Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 8
FLETT BLÖÐU Kafli úr bókinn* Leikhúsið við Tjörnina eftir Svein Einarsson 75 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkuir verður m.a. mirmzt með því að út keinux saga Leikfélagsins, 170 blaðsíðna bók, ríkulega myndskreytt og ber hún beifið LEIKHÚSIÐ VIÐ TJÖRNINA. Höfundur er Sveinn Einarsson, en útgefandi er Al- rneaaa bókafélagið. Það Iætur að líkum, að lír miklu efm liefur verið að moða, því hvert ár á sína sögu; sömuleiðís hvert verk, sem upp var fært í Iðnó og síðast en ekki sízt starfs- kraftar Leikfélagsins, leikararnir. Þeir eru orðnir margir og ánægjulegar minn- ingar eru bundar við þá alla. Maður er manns garnan og því befur Lesbókin kos- ið að bera niður í kafla, sem heitir Leik- ararnhr og starfsfólkið. Leikfélagið og Al- menna bókafélagið hafa góðfúslega gefið leyfi sitt tíl birtrngar kaflans. Leitíbiópurinn hefttr vaxi5 Mn síSari áir, og er hann nú stærri en hann hefur veriö nokkru sinni fyrr i sögu féiags ins.. Einkuna er yngsta kynslóð in fjölmenn og lætur mikið að sér kveða. Þegar Leikfélagið tók til starfa var leikhópurinn hins vegar ekki stór: f>að mnnit hafa verið 14 stofnendanna, sem upphaflega var búizt við að tsekju aið sér hlutverkin á sviðinM, en fijótt heltust nokkr ir úr lestmni, svo fljrótt, að þeg ar á næsta leikári fóru for- ráðatnenn félagsins i liðsbón. Aðalleikkonur LJR. þegar í upphafi voru þær Stefanía Guðmundsdóttir og Gunnþór- unn Halldðrsdóttir, miftilhæfar listakonur báðar og harla ólik ar. Alit frá því að Stefánía Guðmundsdöttir kom fyrst fram á sviði Góðtemplara hússins, höfðu áhorfendur og blaðagagnrýnéndur þótzt kenna að þar væri á ferðinni óvenjulegt leikaraefni. Og leik feriil frú Stefaniu varð I raun- inni einn óslitinn frægðarfer- iil, aðdáun áhorfenda átti hún til hins síðasta, en hún lézt um aldur fram 1926, tæplega fimm- tug að aldri. í fyrstu var sér- grein hennar ungar ærsladrós- ir, sem hún lýsti af fjöri og þokka, en hún þroskaðist ört, er til alvörunnar kom og varð stórbrotin skapgerðarleikkona, túlkandi helztu ástkvenna heimsbókmenntanna. Glæsi- leiki virðist frú Stefaníu hafa verið í blóð borinn í ríkum mæli, en viðbrugðið er hversu auðveit henni veittist að töfra áhorfendur með rödd sinni; henni var náttúrlegt að vera á sviðinu, hvort sem hún túlkaði ástríðuofsa eða lýsti hljóðiátri innri baráttu; með árunum hef- ur henni vaxið hófstilling og listræn einbeiting. í íslenzk- um leikritum túlkaði hún fyrst allra Steinunni í Galdra-Lofti, Ljóti í Bóndanum á Hrauni, Hekiu í Konungsglímunni, Guðnýju í Lénharði fógeta og frú Guðrúnu í Syndum ann- arra; meðal frægustu hlut- verka hennar annarra eru Úl- rikka I Kinnarhvolssystrum, Toinette í Imyndunarveik- inni, Marguérite Gautier í Kam elíufrúnni, Magda í Heknilinu, en það hlutverk lék hún þeg- ar minnzt var 25 ára Ieikaf- mælis hennar, og frú X í sam- nefndu leikriti A. Bíssons. Spurning er hvort nokkur Is- lerrzk leikkona hefur notfð annarrar eins hylii rrm sina daga og Stefanía Guðmunds- dóttir. Gunnþrórunni Halldórsdóttur skorti að vísu ekki heldur vin- sæidir, en ferili hennar er harla ólíkur. Fyrstu 7 árin lelkur hún hvert hlutverkið á fætur öðru og hvert öðru ólík ara, galgopastelpur og roskn- ar piparmeyjar, pörupilta og prúðar hefðarmeyjar, en f verulega kröfuhörðum verk efnum eirrs og Hjördísi í Vik- ing'wmim á HálogalaruJi, sem Valborg í Gjaldþrotinu fBjörn son) og frú Alvíng í Aftur- göngum sýnir Gunnþórunn í hvaða átt hún mætti þroskast. Af því verður þó ekki, og þau ár, sem hún er viðskiia við fé- lagið verður hún hin ókrýnda revíudrottning Islendinga. Þeg ar Gunnþórunn kemur aftur til Leikféiagsins úr þeim hreins- unareldi, gengur hún í endur- nýjun sirma listraemi lífdaga og skapar nokkraar ógleymarr legar lýsmgar alþýðukvenna,. Grímu í Jósafat, Núrí í Þrem- ur skálkum, Úrsúlu í Varið yð- ur á málningunni. Staða- Gunnu í Manni og konu, Vil- borgu grasakonu í Gullna hlið inu, Mettu Maríu í Orðinu, Karenu í Álfhól (50 ára leik- afmæli) og síðast en ekki sízt Ásu í Pétri Gaut. Leikgáfa Gunnþórunnar Halldórsdóttur hefur verið rík og upprunaleg, hún átti I miklum mæli bæði kímni og samúð, og hún átti til alþýðlegan íslenzkan tón, sem gerðr hana að ftrPtrúa þess bezta, sem við höfum eignazt á leiksviðínu, Við hirð þessara leikkvenna stóð lagleg ung Ieikkona, Þóra Sígurðardöttir, sem l'ézt mjög ung úr berkitrm, og fmríðtrr Sig.urðardóttir, sem lék tals- vert um 30 ára skeið, einkum mihni háttar skaðgerðar- hlutverk. I hóþi karlmannanna var Ámi Eiríksson frá fyrstu tíð einn. af máttarstálpum félags- ins. Hann var fæddur 1869 og hafði fyrst komið fram á leik- sviðí í Glasgow-leikhúsinu 1886 og sfðan leikið mikið með ýmsum áhugahópum. í ferli Árna Eirikssonar speglast sú þrótm, sem> á sér stað í Islenzkri leikiist um aldamót- in. Hann sýnir giettni og fjör í dönsku söngvasmámuramum, en gagnrýnendur hvetja hann til meiri hótstillingar í túlkun- armáta sínum. Og með markvísri vinnu agar Ámi hæfileika sína svo að hann verður ein styrkasta stoðin 5 raunsæiTegu verkefnunum; Eh-ykkjumannmum Lantier i Giidrunni eftir Zola lýsir hann með grípandi hætti í sterkumi og krókalausum leik, en hann hefur einnig hliðargöt ur sálarlífsins á valdi sinu eins og hjá Ásiáki prentara I f>jóð- níðingi Ibsens. Þegar Leikfélag ið leggur til atlögu við is- IenzRu verkefnin á Árni Eiríksson bæði ytri styrk til að lýsa Lénharði fógeta og innri styrk til að lýsa Sveinunga, Bóndanum á Hrauni; en upp- runaleg kímnigáfa hans og hæfileikinn til að bregða sér i allra kvikinda liki, gera hann ekki siöur minnisstæðan sem Gvend snemmbæra I Nýjárs- nóttinni eða Grasa Guddu í Skugga-Sveini, þessa frumís- lenzku „komische alíe", sem af gamalli hefð er oftast leikin af karlmanni. Og í sígildum gleði- leikjum hafði hann einnig fót- festu: Jeppi á Fjalli og Argan í ímyndunarveikinni voru með- al beztu hlutverka hans. Kristján Þorgrímsson var elztur leikendanna um aldamót in, fæddur 1857 og kom fyrst fram á lerksviði 1881. Hann hafði þannig leikið lengi, þeg- ar Leikfélagið var stofnað, og í rauninni verður hann fulltrúi þess bezta f því, sem áhuga- flokkamir höfðu verið að gera, þegar Leikfélagið kom til. ÓKkt Árna Errikssyni breytist ekkr lerkmáti Kristjáns, og hann verður þvi alcPrei vel heima í hinum nýju verkefn- um eftir aldamótfrr. En í dönsku söngvaleikjunum og Með þessari grein hefur Lesbókin kosið að birta niyndir af noklcr- um dáðuni leikkonum Leikfélagsins. Ein Jreirra er Guðriin Indriða- dóttir (að ofan) sem var ein styrkasta stoð Leikfélagsins og lék samtals 83 hlutverk. Hér er Guðrún árið 1903 sem Margrét í Apomim eftir- Heiberg. Gunnþórunn Halldórsdóttir átti orðið langan leikferil að baki, þegar liún lézt. Þá hafði hún skilað 73 Ulutverkum lijá Leikféiag- inu, en auk þess var liún um tíma liin ókrýnda revíudrottning landsmanna. Hér er Gunnjióriinn sem Úrsúla t Varið ykkur á málningunni eftir Fauchois, 1935. öðirum alþýðuleikjum þessa tíma standa fáir honum á sporði að vinsældum: hvað eftir annað er þess getið um Kristján Ó. Þorgrímsson, að enginn haifi annan eins hæfi leika og hann til að koma mönnum til að hiæja, hann þurfi ekki annað en þirtast á sviðinu. Eitt vinsælasta hlut- verk hans var kammerráð Kranz í Ævintýri á gönguför og með túlkun sinni þar kom hann á eins konar hefð, sem hefur haldizt, þegar L.R. hef- ur tekið til sýninga þetta elskulega leikrit, sem svo mjög hefur orðið samgróið sögu þess. Kristján Þorgrimsson var skopleikari fyrst og fremst, én honum var heldur ekki varra- að alvörunnar: þegar hann Iék Mörup skóara í Drengurirm minn eftir L’Arronge var varla þurrt auga í salnum í Iðnó. Ár- ið 1906 var minrtzt 25 ára Ieik- afmælis hans, og var það f fyrsta skipti að íslenzkur, leik ari var heiðraður á þennan hátt; um það leyti var hartn að draga sig meira og meira í hlé frá leiksviðinu og lék eft ir það aðeins gömul glanshlut- verk. Kristján Þorgrímsson lézt 1915. Við hlið þeirra Árna og Kristjáns var Friðfinnur Gúð- jónsson frá upphafi einn af 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 19'72

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.