Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 11
átta eftir vörum, vestur að Kyrrajhafi eða austur til Halifax, norður i námahéruð eða suður til Bandarikjanna. Nú hafði safnazt saman í vaigninn dálitih hópur vinnu- klæddra manna, þeir voru fátalaðir og brostu litið. Svo var komið í áfangastað, ég hraðaði mér út og hópur- inn á eftir, inn um stórt hlið á hárri girðingu og svo inn í langa, lága byggingu, klukku ■húsið. Eftir endilöngu húsi stóð röð af stimpiliklukkum og hver gætti sins hliðs, ég gekk að einu þeirra, tók mitt spjald og stimplaði mig inn. Um leið hætti ég að vera einstaklingur en varð að lítilfjörlegri eind í þessu mikla samgöngusigur- verki, sem aldrei mátti stanza, hélt aidrei upp á helgan dag, ekki einu sinni j'óiin. „Halló Slim, sláninn þinn. Hvernig lýst þér á jólin þau arna?“ Það var Pat O’Malley, rauðhserður irsfcur risi, sikát- ur og spaugsamur, er ávarpaði mig svona og áréttaði það með miklu höggi á bak mér. „Held- urðu, að það væri nú munur að vera kominn heim til gamla landsins í staðinn fyrir að þræla hér í Skít og reykjar- svælu, svartur eins og erfða- syndin á sjálfa jólanóttina?" Pat var eini kunininginn, siem ég hafði eignazt á þess- um vinnustað, enda var ég ekki búinri að starfa þar nema í 6 vikur. Hann gat ætíð komið manni í gott skap, glað- værð hans var svo einlæg og írski hreimurinn í rödd hans svo dillandi. „Blessaður vertu ekki að minnast á þetta, Pat, mér líður nógu bölvanlega samt,“ sagði ég. „Sannarlega var það ófyrirgefanlegur asna skapur að vera að flækjast hingað I þetta heiðingjaland, sem heldur efcki einu sinni jól- in heilög." „Þetta er nú það fyrsta, sem ég hef heyrt þig segja af viti, þú afkomandi norskra mann- drápara og írskra meyja, o-g það sver ég við skegg hennar ömmu minnar, að næstu jól skal ég halda heilög i stein- kofainum hans O’Malleys föð- ur mins í Kilkenneýhéraði. Hún amma mín var nú annars merkis persóna og skeggvöxt- ur hennar verðugt rannsókn- arefni...“ „Hættu þessu rausi, Pat, nú skulum við koma okkur i at- ið,“ sagði ég, hafði í þetta sinn enga ánægju af glaðværu gaspri hans en hann starði á mig furðu lostinn og hristi höf- uðið í forundran. Klukkan var nú að slá 11 svo að við hröðuðum okkur í átt að „hringhúsinu". Það var geysistór, hringlaga bygging utan um stórt opið svæði. Skarð var í bygginguna og um það lá sporbraut inn í hring- inn, að miklum vagni er var í honum miðjum og snerist á spori. Inn á þennan vagn óku eimr'eiðarnar og hann sneri þeim síðan að sporum er lágu inn að 40 básum, fyrir þær í byggingunni. Er ég kom inn úr dyrunum á hringhúsinu blasti við mér sjón, er ætið hafði mjög einkennileg áhrif á mig. Þar stóðu eimreiðarnar hlið við hlið til beggja handa, svart ar og ferlegar og minntu mig einna helzt á einhver fornald- ardýr. Þarna lágu þessi skrýmsli fram á lappir sinar, sum sváfu vært og bærðu ekki á sér, önnur virtust í svefnrof- um og önduðu þungt, nokkur glaðvakandi, fóru hamförum, fnæstu eimyrju og igufumekki úr nösum og létu dótgslega. Mér virtist óvenju margt um manninn í hringhúsinu þetta kvöld. Aldrei þessu vant hafði eitthvað aif síðdegisvaktinni staldrað við og þeir stóðu á tali við þá, sem voru að koma á næturvaktima. Kyndarar og vélstjórar, er höfðu verið að koma með eimreiðar úr ferð, virtust einnig vera þarna í bland. Smá hópar af vinnu- klæddum mönnum stóðu mas- andi og hlæjandi í ganginum framan við eimreiðarnar og mér sýndist ekfci örgrannt, að þar væru vasaipelar á lofti. Pat var efcki fyrr kominn inn úr dyrunum en til hans var kall- að frá einum hópnum. Hann fór þangað en ég að skápnum mímutm og fór þar í vimnugall- ann. Ég hafði ekkert kynmzt þessum vinnufélögum ennþá og glaðværðin í kring um mig angraði mig. Ég var í þann veginn að leggja af stað á minn vinnustað er ég heyrði kallað til min hastri röddu. „Heyrðu þarna, langi íslend ingur, hægðu svolitið á þér. Þú átt að fara út í öskuigryfjuna í nótt. Karlfjamdinn hann pólski Mike ketmur ekki i nótt, hann er sjálfsagt fullur, skepn- an sú arna. Það ætti annars ekki að drepa þig, vinnan þar í nótt, engin umferð fyrr en undir morgun, sofðu nú ekki yfir þig fram yíir vaktaskipt- in.“ Það var Tom garoli, verk- stjórinn okkar, sem las þenn- am pistil yfir mér. Hann var hrjúfur og hávær en gæða blóð; hafði verið vélstjóri á eimreiðum, orðið að hætta því vegna sj'óndepru Oig var þá gerður að verkstjóra á hunda- vakt. Ég heyrði það á radd- blænum, að hinir gömlu félaig- ar hans, sem þarna voru á far- aldsfæti, höfðu gefið hon- uim vel þegna hressingu. öskugryfjan, sem ég átti að þjóna þessa nótt, var talin óveglegasti vinnustaðurinn á hringhússvæðinu. Þó var ég síður en svo óánægður yfir þvi að vera sendur þangað þessa nött. Þar hafði ég unnið fyrsta mánuðinn á þessum vinnustað og þvi vissi ég, að þar var ég einn míns liðs í friði og ró og að þessa góðviðrisnótt var það ólikt betri vist en inni i reýkj- arsvælunni í hringhúsinu, troð- fullu af eimreiðum. En vlssu- lega var þetta furðulegur vinnustaður. Þetta var um eins m djúp gryfja undir öðru járnbrautar- sporinu, er lá að hringhúsinu, og um 20 m á lengd. Hún var það breið, að til hliðar við sporið stóð járnbrautarvagn með lágum hliðum á símu spori. Er eimreiðarnar komu úr ferð ófcu þær inn yfir gryfjuna og í hama var hvolft allri eldsglóð og öslku úr eidhólfi þeirra. Sið- an var sprautað vatni á glæð- umar unz allur eldur var slokknaður og öskunni síðan mokað úr gryfjunni upp í vagminn. Þvi var það, oftar en hitt, að I kring um grytfj- una var ailt í svartakafi af reyk og gufu, svo að ekki sást handa skil og maður gekk þar um af stakri varúð. 1 misjöfnu veðri var þetta leiðinda vinnu- staður og oft mjög erfiður. Þetta kvöld var þar öðru- vasi um að litast og ástæðan sú, að vegna jólanina var um- ferð í lágmarki, allar vörulest- ir stöðvaðar í sólarhring og farþegalestir í áætlunarferð- um í algeru lágmarki. 1 gryfj- unni var lítil aska og hringhús ið sneisaf ullt af vélum, en eng- in þeirra átti að fara út fyrr en undir morgun. Á sporum í mánd við hringhúsið stóðu nokkrar vélar, sem ekki kom- ust inn fyrr en básar losnuðu, óánægðir kyndarar voru á aukavalct við að halda þeim í fullri kyndingu. Sú dásamlega staðreymd blasti við mér, að ég haíði ekkert Iramundan nema hóiflegam slatta af ösku i gryf j- unni. Það hélzt sama dásemd- arveðrið, blæjallogn og stjörnu- bjart en frost óvenjulega vægt eftir árstíma. Mér fannst mik- ið til um umhverfið; allt í kring um mig voru eimreiðar af mis- munandi stærðum, reykur- inn og guifan upp af þeim stóð eins og þráðbeinn stöpull upp i loftið í kyrrðinni. Nokkuð handan við gryfjuna sást hilla umdir kolabyrðuna, eldsneytis- stöð altra eimreiða er um stað- inn fóru en á þessum árum voru dísilvélar næstum ókunm- ar. Kolabyrðan stóð svört og skuggaieg á háum trönum og alla nóttina gat að heyra frá henni dynki og undirgang, er virtist eiga upptök sín ein- hvers staðar í iðrum hennar. I kring um byrðuna sást oft bregða fyrir skuggalegum mannverum, útötuðum í köla- ryki, þær birtust og hurfu án þess að hægt væri að gera sér grein fyrir hvaðam þær komu eða hvert þær hurfu. Þó vissi ég, að þetta voru mennirnir, sem störfuðu að þvi að flytja kol úr járnbrautarvögnum á skóflubönd, sem lyftu þeim upp í geymsluhólf byrðunnar en úr þeim hrundu þau niður á kolavagna eimreiðamna, oft i æmum skömmtum, því að þær stærstu þeirra brenndu tonni á klukfcustund í þungum akstri. Ég hafði stundum skotizt út að byrðunni til að athuga þetta mannvirki nánar, þarna sem það stóð, umvafið dökku skýi af kolaryki. í næturmyrkrinu gaf ég stundum ímyindunarafi- inu lausam tauminn, þá varð byrðan að einhverri furðu- mynd ókominna ára, mann- gervingur, sem var búinn að gera skapara sinn, manninn, undirgefinn sínum eigin verk- um. En þetta kvöld hafði byrðan á sér raunhæfari svip. Frá henni heyrðist nú enginn dul- arfuliur undirgangur og reyfc- skýið var horfið, útlínur henn- ar bar við stjörnubjartan him- in og það var engin leið að láta Imyndunaraflið skapa úr henni kymjaveru. Er ég kom út í kyrrðina og einveruna fór mér að líða bet- ur og ég sneri mér að Því að moka öskunni, sem var í gryfj- unni, upp i vagninn. Ég lét ergelsið og leiðindin bitna á skóflunni, sem tók þvi möglun- arlaust og sendi aftur frá sér með hverri skóflufylli af ösku. Laust fyrir klukkan tvö var ég búinn að hreinsa gryfjuna og ákvað að taka lífinu með ró fram að kaffitíma, kl. 3. — Til þess þurfti ég að finna mér hlýjan og afvikinn stað, þvi að fyrsta lífsregían sem ég hafði lært í hringhúsinu var: „Ef þú ert iðjulaus þá vertu það úr augsýn." Nálægt kolalbyrðunni stöð uppkynt eimreið, sem beið þess að komast inn í hringhús- ið og ég vissi, að það yrði ekki fyrr en undir morgun. Þar í hlýjunni var tilvalinm staður, ég klifraði upp i skýlið á henni og settist í vélstjórasætið. Vit- anlega sótti strax á mig svefn þarniá inni i hlýjunni en ég vildi ekki sofna. Ég tók það fang- ráð að klifra upp á kolavagn- inn, sem þá fylgdi öillum eim- reiðum eins og skugginn, og hafði einnig geymi fyrir vatns- birgðir ekilsins. Þar settist ég á lokið á vatnsgeyminum, sem var notalega hlýtt, þvi að á veturna var vatnið hitað upp með gufu svo að það frysi ekki. Þarna var ólikt betra að vera enda var veðrið svo milt, að það setti engan hroll að mér. Yfir mér hvelfdist al- stirndur næturhiminin, fegurri ©n orð fá lýst, en í kringum mig á alla vegu voru sótugar byggingar og vélabákn, kola- reykur og gufa. Vissulega var ásýnd þeirrar myndar harla andstæð því, er yfir bjó en þó einn hlekkur í mannlegri við- leitni og hinni óslökkvandi þrá mannsins eftir betra og bjart- ara lífi. En svo tóku leiðindin að setjast að mér aftur og þá greip ég til þess ráðs, sem fram að þessu hafði reynzt mér óbrigðult meðal við þeim — ég fór að syngja. Dálitla söng- rödd hafði ég hlotið í vöggu- gjöf og á þessum árum mun hún hafa verið upp á sitt bezta — máski aldrei betri en þessa nótt. Fyrst var mér nokkuð tregt um tón en það lagað- ist fljótlega á 2—3 ættjarðar- lögum. Svo tóku jólasálmarnir við og mér fannst þeir koma næstum fyrirhafnarlaust, stíga hærra og hærra upp í kyrrð- ina og heiðrikjuma. Og það fór sem fyrr, þunglyndið og leið- indin leystust upp og hurfu, lifct og morgunlæða við sólris. En hvað var þetta? Hvaðan barst þessi söngur til mín? Var ég að fá óráð eða var mig að dreyma? Nei, þetta voru mennskar raddir og þær komu frá einhverjum, sem voru fyrir neðan mig. Er ég leit niður sá ég mér til mikillar undrunar dálítinn hóp mtmna, sem stóðu fyrir neðan kolavagninn og sungu með mér. Svo virtist, sem þeir kynnu ekki lagið því að söngur þeirra var eins og margraddað undirspil, stundum dálltið hikandi_ en ætíð samstilltur og fagur. Ég sá einnig, að út við hringhúsið stóð töluvert stærri hópur og hlustaði þögull. Það greip mig feimni er ég sá þetta og ég hætti söngnum er erindinu var iokið. Þá kvað við ákaft lófatak og nokkrir kölluðu meira, meira. Einn þeirra, sem höfðu sungið mefS mér, kallaði til min á þýzkuskotinni ensku: „You know Stille Nacht, nicht wahr? We sing with you.“ Ég skildi strax, að það var sálmurinn Heims um ból, sem hann var að biðja mig um að syngja. 1 vitund minni var sá sálmur hið Framhald á bls. 26 20. désember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.