hann að berjast um líf þessa rekkjunautar síns og vinar, á svipaðan hátt og hann haföi áöur barizt um líf þeirra fimm, er fallnir voru — og mundi eins fara. Þótt óvættur feigðar- innar heföi nú aftur hægra um sig, var hún enn á slóð þeirra og beið færis aö heimta herfang sitt að fullu. Sex höfðu þeir veriö, sem griöungurinn grái lagöi aö velli í draumi Kristjáns frá Arnarholti; sex höföu þeir verið sleöarnir, sem hann hafði sjálfur séð í draumi dregna ofan af heiöinni, og verið svarað því til, aö á þeim lægju feröa- félagar hans. Hann fann aö -Guömund þraut stöðugt mátt; lagöist að síðustu svo þungt á arm honum, að hann varð að kalla í Einar og biöja hann að Ijá sér lið til að halda honum uppi. Þess mundi vart langt að bíða úr þessu, að axarkólfurinn slægi sitt dumba, dimma slag. En fleiri gerðust nú þreki þrotnir en Guö- mundur, og það þótt eldri væru og harön- aðri. Gísli Jónsson var og að lotum kom- inn. Náði hann taki á þeim Einari og Pétri, og urðu þeir nú að draga hann, en höföu Guðmund á milli sín og gengu báðir undir honum. Sóttist þeim seint ferðin, sem ekki var að undra og misstu brátt sjónir á þeim út í hríðina, sem á undan fóru. Barg þeim það eitt, aö nú var snjórinn heldur harðari orðinn og því bezta færi, en fljótt mundu þeir, Einar og Pétur, hafa gerzt uppgefnir þótt hraustir væru, heföu þeir orðið að kafa fannirnar eins og áður, með þær byrðar, sem nú voru á þá lagðar. Þannig gengu þeir langa hríð; báru Guð- mund á milli sín frekar en leiddu. Áfram héldu þeir, og óvættur feigðarinnar gekk í slóð þeirra eins og hljóður skuggi og beið færis. Það sagði Pétur síöar, að þá fannst honum sem hann vildi helzt deyja, þegar hann hafði náð til bæja að segja tíöindin og má nokkuð af því ráða hve hart var nú að honum gengið, en einnig hver hann var — að honum kom aldrei til hugar að semja frið við óvættina miklu og máttku, fyrr en honum hefði tekizt aö standa við heit- strengingu sína, þá er hann vann vætti lífs- ins. Guðmundur var nú oröinn örmagna og Feigðarför Laugdœla og Tungnamanna á Mosfellsheiði 1857 Þeir lögðu upp 14 talsins í Góubyrjun, blotnuðu á leið til Þingvalla, áttu þar illa nótt og lögöu á Mosfellsheiöi í hnésnjó. Þar brast á með aftakabyl, 5 eru látnir þegar hér er komiö sögu, en þeir Pétur í Múla og Einar í Hrauntúni standa grimmilega nótt yfir kaffenntum félögum sínum á miöri Mosfellsheiöi. Síöari hluti. Loftur Guömundsson skráöi og byggöi aö mestu á heimildum séra Magnúsar Helgasonar í Huld og fleiru. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.