Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Page 26

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Page 26
KLAUS RIFBJERG ÞRJÚ LJÓÐ Jóhann Hjálmarsson þýddi A tímum Bellmanns Carl Michael Bellman var oft illa haldinn á morgnana. Carl Michael Bellman langaði til að fá sér einn lítinn, en hann vissi að það var óhugsandi. Morgnar Carls Michaels Bellmans voru óskáldlegir, þá orti hann. Með ólgu í maga og lifur eins og stein sat Carl Michael Bellman í köldu herbergi sínu og hefði lagt flest í sölurnar fyrir glas af Rínarvíni eða til að sjá stopet fullt av öl en hann lét ekki undan. Fingur Carls Michael Bellmans voru aumir og það var sárt að spila á lútuna. Hann spilaði og horfði út yfir þök með skorsteinum og snjóbráð. Hann sagði við sjálfan sig: Nú gefstu upp, Carl Michael Bellman, nú fleygirðu pennanum og gefst upp, nú selurðu lútuna og hitar þér rauðvínsglas með negul fari það allt til fjandans. Carl Michael Bellman var illa haldinn á morgnana. Dra át helvete. Ulla & Mowitz söng í höfði hans á blaðið var skráð annað lag (Gutár, kamrater, gutár, kára syster!) og á kvöldin leið honum heldur betur. Brecht á Fjóni August Strindberg Punktur. Tíu mínútna svali. Svo hitinn aftur. Ofnæmið. Tortryggnin. Afbrýðin. Óeirðin. Ástin. Innblásturinn. Þráin. Draumurinn. Þorstinn. Vinen och arbetet. Hann stendur í dyrunum með vindilinn milli fingranna. I birtunni árla morguns blómstra kirsuberjatrén. Hann strýkur munkshárið og rennir hendinni niður eftir hnöppunum á Kínajakkanum. Vorið er seint á ferðinni. Hann minnist borðsins í stofunni langa borðsins með öllum blöðunum og kvennanna sem ganga fram og aítur og barnanna sem eru í skóla. Hann hugsar um Evrópu svart meginland melludólga s’kækja svindlara morðingja betlara (siehst du den Mond úber Soho?). Hann er rómantískur og kennari aíklæðir kirsuberjatrén hægt borfir í aðra átt og sér dálítinn jarðskjálfta í óvæntri moldvörpuhrúgu. Hann snýr sér við og tekur vindilinn með sér inn. Hann sest við borðið, en áður en hann skrifar hugleiðir hann að nú eru þau senn á förum. 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. jainúar 3972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.