Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 26
tímann er allt þorpið á þönum. Hanar, hœnur, kjúklingar og egg eru boðin á öllum hugsan- legum kjörum, en nýslátraða hænan okkar hefur pegar ver ið hamfiett og liggur á glóðun- um meðan við spjöllum við 7 til 8 öldunga þorpsins kringum teketilinn. Ótrúlega glaðvær hlátur hijómar úti í tunglskinsnótt- unni yfir furðusögum okkar um land eitt iangt í burtu, sem við köiium snjólandið. Handan þess lands er ekkert annað land, og á sumrin skín þar sól af himni jafnt nótt sem dag. Og þeir gefa hvor öðrum oln- bogaskot í magann og rúlla sér í sandinum á milli þess að við bjóðum þeim teglas. Tin-Hinan? Þeir vi:a ekkert um Tin-Hinan nema það, að hún er fræg og að margir koma hingað til að sjá gamia virkið. í fyrra komu fjórir Frakkar hingað, og þeir romsa upp úr sér hverjir hafi komið siðustu tíu árin. Fjórir menn á ári þykir margt i þessu af- skekkta þorpi, og þeir minnast hvers og eins og segja frá hon um meðan teglasið gengur á milli. — Næsta morgun erum við komin á fætur fyrir sóiar- upprás, og þá eru al'liir þorps- búar mættir til að hjálpa okk- ur að taka saman. HEILAGA BOKGIN MEÐ ÖLDUN GUNUM Enginn, sem kemur suðlægu leiðina til hins gamla konungs rikis M’zab, kemst hjá því að íyhast aðdáun yfir þeirri sýn er hann sér hina heiiögu borg Beni Isgen í fyrsta sinn. — Klukkustund eftir klukku- stund rennur bílldnn eftir bein um, brennheitum maibikuðum veginum gegnum eyðimörkina. Eina tilbreytingin auk hin.na sí- breytilegu hillinga, eru litlar eyðimerkurkrár, sem reist- ar hafa verið vegna þyrstra vörubílstjóra á leið til og frá oi'íuborunarstöðvunum. Krárn ar hafa engin nöfn, en nefnast eftir því hve þær eru langt frá næstu olíuborunarstöð eða vin, 80 — quatrevingt, 150 •— cent- cinquante eða 300 — troiscent. Hér geta menn hvíizt í einustu forsælunni, sem er að finna á þessum endalausa sólarvegi, og fengið sér kaffibolla eða te glas. Það eru innan við hundr að ár síðan þessi vegur var Iestaslóð, vörðuð beinagrind- um þræla og innfæddra, sem ekki þoldu eldraunina. f dag er öðruvísi umhorfs. Beina- grindurnar eru horfnar, en þess í stað er siéttur malbiks- vegurinn varðaður gömlum bilahlutum, slitnum hjólbörð- um, sem bráðna í sólarhitan- um, og þess á milli heilum bíl- um, sem bilað hafa í eyðimerk urferðinni. En allt í einu, þegar nianni finnst óhugsandi að þola þessa endalausu stelneyðimörk öllu lengur, liggur Beni Isgen í geislandi dýrð framundan, þar seni vegurinn beygir niður af steinhásléttunni. Fjöldi velút- lítandi, blákrítarlitaðra smá- Iiúsa stendur á hjöllum, og að baki þeirra gnæfir risastór turnspíra, gerð úr hertum leir. Toppur spírunnar er prýddur fjórum litlum liornum, sem líkj ast hinu gamla Baa,I-tákni Fön ikíumanna. Nokkrir þjóðfræð ingar hafa líka verið þeirrar skoðunar að þessi leyndardóms fulla þjóð, sem enginn veit með vissu hvaða er upprunnin, gæti verið afkomendur þeirra Fönikíumanna, sem fyrir kraftaverk sluppu frá hinni brennandi Karþagó. Beni Isgen er hin heilaga borg í gamla konungsrikmu M’zab, en enginn veit hvers vegna einmitt hún er heilagri en hinar borgirnar sex, sem standa á víð og dreif á þessu 400 ferkílómetra svæði. En það er svo margt, sem ekki er hægt að skýra í M’zab, svo margar spurningar, sem engin svör fást við hjá íbúum hinna sjö borga. Einkum verða þeir stutt ir í svörum þegar minnzt er á uppruna þeirra, ef þeir þá svara nokkrum hlut. Hvers vegna kalla þeir sig mózam- bia ? Hvar eru ættartöflur þeirra, sem vitað er að fund- ust í stóru moskunni i Gharda ia fyrir aðeins 10—15 árum? Hvers vegna er búið að má út nafnið Sinai, sem finnst á gömlum kortum yfir eyðimerk ursvæðið sunnan borganna? Og hvernig gátu mózambítarnir i Gahardaia, sem alia tið hafa verið ofstækisfuliir múhameðs trúarmenn, leyft að gyðingum skyldi hleypt inn í borgina um 1400 til að setjast þar að og byggja samkomuhús? Þeir, sem buðu múhameðstrúuðum bræðrum sínum ekki einu sinni húsaskjól til forna. Gæti það verið vegna þess, að þeir hafi iitið á þessa gyðinga sem bræður? Og leituðu gyð'ngarn ir ef til vill hingað af þvi að þeir vissu, að vei yrði tekið á móti þeim? Leiðsögumaðurinn, sem for- máiaiaust hafði slegizt í för með okkur við borgarhiiðið, heyrir ekki spurningar okkar, en romsar upp úr sér langri þulu lærðri utanað á heiili mannsævi. Það eina, sem hann getur sagt okkur nýtt á leið- inni til vestri borgárrurnsins er að eigandi húss nokkurs, sem við förum framhjá, hafi verið sektaður fyrir að mála húsið siitt blágrænt. Hann sting- ur handleggnum inn í holu við hliðina á turndyrunum og þreifar með löngum trélykii alsettum nöglium eftir götun- um, sem passa við naglamynstr ið og ganga að slagbrandi dyr anna að innanverðu. AMdr karl- menn í M’zab ganga mað þessi löngu tréstykki I beltinu. Og það er sagt, að þessir „lyklar" séu svo flóknir, að enginn geti opnað ókunnug hús. Ofan úr turninuim horfum við á sólserið yfir eyðimörk- inni. Skuggarnir lengjast fijó:t niðri í vininni, og síðasta dags birtan bregður hlýjum, rauð- leitum biæ yfir brúna stein- ana í gilinu, sem smýgur hajgt inn í vitundina og brennir sig inn í augu manns. Langt fyrir neðan, handan við nýkalkaðan bænastaðinn, sjáum við geit- urnar troða sér gegnum borg arhliðið og dreifast um mjöar tröppugöturnar hver til sins húss. Bózambítaborgirnar eiga hver sína föstu hjörð, og geit- urnar, sem tilheyra hverju heimili, rata sjálfar heim til sín. Eins og þolinmóðir hundar S’.anda þær tvær og þrjár sam an og bíða þess að verða hleypt inn og mjólkaðar. Kvöidgoian fer sem djúpt andvarp um húsa þökin og flytur með sér iang dregna rödd kallarans er hann kallar menn til bæna í ná- grannaborginni Meiika, og lengst inni í dalnum sjáum við hilla undir höfuðborgina Gliar daia eins og bláhvítan pýra- mída í rauðri húmbirtu. Ellihrumi leiðsögumaðurinn okkar tautar fyrir munni sér og verður að byrja aftur m'-.ð an hann s.rýkur hæruskoiið skegg sitt í sífellu. Við höf- um aftur á móti fengið stað- festingu á þvd, sem við ieit- uðum að. Einu stykki fieira í púsluspili okkar um uppruna mózambítanna: öll húsin eru með brjóstvörn á þakinu, en slík: finnst ekki á einu einasta arabísku húsi í allri Norður- Afrí'ku. Aftur á nióti er ísra- elsmönnum skipað það sam- kvæmt ganila testamentinu! Niðri í borginni snúa kon- urnar andlitinu að veggnum þegar við göngum fram hjá, og karlmennirnir, sem eru á leið til moskunnar og bæna- haldsins, ganga hjá án þess að heilsa. Það eru bara minnstu börnin, sem kalla „bon jour“ á eftir okkur og hlaupa flissandi og feimin í felur þegar við svörum. Húsin hafa engan glugga á þeirri hlið, sem að götunni snýr. Þarna er aðeins gatan og veggirnir og raí- magnsleiðslur, sem liggja þvers og kruss yfir höfðum okkar. Barnagrátur og geitajarm kveð ur við í rökkrinu, sem ekki tekst með öiJiu að þrengja sér niður í mjóar, hvítglitrandi göt urnar, en háværu konuraddirn ar, sem við erum vön úr öðr um arabískum smáborgum, heyrast ekki. Mozambitakon- an er jafnþögul í húsi sínu sem hún er þegar hún s:end- ur með andlitið þrýst upp að veggnum. Verzlunartímamini er lokið á litla torginu neðst í borginni, og vörusalarnir eru að taka saman verzlunarvörn sína og halda heini á Ieið — því and- stætt aröbiim, seni eyða megn- inu af tima síniim á veitinga- húsum, fer mózambítinn aldrei út. Það er einfaldlega ekki til eitt einasta kaffilnís í allri borg inni, og nýju kaffihúsin út við aðalveginn freista þeirra ekki. Verzlanir eru lieldur ekki t»I í liinni heilögu borg. Öll verzlun fer fram sem uppboð á litla inarkaðnuni tveim tíniiim fyrir sólarlag. Þeir, sem eitthvað hafa að selja, leggja vörur sinar á mitit torgið í hrúgu ásamt öðrum, en síðan safnast karlmennirnir í borginni saman í hring með krosslagða fætur. Einn þeirra tekur að sér hlutverk „upp- boðshaldara" og kallar vörurn ar upp, og þeir, sem ætla að kaupa, geta boðið. Ekki má hækka verðið um meira en 100 franka í senn, og bannað er að bjóða yfirverð. Þannig komast þeir hjá því að prútta og deila innan hinna heilögu múra. Útgefandl; H.f. Árvakur, Reykjavik Framkv.stJ.: Haraldur Svelnsson Rltstjórar: MatOiias Johannessen Eyjólfur KonráO Jónsson AóstoðarrltstJ.: StyrmJr Gunnarsson RltstJ.fltr.: Glall SÍgnrSsson AuKlýilniar: Arnl GiHlar KrUUnutm RUstjórn: ASalatrseU 6. 0íml 101Ó0 Jólanótt í járnbrautar- garði Framhald af bls. 11 allra heilgasta í jólahald- inu, sjálf ímyind jólarma. Á heimili foreldra minna mátti aldrei syngja þann sálm nema á jólum. Söngur hans á að- fangadagskvöld leiddi jóiin í garð. Fram að þessu hafði ég ekki fengið mig ti'l að syngja hann — ekki treyst mér tdl þess. Á meðan jólin voru ekki komin í vitund minni var þa8 vanhelgun að syngja hann. En nú — nú gat ég sungið harm. Sú stund, er nú fór í hönd, líður mér aldrei úr minni og ég gæti trúað, að svo gæti verið um fleiri, er þarna voru. Á stjörnukyrri jólanótt, í þessu sérstæða umhverfi, hljóm- aði nú sálmurinn fagri: Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól — Hærra og hærra sté hann, borinn upp i margrödduðum samhijómi af stritklæddum mönnum á mörgum tungumál- um. Ég gleymdi stund og stað og hjarta mitt fylltist fögnuði. Jólin, sem fram að þessu höfðu virzt svo fjarlæg og óraunveru leg, voru allt i einu komin. Ég söng öll erindin þrjú, á eftir var dauðþögn og nú kiappaði enginn. Svo rankaði ég við mér og kallaði niður til hópsins á íslemzku: „Gleðileg jól“. Óskinni var svarað strax á mörgum tungumálum. Það var ekki sungið meira og hóp- urinn dreifðist. Þeir, sem höfðu sungið með mér, fóru flestir yfir að kolabyrðunni. Þeim mönnum átti ég eftir að kynnast betur siðar, flestir þeirra voru úkradnumenn og margir þeirra félagar í karla- kór þess þjóðarþrots í Winni- peg, en sá kór átti eftir að geta sér mikið frægðarorð um gerv- allt Kamada og víðar. Ég sat kyrr uppi á koia- vasninum dálitla stund, hljóð- ur og hrærður, sál mín full af þakklátri gleði. Hér í þessu umhverfi hafði ég fundið jóJ- in, jólin sem höfðu virzt svo fjarlæg í vistlega herberginu minu með öllum gjöfunum að heiman. Mér var það fyllilega ljóst, að ég átti þetta samverka mönnum mínum mest að þakka. Það, sem í einverunni hafði snúizt upp í angur og einstæð- ingsskap, hafði hér orðið að há tíð vegna gleðinnar, er rikti í hjörtum þeirra, sem í kring um mig voru. Og um leið skildi ég til fulls hið dásamlega eðli jólanna. Að þau eru samnefnari allrar sannrar fegurðar, birtu og gleði, að þau eru ekki bundin stund, stað eða umhverfi heid- ur einungis þeirri einföldu for« sendu, að maður hafi rúm fyrir þau í hjarta sínu. 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.