Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 6
Utanhússfrágrangur er falleg-nr við blokkahverfin í Malmö og snmsstaðar er komið fyrir listaverknm eins og hreyfimyndinni, sem hér sést. kannski fram undir miðnætti. Það er nokkuð sem flest- ir byggingariðnaðarmenn þekkja, eða þekktu að minnsta kosti heima. Þegar farið er í vinnu kl. 6 að morgni verður líka að fara tímanlega í rúm- ið og miklu fyrr en við vorum vön áður, helzt ekki seinna en kl. 10—11. Samt hefur maður 5—6 klukkutíma á dag til að vera heima eða með fjölskyld- unni. Hafdís: — Við erum mikið heima og lifum þægilegu fjöl- skyldulifi og því kynntumst við alls ekki heima, því að Kristj'án var alltaf að vinna. Þetta er áreiðanlega gott fyr- ir börnin og heimilið og ekki sizt fyrir hjónabandið. Krist.ján: — Hér kynnist maður því viðhorfi, að menn vinna til þess að geta lifað en heima fannst mér stundum, að menn lifðu til þess eins að vinna. Hafdís: — Við förum samt mjög lítið út á skemmtistaði og heldur ekki í bíó eða leikhús. Og við höfum miklu minna sam neyti við íslenzku fjölskyld- urnar nú en fyrst, meðan all- ir voru líkt og útlagar hér. Öðru hverju er skroppið yfir sundið til Kaupmannahafnar, einkum til að kaupa kjöt, því helmingi getur munað á nauta- kjö'ti handan Eyrarsunds. Á hverjum einasta degi eru ferj- urnar yfir sundið troðfullar af fólki á leið til Kaupmanna- hafnar til þess að kaupa kjöt eða ost og jafnvel brennivín; aftur á móti flykkjast Danir austur yfir sundið til þess að kaupa sér rauðvín. Flaskan kostar aðeins 5 kr. hér. Krist.ján: — Á sumrin getur maður farið á baðströndina í Limhamn og við fórum mikið í almenningsgarðana þar sem hægt er að liggja í sólbaði og fjöldi Malmöbúa gerir það. En nú þegar við höfum bílinn, er- um við frjálsari og ætlunin er að halda eitthvað suður á bóg- inn í sumarleyfinu í júlí — kannski til Spánar og þá tök- um við börnin með okkur. Hafdís: — Íslenzku húsmæð- urnar voru í fyrstu mjög ein- angraðar og þeim leiddist. Aft- ur á móti voru húsbændumir hinir hressustu og fannst flest betra hér en heima. Nú er samt svo komið, að þetta hefur snú- izt við: Eiginmennirnir eru búnir að fá nóg af velferðinni og Svíum og halda nú, að flest sé betra heima; það er kominn órói í þá. En einmitt því eru konumar farnar að kunna vel við sig og em hræddar um að afikoman verði verri heima eða þá einhverjir nýir erfiðleikar. Þær eru líka nokkuð margar farnar að vinna úti og farnar að venjast þessu öllu saman. Enda er að mörgu leyti gott að búa hér: Það er til dæmis ein- staklega gott að vera með smá- börn hérna; gott lokað leik- svæði milli blokkanna og eng- in hætta á að börnin fari út á umíerðargötur. Það var ég aftur á móti alltaf hrædd um heima. Hinsvegar hafði ég þar mina litlu þvottavél í baðher- berginu og gat þvegið þegar ég vildi, en hér kemst ég að- eins í þvottahús á hálfsmánað- ar fresti. Kristján: Hér i blokkinni virðist þó nokkuð vandamál nieð unglinga. Ég held, að þeir fái takmarkað að vera inni hjá sér með félagana enda eru margar íbúðirnar mjög litlar. Þessvegna safnast unglingarn- ir saman hér í kjallaranum og víðar og nú er mikil piága að þau ná sér í þynni til að þefa af og komast í „rús“. Það er eitthvað svipað blettavatnsfyll iriinu, sem stundum hefur átt sér stað heima. Þetta þynnis- vandamál virðist talsvert út- breytt og talið hættulegt; get- Franih. á bls. 15 Gtiðimindur Matthíasson á götu í Uppsöluni. Að baki gnæfir hin íræga Uppsaladóinkirkja. OFFRAMLEIÐSLA Á MENNTAFÓLKI í HÚMANÍSKUM GREINUM Samtal við Guðmund Matthíasson, sem leggur stund á hagfræði í Uppsölum Þrátt fyrir gnægð grænna grasa í Reykjavík síðla apríl- mánaðar, sánst fá merki vor- konm í Uppsölnni. Það var slydduhreytingnr á norðan og krapelgur á sléttunni stinnan borgarinnar. Uppsalakirkja teygði turnspírur sínar upp í úrsvalt vetrarloftið, en inni á Gotiands Nation var lilýtt og notalegt. Þar liitti ég að ináli Guðniiind Mattliíasson, sem leggiir stiuul á hagfræði í Upp- sölum; hann er Reykvíkingur að uppruna. Guðinundur er skemmtilega hress í framgöngu og íslenzkari íslending imindi maður naumast finna þótt leit- að væri í Svartárdal eða Köldukinn. Sanit á Guðmund- ur langa dvöl að baki í Sví- þjóð; hann fór til Uppsala 1965 og hóf jVi nám í liagfræði, var svo heima á tímabili, en búinn að vera í Uppsölum síðastliðin fimm ár. Guðmundur hefur og staðfest ráð sitt í Svíþjóð, þótt ekki sé hann gií'tiir; konan haiis er Ijóshærð og falleg og uppriinnin úr Dölunum, þau eiga einn dreng. Þau kynnt- ust á sjúkraliúsi, þar sem Guð- mundtir var sjúkraliði, en því hefur liann brugðið fyrir sig, tvö undanfarin sumnr og lík- legast að hann bregði sér í sloppinn aftur í sumar. Annars hefur verið erfitt fyrir náms- menn að fá suniarvlnnii, segir hann. En í sumar er þó nýtt nppi á teningnum: Vænt- anlega verður farin liópferð frá Uppsölum til íslands og þá verður Guðnmndur fararstjóri. Hann sagði: — Hér eru margir, sem árum saman hefur dreymt um Islandsferð. Þeir ætla nú að fara úr því tækifæri gefst; það eru einkum náttúruunnendur og veiðimenn. — En hvað er annars fram- undan? — Ég lýk vonandi phil. cand. prófi með haustinu en held samt áfram námi og reyni ef til vill að komast i einhverja vinnu, þar sem maður hefur gagn af náminu. Ég hef íhug- að að leggja sérstaklega stund á alþjóða fjármál og ef þetta tekst allt saman, verður von- andi ekki útilokað að komast í einhverskonar starf fyrir Is- land erlendis. Ég er búinn að stofna heimili hér en það breyt ir í sjálfu sér engu um það, að maður vildi gjarnan flytj- ast heim og það mundi ekki stranda á kærustunni; hún hef- ur verið á íslandi og gæti hugsað sér að flytja þangað. — Sérfræðingar með langt nám að baki hafa sem sagt ekki mikla vissu um atvinnu, þegar frá prófborðinu kemur? — Nei, þvi miður. Það er staðreynd að offramleiðsla er á fólki í sumum námsgreinum, O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1972:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.