Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 23
 Eyðimerkurleiðang'iir Kong Hans í áningarstað. Til fararinnar eru notaðir Citroen Meliari, sem sérstaklega eru gerðir fyrir eyðimerkurakstur. Oft verða hirðingjar á vegi manns. Þessi ættbálkur hafði ekki séð annað fólk í sjö mánuði. Það er gestrisið fólk og gott og býður döðlur og kalelmjólk. Kong Hans er lengst til hægri. aka á grjótvegi með venjuleg an þrýsting í hjólbörðunum. — Um leið og maður sér grjótveg inn á að dæla lofti í hjólbarð- ana þar til þrýstingurinn er orð inn allt að þvi tvöfalt meiri en venjulega, einkum ef hjólin eru lítil. Sé ekið í sandi, á að minnka þrýstinginn til þess að auka breidd hjólbarðans sem mest. Þvi flatari sem hann er, þvi bet ur snýst hann í sandinum. ATl- ar þessar þrýstingsbreytingar krefjast þess, að pumpan sé not uð dálítið, en það er ekki nema góð hreyfing — svo framar- lega, sem pumpa er meðferðis SKRIFIÐ MINNISLISTA Dag nokkurn komum við auga á fínan Mercedes 220 í fjarska. f fyrstu héldum við að þetta væru hiTlingar lengst út við sjóndeildarhringinn, en nei, það var raunveruleiki. Bíllinn virtist hafa verið yfirgefinn, en við stönzuðum til að líta á þessa sjaldgæfu sjón í Sahara. Bak við bilinn fundum við eig endurna, tvo mjög unga Svía. Þeir höfðu setið þarna i tvö dægur þegar við komum, og þeir voru svo máttfarnir, að þeir gátu ekki risið upp. Fjöð- ur hafði bilað, og trúi því hver sem vill, — þeir höfðu engan tjakk með sér! 1 framsætinu tvoru þeir með splunkunýjan Mercedes mótor, sem þeir höfðu sóit t.il Alisir handa féiögum sinum, sem biðu lengra suður í eyðimörkinni. Nestið, sem þeir höfðu haft með sér i þessa tvö þúsund km ferð — vatnsflaska og sardínudós — var löngu búið. Við hjálpuðum þeim að lyfta bílnum og kom um fyrir tréklossa fyrir í hon um eftir að við höföum gefið þeim að borða og drekka. Það sem eftir var leiðarinnar höfð- um við samflot til endastöðvar okkar, þar sem vinir þeirra höfðu beðið eftir þeim i rúman mánuð. HRÆÐSLA ER HÆTTULEGUST Slöngu- og sporðdrekabólu- efni er hægt að fá með þvi að snúa sér til einhvers hinna ný- byggðu sjúkrahúsa í Sahara eða útjöðrum hennar. Sé farið i langa ferð, geymist bóluefnið ekki. Til þess að það haldi á- hrifum sínum þarf það að geym ast á köldum stað, sem getur verið nokkuð erfitt að finna i Sahara. Möguleikarnir á því að verða fyrir biti eru annars til- tölulega litlir. Á þeim þremur árum, sem ég hef ferðazt uim Sa hara, hef ég aðeins einu sinni séð slöngu — og einn sporð- dreka, og á þeim hafði ég nán ar gætur! Ef illa skyldi fara, og maður yrði þrátt fyrir allt fyrir biti, er ef til vill gott að vita, að fiest sjúkrahús gefa nú orðið sjúklingunum taugaróandi með ul og svefntöflur i stað bóluefn is. Þegar maður verður fyrir biti, hitnar blóðið mjög. Og verði maður svo gripinn ofsa- hræðslu ofan á aUt saman . . . Sagt er, að flestir, sem deyja af sporðdrekabiti, doyi úr hræðslu, og ég held að það sé rétt. Kong Hans var eitt sinn biitinn af eitraðri slöngu, sem hann hafði fengið hjá góðum vini sínum, sem er slöngutemj- ari. Hann fékk sér drjúgan Sahara er ekki bara sandur og sízf af öllu flatneskja. Þar má finna einkennilega kletta og oddh\assa tinda. viskisopa og lagðist svo til svefns. Þegar hann vaknaði eft ir 24 tíma, var hann frískur eins og nýsleginn túskildingur. Slangan lá aftur á móti dauð á gólfinu! Flestar slöngur og sporðdrek- ar i Sahara halda sig neðan- jarðar á kalda árstimanum og skriða ekki upp á yfirborðið fyrr en hitinn kemst upp í 40 stig og þar yfir. Sporðdrekarn- ir leggjast þá gjarnan undir hlýjan stein og láta fara vel um sig, svo betra er að fara varlega, þegar steinum er lyft. Sé auður sandblettur i grennd- inni skyldi hann valinn sem tjal'dstæði næturinnar og gang- ið ekki berfætt um þar sem grýtt er. Kvöldin við tjaldbúðabálið í Sa hara eru eitt af því, sem aldrei gleymist. Það er langt síðan við losuðum okkur við gastækið. Núna söfnum við þurrum kvist um i steppuauðninni eins og Bedúínar gera, og á einni dag- leið fer maður að minnsta kosti um eitt svæði, þar sem hægt er að safna viðarfangi á kvöldbál ið. Gott er að hafa steikarrist, skaftpott og kaffiketil. — ÖTlu meiri eldunarbúnað þarf ekki. Uppþvrottur er auðveldur. Það má hreinþvo með sandi, sem er betri en nokkur þvottalögur. — Vatnið verður að spara! Fyrir tveimur árum fundust fjórir Þjóðverjar látnir á hinum hættulega vegi, sem reyndar er lokaður, frá Tit hjá Tamanrass et til Gao í Mali. Sá þeirra, sem lengst lifði, hafði skrifað dag- bók með lýsingu á því hvernig það er að deyja úr þorsta. Það sorglegasta var, að þegar þeir fundust, áttu þeir ennþá 15 Tátra af vatni á vatnskassanum, sem þeir höfðu ekki munað eft- ir! YFIRGEFIÐ ALDREI BÍLINN, — OG ÞÓ ■ ■ . Samkvæmt Tögum Sahara á maður ekki að yfirgefa bílinn, ef hann bilar. En sé maður á bönnuðum vegi eins og Þjóð- verjarnir fjórir, er ekki mikil von til að ,,einhver“ eigi Teið hjá. Fjórmenningarnir hefðu getað bjargað iifi sinu ef þeir hefðu ákveðið að fara tiT næstu vinjar. Það er hægt að ferðast á nóttunni, eftir korti, og átta- vita —- og auðvitað vasaljósi — og halda kyrru fyrir á daginn ef hitinn er of mikiTT. Ef enga forsælu er að finna, má gera sér tjald úr segldúk, tjald sem er opið í báða enda, eins og Bedúinatjöldin eru á heita árs- tímanúm. Það er langt á milli bensin- stöðva í suðiirhluta Sahara, svo nauðsynlegt er að reikna út á kortinu hve niarga aukabrúsa af bensíni og oliu þarf að hafa nieðferðis. — Það kennir jafn- vel fyrir, að uppselt sé á hin- mn fáu bensínstöðvuni, sem um er að ræða, og þá er ekki ann að að gera en taka lifinu með ró þar til næsti tankbíll keinur að norðan. Stundum er lika upp selt á inörkuðuiu og í búðiun. Vrið liöfuiu orðið fyrir því að standa á liinuni stóra niarkaði í In Salah án þess að finna neitt annað en fáein knippi af púrruin. Það getur því verið skynsanilegt að taka með sér aukaforða að lieiinan. En yfirleitt er hægt að reikna með því að gómsætt, nýbakað brauð sé á boðstólum í flestum vinjum, dásamlegt grænmeti og alls konar kjöimeti. Hafnið ekki úlfaldakjötinu, það bragð- ast ágætlega, ef það fær bara að sjóða í þrjá eða fjóra klukku tima. Sé allt uppurið, getum við upplýst, að grillsteíkt eyðimerk urrotta telst til helztu kræsinga í Sahara! TE VIÐ ÞORSTANUM Sé heitt i veðri, er öráðlegt að drekka vatn eða kóla, þvi það eykur aðeins þoi'stann. — Lagið heidur ríflegt magn af tei að morgntnum og hellið því á plastflösku eða hermanna- flösku. Vefjið flöskuna inn í rakt handklæði og látið hana á hlýjan stað í bílnum, gjarnan þar sem sólin skin á hana. Upp gufunin veldur því, að teið vrerð ur þægiiega svalt og betri svala drykkur er ekki tii. Vilji nienn liafa kalt öl ineð- ferðis, er lia-gt að kaupa sann- kallaðan smákæliskáp á ara- biskuni niörknðnni, gerðan úr itnnu geitaskinni, eða svokall- aðan „Querl)a“. Hann er fylltur af vatni, ölinu (helzt dósaöli) stungið ofan í, og skimiið bund ið fast aftan á bílinn. Eftir svo 20. desember 1971 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.