Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 11
Gísli Guðmundsson Hringvegur um ísland Frá Blönduósi lil Sauðárkróks um Þverárf jall og Gönguskörð, jeppavegur brotastrik. spuming-unni, sem fyrsit var varpað fram: Hvemig er iáistand hinna 1400 km, sem fyr- ir hendi eru af hinum væntan- iega hringvegi? Mér er þá sem ég heyri strax einn háværan samkór öku- manna: ,,Það er alveg óþarfi að vera að velta vöngum yfir þessaxá spurningu, við vitum af eigin, dýrkeyptri reynslu hvernig ásband þeirra er.“ Vissulega hefur þessi öku- mannakór mikið til sdns máls en eins og allflestir Islendingax er hann haldinn þeirri áráttu að halda því hátt á loft, sem mið- ur fer, en þegja vandlega um hitt, er vel hefur tekizt. Þetta má teljast þjóðarlöstur á ís- landi, löstur sem alls staðar ræður rikjum í smáu sem störu og dregur á eftir sér ill- an slóða. VEBKFRÆÐINGUB FRÁ ALASKA SEGIR SITT ÁLIT En það er til annar kór, sem ég hefi heyrt töluverf í um þetta mál og það eru hinir útlendu ferðamenn, sem nú heimsækja land okkar í sivax- andi mæli, ár frá ári. Ennþá er þessi hópur saimt fámennari en landsmenn, hann er ekki eins hávaðasamur og þeir og það sem er mest um vert, hann er sanngjarnari. Ég ætla nú að gefa einum úr þessum hópi orð ið, hæglátum manni með athug- ul augu, sem ferðaðist með mér austan frá Lómagnúp og norð- ur um Hólsfjöll síðastliðið sum- ar. Ég veitti þessum manni fljótlega athygli, fyrst og 'fremst fyrir það, hve hann veitti umhverfinu vökula at hygli og spurði sérstæðra spurninga, t.d. um úrkornu, vindáttir og veðurfar almennt. Það var ekki fyrr en á síðasta degi ferðarinnar, er við sátum saman, að ég varð þess visari, að hann var vegaverkfræðing- ur með áratuga starfsreynslu að baki, þar á meðal norður í Alaska. Mér tókst að fá hann til að segja álit sitt á vegamál- um okkar, all rækilega, og ég ætla nú að tiifæra orð hans eins samvizikusamlega og minni mitt leyf ir. „Mér er það nú fyllilega ljóst,“ sagði hann, „bæði af eig in sjón og þínuni upplýsinguni, að hér á íslandi er vegalagn- ing afar erfitt viðfangsefni og einnig mjög f.ifárfrekt vegna strjálbýlis, langra vegalengda milli fámennra byggðarlaga á tiltölulega mjórri strandræmu en með viðáttu óbyggðanna að baki. Stefna ykkar í vegamál- um er einnig augljós, að leggja liöfuðáherzluna á það, að koma öllum byggðum landsins í ein- livers konar vegarsamband þó að ekki sé nema yfir blá sum- arið. í’g dáist að því hve miklu hefur verið komið í verk og mikið eiglð þlð jarðýtunni að þakka. Ég dáist mest að því hvernig hún fer með hraunin, þau eru stórkostlegt veg- arstæði, sem þið eigið að nota eins mikið og mögulegt er.“ „Á hinn bóginn finnst mér,“ hélt hann áfram, „að þið haf- ið lagt of mikið í sölurnar fyr- ir þessa stefnu, fórnað gæðtim um of fyrir kílómetrafjölda og ég lield að þið séuð að byrja að átta ykkur á þessu núna. Náttúran er liér heldur óblíð, sterlcviðri tíð samfara mikilli úrkoniu. Frost ganga að á hausti og vatnssósa jarðvegur bólgnar út en verður svo að botnlaiisum graut tá vorin er jarðvegurinn þiðnar aftur. I ykkar landi virðist berggrunn urinn mjög sprunginn og á jarð eldasvæðiinum gljúpar gos- myndanir, en þetta þýðir yiik- ið af neðanjarðar vatnsrásum, sem geta komið upp á yfirborð ið á ólíklegustu stöðum. Af- leiðingin er, að rækileg fram- ræsla á vegum liér er mikil höfuðnauðsyn, ekki aðeins góð ir skurðir meðfram veg- um heldur verður einnig að ra'sa þá fram svo að þeir sitji ekki barmafullir af vatni, en slíkt hefi ég séð á nokkrum stöðum. Allar vatns- rásir í vegum verða að vera af ríflegri stærð og frágangur á vegköntum góður til að forð- ast úrrennsli en á því er mik- il liætta vegna sendins jarð- vegs. Satt að segja lield ég, að eimnitt þessum atriðum sé einna mest ábótavant hjá ykk- ur,“ sagði hann og ég varð að sitja á mér að segja ekki amen. „Mér fannst á stundum eins og ég væri koniinn aftur norð- ur til Alaska,“ sagði liann að lokiun, „aðstæðurnar eru víða ótrúlega líkar og við gerðum fyrst sönm skyssurnar og þið. Við ykkar erfiða veðurfar á hroðvirkni og flaustur enjjan rétt á sér. Það á að ganga þann ig frá nýlagningum, að Jiað þurfi ekki strax að fara að gera við liær, Jiá er betra að leggja kilómetranum stytira. Mér finnst Jiað næstum kátlegt að sjá hvernig vegirnir eru heflaðir hér, skildir eftir mal- argarðar á báðum köntum, sem gera veginn að lækjarfarvegi þegar rignir. Ég held að starfs- bræður mínir, verkfræðingarn- ir, séu naumast nógu aðgangs- harðir við þá, sem framkvæma störfin og stjórna þeim. Það dug ar engin linkind við Jiá harð- jaxla. Val á vegarstæði virðist mér stundum orka tvímælis, en Jiar er sjálfsagt við ramman reip að draga, hreppapólitík og liagsmiinakryt, hér sem annars staðar.“ Máski halda einhvei-jir að ég tilfæiri hér ek'ki annarra orð heldur tali frá eigin brjósti en því fer víðs fjarri. Hér hafa verið samvizkusamlega rakin orð útlends sérfræðings sögð í mín eigin eyru. Hitt er svo annað mál, að skoðanir nxín ar á þessu máli eru mjög á sama veg og að enn einu sinni sannast hinn forni málsháttur: „Glöggt er gestsaugað." Ég ætla nú ekki að fjölyrða meira um málin á þessum almenna grundveili heldur leggja af stað í þessa 1400 km ferð, at- huga hvað verður á leið okkar af góðu og misjöfnu og um leið hvað gera má til úrbóta. BÍLFERJA KEMUR NAUMAST TIL MÁLA Ekki er því að neita, að strax á Kjalarnesinu verða vanikantar á leið okkar, ófull- nægjandi framræsla, sem þó hefur verið endurbætt á síð- ustu árum. En svo verður mik- ill þröskuldur á leið okkar, Hvalfjörðurinn, sem svo mikið hefur verið ritað og rætt um. Hann er langur krókurinn í kring um fjörðinn, ekki sízt þar sem vegurinn hefur verið þar stirður á köflum fram á síðustu ár en er nú sannar- lega allur annar og betri en fyir. Á tímabili var all mik- ill áróður uppi að setja bíl- ferju á fjörðinn, en ég held að formælendum hennar hafi fækkað mikið upp á síðkastið, enda á hún en,gan rétt á sér. í fyrsta lagi yrði sú fram- kvæmd ofsalega dýr að stofn- kostnaði og þá ekki síður í rekstri þvi að í viðbót við ferjukaupin þyrfti að byggja traust bryggjumann- virki báðum megin fjarðar og ganga þannig frá öllu að hægt væi’i að aka bílum að og frá borði. Til að tryggja hallalaus an rekstur yrði þvi ferjugjald- ið að ákveðast all hátt og þá yrði borin von með það hve miklum hluta ökumanna þætti þau útgjöld svara kostnaði, vildi ekki heldur leggja á sig krókinn. Einnig má ekki gleyma því, að i Hvalfirði eru sterkviðri all tíð og straumar stríðir. Mætti því gera ráð fyr ir nokkrum dögum á ári, sem ferjan gæti ekki sinnt flutn- iniguim af þeim sökum. Haíla- rekstur á ferjunni yrði alveg öruggiur og árviss og þá pen- ilnga yrði að sæikja i okk ar vasa með giöðfúslegri milli- gömgu ríkissjöðs. Eina bilferj- an, sem til mála kæmi, væri miiiili Reykjaivíkur og Akraness þvi á báðum stöðum enu hafn- armannvirki fyrir hendi. Tap- rekstmr yrði samt á þvi fyrir- tæki ekki síöur en Akraborg- inni nú. Ég hef þegar getið þess, að miklar endiurbætur hafa verið gerðar á veginum í Hvalfirðd þó að enin sé töluvert ógert. En það eru verulegir möguleik ar á því að stytta leiðina svo að wti munar, með uppfyiliing' um otg nýjum brúm, mun fram- ar en núverandi, í Laxárvogi oig Brynjudalsvoigi og síðast en ekki sízt brú yfir mynni Botns vogs. Sú brú yrði sjálfsagt mjög dýrt mannviirki en samt jákvæð fjárfesting, sem ekki þyrfti að kviða hallarekstri á eins og ferjunni. Naast verður fyri'.r okkur veg urinn um Svínadal, Geldinga- draga O'g Skorradal, sem sagð- ur er 16 km styttri en núver- andi þjóðJeið fyrir Hafnarfjail. Því miður hefur verið liti-H ávinningur að þvi fram að þessu vegna þess hve vegur- inn hefur verið stirður yfk’- ferðar, eiinkanlega yfir Drag- ann. Nú i sumar verður lotk- ið þar við nýjan veg og þá er aðeins eftir að fá nýja brú á ósinn milli vatnanna í Svina- dal. Þá verðuv þessi leið mjög hagkvæm ef farið er niður Fossaveg á Vesturlandsveg hjá Andaknsárbrú. En það er enn eftir að gera meira tiil að nýta tifl f'ul'is hagkvæimini þess- arar leiðar. Fyrst er það nýr vegur yfir Hestháls, mikl- ar endurbætur á framræslu í Lundareykjadal, Bæjarsveit og Stafholtstungum og ný brú á Hvitá hjá Kijáfossi. Þá er þetta orðin mjög greið þjóð- braut í nánu sambandi við Borgarfjarðardali og fjarri flóðunium í neðanverðum Borg arfirði. Vegiurinn fyrir Hafnarfjall ie.iði.r okkur að hinni margum- töliuðu brú yfir Borgarf jörð, sem nú er víst loksins búið að ákveða að bygigja. A.ð visu mun enn rætt um brú á Hvítárós en sú framkvæimd myndi ekki ná tilgangi sinum. Einn msginkosturinn við bi’úna yfir Borgarfjötrð er sá, að hún færir Borr "nes aftur i þjóðbraut tii a’.hliða þjönustu við umferðina, sem er öllum til góðs. Að losna við hin árvissu flóð, sem herja núverandi veg- arstæði et' ekki síður mikii- vægt og hin verulega stytting á vegaiengdum vestur um Mýr- ar og Snæfellsnes má heldur ekki gleymast. VANRÆKTUR ÞJÓBVEGARKAFUI Næst verður fyrir okkur Noi'ðiurárdal'ur, en hann tel ég ömuriegasta danmið um það, hvernig hiinir eldri hiutar af aðalþjóðvegi landsins hafa verið raunalega vanræktir sums staðar. Ofan við Grábrók- arhi’aun koma nær árviss flóð i Norðui’á, sem færa daibotninn og ve'ginn um hann í kaf, þai’na eru fornfálegar brýr, hlykkj- Ný leið frá Mývatnl austur uin Búrfellsliraim með brota- strikum. 11. júni 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.