Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 10
I Soffía Guðlaugsdóttir var ein fremsta ieikkona sinnar kynslóðar og lék samtais 65 Iilutverk hjá LB. um sína daga, en þeir urðu ekki nijög margir, því hún | Iézt um aldur frani árið 1948. rön Magnúsdóttir leikferil sinn, stjarna í óperettum þessa tíma og vinsæl gamanleikkona hjá L.R. Hjá leikfélaginu leikur hún m.a. Annette í Bláu kápunni og Ungfrú Nitou- che, sitt frægasta hlutverk, en einnig soubrettuhlut- verk, sem ekki kröfðust söngs, eins og Zerbinette í Hrekkjum Scapins, og í Elsku Rut brá .^hún sér hátt á fimmtugsaldri í gervi 15 ára stelpugopa og þótti ekki degi of gömul. Sigrún Magnúsdóttir hefur undanfarin ár verið búsett á Isafirði og sagt til áhugamönn um úti á landi. Magnea Jóhann esdóttir lék líka talsvert upp úr 1930, t.d. Sigrúnu í Manni ; og konu og Sigríði i Pilti og : stúlku, en hefur lengst af ver- ið búsett utan Reykjavíkur og } varð því viðskila við félagið. ! Tvær aðrar leikkonur, sem á þessum árum stiga sin fyrstu spor á leiksviðinu, ílend- ast hins vegar, og skipa sér von bráðar í fremstu röð. Það eru þær Alda Möller og Regína Þórðardóttir. Alda Möller var fædd 1912 og kom fyrst fram á sviðið tvítug að aidri. Um 1940 er hún orðin ört vaxandi leikkona, sem gef ur mikil fyrirheit í hlutverk- um eins og Bergljótu í Brim- hljóð og Grazia í Dauðinn nýt- ur lífsins. Á næstu árum tekst hún á við mikilsháttar burðar- hlutverk eins og t.d. Theu Elv- sted í Heddu Gabler, þá græn- klæddu í Pétri Gaut (og Nóru 1 Brúðuheimili hjá Leikfélagi Akureyrar), allt í leikstjórn frú Gerd Grieg; hún er Lajle i Vopnum Guðanna, Ellen for- stöðukona í Jónsmessu- draumi á fátækraheimilinu eft- ir Lagerkvist og siðast en ekki sízt Portia i Kaupmanninum i Feneyjum. Enginn efaðist um að Öldu Möller biði glæsileg framtið á íslenzku leiksviði, ótviræðir hæfileikar hennar gerðu hana sjálfkjörna til að glíma við kröfumestu hlutverk leikbókmenntanna. En sem hún stendur á þröskuldinum, er tjaldið fellt, nýkomin heim úr Finnlandsferðinnj sælu, fyrstu utaniandsför Leikfélags Amdís Björnsdóttir kom fyrst fram 1922 og kvaddi sviðið 69 hliitverkum og 43 árum síðar sem grand oid lady liuis íslenzka sviðs. Hún er hér í hlutverki sínu i ímyndimarveikinni, 1931. Alda Möller sem Lajle i Vopn guðanna eftir Davíð Stefánsson, 1943. Alda lék 28 hlutverk hjá L.R. og var mjög vaxandi og álitleg leikkona, þegar hún dó aðeins 36 ára gömul, árið 1948. Félagi Indriða, Haraldur Á. Sigurðsson, sem kom fyrst fram á svið sama ár, er hins vegar af öðrum toga spunninn; for- sjónin hefur útbúið hann með þennan óútskýranlega hsefi- leika, að um leið og hann birt- ist á sviði þykir öllum afskap- lega gaman og fara að hlæja. Haraldur var um aldarfjórð ungsskeið einn vinsædasti skop leikari okkar, bæði hjá L.R., einkum í skopleikjum Arnoilds og Bachs og eins í revíum Fjala kattarins og BLáu stjörnunnar. Hann hefur einnig með góðum árangri, sett saman sikopleiki, lengri og skemmri. 1924 komu svo tii sögunnar tveir ungir menn, sem báðir áttu eftir að komast i fremstu röð; annar þeirra hefur staðið á sviðinu fram á þennan dag, oftar en nokkur annar iistamað ur i sögu félagsins, enda orð- inn eins konar tákn þess: Bryn jólfur Jóhannesson. Hann lék fyrst á Isafirði 1916, en í Iðnð sem Baldur í Stormum efrir Stein Sigurðsson. Brynjólfur hefur leikið hátt í 200 hlut- verk, stór og smá, s’kapgerðar- hlutverk flest, enda á hann manna auðveldast með að bregða sér í allra kvikinda l'íki og kann jaínvel við sig sem engill og djöfuil. Einkum hafa orðið frægar túlkanir Brynjólfs á íslenzkum hlut- verkum og það, sem og aimenn- ar vinsældir hans með þjöð sinni, hefur orðið til þess að hann hefur í gamni og alvöru verið kallaður „þjóðleikari Is- lendinga". Leikur hans í hlut- verki Jóns bónda í Gullna hlið inu, séra Sigvalda í Manni og konu, Ógautans í Dansinum í Hruna, Jóns Hreggviðssonar í íslandsklukkunni (í Þjóðleik- húsinu) og Jónatans skipstjöra í Hart í bak er svo nálægt því sem tomizt verður að skapa ís lenzíka hefð í túlkun þessa. bændaþjóðfélags sem breytist í bongarþjóðfélag, að hér er veigamikill þáttur íslenzkrar leiklistarsögu ljóslifandi. En auðvitað eru tugir annarra 'hlutverka minnisstæð líka, svo frjótt er íimyndunarafl lista- mannsins og svo óþrjótamlí mannlíf sku nnandi hans. ins (1948) fær hún lungna- bólgu og deyr, aðeins 36 ára gömul. Regína Þórðardóttir lék fyrst með Leikfélagi Reykja- víkur á Akureyri, þar sem hún var þá búsett, en L.R. var í leikför með Jósafat Kvarans. Hún stundaði leiknám í leik- listarskóla Konunglega leik- hússins í tveimur áföngum, en lék með L.R. á milli talsvert af hlutverkum. Hún kemur alkom in heim um Petsamo 1940, að loknu prófi og verður síðan ein athyglisverðasta leikkona þessa áratugar. Frægasta hlut- verk hennar þá er jómfrú Ragnheiður í Skálholti, en hún er líka fröken Johnson í Uppstigningu, Steinunn i Galdra-Lofti, Martha Brewst- er í Blúndur og blásýra og Geirþrúður drottnlng í Haml- et. Hún starfar í Þjóðleikhús- inu í einn áratug, einn af að- alkröftum leikhússins, en und- anfarinn áratug hefur hún ver- ið „grande dame“ síns gamla leikhúss og leikið þar mörg viðamikil hlutverk, en að vísu ekki alveg óslitið, sakir van- heilsu. Hún er doktor von Zahnd í Eðlisfræðingunum eft ir Diirrenmatt og sömuleiðis Claire Zachanassian í Sú gamla kemur í heimsókn; hún bregð- ur á glens sem ameríska tengda móðirin í Sex eða sjö, en er aft- ur ofsaleg í hörku sinni sem Bernarða Alba, en yfirlætis- laus og þó föst fyrir sem Þór- dís í Hlíð I Manni og konu, Regína Þórðardóttir er hógvær listakona, sem skortir þó hvorki skap né persónu- leika, næm með afbrigðum á hin fínustu blæbrigði sálarlífs- ins og kannski stærst í hljóð- látri innilegri túlkun. Til þessarar kynslóðar má telja nokkrar leikkonur, sem hefja starf fyrir félagið nokkru seinna en þær, sem hér hafa verið taldar. Það er t.d. Auróra Halldórsdóttir, sem fyrst leikur með L.R. 1939, einkum í gamanhiutverkum, en verður síðan einn helzti krafturinn í revíum Fjalakatt- arins. Frá því um 1950 hefur Auróra óslitið starf- að hjá Leikfélaginu og leik- ið margvisleg skapgerðarhlut- verk, stór og smá, t. d. Herjólfs Mörtu í Önnu Pétursdóttur (1951), móðurina S Pi-pa-toi (1951), Edie í Tengdamömmu- leikjunum (1957 og 1962), móð- urina í Skemmtiferð á Vigvöil- inn (Arrabal 1966), Bertu í Heddu Gabler, og ekki sízt Eu genie í Tangó eftir Mrozek (1967). Auróra Halldórsdóttir hefur starfað mikið að félags- málum L.R., ein'kum að étflingu húsbyggingarsjóðs félagsins. Um svipað leyti kom fram önn ur leikkona sem einnig gat sér gott orð í revíum, NSna Sveins- dóttir, sem alltaf hefur leikið í Iðnö öðru hverju og reynzt far sæl í gamanleikjum og alþýðu- leikjum hún hefur undanfarin ár leikið í Þjóðleikhúsinu, en var þó með í Iðnó-reVíunni 1969, en áður t.d. í Túskildinigs óperunni, Kjarnorku og kven- hylli og Pókók. Emilía Jónas dóttir kom nokkru síðar en þær Nína og Auróra á svið hér í Reykjavik, en hafði áður leik ið miikið úti á landi. Einnig hún kom við sögu revía Fjala- kattarins og lagði þar grund- völl að almenningshylli sinni, sem hefur haldizt fram á þenn an dag. Emilía hefur leikið miik inn fjölda hlutverka bæði hjá Lei'kfélagi Reykjavílkur og eins Þjóðleikfhúsinu og reynzt mjög vel hlutgeng við alvarleg verk efni, þó að öllum þorra almenn ings sé hún kunnari úr skop- leikjum og alþýðuleikjum, ekki sizt í aðalhlutverkinu í Tannhvöss tengdamamma (1957). Þá lék Inga Laxness talsvert um eins áratugar bil frá 1941, einkum skapgerðar- hlutverk. Síðast en ekki sízrt; er svo Inga Þórðardóttir sem leik ur nokkur hlutverk hjá L.R. á þeim sama áratug, t.d. Jóhönnu Einars í Uppstigningu og titil- hlutverkið í Tondeleyo (Leon Gordon), en þó meira hjá öðr- um aðiljum, einkum Fjalakett- inum. Á fyrstu árum Þjóðleik- hússins verður hún ein aðal- leikkona þess leikhúss og leik- ur m.a. Höilu í Fjalla-Eyvindi við opnunina. Siðan 1965 hefur Inga starfað í Iðnó og leikið þar mikið af viðamiklum hlut- verkum, Þuríði í Sjóleiðin til Bagdad, Ponicu í Hús Bern- örðu Alba, Staða-Gunnu í Manni og konu, Systur Bessie í Tobacco Road og Hnallþóru í KrLstnihaldi undir JöMi. Leik- ferill Ingu Þórðardóttur er ein kennilegur en glæsilegur og hæfileikar hennar hafa oft komið á óvart. Hún er svipimik il leikkona, sterk og heit í al- vörunni, safamikil i gamninu. „Önnur kynslóðin" er líka vel skipuð karlmannamegin. Indriði Waage kemur fyrst ifram, 1923, þá aðeins rúmlega tvitugur, leikari og leikstjóri. Áður hefur verið lýst þeim tSmamótum hjá L.R., sem verða við komu hans, siðar verður leitazt við að lýsa að nokkru einkennum hans sem leikstjóra. Hann leikur fyrst Vaientin i Ævintýrinu eftir Caillavet og de Fleurs, en síðan í Max í Skilnaðanmáltíðinni eftir Schnitzler. Næsta vetur 1924— 5 dvelst 'hann svo i Þýzka- landi, en eftir að heim kemur leikur hann hvert stórhlutverk ið á fætur öðru, bæði í gaman samari verkefnum eins og Hinrik í Spanskflugunni og Malvóiiió í Þrettándakvöldi, og þó einkum í alvarlegri verkefn um eins og Tom Prior í Á út- leið, Ósvald í Villiöndinni, og síðar t.d. Galdra-Loft (1933) og Gustav Bergmann í Návigi (1938). Árið 1943 kemur svo eitt minnisstæðasta hiutverk Indriða, dr. Görtler í Ég hef komið hér áður eftir Priestley. Árið 1948 heldur Fjalaköttur- inn upp á 25 ára leikafmæli hans: Indriði leikur þá þreytta manninn í Meðan við bíðum eft ir Johan Borgen, einnig það er eitt hans bezta hlutveilk. Frá Þjóðleikhúsárum hans eftir 1950 má sérstaklega minnast Willy Lomans í Sölumaður deyr og dr. Rellingis i Villiönd- inni. Indriða Waage lét mikið vel að iýsa veikgeðja mönn- um, þar sem eitthvað hafði brostið, þá var leikur hans djúpur og ríkur, en hann átti það lílka til að rafmagna allt 'i 'feringum sig með dulúð hins óræða, á beztu stundum sinum var hann sefjandi mystiker. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. jainúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.