Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 8
Fyrir nokkru sá ég í blaði eða tímariti hér vitn- að í Albert Einstein (1879— 1955) sem stuðningsmann trúrænnar lífsskoðunar. Þetta minnti mig á, að ég átti fyrir mörgum árum lít- ilsháttar bréfaskipti við Ein- stein einmitt um þetta efni. Ég hafði lesið grein eftir hann í enska tímaritinu „Nature'1, sem mér fannst mjög athyglisverð, en var þó ekki að öllu leyti ánægð- ur með, svo að ég dirfðist að bera athugasemdir mín- ar undir hann. Það kom í Ijós, að Ein- stein hélt að vísu fram trú- rænni lífsskoðun á vissan hátt. En ef minnzt er í þessu sambandi orða Páls postula í 1. Tímóteusarbréfi hans 4, 8, að guðhræðslan (við mundum ef til vill segja nú: trúarþelið) sé „til allra hluta nytsamleg og hefur fyrir- heit bæði fyrir þetta líf og hið komanda", þá virðist ljóst, að Einstein hefði gjarn an tekið undir þetta með Páli, að undanskildum síð- ustu orðunum. Einstein virtist sem sé ekki þurfa á hinni venju- legu guðshugmynd eða ódauðleikatrú að halda. í rit- gerðum eftir hann er látið í ljós, að undirstaða þess trú- arþels, sem hann telur svo mikilvægt, sé lotning hugs- andi manns og skilningur á því, að alheimurinn sé byggður upp eftir skynsam- legum og rökrænum lögmál- um; lögmál hans séu þess eðlis, að þau séu í samræmi við mannlega skynsemi og feli meðal annars í sér or- sakalögmál. Hugmyndin um persónulegan guð, sem stundum grípi þar inn í, mundi fela í sér aðra — ónauðsynlega — orsaka- keðju til viðbótar. — Þessi bréfaskipti við Ein- stein fara hér á eftir, ef ein- hver hefði áhuga á að líta yfir þau. Bréf hans í frum- riti, með lauslegri þýðingu. Mín bréf í þýðingu aðeins, til þess að lengja ekki grein- ina óþarflega mikið. Reykjavík, 15. 7. 1943. Prófessor Albert Einstein, Princeton. Kæri prófessor, í tímaritinu „Nature" birtist 9. nóv. 1940 grein yðar með fyr irsögninni „Vísindi og trú“. 1 mínum augum er þessi djúp- hugsaða og vel ritaða grein mikilvæg, og hefur hún oft orð- ið mér umhugsunarefni síðan ég las hana. En í einu tilliti virðist mér sjónarmið það, sem þar er fram sett, ná of skammt, og ég vona að þér virðið mér á betri veg, að ég skuli ónáða yður út af þessu atriði. Yður er auðvitað ljóst, að ávallt er Albert Einstein. Hér leikur hann sér á reiðhjóli í Pasadena í Kaliforníu. vel tekið eftir því, sem þér haf ið að segja, um hvaða málefni sem er, og ef til vill mætti líta á þessa orðsendingu frá mér sem sýnishorn úr einum afkima veraldarinnar af áhuga þeim, sem venjulegur hugsandi les- andi hefui' á hinu ákaflega mik ilvæga umræðuefni yðar. Hin gagnorða skilgreining yð ar á markmiði og verksviði vís indanna er eðlilega töluð af myndugleika, en jafnframt vil ég segja, að hin viðtæka skil- greining yðar á kjarna trúar- innar gæti varla verið betri: Það er, trúin I víðtækasta skiln ingi er hin ævagamla viðleitni mannanna að komast til skýrr- ar og fullkominnar vitundar um yfirpersónuleg verðmæti og markmið, og einlægt trúar- þel er fólgið í sannfæringunni um raungildi og háfleygi þess- ara yfirpersónulegu mál- efna o'1 markmiða, sem hvorki er hægt að leggja grundvöll- inn að með skynsemisrökum né burfa þess heldur með. Meira að se°rja vísindin, ást á sann- leika og þekkingu, hvíla á trú- rænran grundvelli, réttlætast af trúrænni eðlishvöt ef svo mætti segja. augum felst rt*jngildi og verð- mæti þeirra í raungildi þeirra fyrir einhverja vitund, fyr- ir vitund okkar. Og okkur fininst, að ef vitund okkar á fyr ir sér að slokkna með öllu að lokum, feli það í sér, að raun- gildi tilverunnar hverfi. „Raun gildi“ hefur vissulega að for- sendu sál eða anda, og „raun- gildi fyrir mig“ hefur að for- sendu á hinn sama rökrétta hátt: „sál mána“. Og enn fremur, er ekki vit- rænt eðli tilverunnar að ein- hverju leyti skert, eða jafnvel vafasamt, ef meðvitund manns- ins er jafn einangruð og hverf- ul staðreynd í náttúrunni og gömul og ný efnishyiggja gerir ráð fyrir? Er ekki ósamræmi í hugmyndinini um feiknarvíð- áttu efnisheimsins annars veg- ar og örsmæð (mannlegs) vit- undarsviðs hins vegar? Verð- ur hitt ekki meira samhengi og samræmi, þ.e. hugmyndin um al tækan andlegan grundvöll að baki tilverunni og mannssál- ina sem einhvers konar sýnis- horn af honum? Ég vona að þér skiljið hvað fyrir mér vakir, „raungildi" eða „verðmæti" hefur að for- Yngvi Jóhannesson VISINDI OG TRÚ Bréfaskipti við Albert Einstein og Sir Arthur Eddington Sir Arthur Eddington Ég er yður alveg sammála, að það, sem i trúarþelinu skipt ir máli, er styrkur hins yfir- persónulega innihalds og ein- lægni sannfæringarinnar um yf irgnæfandi raungildi þess, þótt ekki sé gefinn gaumur að nein um tilraunum til að binda þetta innihald við guðdómlega veru hugsaða með einhverju mann- legu svipmóti. En hér er kom- ið að atriðinu, sem mér virðist vanta. Raumgildi tilverunnar, hinn viðurkenndi kjarni í trúarhug sjóninni, fær ef til vill hjá sum um mönnum (einkum þeim vís- indalega sinnuðu?) fullnægj- andi tjáningu i íhugun þeirra um rökrænt samhengi i aiheim- inum. En fyrir þá, sem hugsa líkt og ég, og marga aðra að ég hygg, er þetta ekki nægi- legt. Við berum i brjósti ósk um að ná lengra, búum yfir ei- lifðarþrá, ódauðleikaþrá. Hin- ar yfirpersónulegu hugsjón- ir og markmið eru vissulega staðreyndir, óhultar fyrir öll- um árásum efans, en í okkar sendu anda til að meta, og i okkur býr eðlishvöt, sem þráir að ná sígildi verðmætanna með framhaldi tilvistarskilyrðis þeirra, þ.e. anda, sem met- ur. Og í öðru lagi: Er unnt að trúa því, að tilveran sé fylli- lega vitræn án þess að gera ráð fyrir, að andinn sé að minnsta kosti jafnvíðtækur og efnis- heimurinn? Ég vil þess vegna halda því fram, að hin aðdáunar- verða skilgreining yðar á trúnni niái of skammt, ef ekki er bætt við trúnni á, eða að miinnsta kosti ósk um, einhvers konar ódauðleika. — Til þess að fá fulla skilgreiningu á trúnni mætti ef til vill einn- ig bæta við óskinni um að þróa sjálfan sig til vaxandi samræm is við hinar yfirpersónulegu hugsjónir. Ef til vill er það skortur á hæversku að vænta svars frá yður við þessurn línum frá al- gerðum leikmanni, en að sjálf- sogðu þætti mér vænt um að heyra, ef þér telduð ekki rök 8 EESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.