Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 5
sýning-uina er sagt, að „ailir þeir er léku, léku vel, og nokfkrir enda afbragðsvel". Indriði segir, að æfingam- ar hafi þokazt áfram, en i Þjöðólfi segir, að leikurinn hafi verið æfður á þremur, fjór um dögum. í fyrstu gerð leiksins voru 8 mennskir menn og 7 álfar, huldumaður og huldukona og lík á börum. Þjóðólfur segir, að leikurinn hafi víðast hvar verið „furðuvel niðurlagður og lagaður fyrir leiksviðið eins og það er algjört í öðrum löndum, en sem hér er hjá oss í mjög miklu naumusniði enn, sem von legt er, ekki sízt þagar ekki er öðruvísi húsrúmsráð heldur en nú ar“. Þrátt fyrir þessar eðlilegu kvartanir um þröngt húsnæði, er nú einkennilegt að hugsa til þess, að það skuli hafa verið um 230 manns, sem komust fyr- ir á Langaloftinu á hverri sýn- ingu á Nýjársnóttinni og skóla- piítar að auki. Mörkin miili leikenda og áhorfenda voru ekki heldur einlægt skörp, og milli þeirra var meiri samgangur en síðar varð. Söng elskir áhorfendur komu á svið ið og tóku þar undir kórlög- in méð leikurunum. Nýjársnóttin í frumgerð sinni þótti i styttra lagi til þess að vera heilskvölds lei'k- ur, og annar minni leikur var því fluttur með. Hann hét Heimkoman og var eftir Ólaf Björnsson frá Eyhildarholti, seinna prest á Ríp og Hofi, annað stúdentsefni með Indriða. Um Heimkomuna sagði þjóðólfur, að leikurinn væri að vísu efnislitill en skemimti þó vel, en Nýjársnótt- in væri aftur á móti efnisríkur leikur. Þe.ssir skólaleikir voru sýnd ir þrjú kvöld í röð, 28., 29. og 30. desember, og hefði verið á hægt að sýna þá oftar. En leikararnir vildu eiga fri á gamlárskvöld, því að þá var einnig annar mannfagnaður í bænum, sem margir skólapilt- ar og stúdentar tóku þátt í, m. a. Indriði. Það var svo sem nóg um að vera. Stúdentafélag- ið hélt þá fyrstu blysför bæj- arins og álfadans á Tjörninni, með ljósálfum og svartálfum, sjötíu blysium I fyilkingu og „bengölskum ljósum“. Þessi ljósadýrð var síðan látin blasa við bænum ofan atf Hólavelli. Jón Ólafsson orti fyrir þennan blysburð og álfadans kvæðin Máninn hátt á himni skín, og Dans er hættur, höldum brott. Þetta var dýrðleg hátið ofan á hina skemmtilegu sýningu Nýj- ársnæturinnar og hvort tveggja nokkuð i sama anda. Indriði Einarsson sagði seinna í minningum sinum, að hann var mjög kvíðinn lengi Nýjársnóttin í Þjóðleikhúsinn 1971. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Hér sést atriði úr sýningunni: Sigríður Þorvaldsdóttir sem As- laug álfkona og Steinunn Jóhaimesdóttir sem Guðrún. Hannes Pétursson í STYRJÖLDINNI Borgin hrundi, lirunið var allt sem hrunið gat — nema dómkirkjan forna. Hún gnæfði við haustloftið grátt og svalt. Þar geislaði hringing alla morgna. í kórnum inni, á krossins tré hékk Kristur, og mjóan geisla lagði frá glugga-rós á hin krepptu kné. í kirkjunni heyrðist rödd er sagði: Myrkur. Þó greini ég andlitið enn. Og öðru hverju blikar á hjálma. Ég heyrði grátið, sé hlakkandi menn sé hendur sem upp um krosstréð fálma. í síðu og höndum ég sviðann finn. Sveiti og hlóð er sú flík sem ég klæðist. En þú sendir mig, ég er sonur þinn ég er sjálfur þú. Nú dey ég — og fæðist. 20-, desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.