Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 4
SVIÞJOÐ f DAG Fjórdi og síðasti hluti Eftir Gísla Sigurðsson Rætt við íslendinga búsetta í Svíþjóð Ingfveldur og Haraldur með yngstu börnin. TAKMARKIÐ ER AÐ KOMAST HEIM Samtal við hjónin Ingveldi Dagbjartsdóttur og Harald Guðjónsson, nýbakaðan doktor og yfirlækni við Söder- sjúkrahúsið hjá borgarlœkni og hélt síðan áfram námi í London og lauk prófi í heilbrigðisfræði (DPH) frá Dondon School of Hygiene and Tropical Medecine. Um tíma starfaði hann einnig við sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Ingveldur og Haraldur hafa komið sér vel fyrir; þau búa í nýju og glæsilegu einbýlishúsa hverfi í einni af þeim útborg- um Stokkhólms, sem byggðar eru innanum furutré og klapp arhóla meðfram þeim vatna- klasa sem framar öðru tengir Stokkhólm saman. Þar er Skar- holmen í næsta nágrenni, um- deilt nýtízku úthverfi, en gat- an þeirra heitir Kráksatraback- en, einbýlishúsagata utaní hæð með háum trjám. Húsið er tveggja hæðai, byggt úr steini, en neðri hæðina hefur Harald- ur nýlega innréttað með furu. Það var mjög skemmtilegt að heimsækja þau hjón; hvort- tveggja er að heimilið er fal- legt og viðmót húsráðenda elskulegt. Þau eru bæði Reyk- víkingar; Haraldur liðlega fer- meira heima hér á kvöldin en í Reykjavík. Sjálf förum við mjög litið, nema þá til að hitta kunningja okkar, sem oftast eru samstarfsmenn Haralds og fjölskyldur þeirra. — Verður það svo, þegar maður leggur stund á áraianga sérfræði, að smám saman velji hann sér kunningja úr hóp- um sérfræðinga í svipuðum greinum? Haraldur: — Já, það verður að segjast, að það er yfirleitt þannig. Minir kunningjar eru einkum læknar eða sérfræðing ar með svipaða aðstöðu og ég. — Hvað um samband við aðra fslendinga, sem hér búa? Ingveldur: — Við höfum mik ið samband við nokkrar ís- lenzkar fjölskyldur búsettar hér. Á samkomur íslendinga förum við hinsvegar sjaldan. Manni finnst nú orðið, að allir séu svo kornungir, sem koma á samkomur hjá fslendingafé- laginu. Það er fólk, sem til dæmis er við nám í listskólun- um eða í tæknifræði ýmiskon- ekki hérna vegna peninganna. En alla sérfræðinga dreymir um beztu hugsanlegu aðstöðu, einkum og sér í lagi, ef menn stunda rannsóknir. Það er fyrst og fremst slík aðstaða, sem betri er hér en heima. Ingveldur: — Ég skil ekki alveg, hvernig fólk fer að því að lifa hér, sem hefur lág laun. Verðhækkanir eru cilveg ótrú- legar og matur er til dæmis orð inn gífurlega dýr. Og ég er hrædd um, að það þætti nokk uð svæsið heima að borga 17.000 krónur í húsaleigu fyrir miðlungsíbúð langt úti i út- hverfum. — Hvað um þcssa miklu ein angrun og einmanaleik, sem blöðin tala um að hrjái fólk I úthverfunum? Ingveldur: — Hér er maður hvorki í saumaklúbb, dans- skóla né frúarleikfimi eins og mér skilst að ómissandi sé heima. Og við förum sjaldan i bíó. Aftur á móti er mikil að- sókn að leikhúsunum og þau eru held ég, mjög góð. En það ' " Haraldur Guðjónsson og Ing veldur Dagbjartsdóttir liafa búið í Stokkhólmi siðan haust- ið 1961. Þann tíma allan að und anskildu einu ári, hefur Har- aldur verið starfandi læknir við Karolinska sjúkraliúsið i Stokkhólmi. En í marz siðast- liðniun var Iionum veitt staða yfirlæknis við Söder-sjúkra- húsið, en í því felst að xóif- sögðu mikil viðurkenning, sem ekki fellur mjög oft i skant er- lendum Ueknum þar i landi. Jafnframt hefur Haraldur unn ið að doktorsritgerð á undan- förnum árum og fór doktors- vörn fram í maíbyrjun við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi. Raunar byrjaði Harald- ur á verkinu 1965, en síðan hlóð það utaná sig og seinni- partinn í vetur vann Haraldur einvörðungu að því að ljúka ritgerðinni. Hún lieitir á ensku Tho Jarisch-Herxheimer Reakt- ion. Og undirtitill: Experiment- al Studies on Humans and Rabbits. Hér er um svo gífurlega sér hæft málefni að ræða, að þýð- ingarlaust er að hætta sér út í skýringar. Ritgerðin kemiir raunar viða við og snertir mörg svið; meðal annars fjallar hún um hita i sárasóttarsjúkl- ingum svo sem sex klukku- stundum eftir að meðhöndlun hefur farið fram. Ekki hefur Haraldur aðeins unnið að rann sóknum í Svíþjóð, en einnig við John Hopkins Hospital í Balti- more i Bandarík.juniiin. Þar vaknaði grunur um að ákveð- inn vírus væri að verki og væri hann valdur að dauða til raimakanína, en fyrr hafði ver- ið talið að áðurnefnd reaktion eða viðbragð, væri þar að verki. Mnn litlu máli skipta hér, hvort fleiri eða færri orð eru höfð þar um. Við þennan formála má bæta, að Harald- ur varð stúdent frá MR 19-18 og kandídatsprófi í lækn- isfræði lauk hann frá Háskóla íslands 1955. Um þriggja ára skeið þar á eftir starfaði hann tugur að aldri, en börnin eru þrjú: 12 ára dóttir, fjögurra ára drengur og tveggja ára stúlka. En hvað um nágrennið; þekkja þau fólkið í næstu hús um og hverskonar fólk er það einkum, sem þar býr? Ingveldur: Ég get ekki sagt, að við höfum mikinn samgang við nágrannana. Það er þá fremur að sumarlagi, að fólkið hittist útivið og tali saman. Til dæmis höfum við nokkrum sinnum drukkið kaffi með fólk inu hér við hliðina úti á lóð- inni. En að vetrinum sér mað- ur þetta fólk ekki oft. Mér skilst að margar kvenn- anna séu starfandi kennarar. Yfirleitt er það fremur vel stætt fólk, sem hér býr; það er til dæmis algengt að fjölskylda eigi tvo bila. Efnahagsleg af- koma virðist batna til muna, þar sem böj-nin eru komin upp og konan getur farið að vinna að einhverju leyti úti. En mér hefur virzt, að fólk sé miklu ar. Og svo er annað; maður kemst ekki svo auðveldlega frá bömunum. Að visu getur elzta telpan gætt þeirra yngri, ef við þurfum að skreppa eitt hvað sem snöggvast. — En teijið þið fjárhagsleg an ávinning i að vera hér? Haraldur: — Að visu eru brúttótekjur lækna háar hér i Svíþjóð, en ég get trúað að fólk heima eigi bágt með að trúa því, hve stór hluti af tekj- um manna rennur beint i rík- isins. Laun yJiirlæknis við sjúkrahús eru há á íslenzkan mælikvarða, en þess ber að geta, að um það bil 65% fara í skatta. Af hverjum 1000 krón- um, sem launaseðillinn hljóðar uppá, fær maður aðeins 350 krónur í hendur. Af þeim sök- um er algengast af öllu að heyra menn kvarta há- stöfum yfir sköttunum. Ég er ekki viss um að við höfmn neinn fjárhagslegan ávinning af verunni hér; það er augljóst mál, að maður er er rétt, að talsvert er talað um þessa einangrun, sem húsmæð- ur búa við heima hjá sér og kannski fjölskyldan öll. En ég held, að það sé varla öðruvísi né verra hér en annarsstaðar. Haraidur: — Sumt af þessu er hrein hysteria. Þessi úf- hverfi eins og Skarholmen eru hvorki betri né verri en önn- ur biokkahverfi og svo halda menn að það sé eitthvað nýtt, að krökkum verði sundurorða á leiksvæðum, eða að lög frum skógarins gildi þar. Ég held að það hafi einmitt alltaf verið þannig í borgum. En svona er þegar vandamál vantar; þá er reynt að búa þau til. Þetta er gervivandamál. — Flytja blöð og aðrir fjöl- miðlar einhverjar fréttir fi'á Islandi? Haraldur: -— Ef einhverjar fréttir eru frá íslandi, sem sár.i sjaldan kemur fyrir, þá e • gjarnan talað um Island i góð látlegu gríni. Framh. á bis. 14 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júni 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.