Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 19
 Óperuhúsið var lagrt i rúst i loftárásum, og hefur ekki verið eudurbyggt enul>á. Óli Tynes Þankabrot um litla eyju Þetta er ekki gainlárskvöld, lieldur loftvarnaskothríð á Möltu að nóttu til, í síðari heimsstyrjöldinni. Sem betur fer slapp „HöIIin“ við eyðileggingu. Þessi mynd er úr „veggteppasalnum“, þar sem þingið situr nú. Gobelin-teppin stórkostlegu voru gjöf frá Perellos, stórmeistara. IÍG VISSI I5KKI ALMENNI- LEGA við hverju ég ætti að búast þegar ég kæmi till Möltu. Ég hafði að vísu fylgzt vel með fréttum þaðaai upp á síð- kastið, lesið um hlutverk það sem hún gegndi í strlíðinu og þar fram ©ftir götunum, en eins og flestir hafa rekið sig á sem heimsæikja nýtt land í fyrsta skipti, koma hugmyndir manns sjaldnast heim og saman við raunveruleikann. Klukkan var um tólf á mið- nætti þegar ég kom, og ferðin hafði verið löng og leiðinieg. Hún hófst á Palma/Majorka, en þaðan tók ég vél til Barce- lona, skipti um vél og flaug til Rómar, skipti um vél og flaug til Valetta. Það bætti nokkuð úr skák að Ingó í Sunnu, hafði igert sitt til að gera ferð- ina bærilega. Engin vélainna sem ég fór með, var fullskipuð, sætanýtingin var satt að segja dálitið léleg, svo hann kom mér á fyrsta farrými fyrir venju- legt túristaverð. Það er gasa- lega gaman að flerðast á fyrsta farrými, með gulli hlöðn- uim hefðarfrúm og skjalahlöðn um stórbissnesmönnum. Ef ég hefði vitað um þetta fyrirfram, hefði ég meira að segja sýnt virðulegu samferðarfóliki mínu þá hugulsemi að mæta ekki í dýrðina berfættur 1 sandöHum, sundskýlu og bláum bol. En ég vissi ekki um það fyrr en mér var bandað frá aknenn- ingsvagninum sem flutti „venju lega fólkið" og bukkaður inn í svarta loftkælda „limúsmu", sem ók okkur heldra fólkinu þessa hundrað metra út að DC- 9 þotunni. iÞjónustan um borð var í sam ræmi við útkeyrsluna, það mun aði ek/lii miiklu að flugfreyjurn ar legðust á kné, og grátbæðu ökkur um að þiggja einn „Napo leon“ í viðbót. Ókeypis auðvit- að. Þar sem ég er miki'll mann- vinur i rauninni, gat ég ekki tfengið af mér að neita þeim. MALTAR ERU BLANDA ÝM- ISSA MIÐJARÐARHAFS- ÞJÖÐA enda hefir mikið verið um eyna barizt. Fönifcumenn sáu hve Malta var mikilvæg hernaðarlega, vegna landfræði legrar legu hennar, og lögðu hana undir sig. 1 kjölfar þeirra fylgdu innráisir Grikkja, Kar- þagómanna, Rómverja, Tyrkja (á Byzan tímabilinu) og Araba. Normanar lögðu hana undir sig 1091 og 1530 gaf Karl fimmti hana riddarareglunni sem varð heimsfræg sem Möltu riddar- arnir. Þeir hrundu innrás Tyjkja árið 1565, og eyjan var undir þeirra stjórn til 1798, þegar Napoleon tók við. Bret- ar hröktu Frakka þaðan árið 1800, með aðstoð Maltanna, sem igerðu uppreisn og undir þeirra stjórn var eyjan þar til 1964 að hún varð sjálfstætt rifci inn an brezka samveldisins. Það er því kannsfci engin furða þótt Maltar séu nú á þeirri sfcoðun að hver sé sjálf- um sér næstur, að heimurinn skuldi þeim eitthvað fyrir það sem þeir hafa orðið að líða, og að þeir þurfi ekki að vera vandir að meðulum þegar þeir innheimta þær skuldir. MEÐAL ANNARS ÞESS VI5GNA hefur þjóðernisstefna nýja forsætisráðherrans, Dom Mintoffs, fallið i góðan jarð- veg. Þegar ástandið í gengis- málum var sem óljósast siðast- liðið sumar, notaði Mintofí tækifærið og fleytti maltneska pundinu uppfyrir það brezka. Þetta var gersamlega óraun- hæft, en Malta græddi sjálfsagt margar milljónir sterlings- punda á því. Og Mallar gefa Sk . . . i hvort þessi ráðstöfun var raunhæf eða ekki. Það beinlínis ískraði i þeim hlátur- inn þegar þeir sfciptu enskutn pundum i maltnesk og hirtu shilling fyrir vikið. Og þeir voru svo útsmognir að það var vonlaust að reyna að slepþa. Ég skipti sterlingspunda ávis- un (enskum pundum) og vildi fá fyrir það ensfc pund í seðl- um. Bankafólkið brosti breitt. Fyrst breytti það enskum pund unum mínum i maltnesk, og tók einn shilling af hverju þeirra. Þvínæst var genginu aftur breytt yfir í ensk pund og ég fékk upphæðina, mínus tvö og háHft pund. STARFSFÓLKIH A HÓTEL- INU MfNU, Eden Roek, var allt einlægir sósialistar og að- dáendur Mintoffs. Það hafði þó ekkert á móti NATO eða brezku herstöðinni á eynni, sumt var meira að segja mjög á móti því að Bretar hyrfu á brott. Hinsvegar vildi það allt flá meira fyrir sinn snúð. Pétur, barþjónn og stórvinur minn, sagði: — Þér kann að finnast að við séum að selja land okkar og jafnvel sjálf- stæði, en þá skiiur þú ekki ástandið hér. Malta hefur ver- ið hersetin og staðið i styrjöld < < um frá því hún byggðlst. Og ( það eru ekki ibúar eyijarinnar . sem hafa staðið fyrir því, held ur innrásarherir frá hverju í iandinu af öðru. Bretar hafia ( haift hér flotastöð í 169 ár, og < þótt við höfum ekkert út á þá 1 að setja, höfum við liðið fyi’ir það. 1 síðari heimsstyrjöldinni voru yfir sjö þúsund hús lögð í rúst á þessari litlu eyju. Þýzku og ítölsku fiugherirnir igerðu stanzlausar loftárásir á okikur alla síðari heimsstyrjöld ( ina. Við höfum því ekkert sam vizkubit yfir að reytna að hafa það út úr líifinu sem við getum. ÞRÁTT FYRIR ÞETTA eru Malltar alls ekki biturt fólk. Þvert á móti eru þeir glað- lyndir og elskulegir, og vilja gera allt sem i þeirra valdi stendur til að gera þér til hæf- is. En þeir eru líka skapheitir eins og annað suðrænt fólk, og láta hendur skipta af minnsta tilefni. Rauðsokkur eiga ekki upp á pallborðið þama á eynni. Það er ekki af þvi að karlmennirn- ir berjist gegn þeim, heldur hafa konurnar hreinlega engan áhuga á þeirra boðskap. Eina takmark ungfrú Möltu í lifinu er að ná sér í eiginmann, og stofna heimili. Hún byrjar að vinna strax og hún lýkur skóla göngu, yfirleitt þegar hún er 17 ára. Það er vegna þess að leiðin að altarinu er gulli stráð — mestmegnis hennar. Heima- mundur tiðkast ennþá á Möltu, en stúlkurnar verða að vinna fyrir honum sjálfar, og lág- marksupphæð er talin eitt þús- nnd pund. Stúlkan verður lika að bera kostnaðinn af brúð- kaupinu og móttökunum sem því fylgja, og þar sem launin eru ekki há (5 pund á vi'ku er algengt), eru langar trúlofanir algengar. EN JAFNVEL ÞÖTT HÚN SÉ Afi SKAPA sér sína eigin fram tið, er ungfrú Malta undir strön°ru eftirliti i foreldrcihús- um, alveg þangað til hún geng ur inn eftir kirkj'ugólfinu með sinum útvalda. Hún verður að vera komin heim klukkan níu (jafnvel þótt hún sé orðin 24- 25 ára eömul) og þegar unn- ustinn heimsækir hana, eru móðirin eða faðh’inn alltaf við- stödd. Maltar eru ákaflega strangt kaþólskir, og kirkjan berzt hatrammlega gegn þvi aukna frelsi nnelinga sem er farið að berast i litlum mæli frá Evrópu og Bandarikjunum. Malta er eitt af fáum löndum í heiminum, þar sem í gildi er opinbert bann við hvers konar getnaðarvörnum. Fyrir tveim árum komu þangað ung brezk hjón í brúðkaupsferS, og verj- ur þeirra voru gerðar upptæk ar í tollinum. Mikil læti urðu út af því, og nú ná lögin aðeins til hinna inn fæddu. MALTA ER ENN EKKI BÚIN að jafna sig fullkomlega eftir stríðið. Niðri i miðborginni eru mörg hús i rúst, og þar sem efnahagsþróunin hefur verið Framliald á bls. 29 9. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.