Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 14
Bat-Yosef, öðru nafni María Jósefsdóttir. I>að fyrra er npprunalefft, það síðara tilbúið og í samræmi við liin hlægrilegrn íslenzku lög:, sem meina erlendu fólki að haida nöfnum sínum, ef það vill gerast íslenzkir ríkisborgar- ar. Bat-Yosef hefur þá sérstöðu borið saman við flesta sem þessa ákvörðun taka, að iuin var orðin tals- vert þekkt á Tslandi áður en liiin steig: þetta skref. Hún hefur samt ekki verið á Islandi öðru vísi en g:estur; hún Iiefnr komið og: farið likt og farfugdarnir en telur það samt ómetanleg; réttindi að vera íslenzkur ríkisborgari. Ég spurði Bat-Yosef fyrst um þetta; hvort ætlunin hefði verið að setjast að á íslandi, en það var ekki svo. Hún sagði: „Ég lít á lífið sem ferðalag og á ekki fremur heima á einum stað en öðrum. Um þessar mundir hef ég vinnu- stofu í Jerúsalem; það er í þeim hluta borgarinnar, sem áður tilheyrði ísrael. Samt hef ég ekki tillinningu fyrir Jerúsalem sem neinskonar heimaborg minni. Ég á ekki meira heima þar en í París eða á íslandi. Og: ég á ekki rneira heima á Islandi en þar. „Uegar þú komst liingað fyrst varst þú kona Guðmundar Guðmundssonar, sem þá kallaði sig Ferró og nú Erró og þá höfðuð þið aðsetur í París. Það er orðið nokkuð langt síðan?“ „Já, tíminn líður liratt. Kg kom fyrst til íslands með Guðmundi árið 1957. Raunar hafði hann farið á undan mér. Ég: kom með Gullfossi; það var í febrúar og sn.jór yfir öllu. Ég Jx-kkti ekki snjó og var lengi að læra að ganga á ís.“ „Og livað tók við hér?“ „Fyrst vann ég í hálft ár í sælgætisgerðinni Freyju og þar lærði ég málið með því að tala við starfsfólkið. í sjálfa vinnuna fór ég af illri nauðsyn; við vorum aiiralaus, en það var nóg ÞEIR SEM SIGRA GLATA SAMÚÐINNI Rætt við listakonuna Miriam Bat-Yosef eftirvinna og áður en langt um leið var ég búin að vinna mér inn næga peninga til þess að geta snúið mér að því að vinna við það, sem hugurinn stóð til. Við Giiðmundur höfðum vinnu- stofu saman í Iðnskólanum og þessi íslandsdvöl mín Jiá, sem stóð nærri í ár, endaði með sýningu í sýningasal við Hverfisgötuna. Hann hefur víst verið lagður niður. Þá var ég óþekkt á fslandi, en það gekk alltsaman vel.“ „Hafði ísland álirif á þig og myndir þinar?“ „Já, mikil áhrif, en til þess að það verði skilið í réttu samhengi, er bezt að ég segi þér frá þvi, hvað ég var búin að ganga í gegnuni. I»að var árið 1952, að ég kom til Parísar til náms. I»á var New York að taka forystuna í myndlistinni eða líklega búin að taka hana. Það voru ugglaust mistök að fara ekki vestur. I.istaskólarnir í París voru, og eru víst enn, óbreyttir frá 18. öld. f þessari mætu menntastofn- un, Ecole Nationale Superi- eure des Beaux Arts, var impressionisniinn frá siðustu öld ennjiá aðalmálið. Kennararnir voru gamlir. Skólinn stóð ekki í neinu sanibandi við jiað, sem þá var að gerast í myndlistar- heiminuni; til dæmis var ekki ein einasta abstraktmynd máluð á vegnm skólans. Prófið var fólgið í að kópíera Botticelli og aðra gamla meistara. Kosturinn við skólann var einkiim sá að lionuni fylgdu ákveðin hlunnindi, til dæmis vinnustofur, jiar sem maður gat málað á kvöldin. Ég held að ég hafi ekki haft gagn af skólanum að öðru leyti en ]>ví að fá aðstöðu og ódýrar máltíðir. Gagnið var fyrst og fremst fólgið í að vera í París. f skólanum málaði ég í anda impression- istanna en þar á eftir tók við lijá mér tveggja og liálfs árs dvöl á Ítalíu. Ég varð fyrir miklum áhrifum j>ar; einkum af miðaldamálurtim. Það er svo niikið af gamalli myndlist á Ítalíu og heillandi fögrum byggingum frá fyrri öldum og ég málaði i þá daga mikið af arkitektúr, gamlar kirkjur, Feneyjar eða Notre Dame, allt flatt og án f jarvíddar.“ „Já, j>að er rétt. Fjarvídd var ekki í tízku j>á, ef ég man rétt, jafnvel bannorð. Ég man eftir, að ungur málari sem kom heim frá námi um Jiessar mundir, sagði mér mjög alvarlegur, að f jarv ídd eða perspektif í mynd mætti alls ekki eiga sér stað.“ „Þetta komst i tízku með abstraktstefnunni, minnir mig. Reyndar er til mikið af gamalli list, J>ar sem f jarvidd kenuir ekki fyrir, en það er annað mál. Ég var sem sagt biíinn að mála i anda impressionistanna í París og síðan þessar gömlu byggingar á ftalíu. Og J>á kynntist ég fslandi. Hve greinilega ég man það enn. Það var eins og „sjokk“ að koma út fyrir Reykjavík, og sjá þessa stóru náttúru og maðurinn svona óendan- lega lítill og einn. Hreyfingin í formum landslagsins hafðl mikil áhrif á mig, jafnvel rokið. Áður liafði ég reynt að mála hreyfingar í Jiessar kyrrstöðumyndir ítalskra húsa en nú blönduðust ítiilsk og islenzk álirif saman. Fyrst og fremst hafði fsland og íslenzk náttúra þau áhrif á mig, að ég byrjaði ftð mála abstrakt. Mér fannst ég bezt ná þessum áhrifum Jiannig. Ég var J>ó merltilega ókunnug Jæssari stefnu, sem var búin að gerja svo árum skipti úti í París, en á þessum Parísarárum niínuin liafði ég enga geómetriska ahstraktlist séð, J>ótt ótrúlegt megi virðast." „Mig minnir að þær hafi verið mjög ljóðrænar Jæssar fyrstu myndir, sem J>ú áttir á sýningum hér heima." „Ég býst við J>vi. Það var einmitt sú myndgerð, sem ég liafði lialdið mig við, frá J>vi ég kom fyrst til íslands og fór að íhuga vindinn og náttúruna. Iin svo varð veruleg breyting á mínurn liögum; ég varð ófrísk að Á einni af sýningum lista- konunnar. Hér er undar'eg veröld í sterkum litum og margbreytilegum formum, eða eins og Bat Ýosef segir sjálf: Eðli hlutanna hefur breyzt. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.