Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 2
Flöskubréf úr fangelsi Framhald af forsíúu það dregur úr sársauka. t>etta vajr þá um gluggann. Auk hurðarinnar og glugg- ans á klefinn minn sér líka hitastig og þar er enn eitt grundvallaratriði tilveru minnar hérna. t>að er óþolandi kuldi á vetrum og óstjórnlega heitt á sumrum. Mér finnst þetta eðlilegt, enda þótt það valdi mér miklum óþægindum. Það er eitt einkenni þessarar nektar við að vera í fangelsi. En eins og ástatt er, verður það svona að vera — maður verður bara að lifa í beinni snertingu við hitastig þessa sérstaka heims. Ég lifi því í þessu rými, endalausar stundir dags og nætur. t>etta er eins og band, se*n ævidagar mínir eru dregn ir upp á og detta svo niður dauðir. Þessu húsrými mætti líka líkja við hnefaleikahring. En hér berst maðurinn einn við vonzku heimsins. — 2 — Ég skrifa þessi blöð og fel þ*u svo. Mér er leyft að skrifa en alltaf öðru hverju leita þeir I klefanum og taka það burt með sér, sem maður hefur skrif að. Síðan athuga þeir það og skila svo aftur þvi, sem þeir telja Jeyfilegt. Maður tekur við blöðunum aftur, en allt í eínu fær maður viðbjóð á þeim. Þessi aðferð er djöful- leg uppfinning til þess að láta sálina fremja sjálfsmorð. Þeir vilja láta mann sjá eigin hugs anir með þeirra sjálfra augum, og síðan hafa hemil á þeim, eftir þeirra geðþótta. Þetta er eins og að fá nagla rekinn í sálina, sem setur hana atta úr skorðum. Þessari að- ferð er ætlað að opna brota- lamir í vörnum okkar og kljúfa sundur persónuleika okkar. Við þessu eru til tvö ráð. í fyrsta lagi að lofa fangavörð umim að fara burt með sum blöðin okkar — þau þeirra, sem sýna skoðanir okkar, svo að ekki er um að villast. Sú aðferð spanar fangaverðina upp. Við fáum meira að segja svoiitla bamalega ánægju af að hugsa um gretturnar á þeim, þegar þeir lesa þetta. En svo eru önnur blöð, sem við viijum leyna — þau sem við viljum geyma okkur sjálfum. Hugur minn reikar oft til hinna framliðnu, sem ég hef þekkt og eiskað. 1 þessu tómi kfefans míns, eru aðeins hugs- anir áþreifanlegar. Klefinn minn er eins og botnlaus gígur í tómimi. Tíðasti gestur minn er Yaimis bróðir minn —- hann kemur næstum daglega. Hann var drepinn í striðinu, esn ekki meðan hann var að drepa aðra, því að hann var læknir. Hersveit hans lenti í faraldri af heilahimnabólgu. Hann fékk ekkert tóm til að lækna sjálfan sig. Ég hef aldrei getað sætt mig við dauða hans. Mér hefur aðeins tekizt, með tíð og tíma, að venj ast fjarveru hans. En nú erum við aftur orðnir hvor öðrum náiægir. Hann er með hunangs- gul augu. Hann er hjá mér tím- unum saman og við sitjum og hugsum saman. Eins var það meðan hann var lifandi. Nu fær hann mig oft til að láta mér detta i hug, að gildi mann kærleikans sé alveg vafalaust. Og þetta er eitt af þvi, sem ekki er hægt að efast um, eink um nú, eftir að ég hef kynnzt pyndingum, fangavörðum og húsbændum þeirra á stuttu færi. Ég veit hvemig skepnu- skapur hins ótakmarkaða vaJds hefur niðuriægt þá. 1 and legum skOningi virðist allt stafa út frá mannkærleikanum. Og Yannis er sannfærður um það. Einnig hugrekki, og ást á tilteknum hugmyndum, mannin um mikilvægum og móttæki- leiki fegurðar. Allt á þetta upp haf sitt í þessu. Stundum stend ur Yannis upp og gengur þessi þrjú skref áfram og síðan aft- ur á bak, fyrir mína hönd. Þá get ég séð sterkan velvaxinn líkama hans. Hér áður fyrr þótti honum gaman að sigla. Nú þegar hann stikar um klef ann minn, kemur hann með sjó inn og vindinn inn i auða klef ann minn. Og, meira að segja, ef hann lyftir örmunum fær klefinn í sig einhverja dýpt. Þessa dýpt, sem við tveir erum alltaf að svipast eftir. Svo fer hann að hugsa, með undirleik tónlistar. Hann var alltaf mik ið fyrir tónlist. Og þannig fyll ist klefinn minn af tóníList, smám saman, og ég sigli gegn um næturstundirnar á einhverj um hafsjó af tónlist. Þetta eru rólegustu nætumar mínar, þar sem í loftinu liggur eitthvert hugboð um tilgang heimsins. Yannis er enn mannleg vera — sé hann dauður, þá er ég það líka. Hln ég trúi því, að við sé- um báðir enn lífs. — 4 — Stundum þegar ég sit í klef anum mínum, fer ég að hugsa um, hvernig heppilegast vbbtí að telja saman öll áhugamál mín, sem urðu þess valdandi, að ég ienti í þessum klefa ag hin, sem gerðu mér kleift aS þola vistina. Hér var áreiðan- lega ekki um að ræða trúna á einhvern sérstakan sarm- leika — ekki vegna þess, að við eigum ekki lengur neinn sannleika að trúa á, heldur af þvi, að í okkar heimi fáum við ekki að reyna þennan sann- leika sem óbrigðula vissu. Svo einfaldir erum við ekki lengur: við leitum einhvers, sem er dýpra en vissan, áþreifanlegra, einihvers sem er eðlilega og ósjálfrátt einfalt. Ég held því, að saman lögð áhugamál min í þessu sambandi, væru réttast nefnd von — með öðrum orðum brot- hættasta en um leið ósjálfráð- asta og þráiátasta mynd mann legrar hugsunar. Það var þá djúpstæð óbifanleg von, sem átti eftir að beina mér, iðrun- arlausum, inn í þessa dauðu eyðimörk, og það er sama von in, sem gerir mér kleift að þola hana, rétt eins og þessum kvöldu eyðimerkurjurtum, sem eiga sér, á einhvern óskiljan- legan hátt, tvo örlitla dropa af safa — sem áreiðanlega hefur verið kreistur út úr þeirra eig in efni. Von mín jafngildir þessum tveimur safadropum. En ákafi vonar minnar er líka jafn öllum tormerkjunum á þvl að koma orðum að henni. Kannski gæti ég sagt, að þessi von snerti mannkynið okkar, sem ekki er hægt að tortíma h.versu mjög sem það er ofsótt úr öllum áttum. Þess vegna get ur engin lönaun verið jafn al- vanleg, jöifn göÆug og sú að beita okkur þvi til vamar, eins þótt við verðum óhjá- kvæmilega að þjást fyrir það. En þó að ég segi þetta, þá held ég ekki, að ég lýsi þessu jafn greinilega og ég vildi gert haia. Þessi von tekur ekki á sig mynd nema vi® vissar að- stæður. Undanfaraa mánuði og í ýmsum fangelsum, sem ég hef kornizt í kynni við, hef ég oft retozt á þessar aðstæður. Þeg- ar mér var haldið í fangelsun- um á lögreglustöðvunum — en þau eru hámark mannlegrar niðurlægingar — mirmist ég eixmar stúlku, sem var lokuð iiuni í klefa við hliftina á mín- um. Þar hafði hún verið í fimm mánuði. Hún hafði aJdrei séð dagsbirtu allan þennan tíma. Hún hafði verið kærS fyrir að hafa hjálpað unnusta sínum I einhv-erju andspymustarfi. Á regiulegum fresti var hún köll uð tU yfirheyrslu, og þeir reyndu að fá hana til að af- neita honum, og notuðu þá ísmeygilegar ginningar og ruddalegar ógnanir á vixl. Ef hún afneitaði unnusta sinum, yrði henni sleppt lausri. En hún neitaði staðfastlega, allt þar til yfir lauk, og það enda þótt hún vissi, að unnustinn var að dauða kominn af krahbameini, og sennilega mundi hún aldrei sjá hann aft- ur. Hann dó daginn, sem rétt- arhöldin yfir henni fóru fram. Þetta var föl og veikluleg stúlka en bar einhverja göfgi með sér. Á hverju kvöldi var hún vön að syngja í klefanum sínum, mjúkri, lágri raustu. Af staða þessarar stúlku var mín von. Og sama er að segja um afstöðu læknisins, sem þeir reyndu að flækja í mál okk- ar. Enginn vitnaframburður var honum til foráttu. Hefði hann komið hlutlaust fram við réttarhöldin, hefði hann senni lega verið sýknaður. En hann var öðruvisi innrættur. Þegar að honum kom að svara fyrir réttinum stóð hann upp og tal- aði um frelsið. Hann tók svari írelsisins, enda þótt hann ætti konu og börn fyrir að sjá. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi. Afstaða þessa læknis er mín von. Ég hef átt svipaða reynslu sjálfur, hvað eftir ann að. Það sem ég vildi sagt hafa er einfaidlega þetta: i afstöðu læknisins og stúlkunnar er að alkenndin einhver ósjálfráð meðvitund þess, að það mikil- vægasta í lífinu sé að varð- veita mennsku sína. Því að líf- ið er ekki eign grimmdarseggj anna, ekki einu sinni þegar þeir hafa öll völd í hendi sér. Lífið er eign mennskra manna og lífið heldur áfram, þeirra vegna. Þetta er upspretta von- ar minnar. — 5 — Ég iifi með mörgum hug- myndum, sem mér þykir vænt um. Þær fylla dagana og næt- urnar hjá mér. Gegn tilbreyt- ingarleysi þessara kyrrstæðu daga beiti ég þessu viðtali við hugmyndir mínar. Nú er ég far inn að þekkja þær betur og skilja þær betur. Ég hef bein- línis fengið að reyna þýðingu þeiirra. Þegar ég var yfirheyrð ur, fann ég kjaraa mannlegs vrrðuleika í orðsins dýpstu og einföldustu mer'kingu. Þegar ég var fyrir herréttinum hungr aði mig eftir réttlæti, og þegar ég var hnepptuir í fangelsi, þyrsti mig eftir mannúð. Þessi ruddalega kúgun, sem nú þjak ar landið mitt, hefur kennt mér margt, meðal anmairs mikilvægi þess að láta hvergi undan. Þeg ar ég sit í klefanum mínum og hugsa um þetta, hleypur í mig ernhver u ndu rsamtegur kraft- ur — kraftur, sem á ekkert skylt við vald fangavarðanna minna. Hann kemur ekki fram í háværum, ósvífnislegum öskr um. Þetta er kraftur þolgæðis- ins — kraftur, sem stafar af meðvitundinni um að hafa á réttu að standa. Þannig verst ég vægðarlausum árásum þess- a.ra tómu daga, sem beint hef- ur verið gegn mér. 1 hvert skipti hrek ég þear á flótta um tedð og þær hefjast. Ég byrja daginn með þvi að segja orðið ,,frélsi“. Þetta garist venjulega tem sólarupprás. Ég vakna af svefni, gramur og undrandi að finna sjálfan mig í fangelsi, rétt eins og fyrsta daginn. Þá segi ég þetta kæra orð mitt, áður en meðvitundin um að vera fangi nær tökum á mér. Og þetta eina orð verkar eins og töfrar. Og um leið er ég bú inn að sætta mig við nýja, tóma daginn, sem framundan er. — 6 — Mér verður hugsað til fé- laga minna. Pólitísku fang- anna, sem ég hef hitt í hinum ýmsu fangelsum. Þessir and- spyrnumenn, sem nú stika um klefagólfið sitt, þrjú skref á- fram og síðan aftur á bak. Þeir eru allir úr sama efni gerðir, enda þótt þeir kunni að vera innbyrðis ólikir að öðru leyti. Þeir eiga sér allir þessa sjaldgæfu samvizkusemi, og næmleika. Næmleika, sem er al veg ótrúlegur. Hann kemur fram í ýmsum smáatriðum, engu síður en við meiriháttar tækifæri. Þegar þeir tala við- hafa þeir ítrustu nærgætni gagnvart tilfinningum ann arra. Þeir eru alltaf komnir til manns með vatnsglas, áður en maður fær svigrúm til að biðja um það. Mig langar að nefna dæmi um þennan einstaka næm leika. Hérna um daginn átti að sleppa einum okkar lausum. Hann var í sjúkrahúsi fangels isins. Hann hefði getað farið beina leið þangað, en hann frestaði brottförinni um heila viku til þess að geta komið og kvatt okkur. Sjö daga sjálfvilj uga fangavist, bara til þess að geta kvatt kunningjana! Það er þetta sem ég átti við. Þess- ir menn hafa þannig sannlega tekið á sínar herðar alla eymd samtiðar okkar. Þeir eru vis- vitandi að bera byrði fótum troðinnar æru þjóðar okkar. Og um leið og þeir gera það finna þeir sig nákomna öllum ofsóttum mönnum á jörðu hér. Fyrir einhverja grundvallar- einingu skilja þeir þýðingu alls þess, sem er að gerast í heiminum í dag. Það er þessi sameiginlega þrá mannsins til að vera laus við kúgun, hverju nafni sem nefnist. Hver sem spyrnir gegn kúgun er þeim bróðir, sama hver eða hvar hann er, einhvers staðar í ótölu legum fangelsum í mínu landi eða annars staðar. — 7 — Ég hef fengið að reyna ör- lög fórnardýrsins. Ég hef líka séð framan í kvalarann á stuttu færi. Og andlitið á hon- um var í ennþá verra ástandi, en blóðugt, náfölt andlitið á sjálfum mér. Andlit kvalarans var afmyndað af einhverjum kippum, sem voru alls ömennsk ir. Hann var í svo mikilii spennu, að hann var á svip- inn eins og sjá má á kínversk- um grimum. Þetta eru engar ýkjur. Það er enginn barna- leikur að pynda fólk. Það krefst eimhverrar innri hlut- tekningar. í þessu tilviki reyndist ég vera sá betur setti. Ég var auðmýktur, en auð- mýkti ekki aðra. Ég var bara með einhverja óhamingjusama mannveru í verkjandi innyflun um. En mennirnir, sem auð mýkja þig, verða fyrst að auð- mýkja þann snefil af mannúð, sem til er í þeim sjálfum. Það er elckert að marka þó aS þeir rigsi um í einkennisbún- ingum. sínum, uppblásnir af 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júrni 197a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.