Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 9
min alls óverðug íhugunar, jafn vel þótt þér væruð mér ekki sammála. Virðingarfyllst, Yngvi Jóhannesson. MR. YNGVI JOHANNESSON REYKJAVIK, ICELAND My deur Mr. Johannesson: Your letter of July 15th Lt» one of the most interestins: 1 have received in these last years. Let me fyrst express my conviction that a stronjí and vivid consicious- ness of moral values is predom- inantly important for all human beings — much more important than anything: in the intellectual field. The question whether tliis important fields is to be called relig:ious seems to me a purely verhal one. 1 personally am ratlier inclined to look on these matters as something- independent from any religrious form or belief. It is furtlier undeniable tliat most scientific people are treating: conscience more or less \as a stepciiild in their picture of the world. Tliis is a kind of disease of the profession and one should al- ways be conscious of this weak- ness. Now I come to your emliarr- assing question about tlie extens- ion of consciousness. We know consciousness as the essential part of our eg:o and by analog:y as tlie essential part of otlier eg:os. Tlie poverty of our experience does not show us more of it. We can only guess and even tliis guessing: does not have a clear meaning to our tliought. There seems to be no other attitude than humility and modesty. The only thing I ani feeling strongly about is: It seems foolish to extend our person- ality beyond our life in botli direc- tions and we do not know what consciousness means outside the frame of personality. Very sincerely yours, Professor Albert Einstein. Isl. þýðing á bréfi Einsteins: XHE INSXITUTE FOH ADVANCED STUDY SCHOOU OF MATHEMATICS, PRINCETON, NEW JERSEY, 13. september 1943. Kæri lierra Jóhannesson: Bréf yðar frá 15. jiilí er eitt liið athyglisverðasta, sem ég lief fengið á siðustu árum. Leyf ið mér fyrst að láta í ljós þá sannfæringu niína, að sterk og skýr nieðvitund um siðferði- leg verðmæti er sérstak- lega kiríðandi fyrir allar mann- legar verur — miklu meira áríð- andi en nokkuð á vitsmunasvið inu. Hvort kenna skal þetta mikilvæga svið við trú, virðist mér aðeins spurning um orð. Éff persónuleg-a hallast fremur að því, að þetta efni beri að skoða sem óháð livers konar átrúnaði eða trúarhugmyndum. I>að er enn fremur óneitan- legt, að flestir vísindamenn meðhiindla samvizkuna að meira eða minna leyti sem hornreku i heimsmynd sinni. I>etta er nokknrs lconar sjúkdómnr í stétt vísindamanna, og maðnr ætti alltaf að liafa þenn- an veikleika í liuga. I>á kem égr að hinni erfiðu sþiirning'ii yðar um víðtækari meðvitund (eða: útþenslu með vitundarinnar ). Meðvitundina þekkjum við sem kjarnann í okkar eigin sjálfi, og með hlið- stæðuályktun sem sjálfskjarna annarra. Reynsla okkar er svo fátækleg:, að hún sýnir okkur ekki meira af því tagi. Við get- um aðeins getið okkur til, og jafnvel þær getgátur hafa ekki ljósa meiningru i hugsun okkar. Það virðlst ekki vera um aðra afstöðu að ræíTa en auðmýkt og hógværð. Það eina, sem ég lief sterka tilfinningu um, er þetta: Það virðist fávíslegt að teygja úr persónuleika okkar út fyrir þetta líf í báðar áttir, og við vitum ekki hvað meðvitund merlcir utan ramrna persónu- leikans. Yðar einlægur, A. Einstein. Reykjavík 1.12. 1943. Prófessor Albert Einstein, Princeton. Kæri prófessor, Ég þakka yður kærlega fyr- ir bréf yðar frá 13. september. Ég er yður al'gerlega sammála um það, hve mi'kilvægt hið sið- ferðilega svið er. Ég er líka sannfærður um það, að andleg heilsuvernd maninanna og þarf ir mannfélagsins eru eðlilegur og aiveg nægur grundvöll- ur siðgæðisins, jafnvel þótt vera megi, að það fái stuðning til viðbótar eða enn háleitari innblástur frá trúarbrögð- unum. Ef mér leyfist að halda áfrarn hugsanaferli, sem vakn aði við að lesa grein yðar í „Nature“, þá niundi ég segja, að kjarna trúarinnar mætti lýsa sem „tilfinningu". Ef hún kann stundum að virðast fávís- leg frá sjónarmiði skynseminn- ar, er þess að minnast, eins og lögð er áherzla á í grein yð- ar, að hún þarf ekki skynsem- isgrundvöll; öllu fremur eru það vísindin, sem eru grund- völluð á eins konar trú. Eigi að siður kann trúin að öðlast nokkurn stuðning út frá skyn- samlegum yfirvegunum. Þetta hygg ég að aliir geti fallizt á, svo langt sem það nær. Það er þegar reyna skal að koma orðum að innihaldi þessarar tilfinningar, að ágreiningur rís. Ég verð að játa, að hjá mér felur það í sér von um ein- hvers konar ódauðleika. Þér hafið sterka tilfinningu um að það sé fiávíslegt að teygja úr mannlegum persónuleika út fyr ir þetta líf. Líkt er farið minni tilfinningu um ósennileikann í því, að andinn sé takmarkaður við okkar örsmáa jarðlíf. Mér finnst skynsamlegra að hugsa sér hann sem grundvallarþátt i tilverunni, enda þótt við vitum ekki með hvaða svipmóti hann er utan við ramma mannlegs persónuleika. Ég fellst á, að þetta megi kalia getgátur. En fyrir utan það, sem þekkingar- fræðin kynni að hafa til mál- anna að leggja, virðist mér, að hugmyndin fái heldur stuðning út frá vissum fyrirbærum sem sálarrannsóknir fjalla um, enda þótt mér sé ljóst að túik- un þeirra fyrirbæra er vanda- söm. Að vissu leyti hef ég hið sama á tiifinningunni og þér gagnvart útþenslu mann- legs persónuleika. Okkar tím- anlega persóna hefur sjálfsagt aldrei áður verið til eins og hún er, o>g kann að vera ólík- leg til að halda áfram eftir lik- amsdauðann. En jafnframt finnst mér erfitt að hugsa sér, að kjarni manmsandans geti tor tímzt. Og mér finnst líka, að einhver meining hljóti að vera í þvi af hálfu alheimsins, að hella um stund þessum kjarna- Einstein uni aldamótin miði andans í ker mannlegs persónuleika. 1 mínum augum felur trúin í sér allar æðstu hugsjónir og þrár mannsins, þar sem hún er ósk hans um samband hans við og þátttöku í æðra lífi en þessu. Þess vegna ætti hún hka að taka með listina ,sem er leit mannsins að fegurð. Einn- ið ætti hún að ná yfir vísind- in, leit mannsins að sannleika og þekkingu. Og loks felur hún í sér siðgæðið, þar sem hinn óendanlegi kærieikur er hin æðsta trúarlega hugsjón. Trú- arleit, sem fullum árangri hefði náð, mætti líkja við fullan vaxtarblóma mannssálarinnar. Og hvers vegna ekki þann vaxtarblóma, sem skapar fræ ódauðleikans? Getur það ekki verið staðreynd eftir allt sam- an , að guð sé í einhverjum mannanna, eða að Atman sé innst inni sama eðlis og Brah- man? Fyrir mér er skilningur á eðli trúarinnar mikilvægari en hvers konar kennisetningar. Og að vísu held ég að ekki sé þörf á neinum kennisetningum. Þar sem trúin er á hverjum tíma hin æðsta þrá mannsins, getur hún ekki samrýmzt neinni kyrrstæðri kenningu. Hún er endalaus léit. Þessir tímar eru naumast vel fallnir til ónauðsynlegra bréfa- skrifta. 1) Ég veiit líka að tími yðar er dýrmætur. Ég vona að- eins að njóta vinsamlegs um- burðarlyndis yðar, ef ég kann að reyna á þolinmæðina. Virðingarfyllst, Yngvi Jóhannesson. f annarri ritgerð en þeirri, sem varð tilefni þessara bréfa, ræðir Einstein enn um skilining sinn á þvi, hvers konar maður sé trúarlega sinn aður, hvað einkenni þrá hans: Það er sá maður, sem hefur leitazt við af fremsta megni að losna úr fjötrum eigingjarnra hvata og sökkt sér i hugsanir, tiifinningar og lahganir, sem lyfta honum ofar sjálfum sér. Það sem máli skiptir er, hve rikt þetta yfirpersónulega inni hald er, og hversu lifandi til- finningu maðurinn hefur um gildi þess. En hugmyndin um persónulegan guð sé ekkert að- aiatriði og hafi jafnvel sinar veiku hliðar, þótt hins vegar sé ekki hægt að afsanna hana. Vísindin leitast við að íinna lögimál þau, sem gera mannlegri skynsemi ljós sam- hengin i tilverunni, og um leið og þau reyna að finna sem al- tækust lögmál og sem fæst grundvallaröfl, byggja þau á undirstöðulögmáli orsaka og nauðsynjar. Maður, sem hefur þetta viðhorf, verði san'nfærð- ur um, að ekki sé þörf fyrir eða ástæða til, að gera ráð fyr- ir neinum orsökum annars eðl- is, hvorki frá mönnum né per- sónulegum guði, sem geti grip- ið sjálfstætt inn í framvindu tilverunnar og orsakakeðju náttúrunnar. Einmitt þetta við- horf hjálpi manninum til þess að öðlast lausn frá persónuleg- um óskum og vonum, og hann hljóti auðmjúka lotningar- tilfinningu gagnvart þeim mik- illeik skynseminnar, sem hann sér líkamast í tilverunni, enda þót't dýpstu leyndardómar hennar séu ekki á færi mann- legs skilnings. Hér mætti samt koma með at- hugasemd: Þótt raunvísind- in vinni aðeins á grundvelli efnislegrar orsakakeðju, þarf ekki að vera fráleitt, að fleiri orsakakeðjur og annars eðlis geti einnig verið til. Eða hvað er um andann og meðvitund- ina? Er þetta aðeins sérstök áhrifaiaus hlið á hræring- um afls og efnis? Er allt þeg- ar ákvarðað af hinum fyrstu orsökum og ekkert eigin- legt nýmæli mögulegt síðan í al heiminum? Finnum við ekki þvert á móti í sjálfum okkur, að einmitt meðvitundin er sjálf tilveran, allt annað túlkanir? Cogito, ergo sum („ég hugsa, þess vegna er ég til“), sagði Deseartes. Hætt er við að lengi megi rökræða um þessi efni, og verður hver að trúa því sem honum þykir trúlegast, þar til ný málsgögn koma fram. Hvað sem líður trúnni á guð- lega forsjón og annað líf, þá er ljóst að siðgæðishugsjónir Einsteins eru háleitar og áhugi hans á þekkingu brennandi. Þetta eru hans trúarbrögð. Nið- urstöður heimspekingsins Spi- noza um anior Dei intellectii- alis (skynsemisástina á guði) hafa fulla samúð hans. Annað mál er hitt, hversu þessar hug- sjónir samrýmast algeriega bundinni orsakanauðsyn til- veruiiinar og orsakakeðju svo að segja einnar tegundar. Og gangur mála í heiminum nú á dögum virðist ekki til þess fallinn, að vekja mikla bjart- sýni á þessum grundvelli. Hinn brezki stjörnufræð- ingur og eðlisfræðingur A. S. Eddington (1882—1944) staðfesti afstæðiskenningu Einsteins með stjarnfræði- leg'um athugunum og vann að stærðíræðilegri litfærslu hennar. Hann er að vissu leyti trúmaður líka, þótt viðhorf hans séu með tölu- vert öðrum blæ en Einsteins og hneigist meira að hug- lægum grundvelli eða jafn- vel dulspeki. Hugmyndina um alheimssál eða Logos telur hann í góðu samræmi við vísindin, þótt þau kom- ist raunar ekki lengra en að nokkurn veginn litlausri al- gyðistrú. En maðurinn þurfi að geta nálgazt al- heimsandann á þann hátt, að hann finni persónulega snertingu við hann, og að því stefni öll sönn trúar- brögð. Um dularfull fyrirbrigði, dulræna reynslu og skiln- ing, segir Eddington, að hann sé ekki í aðstöðu til þess að meta sönnunargildi þeirra, en tekur fram, að trú dulspekinga hvíli ekki á þeim forsendum einum eða jafnvei aðeins að litlu leyti. Ein af merkum bókum Eddingtons nefndist „Tlie Philosophy of Physical Sci- ence“ (Heimspeki eðlisvís- indanna). Mér fannst hún mjög athyglisverð, og leyfði ég mér að skrifa höfundin- um til þess að vera viss um að ég skildi hann rétt og um leið að spyrja hann dálítið, einkum um hið andlega við- horf í mótsetningu við þrönga efnishyggju. — Ég læt þetta fljóta hér með; bréf Eddingtons í frumriti (og þýðingu), mín bréf í þýðingu aðcins. Bókin er enn þess verð að lesa hana. Reykjavík, 24. 1. 1943. Sir Arthur Eddinffton, Cambridse. Kæri prófessor, Ég hef lesið af mikilli for- vitni bók yðar um „Heimspeki eðlisvísindanna". Þar sem ég er hvorki heimspekingur né eðlis- fræðingur, mætti kannski líta á forvitni mína sem sýnishorn af áhuga venjulegs hugsandi manns á þessum hlutum. Ég vona að það verði mér til nokkurrar afsökunar, ef ég er 1) iM'gar |)Ptta cr skrifað, stend- ur öiinur lieinisstyrjöldin sem hæst or' raunar farið að sÍR'a á síð- ari hluta hennar. Einstein hafði 1918 — 1933 verið yfirmaíiiir Kaiser Wilhelm-eðlisfræðistofmin- arinnar í lierlín, en við valdatöku nasista varð hami að fara frá venna hess að )iann var af Gvð- ingaættum, og fluttist hann l»á til llandarík.janna, Jiar sem liann starfaði við Princeton-háskólann til dauðadans. Hanii opf fleiri vís- indamenn höfðu 1939 vakið athyftli ltoosevelts á tilraunum hjóðver.ia með kjarnakleyft úranium, off leiddi ]>að til ]>ess, að Bandaríkja- menn urðu fyrstir til að frajnleiða kjarnorkuvoim. En næst afstæðis- kenniiifí'uiiiii varð Einstein frægiist ur fyrir það að sýna fram á, að orka hefur efnismagn og að massa er þess veKiia unnt að breyta f orku undir vissnm skilyrðum, en lietta löumál varð undirstaða að kjarneðlisfræðinni ou tillieyraud* tækni. 11. júní 1972 þESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.