Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 1
> Höfundur þessa bréfs var einróma kosinn til kennarastóls í refsirétti við Aþenuháskóla 1969, þá 46 ára að aldri. Gríska herforingja- stjórnin neitaði að skipa hann í embættið, og hann var tekinn fastur í júlímánuði 1969, pyndaður og kom svo fyrir rétt ári síðar, ákærður um samsæri til að kollvarpa stjórninni og „þjóðskipulaginu". Mangakis prófessor var dæmdur í átján mánaða fangelsi, og situr þar enn. Kona hans var einnig dæmd í ellefu mánaða fangelsi fyrir að herma erlendum blöðum ranglega, að maður hennar yrði fyrir grimmilegum pynding- um. Síðar var henni sleppt lausri. Georg Mangakis FLÖSKU- BRÉF ÚR FANGELSI Flatarmál klefans mins er sem næst 10x10 fet. Maður venst smám saman svona rými og £er á vissan hátt að kurrna vel við það, þar eð það líkist eig- inlega greni, þar sem maður iiggur falinn og sleikir sár sín. En raunveruiega er tilgangur- inn með því sá að tortíma manni. Á ein>um veggnum er þung járnhurð, með ofurlitlu gati á, ofarlega. Föngunum er meinilla við þetta gat; gegnum það sést auga fangavarðar- ins öðru hverju — einangrað, andlitslaust auga. Svo er líka á hurðinni einkennileg leesing — að utanverðu, — sem lok- ast með daufum, tvöföldum smelli. Og þvi getur maður aldrei vanizt, hversu langur timi sem liður. Smellurinn ger ir mann daglega áþreifanlega varan við ofbeldið, sem maður er beittur. Áður en ég kom hingað vissi ég ekki, að hægt væri að tjá ofbeldi svona ræki lega með daufu hljóði í tvö- faldri læsingu. Á öðrum vegg í klefan- um minum er litill gluggi með rimlum fyrir. Út um þennan glugga get ég séð hluta af borginni. Og samt horfir fangi sjaldan út um glugga. Það er of sárt. Auðvitað hefur fang- inn alltaf mynd af lífinu úti fyrir i huganum, en hún er þokukennd og litlaus, og eins og gömul ljósmynd er hún dauf og vansköpuð. Og þessi mynd er þolanleg. Þess vegna litur maður aldrei út um glugga. Hann er ekki til ann- ars en að gefa manni svolitla birtu. Þetta er hlutur, sem ég hef athugað mjög vandlega. Ég er farinn að þekkja öll birtustigin. Ég get greint bjarmann, sem kemur rétt fyr- ir dögun og hinn, sem dokar við eftir sólarlag. Þessi birta, með ölium sinum mörgu til- brigðum, er ein aðalánægja fangans. Stundum ber það við, að tiltekið birtustig fellur að skapi manns, að andlegum þöríum þess á þessari sérstöku stundu. Stundum hef ég horft á birtuna og farið að raula lag, og stundum hef ég fundið, að 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.